Ísafold - 16.11.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.11.1921, Blaðsíða 2
t ÍSAFOLD =:=^=:=!. það bil sem félagið var stofnað.' Að því búnu talaði prófessor dr.: Ág. H. Bjamason um liáskóla-1 byggingu og stúdentagarð og! sýndi uppdrætti, sem gerðir höfðu verið, einn eftir enskan mann annan eftir Guðjón Samúelsson og þriðja eftir Rögnvald Ólafsson og loks eftir Einar Jónsson. Hvatti hann stúdenta kröftuglega til þess að taka nú þetta mál í sínar hend- ur, einkum stiidentabýlið, og vinna ötullega að því. Þegar hér var komið hófst dans- ii;n og lék þar hljóðfærasveit Þór. Guðmundssonar. í miðjurn dansin- iim var hlé og söng þá Ben. Áma- son Elfar stúdent nokkur lög, en Bjarni Jónsson frá Vogi mælti fá- ein orð. Jafnframt dansinum, sem fór fram í stóra salnum niðri, skemtu menn sér að ýmsum gleð- skap í litla salnum uppi og hlið- arherbergjunum og vora þar veit- ingar, í'æðuhöld og söngur öðra hvora. Á fjórða tímanum sleit for- maður samkomunni og skildu menn þá og þótti hátíðin hafa tekist vel. ? Irland. Samningafundir íra og ensku stjórnarinnar í London urðu árang urslausir og fundurinn í Inverness að engu. Stjómin kom fram með tilboð sitt um heimastjórn með líku fyrirkomulagi og í Canada eða Suður-Ameríku, en þeim mun þó, að Bretar hefðu’ framvegis á hendi strandgæslu írlands og yfir- ráðin á hafi og í loftinu. Þetta tilboð stendur enn. Og stjórnin mun ekki sjá sér fært að bjóða betri boð og láta undan í neinum aðalatriðum. Hún telur það ófrávíkjanlegt skilyrði frá sinni hálfu, að írland játi sig innan breska alríkisins og breski ílotinn hafi yfir hafinu umhverfis írland að segja. En hins vegar standa foringjar íra með kröfuna um algert fullveldi án nokkurrar íhlutunar Breta um nokkurt mál. Þeirra krafa er sú, að Englending- ar viðurkenni írland, — að Ulster meðtöldu — eitt óháð lýðveldi. De Valera hefir haldið þessari kröfu svo fastfram, að fyrir tveim- ur mánuðum kvað hann Ira ekki mundu taka þátt í nýrri samninga- ráðstefnu, nema því aðeins, að Englendingar viðurkendu fulltrúa þeirra sem umboðsmenn fullvalda málsaðila hins írska lýðveldis. Stóð lengi á bréfaskiftum milli Lloyd George og de Valera um þetta og sýna þau greinilega, að írar vilja gæta vel formsatriða og hika ekki við að draga málin á langinn með rifrildi um þau. Eftir fundinn í Inverness hóf- ust bréfaskiftin. En eigi varð neitt til tíðinda um þau fyr en 12. sept. Þá svarar de Valera tilboði stjómarinnar um nýja samninga á þá leið, að hann sé fús til að taka þátt í fundi til þess að ákveða ,,hvernig hægt sé að samrýma samband írlands við þjóðir þær, sem nefndar séu hið breska ríki, við þjóðemiskröfur fra“. En í sama bréfinu segir hann: „Þjóð vor hefir formlega lýst yfir sjálf- stæði sínu og skoðar sig sem sjálfstætt ríki. Vér getum aðeins samið fyrir hönd þjóðar vorrar sem kjörnir fulltrúar hennar og í umboði hennar“. De Valera vekur með þessu upp nýjan draug sem vitanlega hafði enga þýðingu, aðra en þá að gera leiðina til nýrra- samninga ógreið- ari. Lloyd George skrifaði honum aftur og kvaðst ætla að skoða bréfið sem óskrifað og stinga því undir stól, en de Valera svaraði með því að birta bréfið sjálfur. Hann vildi sýnijega láta þetta at- riði verða að opinberu deiluefni og < neyða stjórnina til að taka afstöðu til þess. Varð þetta til þess, að Lloyd George afturkall- aði tilboð sitt um nýjan fund. Þessu mun de Valera alls ekki hafa búist við, heldur hinu, að Lloyd George mundi ganga eftir sér. Skriíar hann Lloyd George þá nýtt bréf og er nú mýkri í máli. Kveðst ekki ætlast til, að IJoyd George víkji frá neinu meginatriði, en að hann hljóti að skilja, að írsku fulltráarnir yrðu að skoða sig þá sem þeir væru. Lloyd George svaraði þessu því einu, að sainningar við Irlana sem sjálfstætt ríki kæmu ekki til mála. De Valera skrifaði aftur og kvað sér ekki detta í hug, að heimta að Englendingar viðurkendu íra fullvalda þjóð, en hins vegar gætu írar ekki gengið að því, sem skil- ýrði fyrir nýjum samningum, að afsala sér þjóðarrétti sínum. — Hér er því komið í það horf að írar krefjast þess ekki, að Eng- lendingar telji þá. fullvalda aðila, beldur aðeins að þeir telji sig það sjálfir. Og allir sjá hversu litla’ raunverulega þýðingu það hefir. Ilitt hefði verið óskiljanlegt, að samningar hefðu átt sér stað, ef Englendingar hefðu viðurkent íra fullvalda málsaðila. Þá hefði ekki verið mn neitt að semja. II. Eftir að de Valera hafði sent hið síðastnefnda bréf sitt varð Lloyd George tilleiðanlegur til að boða nýja samningaráðstefnu og stendur hún nú yfir í London. Stjórnin liafði áður gert þá kröfu að írar viðurkendu sig sem ófull- valda málsaðila, en féll frá henni. frar ináttu kalla sjálfa sig hvað ■sem þeir vildu en hlýta því, að stjórnin teldi þá hluta úr breska ríkinu. Eigi varð de Valera í samninga- nefndinni nýju og er eigi óhugs- andi að flokksmönnum hans hafi þótt óráðlegt að senda hann, eftir það sem á undan var gengið. Líka getur verið, að einhvcr meininga- munur hafi verið milli hans og þeirra. Eðlilegasta skýringin á breytingu þeirri sem varð á fram- kcmu hans í bréfaskiftunum við Lloyd George er sú, að hann hafi orðið að slá af kröfunum um full- veldisviðurkenninguna vegna skoð- anamunar síns og hinna leiðtog- anna. Báðstefnan kom saman í London 11. október. Arthur Griffith utan- ríkisráðherra Sinn Feina varð for- œaður írsku nefndarinnar en auk hans skipuðu hana: B. C. Barton atvinnumálaráðherra, Michael Col- lins f jármálaráðherra, E. J. Dugg- an og G. Garan Duffy þingmenn í Dail Eireann. En af Englendinga hálfu Lloyd George, Austen Cham- berlain forseti neðri málsstofunn- ar, Birkenhead lávarður, Churchill nýlendumálaráðh., Hamar Green- wood Irlandsráðherra og Worth- ing-Evans hermálaráðherra. Ulster 50 ára afmæli Stúdentafélagsins i Reykjavik. Sóló: Móðir ljoss í mannsins sál, mentagyðjan há, hald þú ætíð heiðri hæstum Fróni á! K ó r: Þjer sje flutt þökk og hrós, þjer sje sungið ljóð! Aldrei vora yfirgafst þú ættjörð og þjóð. S ó 1 ó: Þótt þú aldrei ættir hjá okkur glæstan sal, barstu ljós og birtu bæði ’ um , strönd og dal. K ó r: Alt í frá fyrstu tíð Fróni varstu trú. í aldalöngu basli og böli brá.st ekki þú. S ó 1 ó: Fylking sú, sem f jelag vort fyrir hálfri öld hóf, með hátíð vorri heiðrað sje í kvöld. K ó r: Ungir og aldnir, sem okkar sækja fund, hafa til þess mælt sjer mót á minninga stund. S ó 1 ó: Æskutíð er öllum kærst, og þótt gráni hár, gömlum glögt í minni geymast stúdentsár. K ó r: Elska þú alla stund æskuvorsins draum. Flyttu’ hann með þjer yfir æfi- áranna straum. S ó 1 ó: Hjer er alt á hraðri för heimi voram í. ITngur verður aldinn. Æska fæðist ný. K ó r: Neyt þín við nám og starf, nota þína stund. En gáttu líka góðum með á gleðifund. S ó 1 ó: Fjelag' vort, þjer fylgi heill! Fá þú aukið magn til að vekja og vinna, vernda landsins gagn. K ó r: Eignist Frón alla tíð ungra sveina val, og marga aldna menn, sem prýða Mínervu sal! hefir enga fulltrúa á þessum samningamálafundi. Fyrstu vikuna var rætt um þau málefni, sem ætla mátti að eigi yrði nein sundnrþySkja út af. Fundir voru haldnir daglega í stjórnarbiistaðnum í Downing Street, en ekkert birt um það sem gerðist. Það eina sem menn fengu að vita framan af var það, *að „alt gengi vel“ en hins vegar vissu menn, að alvarlegu umræðu- efnin voru ekki komin á dagskrá. Þau voru fyrst tekin fyrir 18. f. m. Kom þá brátt í ljós, að erfið- leikar fóru að verða á samvinn- unni og gekk í þófi nokkra daga, alveg eins og orðið hafði á fyrri fundinum. — Kröfur aðila voru ósamrýmanlegar. Éigi er enn kunnugt, hvaða atriði hefir eink- um orðið að þrætuepli í þetta sinn, hvort það hefir verið um samband írlands við alríkið eða krafa Sinn Feina um að Ulster yrði óaðskiljanlegur hluti írlands. ■ Sennilega hefir það fremur verið hið fyrnefnda, því þegar samn- ingarnir voru komnir í óefni sendi Lloyd George einn af írsku nefnd- armönnunum, Oollins fjármálaráð- herra til Dublin með þau skilaboð, að írar svari afdráttarlaust hvort þeir vilji á nokkurn hátt teljast til breska alríkisins eða ekki. Verði svarið neitandi, muni hann leysa upp þingið innan þriggja, vikna og láta nýjar kosningar fara fram svo þjóðinni gefist færi á að láta í ljós skoðun sína á ír- landsmálihu og stefnu stjórnarinn- ar í því. Skoðun miverandi þings á framkomu stjórnarinnar í mál- inu varð ljós, er málið kom fyrir þingið nokkrum dögum síðar. Var stefna stjórnarinnar samþykt, með tíföldum meirihluta. Eigi hefir neitt frést enn um hvemig’ svar Sinn Feina hefir orðið eða hvort það er komið enn. Þó er víst að þeir hafa hvorki svarað jái eða neii, því það hefði hvorttveggja haft afleiðingar, er strax hefðu orðið kunnar. Af síð- ari tíðindum má ráða að Sinn Feinar hafa enn svara á þann veg, að samningar geti haldið áfram og sýnt sáttfýsi með svarinu. Því tveimur dögum eftir að málið hafði verið hjá þinginu lýsti Lloyd George því yfir, að stjórnin mundi enn freista þess að ná samning- um og slaka eins mikið til og sómi Bretlands leyíi. fremur en að taka á sig ábyrgð þá. er leiði af nýrri borgarastyrjöld í írlandi. Stjórnin lieldur fast við að Ulster fái að vera sérstakt lýðríki, en vill, til samkomulags í þvi atriði, ganga að því, að Suður-írar fái tvö kaþólsk greifadæmi í Ulster. Síðan hefir ekkert gerst svo al- menningur viti. En það er sýnt, að níi á að reyna samninga til þraut- ar. Þegar Collins var sendur til írlands mun líkt hafa verið ástatt um samkomulagið eins og áður, þegar fundxmum var slitið. En í þetta skifti var haldið áfram. Báðstefnan stendur yfir enn. Og því var spáð að hún yrði löng. Gotfstraumurinn. Verkfræðingar vilja breyta stefnu hans. I nýjustu erlendum blöðum er sagt frá býsna stórkostlegri og óliklegri ruðagerð, sem að vísu hefir komið fram á prenti áður. Tímarit.ið „The Popular Science Monthly" birtir langa grein eftir verkfræðing einn, um að hlaða stíflu í Belle Isle Sound, sundið milli Labrador og New Foundland til þess að varna Labradorstraumnum kalda, sem kem- ur norðan úr Baffinsflóa að fara suður með Norður-Ameríku. Ætlast verkfræðingurhm til þess, að ef hlað- ið verði fyrir strauminn á þessum stað, þá muni hann gerbreyta stefnu og gauga til norðausturs út í Atlants- liaf fyrir norðan New-Foundland. Muni þá loftslag stórum batna á austurströnd Canada. Stíflan þarf að vera 45 Mlómetra löng og 50 feta þykk. Hafa ýms fé- lög þegar sótt um leyfi til að mega leggja járnbraut eftir stíflunni til St. Jolin á New-Foundlandi, ef til þess komi að eitthvað verði úr ráða- gerðinni. Verður þá St. Jobns sú höfn í Ameríku, er best liggur við siglingum til Englands. Ýmsir enskir várkfræðingar hafa rannsakað þessa ráðagerð og ber saman um að hún só framkvæmanleg. — Ef Labradorstraumnum verður varnað að komast suður með Canada- ströndum legst Golfstraumurinn upp að þeim, svo að loftslagið verður mjög hlýtt. En hvað verðnr þá um kalda strauminn. Hann fer austur í höf, legst upp að suðurströnd ís- lands, að öllum líkindum og heldur áfram norðanvert við Bretlandseyjar og upp með Noregi vestanverðum. Verkfræðingarnir sem við ráðagerðina eru riðnir halda því auðvitað fram, nð hann muni ekki verða neinum til ama, þó að Canadamenn úthýsi hon- nin. En aðrir verkfræðingar og haf- fræðiiigar fullyr'Sa aö ef þessi fá- lieyrða ráðagerð komist í framkvæmd þá megi eins vel búast við, að lofts- lag versni svo á Islandi, að landið verði nærri óbyggilegt, og loftslag á meginlandi Norðvestnr-Evrópu og Bretlandsevjum muni einnig versna að mun. Um þetta má lengi deila og reynslan eii- getur skorið úr. En um það, að hægt sé að hlaða garðinn, l:er flestum saman. Hver veit nema sú koiui tíðin, að ísÍfendingar þurfi að hefja skaða- bótámál gegn Canadamönrum fyrir veðráttuspilli! En væntanlega verður svo langt þangað til, að eigi þærf að kyíða neinu næstu áratugina. Stjórnin hefir, eftir að hafa. leit- að álits stjórna beggja bankanna á fnndi 17. sept. ákveðið að skifta enska láninu á þann hátt, að Landsbankinn fái V5 hluta þess, ríkissjóður lþ^ milj- kr. og ís- landsbanki afgangmn, með því skilyrði að hann greiði aftur i Landsbankanum erlendis af sínum hluta 1. milj. kr., en færi samtímis Landsbankanum til gjalda jafnháa upphæð af því, sem hann á inni- standandi í íslandsbanka. Allur kostnaður af lántökunni skiftist að sjálfsögðu í sama hlut- falli og lánið og verður síðar gerð skilagrein þar að lútandi. Bank- anum ber síðar að afhemda ríkis- sjóði skuldabréf fyrir sínum hluta í láninu og verða skildagar um greiðslur allar hinar sömu og rík- issjóður hefir undirgengist gagn- vart hinum ensku lánveitendum. Tryggingar verður krafist eftir ákv|eðnm sem síðar verða sett. — Það fé, sem Islandsbanki fær, á að ganga npp í hlutabréfakaup ríkisins, ef úr þeim verður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.