Ísafold - 07.11.1924, Page 2
t
f S A Ft) L D
virðist helst svo, að þeir þykist
ihafa rjett til að skifta sjer af
allri okkar löggjöf.
þegar Jónas og Tíminn voru
orðnir þreyttir á að halda þessum
blekkingum áfram, var blaðinu
snúið við; var þá kjöttollurinn
orðinn verndartollur gagnvart
dönsku kjöt', sem flutt var inn
cýtt, og kepptu við innlendu
frajnleiðendurna í Moregi, en jafn-
framt átti að liggja til grund-
vallar sii þörf, sem ríkið liafði til
að afla sjer tekna, og mun þetta
vera sannleikanum næst.
Svo þegar Jónas þarf að her-
týgjast á móti f''skiveiðalögunum,
þá er öllu snúið við og tollurinn I
Noregi orðinn hefndartollur fyrir
það, sem norskir fiskimenn hafa
mist af rjett:ndum hjer.
Eftir því ætti að vera nán-
ara samband á milli norskra
bænda og útgerðarmanna en á
niilli sömu flokka hjá okkur.
Frairh.
-------0------!
Bapnaveiki.
Baraaveiki fyr og nú. Vjer höf-
umum ekki haft mikið af baraa-
veiki að segja á síðustu áratug-
unum. Á árunum 1902—1910
skráðu þó læknar 183 hörn, með
barnaveiki á hverju ári að meðal-
tali og 106 á ári 1911—1920. —
pann áratuginn dóu þó aðeins 8
•börn á ári úr veikinni. Yfirleitt
hefir lítið kveðið að veikinni og
bún verið væg. Hræðsla manna
við hana hefir og minkað stór-
um, síðan hlóðvatnslækningin fanst
upp.
Um 1860 var ástandið alt ann-
að hjer á landi. pá gekk bama-
veikin yfir mikinn hluta lands-
ins sem sk&ð drepsótt. í sumum
sve'vtum lögðust öll hömin og full-
ur helmingur þeirra dó. pá mistu
sumir foreldrar 4—5 börn í einu.
prátt fyrir alt það mikla gagn,
eem blóðvatnslækningin gerir,
eigum vjer á hættu að illkynjað-
ur faraldur komi hjer upp á ný.
Pyngd veik'nnar er afar misjöfn
og ekki sjaldan hefir hún verið svo
þung í nágrannalöndunum undan-
farin ár, að maundauðinn hefir
verið mikill þrátt fyr’r blóðvatn
og ágæta læknishjálp. Hvernig
stöndum vjer að vígi, ef slíkt
kemur fyrir? pað er ástæða. til
þess að rifja npp hversu veiki
þessi er og hversu vjer getuin
varist henni.
Orsök veikLnnar eru barnaveik-
issýklar Löfflers. peir þrífast að-
eins í mönnum og dýrum,en eru
svo lífseigir, að þeir geta lifað all-
leng’; utan líltgmans, þola þurk
ágætlega og geta því rykast upp
eins og berklasýklar. Á leikföng-
\im barna, í fötum o. þvíl. geta
þeir haldist lifandi marga mánuði.
Sýklarnir lifa aðallega í koki sjúk-
Imganna.
Sýkmgarhættur. pó stundum
andi menn sýklunum að sjer riK'ð
ryki í loftinu, þá berast þeir
mest á milli manna með úðasmit-
un. Henni hefir verið 'lýst áður
í Heilbr.t. Að sjálfsögðu berast
þeir og með be'nni snertingu, leik-
föngum, dauðum munum (ifötum,
vasaklútum o. fl.) og stundum
með matvælum.
Undirbúningstími er 2—7 dagar.
Einkenni. Oftast er nokkur hita-
sótt í byrjun veikinnar, en alla
jafna svo væg, að mikið verður
ekki af henn'1 ráðið. Xæsta ein-
kenni er kverkaþroti, samfara
þraut við að renna, niður. Eitl-
arnir undir kjálkabarði, og eink-
um aftan þess, bólgna. Ef nú er
litið upp í sjúkl'tnginn sjest roði
og þroti á úfkirtlunum öðru- eða
beggja megin í hálsinum og um-
hverfis þá, og er meira eða minna
svæði þakið grárri skóf, sem s’tur
föst í slímhúðinní. Stundum er
skóf þessi lítill díll, stundum tek-
ur hún yfir mikinn hluta kok.sins.
Ef mik'ð kveður að þrotannm, vill
| ilia. lýktandi slím sækja í munn-
inn.
pó kokið sýkist oftast, er það
ekki sjaldan sem barkakýlið sýk-
'st, og er þá stundum ekkert að
sjá í kokinu. Skófirnar og þrot-
inn þrengja þá bráðlega að and-
rúm'nu og hást sog heyrist, er
bamið andar að sjer. Röddiu er
þá hás og hóstinn með hásu hljóði,
höfuð og háls vill reigjast aftur.
prengslin gcta orðið svo mikil,
að barnið kafni, ef ekk', er gerður
barkaskurður í tieka tíð. petta er
bin hættulegasta mynd veikinnar.
| Sjaldnar fer veikin í nefbolið- pví
fylgir nefstýfla og rensli úr nefi.
' Að þekkja veikina er auðvelt,
! þegar hún er sem skýrust, afar-
erfitt sje hún mjög væg, en svo er
1 oft. Besta ráðið er þá að rækja
' sýklana, en fæstir a f læknnm vorum
hafa tæki og kunnáttu til þess. pá
hafa menn og fundið, að margir
heilbrigðir menn, sem hafa um-
gengist sjúkling'tnn, ganga með
1 sýklana í kokinu og stafar þá
1 auðvitað hætta af þeim (sýkla-
1 berar). Aðeins ræktun á sýklum
j getur skorið úr þessu. Að lokum
gengur sjúklingnum seint að losna
' við sýklana, þó veikin batni. pe'r
' verða þá sýklaberar í fleiri eða
færri mámiði, hvað sem við þá
1 er gert. . )
I pað er auðsætt af öllu þessu,
I að allar vamir gegn veikinni
1 muni vera erfiðar. Einangrun í
1 mánaðartíma og sótthreinsun
[ kann að hafa nokknr áihrif, en
I hvorugt cr ein'hlýtt. gegn sýkla-
' berum. Sem stendur erum vjer
1 illa sett r í þessu efni.
Eftirköst. Veikin batnar venjn-
1 lega á vVkutíma, en vms eftirköst
I ,
eru tíð, sjerstaklega lömun á vöðv-
um. Börnin fara þá að sjá illa,
eða verða blest í máli líkt og hol-
góma menn. Stundum fer matur-
inn út um nefið. pá geta vöðvar
' í útlimum og á bol, lamast stór-
í um, cn oftast ná þeir sjer aftur
' smám saman. Máttleysið stafar af
1 sýklaeitri, sem skemm’r tauga-
kerfið.
Blóðvatnslækning. Eins og flest,-
um er kunnugt, er blóðvatnslækn-
* ing sú, sem Behring fann, hin
^ mesta hjálp við veiki þessa.
Hann sýkti hesta með harna-
veikiseitri, og tæmdi blóð úr þeim,
' er þeir voru orðnir ónæmia’ fyrir
veikinni. Úr blóðinu er hlóðvatnið
unnið, sero flyst í smáglösum,
, og er þ\"í dælt inn í sjúklingana.
peir verða þá skyndilega. ónæm:r
| og veikin batnar, ef lækningin
I kemur nógu fljótt, helst á 1.
arhring. Sjeu andþrengsli á'köf
^ verður þó stundum að grípa til
harkaskurðar.
Blóðvatnsónæmi Annað gagn
| má hafa af blóðva+ni þessu: Ef
því er dælt inn í heilbrigða, verða
þeir ónæmir fyrir bamaveiki, í 3
(—4 viknr. Á þennan hátt má oft
forða hinnm börnunum á heimil-
inu frá sýkingu. Ekki er þó þetta
einhlýtt, ef sýklaberar ganga þar
um mánuðum saman, vegna þess
hve ónæmið varir stutt. Aftur eru
börn þáu, sem hafa fengið reglu-
.ega barnaveiki, venjulega ónæm
alla æfi síðan, líkt og gerist í mis-
lingum.
Helstu ráðdn. Eftir því, sem nú
er ástatt er það helsta ráðið
fyrir almenning, þegar vart vorfi-’
ur við barnaveiki, að skoða grand-
gad'ilega á hverjum degi kokið á
bömum, sem verða lasin. Tung-
unni er þá þrýst vel, með flötu
skeiðarskafti, fram á við og niður
á við. Ef nokkrir grále’tir blettir
sjást t’l hliðar í kokinu, sem
ekki liggja lausir, eða vart verður
v’ð hæsi og sog, er varlegast að
einangra sjúka barnið eftir föng-
um og leita tafarlaust læ'knis, en
fara síðan að hans ráðum. Sje um
barnaveiki að ræða, dælir hann
blóðvatni inn í barnið, enn það
þarf að gerast fljótt, ef að hakli
skal koma.. Hitt er aftnr víst, að
allar sóttvarnir gogn barnaveik-
isfaraldri eru sem stendum mjög
ófullkomnar, svo A’jer stöndum illa
að vígi, ef illkynjuð barnaveiki
fær: að ganga.
Nýjar uppgötvanir. Á síðustu
árum hafa mikilvægar uppgötv-
anir verið gerðar viðvíkjandi
veiki þessari. pað hefir tekist að
f’inna. einfalda aðferð, til þess að
komast eftir hverir eru næmir
fvrir henni og hverir ekki, og
auk þess bólusetning, sem gerir
hörnin ónæm í rnörg ár og liklega
alla æfi. Frá þessu verður sagt
í næstu Heilhr.tíðmdum .
G. H.
-------o-----— I
Lítið sýnishorn. !
Frá því fyrsta að Tíminn hóf
göngn sína, hefir hann tamið sjer
alveg sjefstaka . aðferð, þeg-
ar hann skýrir lesendum sín-
um frá málum þjóðarinnar, og er
aðferð sú löngu kunn, og nefnist
Tíma-sannleikur. Aðferð þessi.
sem er fólgin í því, að skýra ým-
ist rangt eða villandi frá máhem
þjóðarinnar, hún er miklu skað-
logri fyrir þjóðfjelagið en hin að-
ferðin, sem mjög hefir einnig ver-
ið notuð af aðstandendum Tímans,
sú, að ráðast á persónu andstæð-
inganna. í stað þess að ræða mál-
efnið með rökum. Hún er skað-
legri þess: aðferð vegna þess, að
með því fær almennmgur rangar
skýrslur af málum þjóðarinnar og
mj-ndar sjer fyrir það rangar
skoðanir um þau.
En einmitt á því^ sviði hefir
Tfminn farið langt út fyrr það,
sem er sæmandi nokkru hla.ði. Og
það virðist svo sem aðstandendur
blaðsins líti svo á, að það sjeu eng-
in takmörk sett fyrir því, live
langt megi ganga í þessu efni.
Hjer fer á eftir lítið sýnishom,
sem er tekið úr síðasta blaði Tím-
ans, sem kom út 1. þ. m. par hirt-
ist greinarkorn, sem fer alMangt
út fyrir það, sem velsæmið leyf-.
ir. Grein'n er nafnlaus, og verðnr
ekki annað sjeð, en að hún sje ^
eftir ritstjórann sjálfan- Hún
hljóðar svo:
Vegna fordæmisins. Heyrst hefir,
að nokkrir útlendir kaupir.enn, sem
verslun reka hjer á landi, hafi komið
á fund sinnar heitt elskuðu íbalds-
stjómar með þá málaleitun, að hún
löggilti f.yrir þá nýjar vogir. Með
vogum þessum ætli þeir að vega
k,jöt og gærur bænda í sláturtíðinni.
Vogirnar eiga. að vera þannig útbún-
ar, að þær sýni %—14 hegri punda-
tölu en vera ber. Vegna hins öfluga
stuðnings, 'sem þeir veita íhalds-
stjórninni á stjórnmálasviðinu, þykir
þeim sanngjarnt að fá þessi rjett-
indi. óTegna sjerþekkingar og frægTar
reynslu í slíkum málum hafi atvinnu-
málaráðherra verið falið að taka mál-
ið til rannsóknar, en að sjálfsögðu
mun íhaldsstjómin halda allsherjar
ráðhemafund áður en endanlegur úr-
skurður er um gefinn. Veit enginn
meö vissu á hvora sveifina hallast
muni hinn hágöfugi, einurðargóði og
hreinlyndi yfirvörður rjettlæfcisins,
dómsmálaráðherrann. — Færi nú svo,
sem að vísu er mjög ósennilegt um
svo úrskurðargóðan og djarfan mann,
sem yfirvörður rjettlætisins er, að
nokkur dráttur yrði á svarinu, þá er
tulið fullvíst hvað hinir óeigingjörnu
|í slandsvinir, umsækjendurnir, nnmi
gera. peir muni blátt áfram fara að
nota þessar mjög svo húsbóndahollu
vogir. Verði þeir búnir að nota þær
í nógu langan tíma, þá sje þó að
minsta kOsti full vissa fyrir að fá
þær löggiltar með einhverju móti. Og
rjettlætið íslenska skiftir sjer þá ekk-
ert af öllum þeim svikum, sem hafa
átf sjer stað áður. Enginn veit, sem
sje, hver er dómsmálaráðherra. Allir
segja einum rómi: Jeg er ekki dóms-
málaráðherra!
pannig hljóðar grein þessi orð-
rjett. Og hvað sýnist mönnum?
Hjer er þv!í með berum orðum
dróttað að landsstjórninni, aðhún’
•sje að fremja glæpsamlegt at-
hæfi. pví er dróttað að henni, að
hún sje að ,,löggilda“ sviknar
vog’r handa útlendum kaupmönn-
um, sem þcir eigi síðan að not.a
ti.‘ þess að vega á kjöt og gærur
bændanna. „Bændablaðið" „ís-
lenska. sem gefið er út af kaup-
fjelögum landsins, það er látið
flytja bændnm þá fregn, að ríkis-
stjórnin sje í ráðabruggi með að
fremja stóókostleg fjársvik móti
þeim.
Nú er það alveg vútilokað að
Tryggvi pórhallsson viti ekki, að
það er ekki minsti fótur fyrrir
þessu athæfi, sem hann dróttar að
landssí jórn’tnni. Og sarmt lítilsvirð-
ie hann svo íslenska bændur, að
hann lætur þá gefa út blaðsnepil,
sem flytur þeim lygafregnir.
Ritstjóri Tímans, sjera Tryggvi
pórhallsson, vill ef til vill verja
sig með því að segja, að sagan
sje sögð í spaugi. En það éru
v’ssulega til takmör'k fyrir því,
hve langt verður farið í þeim efn-
um, og þá er áreiðanlega farið of
langt, þegar því er með berum
orðum dróttað að stjórn eins
lands, að hún sje að fremja glæp-
samlegt athæfi móti borgurum
landsins.
Og einmitt vegna þess, að svona
er langt farið hjerna, verður það
að vera be'.n áskorun til stjórnar-
innar frá borgurum pessa lands,
að hún líði ekki slíkan ósóma, sem
er einsdæmi í íslenskri hlaða-
.menskn.
0--------
Ullarverðið hefir hæbkað mjög
mikið í se'nni tíð. Við ullarsöluna
í Englandi í septemher s. 1. varð
eftirspurnin mjög mikil, og verð-
ið var 10—>15% hærra en tvo mán-
uðina á undan. pessi hækkun á
verði ullarinnar stafar eflaust af
því, að alt beud'r til þess, að al-
mermur ullarskortur sje að verða
í heiminum. Ul'larframleiðslan
níi-gir ekki na'rri handa neytend-
vm.
puð, sem einkum hjelt ullar-
verðinu niðri, var það, að enskt
fjelag, Bawra (British-Austral an
Wool Realizat'on Association),
liafði feiknastóran ,,lager“ af ulL
v' a 1 það ull, sem enska stjórnin
r j0? i yfir, og var safn frá ófriðar-
árunum, en þetta fjelag kevpfi
u’iina af stjórninni.
Birgðir þessar voru svo miklar,
að menn bjuggust yið, að það toski
10—20 ár að selja þær upp, því
adlast var til, að hin nýja fram-
búðsla hvers árs gengi fyr'r á
markaðinum, og fyrst þegar hua
þryti, væri gripið til gömlu birgð-
arma. Ýmsir voru áhyggjufullj'r
yfir þessum stórkostlegu b’rgðum,
og töldu, að þær mundu gjöreyði-
leggja markaðinn á næstu árum-
Meðal annars kom sú rödd fram,
að birgðir þessar yrðu brendar á
báli, og ýmsar fleiri bollalegging-
a- ífomu fram, er sýndu, að menn
óttuðust þennan stórkostlega ull-
arforða.
pó varð ekkert úr þessum fram-
kvæmdiím, og nú þarf þessi ullar-
forði ekki lengur að vera áhyggju-
efni manna, því svo er komið, að
hann er þrotinn með öllu. Síð-
asti ballinn var seldur 2. maí í
vor. og þótti þá mikið krafta-
verk hafa skeð. Og einmitt þetta,
að þess' geysimikli forði skyldi
seljast. svona fljótt, sýnir best,
hye mikill hörgull er á ull nú í
heiminum. Og eftir að þessi forði
var seldur, fór ullarverðið að
stíga, og það er ýmislegt sem
bendir til þess, að h:ð háa verð
á ullinni haldist áfram um nokk-
urn tíma.
Síðustu 5 árin fyrir ófriðinn,
var ullarframleiðslan að meðaltali
í öllum heinrnum. 3200 miljón
pund (ensk). Árið 1923 náði fram-
leiðslao aðeins 2454 miljón pund-
um. iSíðustu árin hefir sauðfjár-
ræktin í heiminum rýrnað mjög. t
Ástralíu einni, þar sem aðalat-
vinnuvegur landsm. er sauðfjár-
rækt, hefir sauðfjenu síðan 1911,
fækkað um 15 milj. Yfir allan
heiminn reiiknast mönnum til að.
rýnmnin nemi nálega 90 miljón-
unj síðan 1913. potta er Stórkost-
leg rýrnun og hlýtur öllnm að
vera ljóst, að hún hefir mjög
mikil áhrif á ullarframleiðsluna.
Síðan ófriðnum lauk, hefir ull-
arframleiðslan aldrei getað full-
nægt neysluþörfinni. Árið 1923
var nevsluþörfin 2§90 mdjón pd.,
en framleiðsla ullar það sama ár
náði aðeins 2454 miljón pundum
En þar sem þá var til mikill forði
af eldri ull, var teldð af honum t')
þess, að fylla upp i skarðið.
En nú eru þessi gömlu forða-
búr tæmd. Nú verður ekki gripið
til þeirra framar, þegar ullar-
framleiðslan fullnægir ekki
neysluþörfinni.
pað ern engin undur þótt menn
horfi nokkuð áhyggjufull'r anóti
framtíðinni, ef ullarskorturinn
ætlar að verða tilfinnanlegur. Iðn-
aðarborgunum stóru, er þetta bið
mesta áhyggjuefni. Og alt kapp
er nú lagt á það í iðnaðarlönd-
unum, að auka sauðfjárræíktina
sem mest, þar sem skilyrðin til