Ísafold


Ísafold - 31.08.1925, Qupperneq 4

Ísafold - 31.08.1925, Qupperneq 4
4 I Óeirðirnar í Kína. Símað er frá Canton, að þar hafi slegið í blóðugan bardaga meðal innfæddra borgarbúa og Evrópn- manna þar búsettra. Eng-ström verður prófessor. Símað er frá Stokkíhólmi, að Engström hafi verið gerður pró- fessor í teikningu við Listaháskóf- ann. Uppreistin í Sýrlandi. Símað er frá París, að uppreist- armenn í Sýrlandi færist í auk- ana. ' Ný uppfynding. Símað er frá New York, að tek- ist hafi að smíða bifreiðamótor, er taki langt fram öllum, sem hingað til hafa verið gerðir. 1 stað bensíns er notað nýupp- fundið vökvasamband. Hræðilegur glæpur. Símað er frá Brússel, að belg- iskur trúboði í Congo hafi brent inni 50 negra í hefndarskyni fyrir það, að þeir sýndu honum mót- þróa í starfi hans. Hirkjufundurinn í Stokkhólmi. Símað er frá Stokkhólmi, að 500 manna taki þátt í kirkjufundin- um. Fulltrúar 37 þjóða taka þátt í honum og 31 trúarbragðafje- lag. Tilgangurinn með fundahöld- nnpm er að ræða hvort kirkjan skuli skifta sjer af þjóðmálum alskonar, því aðskiftaleysi kirkj- unnar í stjórnmálum o. fl. hafi einangrað hana og gert hana ó- tímabæra. Heillaóskaskeyti hafa borist frá Coolidge Bandaríkja- forseta, Englandskonungi, Mac- Donald og fleirum. . Heilsufarsfrjettir vikuna 16. til 22. ágúst. Jeg hefi átt tal við lækna í öll- um landsfjórðungum. Er viðkvæð- ið alstaðar það sama: Heilsufar mjög gott. — Jeg gat síðast um „rauða hunda“, að þeir gerðu eumstaðar vart við sig. Hjeraðs- læknir á Akureyri segir mjer nú að þar hafi talsvert borið á þeim kvilla og Mkist mislingum. 25./8. '25. G. B. Að norðan. Akureyri 26./8. '25. FB. Malaferli ritstjóra „Dags“ og Skagfirðinga. Engin sætt. Málaferli Jónasar Þorbergsson- ar ritstjóra Dags og Sauðkræk- inga eru í byrjun. Af um 80 er undirskrifuðu andmælin gegn um- mælum hans um Sigurgeir Dan- íelsson hreppstjóra, hefir Jónas stefnt 32. Sáttafundur var haldinn á Sauð- árkróki í gær, en varð árangurs- laus. Málið kemur fyrir 14. okt. Setudómari verður Bogi Bryn- jólfsson sýslumaður Húnvetninga. Meðal hinna stefndu eru sýslu- maður Skagfirðinga, hjeraðslækn- irinn og sóknarpresturinn á Sauð- árkróki. Sigurður Skagfeld. »• Sigurður Skagfeldt söngvari er staddur hjer í bænum. Söng hann í Nvja Bíó í gærkvöldi og þótti mikið til söngs hans koma. Akureyri, 30. ágúst. FB. Síldveiðin síðustu viku. Síldaraflinn síðustu viku varð 16215 tn. saltsíld, 9355 kryddsíld; alls komið á land í öllum veiði- stöðvum 206.329 tn. saltsíld og 31.547 kryddsíld. Á sama tíma í fyrra 91.380 og 12.282. (Símtal við Dalvík 29. ágúst). Aflabrögð. ’ ÞorskafH hefir orðið hjer í meðallagi á vjelbáta upp á síð- kastið, en vorvertíð brást alveg. Nú er landburður af fiski, t. d. í Ólafsfirði, svo að fádæmi eru. En flestir bátar stunda nú rek- netaveiðar, og hefir gengið sæmi- lega vel. Síldartunnuna hafa þeir selt á 14 til 16 krónur. Munu þeir nú, ef þessum mikla þorskafla heldur áfram, hætta við síldina og taka að stunda þorskveiðina. Heyafli. hefir orðið meiri hjer í sveit og nærlendis en dæmi eru til áður. Var véllandi gras alstaðar og nýting víðast ágæt. Er enginn markaður hjer fyrir hey nú, þó margir vilji selja bagga, því al- staðar er nóg af heyi. Frá Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjum, 27. ág. FB. Maður drukknar. Hallgrímur Guðjónsson formað- ur á vjelarbátnum Emma, er var á leið til Vestmannaeyja með síld frá Reykjavík, fjell útbyrðis í nótt, út af Sandgerði og drukkn- aði. Líkið náðist ekki. Hallgrímur sálugi var rúmlega þrítugur að aldri, mesti myndarmaður og fiski maður ágætur. Hann lætur eftir sig konu og nokkur börn. Frá Vestfjörðum. (Eftir viðtali við Flateyri 29. ág.). Síldveiðin. Þessa síðustu viku hefir verið treg síldveiði. Hafa hamlað vest- an stormar. Eru aUir bátar inni á ísafirði nú; í Vestfjarða umdæmi er búið að salta um 15000 tunnur. Tíðarfarið er mjög óstilt nú, óþurkar undan- farið, og eru úthey manna farin ÍSA^OLD að skemmast.. Hefir ekki komið þurkur, sem heitið getur, síðasta hálfan mánuðinn. Að austan. Seyðisfirði 31. ág. ’25. FB fslenskur togari bjargar færeysku skipi. Togarinn „Glaður“ kom hingað inn í gærmorgun, með færeyska skútu, sem „Sigurfari“ heitir, í eftirdragi. Hafði stórsiglan brotn- að af henni. Togarinn fann skút- una á reki 30 sjómílur aust-suð- austur af Langanesi. Var þá skips- höfnin kómin í aðra skútu. Maður. hverfur. Norðmaður hvarf í fyrrinótt af síldarskipi, sem hjer liggur við bryggju, og er ófundmn enn. Erlend síldarskip. Fjöldi erlendra síldarskipa hef- ir komið hingað síðustu vikur. — Þau hafa öll verið fullhlaðin og á útleið. Norðmenn segja mikla síldargöngu suður af Langanesi. Miikill þorkafli. Hlaðafli hefir verið af fiski hjer og á Norðfirði síðasta hálfa mánuðinn. Vjelbátar hafa stund- im fengið 8—14 skippund í róðri. Hæstur afli á vjelbáta er hjer orðinn 220 skippund, en á róðrar- báta 125. } Fyrsti snjór fjell á þessu sumri á fjallatinda í nótt. Rokveður í dag. Austan úr MýrdaL, (Símtal 29. ágúst). Sífeldir óþurkar hafa verið í Mýrdal alla sfðastliðna viku, þar til í gær; var þá góður þurkur fram eftir deginum, en dofnaði með kvöldinu. Eru bændur í Mýr- dal nú langt komnir með að slá, og eiga feiknin öll af heyjum úti. Er komin talsverð rýrnun í hey vegna óþurkanna, og horfir til Upp á Öræfajökul fór Englend- ingur fyrir skömmu, Stuart að nafni. Hafði hann mikinn og marg háttaðan farangur með sjer. Er mánaðartími síðan hann lagði af stað hjeðan austur. Námsstyrkur ísl. stúdenta til náms erlendis, hefir nýl. verið veittur 4 stúdentum, er útskrif- uðust í vor, samkv. fyrirmælum fjárlaganna. Stjórnarráðið úthlut- ar styrknum. Þessir fengu styrk- inn : Davíð Þorvaldsson, Gísli Hall dórsson, Jóhann Áskelsson og Steindór Steindórsson. Ætla þrír þessara manna, Davíð, Jóhann og Steindór að lesa náttúrufræði. Langt sund. Fyrri sunnudag synti Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn vír Viðey til Reykja- víkur. Mun þetta ver,a hið lengsta snnd sem synt hefir verið hjer síðan í fornöld. Var hann 2 klst. 40 mín. 22 sek. á sundi. Dánarfregnir. Sigurður Kristó- fer Pjetursson rithöfundur and- aðist 19. þ. m. — Jón Jónatansson fyrv. alþm. andaðist 25. þ. m. — Æfiatriða þessara mstnna verður síðar minst hjer í blaðinu.. Námskeið. Frá 15. nóvember til 1. apríl 1926 verður kensla veitt hjer í Reykjavík í að prjóna á prjónavjel. Kenslukona frú Valgerður Gísladóttir frá Mosfelli. Kenslugjald fyrir þá, sem eiga, eða ætla sjer að kaupa Claes-vjel kr. 50.00. Fyrir kenslu á aðrar vjelar kr. 100.00. Kenslutími 110 tímar, sem má taka eftir sam- komulagi á lengri eða skemri tíma. Vinnu og verkefni á nemandinn sjálfur. Einnig verður námsskeið haldið í Vestmannaeyjum, er byrjar 1. október í haust. Kenslutími 110 tímar. — Kenslugjald sama og í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar þessu viðvíkjandi gefur undirritaður og tekur á móti umsóknUm. — Einnig má senda umsóknir um Vestmannaeyja-námsskeiðið til Guð- ríðar Jónsdóttir, Heiði, Vestmannaeyjum. Sem stendur eru fyrirliggjandi hinar viðurkendu Claes-prjónavjelar, sem af margra ára reynslu hafa get- ið sjer almennt lof hjer í landi. Hefi einnig altaf fyrirliggjandi góðar birgðir af ýmsum varahlutum og nálum í þær, og aðrar prjóna- vjelar. Fiskikaup. Vjer erom kanpendur að fiaki fullTerkuð'um, h&lfverkuðum o| ■pp úr galti á ðllum útskipunarhöfnum í kringum landið. GJÖRH) OSS TILBOÐ. Útvegum með stuttum fyrirvara heila kolafarma með lægstf' verði hvert sem er & landinu. Ðræðurnir Proppé Reykjavík. Byssur til slátrunar hefi j«<g af ýmsum gerðum, frá þektri verksmiðju í Danmörku, eftir tilvísun dýraverndunarf j elagsins danska. — Sent eftir pöntun og- móti póstkröfu á einstök heimili, til kaupmanna og kaupfjelaga. Hjálpumst öll með að gamla eðferðin (hálsslcurðurinn) hverfi úr landinu. — Allar pantanir afgreiddar fljótt. * Samúel Olafsson, söðlasmiður. — Laugaveg 53 B. Bjarni Jónsson alþm. hefir leg- ið í Khöfn undanfarið, veiktist skömmu eftir að hann kom þang- að, og gat ekki setið nema einn fund ráðgjafanefndarinnar. Sjúk- dómurinn var brjósthimnubólga. Síðast þegar frjettist var hann á batavegi. Prestafjelagsritið, sjöundi árg., er nýlega komið út. Hefst það á fallegum sálmi til kirkju íslands, eftir Valdimar V. Snævarr; auk hans skrifa í ritið prófessor Sig- urður Sívertsen, sjera Ragnar Ófeigsson, sjera Árni Sigurðsson, Jón Helgason biskup; skrifar hann m. a. um sjera Skúla Gísla- son prófast; sjera ÁsmundurGuð- mundsson skólastjóri og sjera Magnús Jónsson dósent. Sumir þessara manna eiga fleiri en eina ritgerð í heftinu. Það er hið fjöl- breyttasta og læsilegasta. Samsæti var sjera Þórarni Þór- arinssyni presti á Valþjófsstað haldið í byrjun þessa mánaðar. Gerðu það söfnuðir hans, og í minningu um 30 ára prestskapar- afmæli hans. Var samsætið fjöl- ment mjög, og var sjera Þórarni fært að gjöf málverk eftir Ás- grím Jónsson. » ÞEIM, sem kynnu að ætla sjeí' að flytja til bæjarins næsta haustr vil jeg benda á, að jeg hefi jafo' an til sölu eða get útvegað til kaups, smærri og stærri hús meS lausum íbúðum. Gerið svo vel aó láta mig vita, hvað yður hentaf og hvernig þjer getið greitt, mu» jeg þá benda yður á þær eignúV sem sýnast best svara til óska yS' ar og kaupgetu. Reykjavík, Aðalstræti 11,- þ. 9. júlí 1925. HELGI SVEINSSON- Þeir sem ætla að gerast kaup- endur ÍSAFOLDAR geri syo vel og tilkynni afgreiðslunni það hið fyrsta tsafold kostar ei»*“ ar 5 kr. árgangurinn 111

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.