Ísafold - 03.11.1925, Side 3

Ísafold - 03.11.1925, Side 3
. riam& -rxAtr. •ssrx* 3 Gunnlaugur Blöndal málari, ' hefir dvalið suður í löndum síðan um nýjar 1923, lengst af í París. Hann kom einni mynd inn á hina almennu listsýningu þar í fyrra- haust. í ár kom hann einnig inn einni mynd þar; enda þótt þátt- töku yrði mjög að takmarka vegna þess, að húsrúm það, sem venjulega er notað fyrir sýningu þessa, er nú notað við skartlist- arsýninguna miklu, sem haldin hefir verið í París í sumar. Mynd sú, sem Gunnlaugur fjekk tekna á sýninguna í ár, er af „Dansmær frá Montmartre.“ Daginn eftir að sýningin var 'opn- uð var Gunnlaugs minst í einu af stórblöðum horgarinnar, meðal þeirra. ungu listamanna, er þarna þykja skara fram úr. 50 ára hjúskaparafmæli •áttu hinn 21. fyrra mánaðar þau Ólafur Jónsson og Guðríður Ámundadóttir í Vestra-Geldinga- holti. í tilefni af því heimsóttu þau nokkrir sveitungar þeirra og vinir, ótilkvaddir, svo sem sókn- arprestar þeirra á Stóra-Núpi og hreppsnefndarmenn, sem fyrir hönd sveitarinnar • færðu þeim gjafir, honum-vandað úr og henni staf, einkar haglega gerðan. A munina var letrað: „Prá sveit- 'ungum“, ásamt nöfnum hjónanna, degi og ártölum. Valdimar Briem vígslubiskup hafði og ort til þeirra Ijóð fyrir hönd barna þeirra svo og minningarstef frá sjálfum sjer. Ræðuhöld og söngur fór þar fram þennan dag og vinafagnað- Urinn varði fram á nótt. Veður var hið blíðasta og hjálp- uðust því að, guð og menn, til að gera daginn bjartan og minni- legan. Viðstaddur. „Yjer brosum.“ Sjaldan er Tryggvi Tímaritstj. skemtilegri, en þegar hann setur sig upp á þann háa hest að fetta fmgur út í frágang Morg.blaðsins. Hann hefir svo oft orðið sjer til minkunar í þeim hnippingum, að vinir hans ættu að telja hann af því, að fitja upp á slíku. Bn „fáir vita að halda mátann, þá þeir íeiðast“, og svo mun um veslings Tryggva. Á laugard. var bregður fyrir al- Veg nýju fræðiorði hjá Tr.jb, í um- vöndunarpexi hans, sem broslegt er í munni ættfræðingsins. „Það er fjölskrúðug blóma-ætt Valtýs- fjóluættin,“ segir Tr. Þ. Orðið blómaætt mun aldrei hafa sjest áður á prenti, þareð flestir, sem kunna að draga til stafs vita, að þessir eru aðal partar plantna, rót, stöngull, blöð og þá blómin, þegar svo vill verkast. Blóm er því plöntuhluti. Þetta vita öll barnaskólabörn. En ritstjóri Tímans talar um j)hlóma-ætt.“ Er þetta nýyrði jafn gáfulegt og t. d. ef talað væri hm „hausa-^ett,“ eða „fóta-ætt.“ Ráðlegt væri fyrir Tr. p. að nsstta sjer ekki út í grasafræði. -Ránn veit ekki að blóm er Þlöntuhluti, og þá heldur ekki ^vað fjóla er. — Og þó hann ^end tali sínu að „Valtýs-fjólum“, seia að vísu er nýyrði, en mun við- feldnara en „blómaætt", reynist ^ann Htið betur að sjer. iwiii£^sar.«awi 1 S A F 0 L D Gunnar Gunnarsson rithöf. og ,Bandaríki Norðurlanda*. Á stúdentamótinu í Oslo í sum- ar hjelt Gunnar Gunnarsson sköru loga ræðu og lýsti þar sjerein- kennum Norðurlandaþjóðanna, en mintist jafnframt á, hve samúð og samvinna væri nauðsynleg; að því bæri að stefna, að stofnuð yrði „Bandaríki Norðurlanda“. í nýkomnum dönskum blöðum, er frá því sagt, að Gunnar hafi á fjölmennum fundi á Suður Jót- landi, haldið fyrirlestur um hug- mynd sína, um samvinnu milli Norðurlanda þjóðanna og „Banda- ríki Norðurlanda.“ í fyrirlestri þessum skýrði hann frá því, að hann hafi haft tal af fjölmörgum stjórnmála- og vís- indamönnum á Norðurlöndum, er allir hefðu haft áhuga fyrir mál- inu. Tillaga hans var á þá leið, að skipa skyldi nefnd manna, þar sem ættu sæti stjórnmála. menn frá öllum Norðurlöndum. Þessu vill hann koma í kring, þegar kyrð er komin á milli- landamál Evrópuþjóðanna. Starf nefndarinnar á að vera, að und- irbúa stofnun „Bandaríkja Norð- urlanda“, ættu þau að hafa líkt stjórnarfar og Bandaríki Norður- Ameríku. Forseta ætti að kjósa með ‘almennri atkvæðagreiðslu. Býst Gunnar við, að hann ásamt nokkrum öðrum ' málsmetandi mönnum, stofni til umræðufunda innan skams um málið, í öllum höfuðborgum Norðurlandanna. Kvikmyndin af Amundsensleiðangrinum. Hún hefir nýlega verið sýnd á Palads-leikhúsinu í Höfn. Eins og skýrt hefir verið frá oft. hjer í blaðinu, var leiðangur Amundsens og fjelaga hans norð- ur í höf síðastliðið vor, settur á kvikmynd. Hefir sú kvikmynd nú Verið sýnd erlendis, og þykir ágæt. Myndin hefir nýlega verið sýnd á Palads-leikliúsinu í Höfn, og eftir því sem blöðin segja, þótti mikið til hennar koma þar. Einkanlega er mikið látið af myndunum frá Spitzbergen, sem þykja afburða fallegar og stórfenglegar. Einnig er mikið látið af myndum þeim, sem teknar voru norður í ísnum, af öllum þeim miklu erfiðleikum, er flugmennirnir áttu við að etja við ísjakana þar norður frá. Þótt- ust menn geta sjeð svipbrigði á flugmönnunum með degi hverjum, eftir því sem að þeim þrengdi og vonin varð veikari, að þeir kæm- ust lifandi úr þessari æfintýra ferð sinni. Af leiðangrinum norður, endar myndin norður í ísnum, nokkru áður en flugmönnunum tókst að hefja vjelina til flugs aftur; en byrjar svo aftur suður við Spitz- bergen, þar sem selfangarinn hitti flugvjelina. Eru ágætar myndir þaðan. Síðast eru sýndar myndir frá móttökunni í Osló, og öllum hátíðahöldunum þar. Væri óskandi að annað kvik- mvndahúsanna hjer í heima sæi sjer fært, að fá þessa mynd og sýna hjer, því ekki er að efa, að henni yrði vel tekið. -———-—■ Útvarpsstöðin á að vera komin upp fyrir nýár. Samkvæmt tilkynningu frá sendiherra Dana, dags. 29. okt., er frá því sagt í dönskum blöð- um, að þeir sjeu í stjórn útvarps- stöðvarinnar. Lárus Jóhannesson, lögmaður og Otto B. Arnar. Hafi þeir keypt lítil stöðvaráhöld með % kílówattsafli í sendingarþráð- um. Búast við að þessi bráða- birgðastöð verði komin upp fyrir nýár. Lárus Jóhannesson og Otto Arnar eru báðir erlendis. -------<m>—-— Nýja myntin komin. Eins og kunnugt er, samþykti síðasta Alþingi lög um sláttu ís- lenskrar myntar. Eru nú komnir bæði einnar krónu og tveggja krónu peningar. Þeir komu með „Gullfossi“. Eru þeir gerðir í myntgerðinni í Kaupmannahöfn. Þessir nýju peningar eru víst úr nikkel og kopar, hafa talsverða koparslikju í lit, og er því hætt við að áferð þeirra verði lík og koparpeninga er þeir eldast. ------------------ Máttur auglýsinganna. Skamt er síðan auglýsingar voru nærri því að segja illa sjeð- ar hjer á landi. Það þótti alt að því óheiðarleg samkepni og eigi samboðið mönnum, sem ráku göm ul og heiðarleg fyrirtæki, að taka auglýsingar í þjónustu sína. 1 fámenninu sem hjer var og fábreytninni voru auglýsingar eigi eins nauðsynlegar og nú. — Verslunin með afurðir vorar er- lendis, var í höndum útlendinga; þeir um það, hvort þeir auglýstu þær. Um það höfðum við ekkert atkvæði. Nú er nauðsyn auglýsinga við- urkend, hjer á landi sem annars- staðar. Nú auglýsa hjer flestir, sem hafa nokkra ástæðu til þess. Aðeins einstaka maður, sem enn er „af gamla skólanum“, sem læt- ur persónulega viðkynningu nægja Fyrir þá, sem starfandi eru í við- skiftalífinu, er það lærdómsríkt að sjá, hvernig þeir auglýsinga- lausu dragast aftur úr. Fyrir skömmu veittu Bretar eina miljón sterlingspunda á fjár- lögum sínum, til þess að bæta fyr- ir markaði á landbúnaðar-afurð- um nýlendanna. Þegar fjárveit- ingin var fengin, var ákveðið að verja öllu fjenu til auglýsinga, til þess að alþýða manna í Eng- landi lærði að meta vörur þessar og eftirspurnin eftir þeim ykist. Þetta er lærdómsríkt fyrir okk- ur íslendinga. Við höfum lært að meta gildi aulýsinganna í hinu 'nnlenda viðskiftalífi. En hvað er gert til þess að auka viðkynningu erlendra þjóða á afurðum vor- um? Fátt eitt höfum við til þess gert. Við og við sjást í norskum blöðum auglýsingar um ísl. salt- kjöt frá norskum verslunarmönn- um og um „Islandssill“ i þeim sænsku. En það er mjög sjald- gæft að sjá nokkurra islenskra afurða getið í dönskum blöðum. „Adressebog" Vilh. Finsens er á- gæt, það sem hún nær, til þess að auka viðkynningu á íslenskum af- urðum. En hvað er t. d. gert til þess að auglýsa íslenska saltfiskinn í Miðjarðarhafslöndunum? — Ný- lega hefir verið frá því sagt í blöðum, að Englendingar væru að undirbúa mikla starfsemi til þess að auka fiskmarkað sinn á ítalíu. Þar eru 40 miljónir fiskneytenda, og1 hefir verið fremur þurð á nýj- um fiski þar í ár. Þegar um það er að ræða, að auglýsa afurðir lands eins fyrir neytendum meðal annara þjóða og gera það með alúð og fyrirhyggju, er ekki ástæða til þess að nefna þar eina verslun fram yfir aðra. Auglýsingarnar þurfa að skýra frá kostum afurðanna með áber- andi, en þó látlausum orðum. — Forðast þarf alt skrum. pegar um vörur er að ræða, sem að einhverju leyti eru ókunnar hin- um tilkomandi neytendum, þá þurfa auglýsingarnar að vera leiðbeiningar um meðferð og notkun. Ekkert er eðlilegra en að slík- ar auglýsingar sjeu kostaðar af almannafje. Og hrökkvi það eigi til, þá verður f jelagsskapur fram- leiðenda að greiða úr því, sem á vantar. Landbúnaður vor er til dæmis styrktur af almannafje með ýmsu móti. Styrkurinn miðar að því að gera framleiðsluna meiri og betri og frartileiðslukostnað að tiltölu minni. Væri éigi rjett að taka nú að einhverju leyti öðru vísi á málinu, og verja einhverjum hluta af hinum opínbera styrk til þess a<5 auka eftirspurnina — til þess t. d. að kenna nágrannaþjóðun- um að meta og meðhöndla salt- kjötið okkar? Og hvað segja útgerðarmenn um auglýsingar í Miðjarðarhafs- löndunum? Húsmæðraskólinn á ísafirði. Hann er ekki gamall, Húsmæðra skólinn á ísafirði, en hann hefir getið sjer gott orð, þann stutta tíma, sem hann hefir starfað. — Kvenfjelagið „Ósk“ á Isafirði stofnaði skólann 1913, og starfaði hann þá nokkur ár, en 1917 varð hann að hætta sökum dýrtíðar og annara erfiðleika. Sem betur fór reis hann upp aftur í fyrra, og starfar áfram í vetur. Skólanum er skift niður í tvö námskeið, hið fyrra frá 1. okt. til 1. febr. og hið síðara frá 1. febr. til 1. júní. Geta 12 nemendur komist að á hvort námskeiðið. — Skól- inn hefir verið svo heppinn að fá ágæta forstöðukonu, ungfrú Gyðu Maríasdóttur, sem hefir í 14 ár verið við samskonar starf í Kaup- mannahöfn við ágætan orðstír. — Aðrir kenslukraftar skólans eru einnig ágætir, þar sem þær kenna frú Kristín Ólafsdóttir læknir (kennir heilsufræði) og ungfrú Brynhildur Árnadóttir, er hlotið hefir 1. verðlaun við Kunst Flid skólann í Höfn; hún kennir út- sanm. Þar sem jafn ágæt kensla er á boðstólum, sem Húsmæðraskólinn á ísafirði býður ungum stúlkum, ætti þess ekki að þurfa með að hvetja ungu stúlkurnar til þess að grípa tækifærið og sækja skól- ann. Skólinn er sjerlega ódýr; ir.ntökugjald ekkert, og heima- vist í skólanum sjálfum, sem gerir veruna miklu ódýrari en ella. «— Ættu ungar stúlkur að kynna sjer skóla þennan, og munu þær þá komast að raun um, að þarna er góður og ódýr húsmæðraskóli, sem þær hefðu mikið gagn af að sækja. Kunnugur. Símasamningarnir. í , Danmerkiyfrjett, sem birtist á öðrum stað hjer í blaðinu er frá því sagt, að M. Guðmundsson at- vinnumálaráðherra hefði haft þau orð við blaðamann í Höfn, að komið gæti til mála að símasam- bandinu milli fslands og annara landa yrði framvegis hagað á sama hátt og hingað til, þ. e. að einok- un Stóra Norræna á símasamband inu haldist. Mjög ber það oft við, að alls- konar mishermi sjáist í dönskum blöðum um mál, sem snerta ísland, og er engu líklegra en að hjer sjn farið skakt með. Atvinnumálaráð- herra getur vart hafa látið þau orð falla, áður en samningar hef j- ast, að komið geti til mála, að símasamband eigi ekki að leyfa. milli ísl. og annara landa, nema í gegnum þennan eina símaþráð. — Skal eigi um þá fjarstæðu fjölyrt að þessu sinni. Aðeins má geta þess, að nú er vafalaust mun betra að vera í Juli anehaab á Grænlandi, heldur en í höfuðstað íslands, fyrir þá, sem daglega vilja fá frjettir af heims- viðburðunum. práðlaus skeyti um sitthvað markvert, er við ber, eru nú send út um allan heim. En við hjer á íslandi megum ekkert af þessum frjettum taka, almenningi til fróð- leiks, til þess að‘ símafjelagið „Stóra Norræna“ missi ekki af hlutdeild sinni í 6—800 króna tekjum á mánuði af blaðaskeytum sem hingað koma. Ef einokun símaf jelagsins verð- ur eigi orðalaust ljett af á næsta ári, þannig, að blöðum hjer verði það frjálst að birta þær frjettir, sem fáanlegar eru, hljóta öll blöð landsins að verða samtaka til öfl- ugra andmæla. Sektir fyrir rjúpnadráp. Rösklegt yfirvald. (Símt. frá Akureyri laugard. 31. okt.) Á Húsavík bar það til, þann 14. okt. síðastliðinn, að maður kom þangað frá Lundarbrekku í Bárðardal með 60 rjúpur. Seldi hann rjúpurnar er til Húsavíkur kom. Friðunartími rjúpna er útrunn- inn í miðjum október (þ. 15.). En maðurinn var þarna á ferðinni daginn áður en friðunartíminn var úti. Eigi frjettum vjer um það, hvernig yfirvöldin á Húsavík komust á snoðir um þetta ólöglega rjiipnadráp, en svo mikið er vist, að mál þetta var tekið fyrir og voru þeir sektaðir um sínar 600 krónnrnar hvor, seljandi og kaup- andi rjúpnanna. peir gera það væntanlega ekki að gamni sínu að versla með r júp- ur á Húsavík um friðunartímann, er það kostar 20 krónur fyrir; hverja rjúpu. «

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.