Ísafold - 23.04.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.04.1926, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Frá Alþingi. Fjárlögin. Þriðju mrir. þeirra varð lokið aðfaranótt 14. þ. m. um kl. 2. Við þennan síðari kafla lágu fyrir rúmar 50 brtt., og taldist mönnum til, að fullur helmingur þeirra hafi verið skorinn niður, en sum- ar voru teknar aftur. Hjer skulu taidar þær helstu gjaldaukatiilög- ur, sem náðu fram að ganga: —• Til Markúsar Kristjánssonar 1200 kr. Til Helga Hjörvar, utanfarar styrkur, 1600 kr. Til Helga P. Briems 1400 Ikr. Til Gunnlaugs S. Briems 2500 kr. Til Einars Mark- ans 1900 kr. Til Guðrúnar Ind- riðadóttur leikkonu 2500 kr. — Ferðastyrkur vegna stúdenta- skifta 750 kr. Byggingakostnaður til Stúdentagarðsins 50,000 kr. Tii Blönduósskólans, eftirgjöf á láni 7034 kr. Til Eiðaskólans — (miðstöðvarhitun) 14000 kr. Til unglingaskóla (hækkun) 4000 kv. Til skólans á Núpi í Dýrafirði 3500 kr. Til Flensborgarskólans (hækknn) 3000 kr. Til að gefa út landslagsuppdrátt af Islandi, með hæða- og hyldvpislitum 1000 kr Til náttúrufræðisfjelagsins (hækkun) 2800 kr. Launauppbót tH 1. og 2. bókavarðar, 500 kr. til hvors. Til Leikfjelags Akur- eyrar 1000 kr. Til Sighvats Borg- firðings (hækkun) 200 kr. — Bryggjugerðir og lendingabætur (hækkun) 2000 kr. Brimbrjótur- inn í Bolungarvík 5000 kr. Til U.M.F.Í. (hækkun) 2000 kr. Til leiðbeiningar í húsagerð, (hækk- Tm) 1300 kr. Til styrktarsjóðs verkamanna 3500 kr. Til Ög- mundar Sigurðssonar, ef hann lætur af skólastjórn, 2000 kr. — prír hreppar fengu eftirgjöf á dýrtíðarlánum: Grunnavíkurhr. á 3000 kr., Innri Akraneshreppur á 2000 kr. og Árneshreppur í Strandasýslu 10000 kr. Heimilað var að veita Boga Þórðarsyni alt að 20 þús. kr. lán, tíl kaupa á nýtísku spunavjel. (Lánið skal veitt til 20 ára, gegn 5þó% vöxt- nm). Ný frumvörp. Kvexmaákólarnir. Meiri hluti mentamálan. Ed. ber fram frv. til laga um, að ríkið taki að sjer kvennaskólana í Reykjavík og Blönduósi. FylgÝr því all-ítarleg greinargerð, og segir svo þar: Frv. nm, að ríkið taki að sjer kvennaskólann í Réykjavík kom frá forstöðunefnd skólans í fyrra og var lagt fyrir Alþingi s. á., en gekk ekki fram. Fjelst ráðuneyt- ið á ástæður nefndarinnar fyrir því, að rjett sje að ríkið taki að sjer rekstur skólans. Skóli þessi er rekinn nú svo að segja ein- göngu á ríkisins kostnað, og virð- ist eðlilegt, að ríkisstjórnin hafi þá og umráð hans. Eftir afstöðu ríkisins til mentamálanna yfi.r- leitt, virðist ekki ósanngjarnt, aS það kosti sjersikóla fyrir konur. Viðvíkjandi Blönduóss-skólan- nm fylgir brjef frá formanni skólanefndar, Þórarni Jónssyni al- þingismanni, er hann hefir ritað forsætisráðherra, og segir þar m. a. svo: Kvennaskólinn á Blönduósi er nú 47 ára gamall, stofnaður í Húnavatnssýslu 1879. Skólinn yar fyrst rekinn á bestu heimilum í sýslunni í no'kkra vetur, eða til ársins 1883, að sýslan keypti hús fyrir skólann á Ytri-Ey á Skaga- strönd ásamt túnbletti. Skólinn stóð á Ytri-Ey frá 1883 til 1901, er hann var fluttur á Blönduós og bygt þar nýtt skóla- hús. Hús þetta brann 1911, en 1912 er þegar bygt upp aftur vandað steinhús með um 40heima vistum; voru þar enda stundum 50 nemendur í heimavist, og hefir skólinn starfað í því síðan. Hús þetta var bygt af hjeraðinu, án nokkurs styrks af ríkissjóði, og jafnframt hafði skólinn þá sárlit- inn rekstrarstyrk. Kenslukrafta við skólann má bú telja x besta lagi, og foratöðu hans hefir Kristjana Pjetursdóttir frá Gautlöndum. Er álit á skólan- um nú, eins og það hefir best ver- ið áður, og aðsókn meíri en nokkru sinni fyr. Hjeraðið hefir haldið skóla þessum við af mestu jsæmd, og lagt á sig mikil og stöð- (ug f járútlát til þess að gera hann Ssvo úr garði, sem hann nú er,' og : á því fulla kröfu á því, að ríkið jtaki hann að sjer fyr en aðra ; skóla, þar sem í fyrsta lagi má skoða hann sem landsdkóla, og í öðru lagi ber ríkinu eina brýn jskylda til að taka að sjer rekstur {þessa skóla eins og búnaðarskól- j anna, nema brýnni sje, þap sem í mentun kvenna í þessa átt verðnr »að teljast þýðingarmeiri en búnað- i arskólamentunin. Nýtt strandferðaskip. Fjórir þm. í Nd., þeir Sveinn Ólafsson, Þorleifur jónsson, Bene- dikt Sveinsson og Halldór Ste- fánsson bera fram frv. um að ríkisstjórnin láti byggja 4 — 5 hnndruð smálesta gufuskip til strandferða, og eigi síðar en svo að rekstur þess geti byrjað 1. okt- óber 1927. Skipið skal útbúið 70—80 ten- ingsmetra kælirúmi og hafa minst 40 sjómílna vökuhraða. Farþega- rúm sje ætlað 40—50 manns, að- allega á 2. og 3. farrými. Að öðrn leyti skal skipið lagað til flutnings á varningi á minni hafnir, sem aðalpóstskip landsins síður getur annast. Afnám tolla. Fjárhagsnefnd Neðri deildar ber fram frumvarp um að fella niður og lækka vörutoll á ýms- um vörum. „Ef frv. nær fram að ganga óbreytt, má gera ráð fyrir, eftir þvf sem næst verður komist, að þeir tollar, er hjer ræðir um, jækki um þær upphæðir, er hú skal greina: Kolatollur kr. 250000. Salttollur kr. 45000. Steinolíutollur kr. 25000. Síldartunnutollur kr. 96000. Kjöttunnutollur kr. 10000. Tekjur íaf botnum og gjarðaefni kr. 4000. Samtals kr. 430000. Þessa lækkun telur fjárhags- inefndin ríkissjóði áhættulausa, ef sæmilegs hófs er gætt með út- gjöldin." Notið Smára snsjor- iikið og þjer munuð sannfærast um að það sje smjöri líkast. H.f. Srajirlfkisserðfn Reykjavák. Frjettir víðsvegar að. Ág'ætis aflí hefir verið í Sand- gerði síðustu daga undanfarinnar viku. Hafa fengist nm 12 skpd. á bát á dag. . Úr Keflavík var símað fyrir síð- ustu helgi að þar væri misjafn afli, en þó mun betri og jafnari á línu en í net. pá höfðu bátar fengið þar 8—12 skpd. á dag á 'línu. Seftja sjómenn, að sjór sje fullur af síli, og liggi fiskurinn í því uppi í'sjó og sinni ekki línu. — Bátar munu vera búnir að fá á 4. hnndrað skpd. til jafnaðar í Keflavík og í Njarðvíkum. Dánarfregxt. Nýlega er látina í Borgarfirði Jón bóndi Gíslason á Brennistöðnm, 56 ára að aldri, sæmdarmaður í hvívetna og kunn ur vel innan síns hjeraðs. Sýslufundur er nýlega afstað- inn í Borgarfjarðarsýslu. Komu þar fá nýstárleg mál fyrir, ennur en hafnarbæturnar í Borgamesi. Gott vor. Svo hefir tíðin verið mild í Borgarfirði undanfarið, eins og raunar annarsstaðar, að fjáreigendur í Borgarnesi hafa nú slept fje sínu. Og víðar í Borgarfirði eru bændur farnir að láta fje liggja úti. Heyfirningar munu vera með allra mesta mótt þar í hjeraði nú. Almenn atkvæðagreáfwla fór fram um það á ísafirði nýlega hvort þar skyldi stofna hæjar- stjóraembætti, og er það í fjórða sinni, sem greitt er atkvæði um það. Á kjörskrá vom 947, en 554 atkvæði voru greidd, og greiddu 300 atkvæði móti því að stofna embættið, en 216 með. 30 seðlar voru ógildir. Hettusótt hefir borist hingað til lands með „lslandi“ síðast. Kom á því 4 ára barn, sem hafði veik- ina, er það fór frá Höfn, og ef tii vill kíghósta líka. Barnið hefir verið flutt í sóttvarnahúsið, eft- ir ráðstöfuu landlæknis. Dánarfregn. í fyrra mánuði Ijest að heimili sínu, Skógum í Amarfirði, Margrjet Kristjáns- dóttir, er lengi hafði búið þar góðu búi. Hún var 85 ára gömul, íhin mesta myndar- og dugnaðar- kona. AJlsherjamefnd neðri deildar Álþingifi fór í gær til Þing- valla, í bifreið upp að Laxnesi, en ríðandi þaðan. Var erindi Vk. Með síðustu skipum hafa komið töluverðar birgðir af alskonar vefnaðarvöru og meira kemur með næstu skipum. Verðið lækkað að mun og eldri birgðir að sama skapi. Meðal annars hafa komið: Cachemir sjöl, tvílit sjöl, Káputau, Gardínu- tau, Cheviot í drengja og karlaföt ekta indigo lituð. Tvær nýjar tegundir af frönsku Klæði, sjerlega fallegar og vandaðar. Kjóla- tau, Morgunkjólatau, Nærfatnaður kvenna úr alskonar efni. Kven-, barna- og karlasokk- ar mikið úrval. Borðdúkar, Divanteppi, Hús- gagnatau, Rekkjuvoðirnar góðu. — Feikna úrval af alskonar Fóðurtauum, Tvisttauum, Oxfords, Ljereftum, þar á meðal ekta hör- ljereft frá 2,20. Flúnel o.s. frv. Gerið svo vel að athuga verð og vörugæði. Verslunin Rjösrn Xristjánsson. Járnvfiradeild Jes Zimse Refkjavík. Nú með síðustu skipum höfum við fengið ógrynnin öll af allskonar járnvöru og búsáhöld- um, Málningavörum,. Garðyrkjuverkfærum, — Rúðugleri, Saum, Kítti og allskonar bygginga- vörum. Þessar nýkomnu vörur eru seldar með sjerlega lágu verði. — Vörugæðin eru alþekt, og hvergi stærra úrval á öllu landinu í þessum vöruteg., enda er Járnvörudelld Jes Zimsen landþekt fyrir að hafa bestu, og um leið ódýrustu vörurnar. — Nú fyrir sumarið höfum við fengið: Ljáblöðin (fíllinn), landsviðurkendu fyrir gott bit; sömu- leiðis Ljábrýni, Brúnspón, Klöppur, Hnoð, Steðja og Hóffjaðrir; einnig skóflur, Kvislar, Arfagref, og margar aðrar vörur, sem eru ómissandi fyrir hvert heimili. Ljáblöð, Brýni, Hóffjaðrir og Saumur, fæst einnig í heildsölu í Jái*f%vÖK*ud@Slgf Jes Garðar Gíslason 6 Humber Place Hull Annast Innkaup á enskum og þýskum vörum fyrir kaupmenn og kaupfjelög og selur íslenskar afuröir. hennar það, að athuga svæðið, sem Þingvallanefndin leggur til að verði friðað. Dómar í meiðyrðamálum. Ný- jlega hafa tveir dómar fallið fyrir undirrjetti í meiðyrðamálum sem Garðar Gíslason höfðaði gegn Hannesi Jónssyni kaupfjel.stj. á Hvammstanga og Guðmnndi Guð- mnndssyni frá Ljótarstöðum í Landeyjum, útaf greinum í Tím- anum, um hrossaverslunina. Yoru nxmmæli beggja dæmd dauð og (ómerk. Fjekk Hannes Jónsson 150 kr. sekt og 75 kr. í málskostnað, |en Guðmundur Guðmundsson fjekk 50 kr. sekt og 75 kr. í máls- kostnað. Almenna listasýningu ætlar List- vinafjelag íslands að halda í húsi fjelagsins, seint í næsta mánuði,, | ef nógu margir listamenn vilja sýna verk sín. Eiga þeir að vera búnir að tilkynna þátttöku til for- manns sýningarnefndarinnar, Ein- ars Erlenilssonar, fyrir 16. n. m.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.