Ísafold - 05.11.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.11.1926, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD að minsta kosti í sambandi við gamla stofninn, sem nú hefir ver" ið haldið við suður í Kaupmanna- höfn í rúm 30 ár. Það bóluefni, sem .jeg hefi uú pantað til viðbótar op koma mun íungað í nóvemberlok, verður ef- laust búið td af garnla stofnin- sun, en næsta haust má búast við að bygt verði á hmttm nýja og •að efnið verði þá mun sterkara, »g þá að öllum líkindum viðsjálla, mVo að nauðsynlegt verði að við- hafa þar hina mestu varkárni. Jeg skal þó geta þess, að jeg hefi feeðið um að hafa þetta viðbótar- tjfni í haust nokkru sterkara en það sem kom liingað síðastliðið sumar, ef hægt verður. Þó að menn nú orðið viti mik- ið nm bráðapestina og hafi fund" ið ráð til að draga úr mestu skað- semi hennar, þá er þó langt frá því, að öll hennar gáta sje ráðin- Menn þekkja aðalorsök veik- mnar, bráðapestarbakteríuna, og ganga má út frá því, að hún sje f og á fjenu alt árið. Hitt er öll- irai ráðgáta, hvernig á því stend" ur, að pestin drepur nær eingöngu á haustin og frauiau ?.f vetri, ein- mitt á þeim tíma, sem mótstöðu- afl kindariniiar gegn sjúkdónr um vfirleitt, ætti að vera sem mest, þegar f.jeð er í bestum holdum mndan sumrinu. Pestin fer ekki e€tir holdunum öðruvísi en svo, að hún drepur helst feitlagnasta fjeð, sem virðist ætti að vera best ntbúið að allri hreysti. Að kindin þurfi að vera í einhverju sjeV stöku ástandi til þess að pestar- bakterían geti gert henni mein lýuist og Ijóst a£ því, að enn he.f ir ekki tekist á tilraunastofum að sýkja kind með því að gefa henni inn pestarefni og þó byrj- ar öll náttúrleg hráðapest með bólgu í maga kindarinnar (vinstr- inni). Hið „sjerstaka“ ástand hef- ir vantað við þessar tilraunir og ]>ví hefir sýkingin ekki tekist. í einu tilfelli, segir sagan þó að sýk- in hati t.ekist með inngjöf og það var hjer á landi. Presti einum á Vesturlandi, sem var hómópata- iæknir, hugkvæmdist fyrir 50 ár- um, að nota aðalráð hómapatíunn- ar „líkt, skal með líku út drífa“ við bráðapestina og gaf nokkrura kindum inn bráðaþestarkjöt. Það hreif, en öfugt við-það sem hómó" patinu ætlaðist til. Kindurnar dóu allar eftir nokkra daga úr pest. Þetta hefir eflaust verið um haust, í pestartíðinni, og kiiidurnar því verið í ,,s.jerstöku“ ástandi. HIN ÓHOLLA HAUSTBEIT. Það er víst öllum kunnugt, sem átt hafa hesta hjer á landi, að varla er til svo fjörugur hestur, að hann verði ekki latur, þegar hann gengur úti á haustin, • og þó spikfitna hestar venjulega í haust" göngunni. Það lítur því út fyrir, að í haustbeitina vanti einhver þau efni, sem hesturinn þarf með til að halda fullu fjöri. Væri hægt að inæla fjör kindarinnar á haust- in á eins auðveldan hátt og hests- ins, mundi koma í ljós sama fjör- leysið. Sje liesturinn tekinn á gjöf og gefið gott snemmslegið hey, nær hann sínu fulla fjöri aftur á viku til liálfum mánuði, og svo mundi og vera með kindina. Þá hafa líkama dýrsins aftur bæst þau efni, sem vantaði í liaustbeit" ina. — Meðan grösin eru að spretta eru þau ríkust að þeim efnum, er hjey um ræðir, og efnahlutföllin best. Þetta breytist alt þegar gras" ið er fullsprottið og enn meira þegar það er „úr sjer sprottið“, sem kallað er. Úr sjer sprottið gras í ágúst mánuði er engu betra fóður en ófullsprottin sölnuð grös seinna á baustin; 'hvortveggja er ónógt fóður, af því að úr því eru farin efni, sem dýrunum eru þýð- ingarmikil. Venjulega byrjar bráðapest ekki fyr en um miðjan október eða um það leyti sem fyrstu frost koma, þegar fjeð fer að lifa á sölnuðum grösum Á harðvelli sölná grös meira og jafnar en í mýrum, þar eem græna nál má finna fram eftir vetri. Pje sem gengur á harð- veili er hættara við. bráðapest en því sem gengur á mýrum. í góð" um grassprettuárum, eins og síð" astliðið sumar, eru grös snemma fullsprottin og verða úr því álíka ljelegt fóður og sölnuð haustgrös. j í siíkum árum byrjar bráðapest löngu áður en frost byrja. Svo! var í sumar, pestin byrjaði þeg-: ar í ágúst sumstaðar á landinu og drap mjög mikið í september, án þess að nokkur veruleg frost kæmu. Það er gamalt ráð gegn bráðaprest, að taka fjeð snemma^ inn á gjöf, áður en grös sölna að ráði og að gefa því góða tngjru áður en það er látið út á morgu- ana. Bráðapest er vön að gera minna vart við sig þegar snjó leggur snemma, en þegar jörð er auð og veðurátta misjöfn með frostum og þýðu á víxl. Alt þetta og fleira bendir til þess, að veik- in standi í nánu samband' vit lje* legt etnasnautt fóður og athugi maður gömlu 'húsráðin gegn pest- inni má rek.ja í gegnum bau þann rauða þráð að be«ta varnarmeð- alið sje að bæta úr efnavöntun lje- legs fóðurs með því að gefa fjenu það fóður, sem inniheldur van'" andi efnin- Sömu sögu er að segja frá Skotlandi, þar sem bráðapest hefir legið í landi í hundruð ára. Pjárinenn þar segjast geta stans- að veikina með því að gefa fjenu grængresi, ungt gras, ungan smára, grænt safamikið fóður, rófur, og með því að láta lömbin undir ærn- ar, ef þær mjólka — eins og menn sjá samskonar húsráð og okkar, sem öll miða að því að bæta upp efnavöntun beitarinnar. — Hvaða efni það eru, sem hjer er um að ræða og vantar í haust" beitina, er erfitt að segja, en ekki þætti mjer það ólíklegt, að vönt" un á „vítaminum11, þektum eða óþektum, gæti orðið til þess að setja kindina í það „sjerstaka“ ástand sem útheimtist til þess að hún geti sýkst af bráðapestarbak- teríum á náttúrlegan hátt. Þegar M. E. var í Höfn í sum- ar, skýrði hann prófessor C- O. Jensen frá hugleiðingum sínum í þessu efni. Lagði hann það til, að gerðar yrðu tilraunir þar á rann- sóknastofnun Landbúnaðarháskól- Utrýmið Ratin jeta rottur og mýs al mikilli græðgi og fá af því sinitandi sjúkdóm, sem verður þeim að bana. Ratinin drepur rottur á 1—2 dög- um, en smitar ekki á sama hátt og bakteríuefnið Ratin. Bæjarstjómir og hreppsnefndir ættu að senda pantanir sínar til Ratin-Kontoret Köben- havn K. Nánari upplýsingar læt jeg 1 tje, ef óskað er, Ágúsf Jóeefsson, heilbrigðisfulltrúi Reykjavík ÞINQEVRAR i Húnavafnssýslu með Geirastððnm, Þiageyraseli, Eorns- árselslandi og Drangavik á Strðndnm eru til sölu með öllum hlunnindum og lausar úr ábúð í næstu fardögum nema Drangavík. Þingeyrum fylgir ágæt laxveiði í Bjargós og kvísi- unum austan Þingeyra. Ennfremur er nokkur trjáreki á Þingeyrasandi og selveiði oft mikil. í kaupinu geta fylgt skepnur, landbúnaðarverkfæri og veiðitæki til lax- og selveiða. Lysthafendur snúi sjer til eigandans Jóns Pábnasonar á Þingeyrum, eða Valtýs Stefánssonar, ritstjóra, fyrir 1. febrúar næstkomandi. rottunum! ans, er gæfu mönnum ákveðnar bendingar í þessu efni. — Tveir kindahópai- væru fóðraðir með mismunandi fóðri; fengi annar holt fóður, snemmslegið hey og annað fóður, sem væri „vitamin“- auðugt, en hinn hópurinn fengi „vitamin“-snautt fóður. Yrðu svo settar bráðapestarsóttkveikjur í kindurnar. Kæmi þá í ljós, hvort fóðrunin hefði eigi áhrif á það, hve kindurnar væru næmar fyrir sj úkdóinnum. Próf. Jensen sagði vandkvæði á að koma þessum tilraunum á, og er óvíst hvað úr því verður. Það væri ekki smáræðis fengur fyrir landbúnað vorn íslendinga, ef það tækist, að grafast fyrir mein þetta. Hugsanlegt ræri, ff hægt væri að fá vitneskjn um það. hvaða efni vantaði í haustbeitimi. að þá mætti með tiltölulega litl um kostnaði, losna við postinn með öllu. TVÖ ÞÚSUND SJÓMENN FARAST. Um fyrri mánaðamót æddi óg- nrlegur fellibylur yfir hafið, milli Kína ag Japan. Pó^. hann rjett fram hjá Hongkong og olli engu tjóni á landi, en fiskiskip, sei* voru að veiðum skamt þar undan. fórust unnvörpum og er talið að farist hafi þar 2000 sjómenn. um því til næsta morguus. Við krjúpum inn í litla tjaldið og sofnurn, en það líður ekki á löngu áiður en sólin rekur okkur á fæt- ur aftur. Úti er dýrlegur morg- iin. Sumarmorguu, sólskinsmorgun á Lslandi! Það er töfrandi yndi! Loftið er svo bjart, og svo hreint að öll fjöll i nánd og í lengstu fjarlægð eru eins skír og þau væru máluð á gler með fínum, i/unnum litum. Loftið er tært eins og vatnið í Plosagjá og andvarinn iiressandi eins og svaladrykkur. íádíkt loft þekkjum við ekki heima hjá okkur. Snjóhvítar jökulbreið- ur ljóma í sólinni og tignarleg fjöll roðna fyrst, fyrir upprennandi sólu og verða svo þlikandi grá og wislit. í fjarska frá vatninu, heyr ist fuglakliður. Aunars lætur eng- in lifandi vera heyra til sín. O- Iiygðin, hin einmanalega, ósnortna eyðimörk byrjar nýjan dag með hátíðlegri kvrð og óflekkaðri fegurð. Óbygðir íslands bera meiri eyði uíerkursvip en óbygðir í Þýska- landi. Víðsýnið og skógleysið hjer k landi valda ]iví- Og þessi tær- iJiki loftsins, sern gerir alla drætti í landslaginu svo hreina «g skýra, lætur (4dcur gleyma skógum vorum og lundum. Aldrei hefi jeg saknað skógarins hjer á landi, nema þar, sem hann á heima, í skjólgóðum dölum. Aldrei »æti morgun við Hvítá orðið eins fagur og þessi er, ef skógarhyldu hæð og dal og drykki í sig alt það guðdómlega ljós, sem uúna flæðir jdir landið og breiðar jök- ulbungur. Við förum niður að ánni til ]>ess að flytja bátinu yfir um. Við erum aðeins tveir, því þrið.ji fjc- lagi okkar er að safna spreki til þess að hita kókó- Báturinn, sem á heirua Jieim megin, seni við er- um staddir núna, er býsna þung- ur fyrir tvo og auk þess Jiggur hann heldur langt, frá bakkanum uppi í brekku- Hvað á að gera" Synda? En jökulvatnið, sem er kolmórautt og flvtur .jaka með talsverðri straumhörku? En sólin, sem er svo hlý og kókó, sem er að bíða eftir okkur! Við förum úr fötum, og tökum árarnar- Það er yndislegt að róa alveg ber og óhindráður og láta morgunsvala leika um líkamann. Hinum megm setjum við bátinn upp, óskum hvor öðrum tilhamiugju og steyp" um okkur ofan í Hvítá. Hún er ísköld og istraumhörð og við verð um að beita öllum kröftum. En við ko'mumst yfir um, bláir og rauðir af kul^a, en sól og* glíma bæta fljótt úr því. Það besta. við þetta þykir okkur sú uppgötvun, að það er yfirleitt hægt að kom- ast á sundi yfir jökulvötn á ís" landi. Þegar við búum okkur á stað eftir hádegi, dregur upp þoku, jöklarnir hverfa og eftir dálitla stuud fer hanu að rigua. Þá verð ur ekkert úr Kerlingarfjallaferð. Við treystum ekki almennilega litla tjaldinu okkar og ætlum að reyna að komast í eiiium áfanga til Hveravalla. Þar vissum við af sæluhúsi og af laugum og hver j um, sem hlutu að vera einhver liin mestu þægindi á óbvgðarferð. En sú leið var löng og sú nótt einhver hiii erfiðasta ferðanótt, sem jeg hefi strítt við. Ekki Ijetti þokunni og hann rigndi í skúv- nm. Við sáum lítið af landslaginu og bakpokinn seig í. En áhuginn á að rata eftir korti og áttavita, og nauðsynin á að komast áfram, fyllir menn þrjósku, stælir þá og hressir. Eftir 13 tíma göngu náð- um við sæluhúsinu á Hveravöll- um, Jijakaðir og hungraðir. Þar er gott að gista, þótt húsið sje hvorki háreist nje bjart. En rjett hjá kofanum eru bullandi hverir og laugar og alstaðar hægt að sjóða og matreiða. Það þykir okk- ur gróflega skemtilegt. Slíkur eyðistaður finst okkur vera para- dís ferðalanga, þó við fáum ekki að sinni að sjá landslagið í kring. Það rignir látlaust í tvo daga og gerir jafnvel hríð. Til dægrastytt- iúgar er gott að tyggja harðfisk, loika á guitar og reyna sig við framburð á íslenskum orðum, þó tungan vefjist um tönn. Aðfara- nótt þriðja dagsins fer hann aö stytta upp. Morguninn ef-tir er ljómandi gott veður. Þá er okkur aftur fulllaunað fyrii- alla erfið- leika og rigningardaga. Nú glitra jöklar á báðar hliðar. Við förum að rannsaka Hveravelli- Vatnið í hverunum er himinblátt og tært eins og gler. Alstaðar eru óvana- lega fallegar 'myndanir af hvera- hrúðri. Við firnum holu með heitu vatni í, sem er mynduð eins og stórt baðker. Baða! Úr fötum! — og nú buslum við og veltum okk- ur í hiiniubláu, mátulega heitu vatni og erUm eins og nýfæddir eftir þriggja daga moldarkofa- vist. ísland — þú kynlegasta land á hnettinum! Milli ísgljáandi jökla böðum við okkur í heitu, himin- tæru vatni! ísland — þú ferða mannaland! Allir þínir hraustn synir og dætur hljóta að elska þig og hljóta að leita fjalla þinna, hvenær sem þeim gefst tækifæri til! Eftir hádegi gengum við upp- á Dúfufell til þess að geta sjeð yfir allan Kjöl. Lengst í suðri hyllii' undir Heklu. Bláfjall rís eins og voldugt vígi í jökla mynninu- Kerlingarfjöllin bera al öðrum fjöllum eins og Alpaf.jal! garður með bröttum tindum. A. Kjölnum skiftast á grænir velli;*. hrailn og dauðir sandar. í uorðri stendur Mælifell eins og hároist varða, sem vísav vegfaranda leið. Allir langferðainenn bera mjög hlýjan hug til slíkra varða, hvort sein þær eru gerðar af mannahönd' um eða náttúrunni. Þegav sólin sest um kvöldið vefur hún blá rauðri blæju uta alla oyðim.örkimi- Hún slær roða á jöklana og reykj- arstrókar úr hverunum eru dreyv rauðir af röðulbjarma. Dásawilegl er þetta sumarkviild á Hveravöll- um. Það ev kóróna Kjalfevðav inriav. Ni»wd. /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.