Ísafold - 07.03.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.03.1927, Blaðsíða 4
/ 4 Frá Alþingi. Ný frv. og þál. Fiskimat. Sjávarútvegsnefnd Nd. ber fram frv. til brt. á fiskmatslög- unum, þannig, að tekin eru af öll tvímæli um þaö, hver fiskur skuli vera matsskyldur, og er það cftir þessu frv. sá fiskur, sem út á að flytjast í því ástandi sem hann er, þá er hann er seldur. Ennfremu- er farið fram á, að skipaður sje einn yfirmatsmaður fyrir alt land- ið til þess að koma samræmi á fískmatið, en á það hefir nokkuð þótt skorta hin síðari árin. Akvegur eysira. Þrír landskjöm- ir þm. (JBald, JJ og MKr) bera fram þál. till. um að á næsta sumri skuli rannsaka akvegarstæði milli Seyðisfjarðar og FljótsdaLshjeraðs, bæði leiðina yfir Fjarðarheiði að Egilsstöðum og yfir Yestdalsheiði ?ð Eiðum. Smitun. Jónas Kr. ber fram frv. Tim brt. við lög um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma. Skv. því er heilbrigðisstjórn heimilt að taka og rannsaka hvern þann mann, sem grunaður er um að vera sýkla- beri. Áður hefir þessa heimild vantað og grunaðir sýklaberar því þrjóskast við að láta skoða sig. Hvalveiðar. Ásgeir ber fram frv. um það efni shlj. því er sþ. var í Nd. í fyrra. Skv. því skulu allir skíðishvalir, nema hrefnur, vera friðaðir fyrir skotum allan ársins hring. Áfengissalan. Jónas Kr. ber fram frv. um að sjúkrahús megi skifta við lyfjaverslunina og fái þannig lyfin án álagningar, en að þeim megi ekki selja vín nje ómengaðan ■spíritus. Miðar frv, þetta til þess, að spara sjúkrahúsunum stórfje árlega. Áfengisvarnir. Jón Guðnason og Ingvar Pálmason ber fram þál. í Sþ. um að skora á stjórnina: að leggja niður vínsöiu þar sem bæj- arstjórnir amast við lienni, að leita nýrra samninga við Spánverja á bannlagagrundvelli, að hætt sje að selja vín í reikning, að birta ná- kvæma skýrslu um hve mikið lyf ja- búðir og læknar láta úti af áfengi, birta nöfn lækna og áfengislyfseðla fjölda þeirra ársfjórðungslega í Lögbirtingablaðinu og tilgreina á- tfengisnotknn hjeraðslækna í hlut- falli við mannfjölda í hjeruðum þeirra. Heimavistir meniaskólans. Menta málanefnd Nd. hefir klofnað um málið. Vill meiri hl. að frv. sje sþ. að því breyttu, að kennari fái Hka bústað í heimavistarhúsinu, er minni hl. leggur til að frv. verði vísað frá rneð rökst. dagskrá, þess efnis, að rjettara'sje að hafa fjár- veitinguna á fjárlögum. Gagnfræðaskóli á ísafirði. Sigurjón ber fram frv. um að 1 ísafirði verði stofnaður gagnfræðaskóli upp úr ungmennaskóla, sem þar hefir star,- að um 20 ár skeið, og nú ,seinustu árin í tveim deildum. Er ætlast til þess, að ríkissjóður láti reisa skóla- hús með heimavistum og byrja á því vorið 1928. Húsakaup. Atvrh. ber fram þál. till. um að stjórninni heimilist að kaupa húsið í Hafnarsræti 16, handa landssímanum. Stofnun barnahælis og kúabús. ■— Einar .Tónsson ber fram þál. till. um að rannsaka og gera áætlun um kostnað við byggingu barnahælis og «tofhun kúabús í Gunnarsholti. í S A F Q L D Mat á heyi. Jón Sig. ber fram frv. um að alt hey, sem selt er, skuli metið og skulu matsmenn svo margir er þurfa þykir og einn yfirmatsmaður. Er þetta gert með það fyrir augum að útlenda heyinu muni þá útrýmt er mat er komið á alt hey. Innflutningsgjald af bensíni. Ólafur Thors ber fram frv. um að auk vöru- tolls skuli greiða 2.50 kr. gjald aí hverjum 50 kg. af bensíni. Af inn- flutningsgjaldinu skal stofna sjerstak- an sjóð, sem verja skal til þess að bæta bifreiðavegi. Með þessu frv., ef að lögum verður, eru úr gildi num- in lög um bifreiðaskatt, og er frv. flutt að ósk fjölda bifreiðaeigenda. Vöru.tollur. Tr. p. ber fram frv. um það, að vörutollur sje afnuminn af olíukökum, og er frv. komfð frara að tilhlutun búfjárræktarnefndar Bún aðarfjelagsins, sem álítur að sfldar- mjöl geti eigi komið í stað ólíukaka, vógna þess hvað það geymi í sjer einhæft eggjahvítuefni, en allar skepn ur þurfi að hafa margar tegundir eggjahvítu, til þess að geta lifað og framleitt afurðir. pess vegna þurfi bændur að fá olíukökur kevptar með lágu verði, enda muni ríkissjóð lítið um tollinn af þeim. Landnámssjóðux íslands. H. Stet'. ber fram frv. um það, að ríkissjóð- ur leggi árlega 100 þús. kr. í sjóð, cr nefnist Landnámssjóður Islands. Er tilgangur sjóðsins að ffölga býlum í landinu, með því að leggja fram fje til að byggja upp nýbýli, sem er eign sveita, bæja eða einstaklinga. Pram- lög til nýbýla, er ekki eru 'ríkiseign, skulu veitt gegn ævarandi afgjalds- kvöð af býlum, er svari til 2% vaxta af framlaginu. pó skulu fyrstu 10 árin vera afgjaldslaus. Má upphæð framlags nema % af áætluðu verði bygginganna. petta eru aðalefni frv. Eins og sjá má er hjer stungið upp á alt annari leið en þeirri, sem Jónas Jónsson alþm. frá Hriflu hefir verið með á undanförnum þingum. Pessi leið, se.n H. Stef. stingur upp á, er sama leið- in og meiri hluti fjárhagsn. Ed., þeir Gunnar Ólafsson, Bjöm Kristjánsson, og Jóhann p. Jósefsson stungu upp á í fyrra að reynd yrði. Kom frá þeim ítarlegt og rökstudd nál. um byggingar- og landnámssjóðs- frumvarp Jónasar frá Hriflu (sjá Alþt. 1926, A-deild, þskj. 476). Lögðu þeir til, að málið yrði afgreitt til stjórnarinnar, og að stjórnin íhugaði möguleika þess, að nýbýlamálinu yrði stefnt inn á þessa braut, sem H. Stef. hefir nú valið. Átti stjórnin svo að leggja tillögur sínar fyrir Alþ. Mái- ið varð aklrei útrætt í fvrra. um þál. till. um lækkun vaxta. — Hefir hún komist ;tð þeirri niður- stöðu, að vart muni samþ. till. bera árangur, því að til þess yrði að afla bönkunum ódýrara starfsfjár en nú hafa þeir. Vill nefndin því vísa mál- inu til stjórnarinnar. Bifreiðalög. Hjeðinn, M. T., Jör. B., og Árni Jónsson bera fram frv. um breytingu á bifreiðalögunum, þannig að löggiltir verði 3 skoðunarmenn bifreiða fyrir Rvík, Gullbr. og Kjós- arsýslu, Árnes og Rangárvallasýslur. Skal þeim skylt öðru hvoru að skoða fyrirvaralaust allar bifreiðir í um- dæminu og athuga ökuskírteini bif- reiðarstjóra. Er frv. komið fram eft- lir ósk bifreiðastjóra. Er það fullyrt, j að flest bifreiðaslys stafi af því, að hemlar eða stýri bifreiða sje í ólagi, og að núverandi eftirlit sje alveg ó- fullnægjandi. Berklavarnalögin. Sigurjón Jónsson ber fram frv. um að breyta þeim lög- um þannig, að bæjar og sýslufjelög- um sje skylt að greiða 2 kr. fyrir hvern heimilisfastan mann í lögsagr.- arumdæminu, en að ríkissjóðúr greiði svo beint allan kostnað við berkla- varnirnar. Bygging, ábúð og úttekt jarða. Jör. B., M. T. og J. Ól. flytja frv. um ^ breytingnr á þeim lögúm. — Hinar | helstu þeirra eru, að hjáleigur megi I ekki leggja undir heima jörð eða til annarar hjáleigu nema sveitarstjórn ^samþykki, að ekkja haldi ábúðarrjetti jmanns síns, svo og börn eða fóstur- | börn að ábúanda látnum; að banna að selja hey milli sýsla, nema með samþykki sveitarstjómar. Unglingaskóli. Jónas Jónsson ber fram þál. till. um að stofnaður verði unglingaskóli í Reykjavík og að skól- inn fái % af bekkjarúmi í menta- skóla, kennaraskóla og stýrimaiina- skóla síðari hluta dags, og að Nyja Bíó verði Ieigt fyrir kenslusal fvrri hluta dags. Endnrskoðun laga. Bernharð og Jón Guðnason bera fram þál. till. um að skora á stjórnina, að endurskoða til- skipun um vinnuhjú, lög um lausa- menn, húsmenn og þurrabúðarmenn og taka til athugunar hvort ekki megi gefa sveitar og bæjarfjelögum rjett til að takmarka innflutning fólks, sem hætta er á að verði þeim til byrði. Byggingar og landnámssjóður. Jón- as Jónsson ber fram þál. till. í sani- einuðu þingi um að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta þing frv. um þetta efni. Hefir Jónas tvisvar bor- ið fram slíkt frv. í Ed., en það hef- ir ekki náð fram að ganga. Garðar Gíslason 6 Humber Place, Hulll, annast innkaup á erlendum vfirum. og sðlu íslenskra afurda” JBrð tU söln. ( Höfuðbólið Nes í Selvogi, ásamt hjáleigunum Ertu, Bartakoti, pórðar- koti og Götu, fæst til kaups og ábúðar á næstkómandi fardögum. Bygging' á heilnajörðinni er íbúðarhús úr timbri, 12 x 12 álnir, tvílyft, tvær hey- hlöður, fjós og fjárhús fyrir 300 fjár, auk annara gripahúsa. —- Jörðin er besta rekajörð sunnanlands. Tún stór og í góðri rækt. Hagaganga ágæt, bæði fjörubeit og kjarngott heiðarland. Nánari upplýsingar gefur Kristinn Jónsson, vagnasmiður, Frakkastíg 12, Reykjavík. efi á, hefir það verið komið inn fyrir aðalskerjagarðinn, sem er um 2 sjóihílur, og liggur þarna hjá insta skerinú. póttist. Jón sjá, að skipið mundi liggja á hliðinni og dró þá ályktun af stefnu „bómunnar", en ekki gat hann sjeð það, því að smá- streymt var í þetta skifti. En með stórstraum ætlar hann, eftir ósk Tuliniusar, að fara rannsóknarför þangað út, ef veður leyfir og mæla þá dýpi þarna og gera aðrar at- huganir. Úr verstöövunum. Ásgeir og Sveinn bera fram þál. í Nd. um að skipa 5 manna milli- þingan. til að rannsaka hag og hori- ur bátaútvegsins um alt land, og að þeir geri til næsta þings till. um ráð til viðreisnar honum og tryggingar. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði. Nýtt strandferðaskip. Sex þm. í Nd. bera fram frv. um að smíða nýtt strandferðaskip, 400— 500 smálestir; að það hafi 70—80 teningsmetra kælirúm og farþegarúm fyrir 40—50 manús. Er skipinu ao- allega ætlað að sigla á hina minni og vandgæfari hafnir, sem aðalpóst- skipið getur síður annast. Er frv. þetta nær samhljóða frv., sem fiutt var á síðasta þingi. Lækkun vaxta. Fjárhagsn. Nd. hefir skilað áliti Frjettir. Balholm fundið. 2. þ. mán. barst A. V. Tulinius forstjóra, tilkynning frá sýslumann- inum í Borgarnesi um það, að sokkið | skip hefði fundist undan Mýrura og taldi hann sennilegast að hjer væri um „Balholm" að ræða. í Síðar átti Tulinius tal við Jón Samiielsson, bónda á Hofstöðum, ; mann þann, er hafði orðið skipsins ; var og sagði hann svo frá að hann hefði orðið var við „bómu“, sera Istóð um 3 álnir npp úr sjó og taldi I hann engan efa á, að þar lægi skip undir. petta er S.SAV. af Hjörséy og vestur af Knarrarnesi, álíka langt frá hvorum stað, eða um 4 sjómílur. Ef það er rjett, að „Balholm" liggi þarna, sem varla getur taliat Seyðisfirði 27. febr. FB. Hornafjarðarbátar reru í gær og fengu 3—7 skpd., en nokkru minna í fyrradag. Útlit um afla mjög batn- acdi, Akranesi, FB. 4. mars. Ágætur afli. Bátar komu að í gær mcð fullar lestar. Tíóið á hverjum degi. Enginn kikhósti. Gott heilsu- far. Sandgerði, FB. 4. mars. Fiskafli ágætur undanfarið, en heldur tregari seinustu tvo dagana, kannske vegna þess að stórstreymt er. Þ. 28. febr. fengu bátar frá 560—1015 lifiarpotta, en í gær 300 —780. Kikhósti á þó nokkrum bæjum, en er vægur. • Keflavík, FB. 4. mars. Ágætur afli undanfarið. Á mið- vikudag var tregari afli, en í gær var ekki róið. Þar til í gær var róið 8 daga samfleytt og var afli tæp 15 og upp í 20 skpd. á bát. Stimir bátanna fcngu 1100 potta af lifur, en núna reikna menn 50 pt. úr skpd. vegna þess .hve fiskurinn 'er lifrarmikill. ' Tvö kikhóstatilfelli. I Isafirði, 5. mars. ' Undanfarna þrjá daga hafa ekki verið gæftir, en þar áður var góður afli hjer út með og fyrri hluta vik- unnar öfluðu bátar ágætlega. Vestmannaeyjum, FB 6. mars. í gær aflaðist vel, 400—500 á bát, en í dag er ekki sjóveður. — Afli mjög tregur undanfarið. Maftöl Bajer&kföl Pilsner. Best. - Údýrast. Innleut. En Svingkarusel med Plads til 40 Personer. Mekanisk Drivkraft inretning, Jernkonstrnck- tion, Kugleleje, 7 HK. Benzin Motor (Tuxham) samt Dynamo og Musik- instrument (Drejeorgel), tillige en Luftgynge med 4 Baade, alt i god og ganbar Stand. Sælges yderst billig,, grundet Dödsfald. Stort Fotografi sendes mod 2 Kroner. C. Hassager,, Tulingsgade N. 5, Köbenhavn. fundi út af guðspekinni og Krishna Murti. Hefir verið talsverður liiti £ umræðum og eins manna á meðal. Að anstan. Að norðau Akureyri 3. mars. Gúok og Jakob Kristinsaon hafa verið að halda hjer kappræðu- Seyðisfiröi 28. febr. FB. Kaupgjald. Kaupsamningar voru undirskrifað- ir á Norðfirði á fimtudaginn. Karla’* fá í almennri dagvinnu 85 aura á klst., eftirvinnu 100 aura, en í dag- vinnu við uppskipun á kolum og salti 100 aura, eftirvinnu, 115 aura, helgi- dagavinnu og fiskþurkun 100 aura~ aðra helgidagavinnu 125 aura. Kon- ur fá í almennri dagvinnu 60 aura, eftirvinnu 80 aura, helgidagavinnu við fiskþurkun 80 aura, aðra helgi- dagavinnu 100 aura. Heiðursfjelagi' hefir Guðjón Guð- laugsson, fyrmm alþingismaður, ver- ið kjörinn f Búnaðarfjelagi íslands. Drukknun. Um hádegi á sunnudag- inn fanst konulík í flæðarm&li skamt frá Grandagarðinum, og mátti sjá, að konan mundi nýdrukknuð. Hún hjet Hólmfríður Guðmundsdóttir, gift kona og á besta aldri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.