Ísafold - 15.03.1927, Side 2

Ísafold - 15.03.1927, Side 2
2 í S A F 0 L © að unglirigar, lærisveinar þeirra totnji sjer góða siði — án tilstyrks frá löy- gjafarvaldinu. En það er svo undarlega margí,; sem Hriflumaður á erfitt með að skilja. I þessu sambandi, er rjett að benda honum og fylgismönnum hans á, að haldi löggjafarnir lengra út á ,drykkju skaparbraut* Jónasar, þá mætti margt til tína í lagafrumvörpin. Hvernig litist J. J. t. d. á frv. til laga um einkaleyfi til að nppnefna fólk; hljóðaði einkalevfið upp á nafn. Erv. til laga um að kjaftakerlingar í landinu væru skattfrjálsar. — Undir sömu fyrirmæli kæmu þeir þingmenn, sem væru með sama marki brendir. Frv. til laga um það, að þingmenn þeir, sem jafnframt væru skólastjór- ar, væru ekki skyldugir til þess, hvorki utan þings eða innan að gera mun á sönnu og lognu. Eins og nú standa sakir, er það al- veg augljóst, hver hefði mestan hag af því, ef þessháttar frumvörp yröu að lögum. Nokkuð yrði öðru máli að gegna, ef fram kæmi frv. til laga um það, að þingmenn mættu alls ekki segja ósatt. Sannaðist það, að þingmaður færi með vísvitandi lýgi, þá yrði hann tafarlaust að leggja niður þingmensku. Geta menn gert sjer í hugarlund, að J. J. hjeldist ekki lengi við á þing- bekkjum, ef þetta yrði í lög leitt. það er yfirleitt engum vafa undir- orpið, að ef menn tækju sig til, og semdu frv. að lögum, um almennar siðgæðisreglur, og þau frv. yrðu síð- an í lög leidd og þeim framfylgt, þá myndi afleiðingin fyrst og fremst sú, að J. J. landskjörinu þingm. skólastj., ritstj. og flokksforingi yrði rjettræk- ur frá öllum Störfum og trúnaðar- stöðum. pað er eins og hann viti skömm- ina upp á sig manntetrið, og sje að dylja sekt sína með því að hampa því framan í alþjóð, að hann þrátt fyrii alt og alt sje laus við einn einasta löst, — drykkjuskapinn. FimtuysaSmæli 3.þ.m. var fimtugsaimæli Jóns por- lákssonar, forsæfisráðherra. — pótt hann standi á þessum tímamóturni æfinnar, verður það eigi borið við, að birta hjer neina „æ£iferilsskýrslu“ af þeirri einföldu ástæðu, að Jón porláksson er altof lítið aldurhnig- inn maður til þess að bjóða honum alla þuluna, um skólagöngu, stú- dentspróf með ágætiseinkunn, sigl- ' ingu til Hafnar o. s. frv. o. s. frv. J Eins og Tbsen þótti sín óorktu leikrit best, eins þvkir athafnamarin- I . inum vænst um hin óunnu störfin. Framfaramennimir hafa ást á fram- tíðinni, framtíð þjóðarinnar, og ekki síst þeir, sem vinna að því af alhug, cins og Jón Porláksson, að byggja sem traustastan grundvöll undir hag- sæl framtíðarstörf. Sennilega er enginn forsætisráðh. í heimi, sem ber flokksmerki ihalds, en er eins framgjarn framfaramaður og Jón porláksson. pví sannleikurinn er, að íhalds- samur er hann aðeins á einu ein- asta sviði — og þó má nefna þá íhaldssemi öðru nafni, þ. e. gætni -4 í fjármálum. Gæfa Jóns Porlákssonar í stjórn- málastarfi hans, er f\7rst og fremst innifalin í því, að hugarfar hans er í mjög miklu samræmi við hinar sjerkennilegu þjóðarástæður vorar. Meðan hann fjekst við verkfræð- ingsstörf, var um hann sagt, að hann fengist við allskonar bvggingar fsem nöfnum tjáði að nefna — ilema loftkastala. Við þeim snerti' hann aldrei, og svó er enn. Meðan fjármálavíman var sem mest. í mönnum, eftir ófriðarárin, bar á þeim undarlega hugsunarhætti á landi tijer, að framsókn- og fram- faraþrá, væri í því innifalin að vera ör á almannafje. Gegn þeirri öldu reis íhaldsflokkur- inn með Jón porláksson í brodli fylkingar. 'Fyrst er að kippu fjár- hagnum í lag — síðan að vinna að framförunum — eftir því sem fjár- hagsgeta fámennrar þjóðar þolir. — pessi er stefna hans og flokksins — og þetta hefir meiri hlnti þjóðar vorrar skilið — það sýndu kosn- ingamar í sumar og í haust. f fullkomnu samræmi við þetta er stefna hans í gengismálinu. Láta eigi undan síga fyrir örðugleikum er leiða af gengishækkun, því með því að sýna fjárhagslega festú og bolmagn, til þess að feta í þeim efnum í fót- spor nágrannaþjóðanna, ávinnur þjóð in sjer traust út á við. En með því einu móti getur okkur tekist, að byggja grundvöll glæsilegrar fram- tíðar í fámennu og lítt numdu lanii. þar sem óunnin verk og framfara- möguleikar bíða mannshandarinnar á liverju leiti. „íhal#' í merkingunni kyrstaða, getur hjer aldrei þrifist. íhald á sviði fjármála, er þjóðinni jafn nauð- synlegt og frambýling á dalakoti. Jón porláksson hefir reynst for- sjáll bóndi á þjóðarbúinu íslenska. Pjóðin hefir lært að meta það. A Heilbrigðisskýrslur fyrir árin 1921 —1926 koma væntanlega út áður en langt um líður. Hefir heilbrigðis- stjórnin falið Guðmundi Hannessyni að gera skýrslur þessar. Hann samdi eins og kunnugt er, skýrslur fyrir árin 1911—1920. Er mjög bagalegt að skýrslur þessar skuli eigi geta komið út árlega. Frá bnnaðarþingi. Tilrauúastarf semin. pann 18. f. m. hjelt Guðmundur Jónsson búfræðiska ndidat frá Torfa- læk fyrirlestur um tilraunastarfsemi. Byrjaði hann á að skýra all-ítar- lega frá sögu og núverandi fyrirkomu- lagi tilrauna í helstu landbúnaðar- löndum. I aðaldráttum er tilraunastarfsem- inni eins háttað í flestum löndum, sem sje: 1) Vísindalegar tilraunir við æðri mentastofnanir. 2) „Praktiskar" tilraunir, er aft- ur skiftast í a) Fastar tilraunir á jörðum út um sveitir, — tilraunastöðvum, — sem reknar eru á sama stað ár eftir ár undir sjerfræðislegu eftirliti. b) Hreyfanlegar tilraunir hjá bænd- um, vanalega 1—2 ár í stað, oftast með tilbúinn áburð. Fyrst þegar rannsóknir og tilraun- ir hófust, fór landbúnaðinum að fara fram fyrir alvöru, og síðan li.fi r framfarabraut hans legið samhliða framfarabraut tilraunanna. Saga íslensku tilraunastarfseminn- ar hefst um síðustu aldamót, með stofnun Búnaðarfjel. íslands og Rækt- unarfjelags Norðurlands, sem síðan hafa haft aðal-tilraunirnar á hendi. Fyrirlesarinn skýrði því næst frá helstu tilraunum, sem framkvæmdar hafa verið hjer á hendi í síðustu h. u. b. 25 ár og árangri þeirra, er hann áleit hafa verið fremur lítinn, aðal- lega fyrir það: 1) að til tilrauna hefir verið varið litlu fje, 2) að iil- raunastjórarnir hafa oft verið öðr- um störfum hlaðnir, 3) að tilraun- irnar hafa ekki verið nægilega lang- vinnar eða kerfisbundnar og 4) að þáð land, sem tilraunirnar hafa ver- ið gerðar á, hefir ekki verið vel til þess fallið, að reka þar tilraunir. G. J. komst m. a. að orði á þessa leið: Utlendur Inifræðisbræðingur, er valt ur grundvöllur að byggja á búskap heillar þjóðar. Grundvöllurinn á að vera innlend reynsla. Tilraunastarf- semin hjer á landi þarf að verða sjálfstæð starfsemi rekin af ríkiniij eins og erlendís. pað fyrsta sem þarf að gera er að flyt.ja tilraunirnar upp í sveit oij framtíðarmarkið á áð vera ein til- raunastöð á sveitajörð í hverjum landsfjórðungi. En fyrst í stað og það á þessu ári þarf að stofna eina vel útbuna tilraunastöð á suðurla.nds- nndirlendinu, er smámsaman taki til rannsóknar öll helstu viðfangsefni :íandbúnaðarins, og að áuka tilraunir við Groðrarstöðina á Akureyri. Ein góð tilraunastöð er betri en margar ljelegar. Stofnkostnaður þessarar tilrauna- stöðvar á Suðurlandsundirlendinu yrði fyrstu árin 60—70000 kr. Reksturs- kostnaður við liana mundi verða svipaður og hann er nú við Gróðrar- stöð B. í. Hjer er því aðallega um flutning að ræða. Einmitt á erfiðustu tímum hafa margar þjóðir reist og aukið tilrauna- starfsemi sína. Hún er besta aðferð- in til eflingar landbúnaðinum. Danir verja nú h. u. b. 2 milj. kr. til til- rauna hjá sjer árlega og nær því 50000 kr. til tilrauna á Færeyjum. Hvað ber okkur þá að gera fvrir okkar eigið land. Yfirstjórn tilrauna taldi fyrirlesar- inn heppilegast að yrði hjá B. I, og tilraunaráði. Frá sjónarmiði tilraunanna er ekki leyfilegt, að hirta árangur þeirra ftyr en þeim er lokið, en þó á að skýra frá öllum tilraunum sömu tegundar, hvar á landinu sem þær eru gerðar. pað er nauðsynlegt að draga sam- an árangur þeirra tilrauna er gerðar hafa verið hjer á landi til þess að fá úr þeim þá innlendu reynslu, sem hægt er handa búnaðarskólum, ráðn- nautum og bændum sjálfum og til þess að mynda grundvöll undir til- raunastarfsemi hjer í framt.íðinni. Eggert Stefánsson söngvari kemur hingað með „Brúarfoss“. Njálsbrenna. Efiip pröfM dr. phil. Valtýr Guðmundason. Einn af hinum minnilegustu atburð- nm, sem gerst hafa á Islandi, er Njálsbrenna. Ber margt til þess. pur var ófyrirsynju inni brendur einn hinn vitrasti og besti sonnr landsins, einn hinn göfgasti kvenskörungur landsins og ein hinmesta hetja lands- ins. Og þar sem lýsingin á þessari hrennu er til vor komin í mesta snildarverkinu, sem til er í bókment- um vorum (og á öllum Norðurlönd- um), þá er engin furða, þótt hún hafi haft átakanleg áhrif á hug vorn og hjörtu. petta kenmr líka best fram í nútímaskáldverkum vorurn, Pannig k^eður Hannes Hafstein: Buldi við brestur, brotnaði þekjan, reið niðnr rjáfur og rammir ásar. Skall yfir eldhafið ólgandi, logandi, eldvargar runnu fram hvæsandi sogandi. Reykurinn glóðþrunginn gaus ii)ip úr kafinu, gaflaðið eitt stóð sem klettur úr hafinu. Minnisstæð hefir og Njálsbrenna orðið Kristjáni Jónssyni, er hann kveður: Minstu nú, mín unga önd, endur þeirra tíða, þegar loga bundu bönd Bergþórshvol hinn fríða. Hjeðinn einn þar gekk um glóð, sem gnoð í sjávar róti, og með helgum hetju móð horfði dauða móti. Hreysti, mátt og hugar-þrek hættur beygðu ei neinar; eldibröndum að hann Ijek, eins og knetti sveinar. Sama kemur og fram hjá Benedikt Gröndal eldra (Jónssyni)J er hann minnist Skarphjeðins og afdrifa hans: Frá jeg Hjeðni frægst til vígs fima limu axla, hvort er hann reiddi Rimmugýgs rönd eða práins .jaxla. Til hans jeg aldrei heyrði neitt, hvað er að snildum skeiki; en hamingjan er ætíð eitt, annað gjörfuleiki. Minna má og á meðferð snjallasta leikritaskáldsins okkar, Jóhanns Sig" urjónssonar, á Njálsbrennu í leikriti hans „Lyga-Mörður.“ pví þar kem- ur ljóst fram, hve snortinn hann hefir orðið af þeim atburðum. En það þarf ekki skáldin — mestu tilfinningamennina — til. pað mun enginn sá íslendingur til, hve til- finningasljór rekadrumbur sem það kynni að vera, sem ekki hefir komist við af að lesa lýsing Njálu um þetta. Og það má taka dýpra í árinni. pað þarf ekki íslendinga til. P'‘ir eru ekki fáir útlendingarnir, sem 'snortnir liafa orðið af lysingunum i Njálu. pví annað eins listaverk og Njála er víðar lesin en á íslandi. — Enda segir dr. Georg Brandes, um hana, að hún ætti að liggja á hvers manns borði um öll NorðurUAd, prýdd myndum eftir frægustu mál- ara, sem tilfengjust. t pegar til alls þessa er litið, er það engin furða, þó það hafi vakið mikla eftirtekt, bæði á fslandi og í útlönd- um, er það frjettist, að nú bvðist tækifæri til að rannsakn brunarúst- irnar á Bergþórshvoli — frægasta stað landsins, næst pingvöllum. pví slíkt tækifæri, sem hjer býðst til ábyggilegra fornfræðarannsókna, er sannarlega enginn hversdagsmatnr. Um husaskipunina á Bergþórshvoli á dögum Njáls, hefir margt og mik- ið verið skrifað í útlöndum, af þjóð- kunnum vísindamönnum, án þess menn hafi getað orðið á eitt sáttir. Um hana hefi jeg ,og ritað talsvert í doktorsritgerð minni um húsaskipun íslendinga á söguöldinni. Og þykist jeg þar hafa greitt úr verstu flækj- unum, enda engin mótmæli gegn skýringum mínum síðar kamið fram. En sjón er sögu ríkari. Bæði jeg og aðrir, sem hingað til hafa skrifað um húsaskipunina á Bergþórshvoli, hafa eingöngu oi-ðið að hyggja á frásögninni í Njálu og skilningi okkar á henni. En í Njálu er engin samfeld lýsing á bæ Njáls. pað sem maður fær þar að vita um húsaskipunina, er því tilviljun ein, af því að það stendur að einhverjn leyti í sambandi við þá atburði, sem þar gerást. pað eina, sem sjá má með fnllri 'vissu, er, að bæjarhúsin voru tnörg. En hve mörg þau voru, verðui' ekki sjeð. pau einu hús, sern beinlínis eru nefnd, eru: stofa, skáli (með lofti í öðrum endanum), vefjar- stofa og bæjardyr (==göng). Ennfrem ur sýnir frásögnin greinilega, nð mat- búrið hefir veríð eitt af bæjarhús- mum, þó sjálft nafnið komi ekki fyrir. Stofan hefir auðvitað (þar eins og annarstaðar) verið stærsta hæjarhúsið. Hún var bæði dagstofa og borðstofa, gestastofa og veislu- stofa. Skálinn hefir aftur verið miklu minni, því hann var aðeins svefnhús. En af því brénnan fer fram nm nótt, eftir að Njáll og Bergþóra eru geng- in til hvílu, ber auðvitað mest á skálanum í frásögninni um brennuna. Svo er og í öllum öðrum sögum, að þegar eitthvað fer fram á nætur- þeli, þá ber mest á skálanum. En á daginn heyrist hann aldrei nefndur. pá eru menn í stofunni. Og eins er á, Bergþórshvoli í Njálu. Hver fleiri bæjarhús kunni að hafa verið á Bergþórshvoli, fær maðnr ekkert um að vita. pó má gera ráð fyrir, að eldhúsið hafi verið eitt af þeim, og sennilega nokkur fleiri. Og um afstöðu húsanna innbyrðis, eða hvors til annars, fær maður harla lítið að vita, þó dálítið megi um það ráða af ýmsum orðatiltækjum í sögunni. par sem nú bæði hinar lítilfjörlegu (en þó að sumu leyti merkilegi') rannsóknir Sigurðar Vigfússonar og það, sem kom í ljós við kjallaragröft- inn á Bergþórshvoli síðastliðið sum- ar, virðist hafa sýnt og sannað, að hæiinn ávalt hefir staðið á sama, Stað og að hygt hefir verið ýfir hinar fornu brunarústir, svo að þær

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.