Ísafold - 27.05.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.05.1927, Blaðsíða 4
4 1 S A F 0 L D urskoðunarskíifstofu. En sjóðbók vantaði. Hún var geymd á öðrum stað, og náði Tryggvi því ekki til j hennar. j Endurskoðunarskrifstofan er látin rannsaka reikningana. En aldrei er það orðað við Sigurð, að sjóðbókina vantaði. Er líður að búnaðarþingi, kvis-! ast það víða um bæinn, að nú sje' rannsókn í liinu svonefnda Sigurð- j armáli lokið. Hann muni mjög sekur. Fundist hafi sjóðþurð — fleiri þúsundir í áburðarverslun. j Er eigi örgrant um, að lieyrst hafi sigurhreimur sunnan úr Lauf-j ási. Þar hafi Laufásbóndi loks mikinn mann að velli lagt. KT Tryggvi Þórhallsson. Þá birtist smágrein i Tímanum, þar sem talað er um þúfnaban- ana. Ekki alls fyrir löngu átti Tr. Þ. ekki fleiri hrósyrði í eigu sinni en þau, sem liann notaði um jarð- vinsluvjelar þessar. Nú var það gefið í skyn, að kaup þúfnában-1 anna hefði verið ráðleysa, er bak- að hefði landinu tjóns er næmi tugum þúsunda. Þúfnabanarnir væru nú mun ódýrari, eh þá er þeir voru keyptir. Engin skýring var gefin á verðfallinu. Reynt var að renna á það lag- jð er þessar „þúsundir" í áburðar- verslun voru fundnar, að gefa það í skyn, að vera mætti, að tugir þús unda fælust annarstaðar. Er þessi aðferð eftirtektaverð. En er fulltrúar búnaðarþings komu saman, hafði uggur gripið Tr. Þ. Er skipa átti rannsóknar- nefnd tilnefnir hann menn þá í nefndina, sem líklegastir voru til fylgis við málstað hans. Svo frek- legt órjettlæti sýnir hann í byrjun. Skamt var þess að bíða, að Tr. Þ. byði algerðan og eftirminnilegan ósigur í þessari ofsókn sinni. Er sjóðbók áburðarverslunarinn- ar var lögð fram, kom það í ljós, að þar var hvorki þurð nje skekkja. Og endurskoðunarskrifstofin vottar það, að alt viðvíkjandij verslun þessari sje Sigurði til sóma. En eigi var þar með búið. Enu reynir Tryggvi að þverskallast við, að Sigurður komist að fyrri störfum sínum. Og hann lætur ekki undan, að því leyti sem und- an var látið, fyrri en nokkrir þúig fulltrúar knýja hanji til þess, að gefa um það ákveðið loforð — eins og sjest á gerðabók fjelags- ins. Enn skal Búnaðarfjelagi ís- lands hlíft við frekari umræðum um mál Sigurðar. Það sem ujer er sagt, nægir til þess að sýna uiannamuniim mikla, milli áhuga- majansins Sigurðár Sigurðssonar og hins lítilsiglda formanns Tr. Þórhallssonar. Eftir alt sem á undan var geng- ið, metur Sigurður starf sitt í þágu búnaðarins svo mikils — von sína um starfsfrið, að hann geng- ur að þeim kostum, að freista enn samvinnu við hinn auðvirðilega fjelagsformann. Sá áhugi Sigurð- ar er lofsverður. En hvernig verður framkomu Tr. Þórhallssonar í þessu máli, lýst rjettilega. Hver hefir orð til að lýsa henni. Sem betur fer, þau þurfa ekki mörg. Yerkin lýsa sjer sjálf. Yerkin ]ýsa mamiinum, — manngildinu. Þrátt fvrir alt og alt dirfist þessi maður, Tryggvi Þórhallsson, að nefna sig ritstj. bændablaðs, nefna sig formann Búnaðarfjel. íslands. Hæfileikaskortur mannsins við umbótastarfsemi landbúnðar er nú orðinn alþjóð kunnur. Það er hat- ramlegt, að maðurinn skuli í að- eins eitt einasta sinn hafa sýnt þrautseigju og stefnufestu — í málum þeim, er við koma búskap. Og í það eina sinn var það áhuga- mál hans að hrekja Sigurð Sigurðs son frá Búnaðarfjelagi íslands, rægja liann og smána, eftir 25 ára samfelt starf í þjónustu íslenskra búnaða rfra mfara. Sigurður vill alt til vinna til þe,?s að fá starfsfrið fyrir fram- farahugsjónir sínar. Tryggvi Þórliallsson reynir með hinum alkunnu vopnum sínum að veita • frámfarastörfum Sigurðar banasár. Þessa verða bændur lands vors að minnast við kosningar þær er í hönd fara. Þeir verða að muna viðskicíi hinna tveggja ólíku manna Sig- urðar Sigurðssonar og Tryggva Þórhallssonar. Með það eitt fyrir 'augum getur það runnið upp fyr- ir þeim, að hve litlu leyti Fram- sókn á rjett á sjer sem bænda- flokkur. Sambanöið. Iíjer er mynd af hinu margumtalaða húsi, er samvinnufjelögín reistu um árið á Arnarhólstúni og kostaði alt að milj. króna. Eins og kunnugt er átti húsið upphaflega að vera einni hæð lægra. En þá kom Jónas frá Hriflu til sögunnar og heimtaði þar húsnæði fyrir sig og skólann. Um það leyti sagðist hann ætla að undirbúa stai*fs- menn kaupfjelaganna, 4—5 á ári. Nú „útskrifar" liann margfalt. fleiri, sem aldrei geta fengið atvinnu innan vjebanda kaupfjelaganna. Til- gangur skólans orðinn sá, að ala unglinga upp í andrúmslofti sósía- lista. — Myndin er tekin frá suðurhlið hússins. Veggsvalahæðin er íbúð Jónasar. Innan við gluggan, sem örin vísar til er skrifstofa J. J. Þar sitja ýmist á ráðstefnn kommúnistar og sósíalistar Reykjavíkur — ellegar bændur og fulltrúar bænda, sem enn hafa eigi sjeð, hver leilt- ur hjer er leildnn. Vistarverur „samvinnu'‘-skólans sjást eklci. Þær eru undir norð- urhlið. — Fjáratálm og bjargarhella sameinuðu* .hinna Hjeðinn Valdimarsson Jón; Baldvinssoii Mennirnir sem standa á bak við Framsóknarflokkinn á þingi. Þó ekki sjeu þeir nema tveir, geta þeir oft og einatt snúið Framsókn- arbændum um fingur sjer. A þing- inu í vetur t. d. lieimtuðu þeir, að kjördagur yrði framvegis á þeim tíma árs, sem sveitamenn geta átt ómögulegt með að sækja kjörfundi. Tíminn fjargviðraðist út af ófærðinni 1. vetrardag síð- astl. En er á þing kom kúguðu þessir jafnaðarmenn Framsóknar- ritstjórann og fleiri til þess að greiða atkvæði móti sanngimis- kröfu sveitanna, um kjördag að sumarlagi. Þessir menn eru boðberar og er- indrekar hins alræmda erlenda kúgunarvalds jafnaðarmenskunn- ar. Hver sá sveitamaður, sem greið- ir Framsóknarflokksmanni atkv., hleður undir vald þessara manna. Eftir því sem jafnaðarmönn- um fjölgar á Alþingi, verður erfiðara að haida fjárhag ríkis- ins í lagi. Jafnaðarmenn eru svo langsamlega eyðslusömustu mennirnir, sem á þingi hafa setið. peir eru æfinlega reiðu- búnir til þess að ausa f je úr rík- issjóði, og hirða þá ekkert um, hvort það er til nauðsynlegra- eða ónauðsynlegra hluta, sem nota skal fjeð. En þrátt fyrir eyðsluna og ó- hófið á öllum sviðum, eru'eng- ir, sem taka eins freklega til orða, móti sköttum til opinberra þarfa og jafnaðarmenn. Svo nær ,,fjármálaspeki“ þessara manna skamt, að þeir halda að ausa megi hóflaust fje úr rík- issjóði, en ekkert þurfi að hugsa um að fá nokkuð inn í staðinn fyrir það, sem út er látið. Við þessa menn hefir Fram- sókn gert bandalag. Og með þessum mönnum ætlar Fram- sókn að mynda stjórn eftir kosn ingar, ef þeir til samans fá meiri hluta í þinginu. Ólíklegt er, aö því sje þannig varið með íslenska bændur, að þeim standi gersamlega á sama um, hvernig fje ríkissjóðs er ráð stafað. Er þeim sama hvort fjeð j er bundið í áhættusöm versl- ' unarfyrirtæki, eða því er varið til nytsamra framkvæmda, svo sem til vegagerða, brúarsmíða og símalagninga? Ef svo er, að bændur láti sig einu gilda um þetta, þá eru þeir undarlega skapi farnir. J>eir hafa þá tekið ^sinnaskiftum. par sem jafnaðarmenn hafa náð yfirráðunum, þar er alt í kalda koli. par fer alt í sukk á sukk ofan. — Hvernig halda menn að farí, ef þessir menn eiga að fara að stjórna okkar fátæka ríki? Hve lengi halda menn að þeir verði að setja landið á höfuðið? Eins og flokkaskiftingunni var háttað á síðasta þingi, og eins og líkur eru til að hún verði á næstunni, er það ger- samlega útilokað, að Framsókn geti myndað stjórn hjer á landi upp á eigin spýtur. — Myndi Framsókn stjórn, vei'ður hún að gera það með jafnaðarmönn- um. petta eru foringjar Fram- sóknar einnig farnir að sjá. þess vegna leggja þeir engu síður kapp á það, að koma jafn- aðarmönnum á þing, en Fram- sóknarmönnum. Aðalforingjum Framsóknar er það jafnvel enn kærara að fá jafnaðarmennina. Bændur, sem ekki vilja jafn- aðarmannastjórn hjer á landi, mega því með engu móti kjósa Framsóknarmann á þing nú. Fari svo, að jafnaðarmenn fái mikilsvarðandi hlutdeild í stjórn landsins á næstu árum, verður ekki langt að bíða þess, að þeir fari að heimta „þjóð- nýtingu“ allra framleiðslu- „tækja“. peir heimta „þjóðnýt- ingu“ á útgerð allri, verslun, iðnaði og búskap. pegar búið er að sóa fje ríkisins í allar átt- ir, og alt að fara í kalda kol, þá v^ yur bjargarhellan: pjóðnýting! þjóðnýting! þjóð- nýting! Taka bændur landsins undir þá kröfu 9. júlí? Aumastir allra. Sá kranldeiki þekkist á landi' hjer, sem kölluð er valdasýki. Hún lýsir sjer nokkuð mismunandi. — Hættulegust er veikin þeim mönn- um, er fyrir tilviljanir liafa hreykst í valdasess, án þess að > liafa nokkuð það til að bera, sem rjettlæti að völd sjeu lögð þeim; í hendur. Menn sem engin áhngamál hafa,. engar hugsjónir, engar stefnur, en allgóðan talanda, geta orðið svo sárþjáðir af sjtikleika þess- um, að þeir eru aumkunarverðir,. eins og móðursjúkar konur. Sigurður Eggerz bankastj. er mjög illa haldinn. Hann bauð sig- tvisvar fram til þings í fyrra. •— Hevrst hefir að hann hafi leitað fyfir sjer í 6 kjördæmum í vor —i og veit enginn livar hann lendir. Nú hamast hann með blað, sem hann nefnir „ísland“, og skrifar í það hvgrja moldviðrisgreinina á fætur annari. Enginn nennir að lesa blaðið. Útgáfa blaðsins ber vott um þann sorglega misskilning, að Sigurður Eggerz sje „pólitísk stærð.“ Það er að misbjóða þolin- mæði kjósenda, að ætlast til þess,... að honum sje veitt áheyrn. Er hann fór úr ráðherrastól, hjelt hann bankastjórastöðunni opinni banda sjer og veitti sjer stöðuna sjálfur. Kjósendur landsins litu svo á, að bann hafi þa lolcað- svo • rækilega á eftir sjer, að hann ætti ekki afturkvæmt út á liið pólitíska sjónarsvið. En, honum er auðsjánlega um- hugað um að lásinn bili ekki. — Eftir að hafa sett sig á pólitískt uiipboð í 6 kjördæmum, cr a. m. k. alveg greinilegt að einasti ár- angur af starfi hans, ef nokkur verðtir, við í hönd farandi kosn- ingar er sá, að styðja Framsókn og jafnaðarmenn að komast til valda. Enginn von til þess að hann, eða nokkur einasti af fylgifiskum hans nái kosningu. Það er alkunn- ugt., að jafnaðarmenn og Tíma- menu halda utan um öll sín fáan- legu atkvæði á kjördegi eins og lömb í stek-k. Frá þeim tínist ekk- ert til hinna svonefndu sjálfstæð- ismanna. Benedikt er genginn í Fíaru- sókn, keypti sjer þar í’jögra ára lífsábyrgð. Magnús Torí'ason fór með honum. Jakob Möller einasti þingmaður flokksins, sem var eft- ir er þing var rofið. Tímamenii' hafa tekið hann upp á sína arma. Og greiða götu hap.s hjer í Rvík-.- Sigurður Eggerz.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.