Ísafold - 07.06.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.06.1927, Blaðsíða 4
4 f S 4 g Q i B Frambaö. í Gullbr. og Kjósarsýslu bjóða þric Björn Kristjánsson og Olafur Thors sig fram af hálfu Ihalcls- flokksins. Svo sem kunnugt' er, hafði B. Kr. ákveðið að láta nú af þingmensku og helga vísindun- um alla krafta sína, en íbalds- menn hafa sótt með einsdæma kappi að tryggja flokknum enn á ný hina miklu þekkingu og lífs- reynslu B. Kr. Sendu allir flokks- bræður hans á þingi honum mjög eindregna áskorun um framboð, en hitt mun þó hafa riðið bagga- muninn, að nýverið áttu 34 menn úr hóp helstu áhrifamanna í hjer- aði fund með sjer í Hafnarf. og beindu svo einróma óskum og á- skorunum til B. Kr. um framboð, að hann mun ekki hafa þótst geta skorast undan svo ákveðnu traústi og skýlausum vilja sinna gömlu og góðu stuðningsmanna. Mun það íhaldsmönnum um land alt ósk r- að gleðiefni að svo er komið sám komið er, því þótt B. Kr. sje m«tð- ur við aldur, eru andl. kraf ar hans með öllu óbilaðir og flokkn- um ómetanlegur fengur að þvi a'i njóta þeirra sem lengst,. FRJETTIR Pramboð á Eyjafirði. Fullvíst er að þeir verða í kjöri í Eyjafjarð- arsýslu af hálfu jafnaðarmanna, Steinþór Guðmundsson barnaskóla stjóri á Akureyri og Halldór Frið jónsson ritstj. „Verkamannsins“. Purstinn af Lichtenstein og fra hans voru meðal farþega hingað á Brúarfoss. — Furstinn fer innan skams upp í Borgarfjörð til laxveiða í Þverá, og mun hann dvelja þar fram eftir mánuðinum. Bær brennur. Á fimtudagskvöld- ið kviknaði í bænum Forsæti í Villingaholtshreppi í F'lóa, og brann hann til kaldra kola. Á bænum var lítið timburhús, og var vátrygt hjá sveitatrygging- unni. En innanstokksmunir voru ótrygðir. Eíkisráðsfundur var haldiun 31. maí s. 1. og staðfesti konungur þar lögin frá síðasta þingi. Guðmundur Gíslason Hagalín og fjölskylda hans voru meðal far- þega á „Lyru“ hingað. — Hefir Hagalín verið búsettur í Noregi undanfarin ár, en mun nú vera alfluttur heim. Þýskur ræðismaður. Með Botn- íu kom hingað þýskur greifi, von Pfeil und Kleinellguth, sem gegna á ræðismannsstörfum Þjóðv^rja hjer fyrst um sinn. Aðalræðismað- ur Þjóðverja, Sigfús Blöndahl, hef ir sótt um og fengið nokkurra mán aða orlof frá störfum sínum. Kunn ugt er, að þýskir togaraeigendur hafa fyrir nokkru ráðist í þýsk- um blöðum á íslenskt rjettaffar með hinum háðulegustu orðum, og krafðist ræðismaður Þjóðverja hjer að þýska stjórnin skifti sjer af þessum málum. Með fullu sam- lcomulagi milli hlutaðeigenda hef- ir því þessi bráðabirgðaráðstöfun verið gerð. íslendingar og Færeyingar. Á heimleiðinni frá útlöndum höfðu leikfimisflokkarnir sýningu í Þórshöfn á Færeyjum. — Ágóð- inn af þeirri sýningu var lát- inn ganga í sjóð þann, sem nú er verið að safna í til endurreisnar kirkjubyggingarinnar á Kirkju- bæ í Færeyjum, og sagt hefir ver- ið frá hjer í blaðinu. Laxveiðin í Elliðaánum hefir verið boðin út fyrir skömmu eins og vant er. Hafa borist tvö tilboð, annað frá Líiðvík Lárussyni, að upphæð 4000 kr., en hitt frá Stangaveiðafjelaginu, að upphæð 4600 kr. Rafmagnsstjórinn liefir samþykt að taka tilboði Stanga- veiðafjelagsins. Fyrsta laxveiða- daginn veiddust 7 laxar vænir, 72 pund allir saman; sá þyngsti 15 pund. Skipsflalc sprengt. Fylla hefir verið undanfarna daga á Siglu- firði, þeirra erinda að sprengja gamalt skipsflak, sem lá á Siglu- fjarðarhöfn, á siglingaleið, austur og inn af eyrarodþauum. Sagt var í símtali að norðan, að spreng- ingin gengi heldur seint, væri örðugt að fást við flakið. Aflinn norðanlands. Frá 3—8 þúsund pund fá bátar í róðri a Siglufirði þessa dagana, eða hafa fengið nndanfarið. — Beita hefir fengist nægileg, smásíld á Akur- eyri, kostar tunnan 35 kr., komin til Siglufjarðar, og þykir dýr. í atvinnuleit er nú fjöldi fólks kominn til Siglufjarðar, og mun þó síðar meira. En svo segir í frjett að norðan, að óvenjulega margt sje komið á þessum tíma, Ennþá er lítið um atvinnu á Siglufirðí, stórbyggingar eng- ar, nema sjúkrahúsið, en nokkur einstakra manna hús í smíðum, flest smá. Aflabrögð vestra. Þaðan er sím- að, að afli sje sæmilegur á fsa- firði, eh tregur á Ontmdarfirði. Tíð. er hin ágætasta og gott næði til sjósókna. Ðánarfregn. Nýlega er látinn á Flateyri, Ragnar Hinriksson, ung- ur efnismaður um tvítugt. Verslun keypt. Kaupfjelagið á Flateyri hefir nýlega keypt versl- un Sameinuðu ísl. verslananna á Flateyri, og hefir þegar tekið við henni til reksturs. Pramboð. Heyrst hefir að vest- an, og talið sannleilcanum sam- kvæmt, að Finnur Jónsson póst- meistari á ísafirði ætli að bjóða sig í Norður-ísafjarðarsýslu, af hálfu jafnaðarmanna, móti Jóni A. Jónssyni. En það fyígir fregn- inni, að aldrei muni þingmanns- efni hafa lagt út í meira vonleysi en Finnur, og þykir mönnum hann kjarkgóður. Kaup við síldveiðar. Nýlega hafa útgerðarmenn kosið þriggja marina nefnd til þess að semja v.ö fulltrúa sjómanna um kaup við síldveiðar á togurum þeim, e: kunna að verða gerðir út á þæ.: veiðar í sumar. Eiga sæti í nefnd- inni af hálfu útgerðarmanna: Kjartan Thors, Páll Olafsson og Ólafur Gíslason. j Fræðslumálastjóra-embættið er nú auglýst laust til umsóknar. — Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. 4 Prófi í forspjallsvísindum lauk í Háskólanum hjer á föstudág. I ágætiseinkunn hlutu þessir: Júlíus Sigurjónsson stud. med., Kristinn Stefánsson stud. med., Jón Blön- dal stud. med., Jósef Einarssor., Hallgrímur Björnsson stud. med., Konráð Kistjánsson stud. theol., Ólafur Þorsteínsson stud. med.. I. eink. hlutu: Guðrún Guðmunds- dóttir, Freymóður Þorsteinsson stud/jur., Jóh. Sæmundsson stud. med., Jón Stefánss. stud. med., Jóu jJakobsson stud. theol., Magnús Finnbogason stud. mag., Sveinn Benediktsson stud. jur., Ragnar Ólafsson stud. jur., Sveinn Pjfet- ursson stud. med., Sverrir Ragn- ars stud. jur.; II. eink. fengu : Tnf- ólfur Gíslason stud. med., Jón Sig- urðsson stud. med. II. eink. 1.: Fríða Proppé. Aðeins einn stúd- ent stóðst ekki prófið. „Ameta“. Fyrir henni eru tvenn ir tímarnir. — Munu menn reku minni til þess, að hún slitnaði aftan úr norsku skipi á leið frá Grænlandi, lenti í hinum mestu hrakningum og volki, og strand- aði loks vestur í Breiðafjarðar- eyjum. Fvrir nokkru síðan átti að fara með hana hingað suður, og slitnaði hún þá enn aftan úr dráttarbátnum og týndist um hríð, en fanst þó aftur Og komst hicigaö. Nú liggur hún í fjörunni við stein bryggjuna, og hefir einhvern- tíma væst meira um hana. Norsk- ur maður keypti hana á strand- staðnum vestra, og mun hann ætla að dubba hana upp hj’er. 50 ára 'afmæli Isafoldarprent- smiðju er nú í sumar. Er ákveðið af eigendum og stjórn prentsmiðj- unnar að gefa út vandað minn- ingarrit með fjölda mynda og Iielstu dráttum úr starfssögu prent smiðjunnar. Fornleifagröfturinn að Berg- þórshvoli. í „Berl. Tidende“ hefir Hans Kjær, fornminjavörður, sá er ætlar að taka.þátt í ■fornminja- greftinum að Bergþórshvoli í þess um mánuði, skrifað langa grein um helstu drættina í Njálssögu, og hve Bergþórshvoll sje minn- ingaauðugur staður. Gerir hanu sjer miklar vonir um, að margt merkilegt finnist við rannsókn í rústunum og að það verði til þess, að varpa skýru ljósi yfir ýmislegt í háttum og fari forfeðra vorra. Jarðarför Valgerðar Jónsdóttur prestsekkju fór fram á Þingeyri á þriðjudaginn var, eins og sagt var frá hjer í blaðinu. Ræðu flutti Þórður prófastur Ólafsson heima og í kirkjunni, auk þess talaði Friðrik Hjartar kennari í kirkj- unni og Snorri Sigfússon kennari söng með undirspili kvæði, er ort var hjer syðra. Var mikið fjöl- menni viðstatt jarðarförina og víðar að en úr Dýrafirði. Tímarit iðnaðarmanna, 2. hefti I. árg. er nýlega komið út. Flyt- ur það ýmsar greinar, er lúta, að iðnaðarmálum þjóðarinnar. M. a. er þar ein „um iðjuframtíð þjóð- arinnar", eftir Guðm. landlækni Björuson, eftirtektaverð á ýmsa lund, og verður nánar sagt frá efni liennar lijer í blaðinu. FRAH 8KILVINDUB eru nú þjóðkunnar á ís- landi, því yfir 800 bændur nota þær. Þær hafa alla þá kosti sem bestu skilvindur þurfa að hafa, skilja mjög vel, sterkar ending- argóðar, einfaldar og eru eink- ar þægar í notkun. Á seinni árum hefir engin skilvinda út- breiðst jafnmikið og jafnfljótt og FRAM-SKILVINDAN. Hún er búin til i 50 stærðum, skil- magn frá 40 til 160 litrar á kl.st. O A H Ll A-strokkarnir eru úr málmi, mjög handhægir og fljótlegt að hreinsa þá, eru eink- um viðurkendir fyrir hve mikið smjör næst með þeim. Þeir eru af ýmsum stærðum frá 5—60 lítra Fyririrggjandi ásamt varapörtum hjá Krisljáni 6. SkagfjörC Talsími 647. Reykjavík. Pósthólf 411. BænðaskÉlinn í Hðlum. Með því að það er ákveðið, að byggja á Hólum í sumar, nýtt hús i stað þess sem brann í haust, tilkynnist hjer með að skólinn> starfar að vetri eins og að undanförnu. Jafnframt tilkynnist að alt sumarið milli skólavetranna geta nokkr- ir piltar fengið tækifæri til að stunda verklegt nám við nýjyrkju? eingöngu. Páll Zóphóniasson. Hurðir og gluggar úr úrvals efni; smíðað eftir pöntun. Sent hvert á land sem er . VÖNDUÐ VINNA! SANNGJARNT VERÐ! Trjesmfðavinnustofa Hrna jðnssonar Sími 917. Nýlendugötu 21. Reykjavík. Slari sauðfjárræktarráðuiiautai' Búnaðarfjelags Islands er laust tii um- sóknai’. Byrjunarlaun 3000 kr. á ári, auk dýrtíðaruppbótar. sem er sú sama og annara starfsmanna ríkisins. Lanniii hækka á þriggja ára fresti um 300, 300 og 400 kr. upp í 4000 kr. Umsóknarfrestur^ til 1. september n. k. Búnaðarfjelag Islands. Frá nkranesi. Akranesi, FB. 4. júní • Stærri bátar eru nú að hætta, Ólafur Bjarnason, gufubátur- inn, lcom inn í gær eftir hálfs- mánaðarferð og hafði líka rúm 100 skpd. Hrafninn kom í morgun eftir rúma viku með ca. 40—50 skpd. Afli yfirleitt í meðallagi upp á síðkastið, en góður á smábáta, en smærri fiskur. Smábátar hafa verið að veiðum vestur undir pormóðs- skeri. Frambjóðendur til þings hafa boðað til fundar hjer þ. 24. þ. m. og halda svo hjeðan til frekari fundahalda víðar um sýsluna. Alþingishátíðarnefndin þingskip- aða fór til Þingvalla á annan • hvítasunnu til skrafs og ráðagerða um ýmislegt fyrirkomulag hátíoar- innai'1.930. Maltðl BajersktSI Pilsner. Best. - Odýrast. Innleut. Hestar til sölu. Tljer fást keyptir reiðhestar, . vagnliestar og e.innig kynbótahest- ur, sem lilotið hefir verðlaun á hjeraðssýningu. Verð sanngjarnt Lundi í Lundarreykjadal 69. maí 1927. Sigurður Jónsson. .

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.