Ísafold - 21.06.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.06.1927, Blaðsíða 4
4 1 S A B 0 i Ð Jóhann og Þorsteinn á ísafirði og Jón í Bolungarvík. F. FRJETTIR AUSTAN ÚR SYEITUM. Þjórsá 18. júní. FB. Tíð - heldur köld undanfarið, af þessum tíma árs að vera, frost á hverri nótt um skeið. Grasspretta er því ekki góð yfirleitt. Því þó góð tún megi heita sæmilega sprott in, þá er útjörð illa sprotfin hjer í grend. Heilsufar er sæmilegt. kvef , er að stinga sjer niður, en vægt og varla í frásögur færandi um það. Hallgeirsey 18. júní. FB. Indælt grasveður og góð gras- spretta alstaðak, nerna þar sem mjög þurlent er. Þar sem rignt hefir þýtur upp gras. Hjer aust- ur frá er jörð sprottin 'með allra besta móti. Hr. Nikulás Þórðarson frá Vatns hól, varð 13 mínútum of seinn með ! framboð sitt til þings í Rangár- vallasýslu. Hann mun hafa verið utanfl. eða frjálslyndur frambjóð- andi. Fiskafli hefir verið ágætur við Eyjafjörð alt fram að þessu, eða þangað til fyrir nokkrum dögum, að hann gekk í norðanrumbu og bann aði sjósókn. Beituleysi var alltil- finnanlegt um tíma. En svo náð- ist í síld vestan af ísafirði, en hún reyndist misjafnlega, og fengu sumir bátar mjög lítinn afla á hana. Ungmennafjelögin og Alþingis- hátíðin. Ungmennasamband Kjal- arnessþings hefir fyrir nokkru sett sig- í samband við öll ungmenna- fjelög á landinu með þeirri mála- leitun, að þau legðu til menn um nokkurn tíma, er störfuðu á Þing- völlum til þess m. a. að bæta ýms jarðspjöll þar og undirbúa á ann- an hátt undir Alþingishátíðina. Hafa mörg ungmennafjelögin brugðist vel við, og er. vinna þeg- ar byrjuð á Þingvöllum, og vinna væntanlega undir 20 manns þessa vrku. Hafa ungmennafjelögin lof- að 200 dagsverkum: Fyrir nokkru fór alþingisnefndin til Þingvalla þeirra erinda, að sjá þeim, sem vinna ætla, fyrir verkefni. Eiga þeir m. a. að- sljetta völl undir tjaldstæði. Ungjnennafjelögin gefa Vinnuna, en ríkið kostar uppiliald mannanna. Ráðgert er, að þessi vinna fari fram á hverju sumri, fram að alþingishátíð 1930. Frekja jafnaðarmanna. í bæj- arlaganefnd hafði elnn bæjarfull- trúi jafnaðarmanna, Stefán J. Stef ánsson, komið fram með þá till., að bæjarstjómin fyrirskipaði lok- ún sölubúða 1. maí. Eins og að lík- indum lætur, vildi nefndin ekki sinna þessari tillögu. Og bæjar- stjómin feldi hana að sjálfsÖgðu. Fara þeir að gerast nokkuð kröfu- harðir jafnaðarmenninrnir, ef þeir ætlast til, að búðum verði lokað, þó þeir reiki með spjöld sín fram og aftur um götur bæjarins 1. maí ár hvert. 300 ár voru liðin í gær síðan TVrkir rændu í Grindavík. Kappleikirnir á Akureyri. -— f fyrrakvöld kepti flokkur sá úr knattspyrnufjélaginu Val, sem norður fór um daginn, við knatt- spyrnufjelag Akurevrar. Og var líkt á komið með þeim. Fengu bæði fjelögin 4 mörlc. i Með reknet hafa nokkrir bátar reynt síðustu viku á Siglufirði, en ekki orðið varir við nokkra brönd,u. En rjett fyrir helgina kom norskt skip vestan fyrir. land til Siglufjarðar. Og sagði skip- stjóri á því, að hann hefði sjeð' svo mikla síld út af Horni, að hann hefði aldrei sjeð annað eins við strendur íslands, og hefði liann þó verið hjer oft, þegar síld- veiðin hefði staðið sem hæst. Til þingmálafundar boðaði Har- aldur Guðmundsson á ísaf. á laug- arda.gskvöldið. En búist var við, að •jjað vrði að miklu leyti klíkufund- ur bolsanna, þar, því hinn fram- bjóðandinn á ísafirði, sjera Sigur- geir Sigurðsson, lýsti því yfir áð- ur, að hann gæti ekki tekið p i' t í þeim fundarhöldum, því hann þyrfti að sækja Syríodus hingað suður, og mundi ekki getað haldið fundi með kjósendum fyr en hann lcæmi þaðan. Haraldur ljet sig það engu skifta og smalaði saman á fundinn fylgifiskum sínum, og hefir honum og öðrum gæðingum jafnaðarmanna hjer, sjálfsagt ver- ið sungið lof og dýrð á fundinum. Frambjóðendur í Norður-ísafj.- sýslp, þeir Jón A. Jónsson og Finnur Jónsson, lögðu á stað á föstudaginn í þingmálafundaleið- angur um sýsluna. Fóru þeir þeg- ar austur á Hornvík og ætla að byrja þar fundina, og halda síðan vestuu eftir sýslunni; þó halda þeir ekki fundi í Álftafirði, Bol- ungarvík og Hnífsdal fyr en eftir mánaðamót. Fjelagsmerki hafa ungmenna- fjelagar látið gera sjer (nælu). Er hausinn hvítur feldur með blárri rönd utanum, en í miðjum hvíta feldinum standa stafimir U. M. F. í. Jónas Sveinsson hjeraðslæknir á Hvammstanga fer með íslandi áleiðis til Gautaborgar til þess að sit.ia þar skurðlæknafundinn. Embættisprófi í lögum hafa ný- lega lokið hjer við Háskólann: Gunnlaugur Brienr, með 1. eink., 131% st., Gissur Bergsteinsson með 1. eink. 140 st., Kristján Krist jánsson, með 1. eink. 131% st. og Jóh. Gunnar Ólafsson með II. eink. betri 112 st. ^ Magnús Kristjánssson heitir ung ur íslendingur, sem nýlega hefir lokið prófi í bakaranemadeild „Teknologisk Institut“ í Khöfu. Voru 4 verðlaun veitt, þeim er sköruðu fram úr, og filaut hann 1. verðlaun, áletraðan silfurbilc- ar, en hafði þó aðeins verið tvo vetur í skólánum, en hinir allir námstímann allan, 4 vetur. Hann er fyrsti Islendingurinn, sem lokið hefir prófi í þessari deild skólans. En er hðnum var afhent sveins- brjefið nokkru síðar, fjekk liann annan silfurbikar fyrir sjerstaka snilli í iðn sinni. Aftenbladet í Höfn flutti mynd af Magnúsi og þeim hinum þremur, er verðlaun' fengu. / Danskt blað segir frá því fyr- ir skömmu, að 9 síldveiðáskip frá Lökken, jótska úfgerðarbænum, 1 frá Skagen og 2 frá Lönstrub ætli til Islands í sumar. Hafi síldveiða- skip frá þessum slóðiun alclrei freistað gæfunnar fyr við strend- ur íslands. Árni Kr. Damelsson hefi. ný- lega lokið verkfræðisprófi ',:ið lfá- skólann í Þrándheiini. Aðalfundur Sláturfjelags Suð- urlánds var haldinn hjer í bæn- um í vikunni sem leið. Stjórnin káus sjer formann, Ágúst Helga- són bónda í Birtingaholti. Lþetta i 21. skifti, sem hann er kosinn for maður fjelagsins, því að liann hef- ir gegnt formannsstörfum síðan fjelágið vár stofnað, en það át.ti 20 ára afmæli í jan.' s. 1. Endur- sköðep^ur voru einnig ændurkosn- ir. ^ Lokun sölubúða. Á síðasta bæj- arstjórnarfundi var samþykt eft- ir tilmælum frá Verslunarmanna- fjelagi Reykjavíkur, að sölubúðum hjer í Reykjavík skuli loka ki. 4 á laugardögum á tímabilinu frá 1. júlí til 31. ágúst. En áðúr hef- ir verið lokað á laugardögum. kl. 4 frá 20. júlí. Björgvin Kr. Grímsson á Stokks éyri fór á vjelbát inn í Þjórsárós á annan í hvítasunnu. Sigldi hann upp eftir ánni ^spölkorn upp fyrir Fljótshóla. Fátítt er mjög að menn sigli upp í ósinn. Hefir Björgvin það í hyggju, að því er maður einn að austan hefir sag-t Isaf., að skjóta seli þar í ósnum í sum- ar. Er þar mikið um sel. Til þingmálafundar liafa þeij- boðað á Hrafnagili í dag, fjórir frambjóðendur í Eyjaf jarðarsýslu : Steingrímur Jónsson, Sigurjón læknir, Einar á Eyrarlancli og Bernharð Stefánsson. Er og búist við, að jafnaðarmennirnir Halld.ór og Steinþór, mæti þar líka. ^t'v 21. liafa þeir fjórir fyrstnef idu frambjóðendurnir akveðið að lialda sameiginlega fundi í ytri hluta kjördæmisins, Hörgárdal, Möðruvallasókn, Svarfaðardal, 01- afsfirði og Siglufirði. — Er búist við, að þessi fundahöld víðsvegar um kjördæmið muni standa alt fram undir mánaðamótin næstu. Ágætur afli er enn fyrir norð- an. En beituleysi hefir mjög bagað upp á síðkastið. Hefir smásíldin brugðist á Akureyri, og hafa bfa- útgerðarmenn ekki haft öðru til að dreifa en dálitlu af loðnu og síld úr íshúsum. Jóhannes Larsen, hinn víðkunni dailski málari er kominn hingað í þeim erindum, að gera teikning- ar í hinar fvrirhuguðu þýðingar á fslenclingasögum, sem Gylden- clal ætlar að gefa út. Hann ætlar að vera hjer á landi í 2—3 mán- uði, og fara sem víðast um. Ráð- gert er, að þeir Gunnar Gunnars- son og Johs.V. Jensen' komi hing- að að sumri í þeim erindum að undirbúa þessa söguútgáfu Gyld- endals. þ. Scheving Thorsteinsson og frú hans voru meðal farþega á fslancli hingað síðast. Hann sat fund norrænna apótekara í Höfn. Þar var og Kampmann lyfsali úr Hafnarfirði. f samsæti sem haklið var í sambandi við fund þenna, voru konur þeirra klæddar ísl. liátíðabúningi, ■ svo skrautlegum, sem framast verður á kosið. Vöktu þær hina mestu eftirtekt hvar sem þær fóru. Guðm. G. Hagalín ritli. fíutti fyrirl, um Norðme.nn fyrra suuuu- dag fyrir Sfúdentafræðsluna. — Er Guðmundur orðinn þauívanur fyrirlesari. — Fyrirlesturinn var furðanlega vel sóttur, þegar tekið er tillit til þess, hvað veður var gott, og hvað margir fóru út úr bænum. Guðinundur bar Norð- mönnum yfirleitt vel söguna og kvað okkur geta lært mikið af þeim, en á- ýmsum sviðum gætu þeir verið okkur til viðvörunar, svo sem á trúmálasviðinu. Raliti hann ýms dæmi þvf t.il sönn- unar. Stóriðjuverin í Noregi taldi hann síður en svo til niðurdreps fyrir þjóðmenninguna. Fyrirlest- urinn var fjörugt fluttur og gerðu inenn góðan róm að lionum. Wedel Wedelsborg greifi clansk- ur, var meðal farþega á íslandi hingað. Hann hefir ferðast um öll helstu löncl heimsins. Hann held- ur áfram með skipinu til Altureyr- ar, en kemur þaðan landveg hing- að. Framboð. -— Þessara framboða til þings hefir blaðið ekki getið: Pjetur A Ólafsson býður sig fram í Barðastrandarsýslú, og þeir Jón frá Hvaminá og Jón Sveinsson bæj /arstjóri í Norður-Múlasýslu. Jón Sveinsson kallar sig frjálslyndan, en hinir eru utan flolcka. Svo er og um sr. Sigurgeir Sigurðsson á ísafirði, og var það mishermi sem stóð hjer í blaðinu, að hann væn í lcjöri fvrir Ihaldsflokkinn. Dýraverndarinn er nýkominn út með ýmsu góðgæti, þar á meðal grein um og myncl af Ara fóstra Skjónu, þeirrar, er Einar Þor- kelsson segir frá í sögu sinni. En Ari lijet rjettu nafni Andrjes Björnsson. Saga er og í hefLnu eftir Guðm. Friðjónsson. Tveir drengir skaðbrennast. Fyr ir mjög stuttu vildi það slys t.il á Grímsstaðaholti, að bræður tveir, barnungir 6 og’ 7 ára gamlir, brendust mikið á andliti og hönd- um. Yita menn ekki glögt um or- sakir til þess, því engir voru nær- stadclir, er sagt geta til. En dreng- irnir voru að leika sjer í bifreið i- skúr, og er litið svo á, að kviknaö hafi í olíu eða bensíni á gólfi skúrsins. Drengirnir voru fluttir stras í sjúkrahús, og er búist við, sem betur fer, að þeir fái sæmi- legan bata. Dánarfregn. Hinn 23. des. s.i. andaðist í Ocean Falls, British Columbia húsfrú Margrjet Frið- rikka Joliffe, 23. ára að aldri. — Hún var fædd á Gimli, Foreldrar hennár eru Marteinn -lónsson frá Ottastöðum í Þistilfirði og Guðrún Ingimarsdóttir, bróðurdóttir Eiríks frá Breiðinni á Akranesi, nafn- lcunns formanns og aflamanns. 19. júní, kvennadagurinn, eð:i öðru nafni Landspítaladagurinn, var einhver með allra sólríkustu og bestu dögunum, sem hjer hafa komið, i og hefir þó veðurblíðan vcrið mikil unclanfarið. Var því margt manna saman komið á Arnarhólstúni. en þar fór aðai- hátíðahald dagsins fram. Yar túnið fánum skreytt og næstJi. götur, en gífurlegur mannfjöldi var saman kominn þar, ekki síst meðan sjera Friðrik Ilallgrímsson: flutti snjalla tölu. Hinar ýmsu> skemtanir, sem konur gengust fyrir, voru og vel sóttar, og má óhætt gera ráð fvrir, að Lands-* spítalasjóðnum hafi bæst clrjúgur skildingur í gær. En hversu mikiÓ mun ekki vera fullreiknað. , Goodtemplarareglan. — Fynr •nokkru var stofnuð stúká á Greni- vík við Eyjafjörð,. og heitir hún „Kaldbakur“. Yar hún stofnuð að- tilhlutan Goodtemplara af Ákur- evri. Þá hafa og 3 bárnástúkur verið stofnaðar nýlega á Vest- fjörðum, á Ilesteyri, Látrum og- Sæbóli. Páll Sveinsson mentaskóiakenn- ari fðr í gær áleiois austur i. Austur-Skaffafellssýslu til þing- málafundahalda þar. íslandsglíman verður háð it Iþróttavellinum annað ltvöld kl- 8. Eru keppenclur sjö, frá þremur fjelögum: Sigurður Ingvarssos. („Þór“, Yestmannaeyjum), bræð- urnir Þorgeir, Jón og Björgvin. Jónssynir (Iþrótta- og Málfunda- fjelag Kjalnesingá) Otto Marteins- son, Jörgen Þorbergsson og Ste- fán Runólfsson. Allir úr Ármamu % Fiskimjölsverksmiðju er Bern- harcl Petersen stórkaupmaður að‘ láta byggja á Bjarmalandi. — Hefir hann keypt í vor og sumar feiknin öll af hertum liausum úr verstöðvum lijer suður unclan, og látið flytja hingað ýmist á bif- reiðum eða sjóleiðina, og á verk- smiðjan að viríná úr þeim mjölið,. á 140 krónur liefir hann kej’pt tonnið. Éinn skipsfarm, eða 170< tonn, liefir hann sent út af liaus- unum, vegna þess, að verksmiðjan var ekki tilbúin, en kaupandi fjekst í Noregi. Biiist er við, að verksmiðjan verði t.il í haust. — Vjelarnar eiga að ganga fyrir raf- magni, og lætur bærinn það í tje. ií Elliðaánum fengust 10 laxar á laugardaginn og 12 á sunnudag- inn. Ánnars hefir veiði verið þar noklcuð misjöfn undanfarið. Lax- inn, seni veiðst liefir, er allur sæmilega vænn. Ofan ur Boigai- firði hefir lieyrst, að þar væri laxveiði lieldur treg. Á Selfosst fengust 25 laxar fyrsta claginn sem byrjað var að veiða þar, en svo dró' úr því, og hefir verið eitt- hvað niinna síðan. Grasspretta kvað vera með rýr- ara móti lijer nærjendis, eftir því sem frjett hermir úr Mosfellssveit.. Er þurkmn aðallega um kent. — Lítur heldur illa út með tún og þar sem mjög er þurlent. Hjónaefni. Jungfrú Gyða Her- mannsson, dóttir Jóns Hermanns- sonar lögreglustjóra og Ka'rl Hör- lyek Paulsen, sjóliðsforingi á „Fylla.“ Sendiherra Þjóðverja í Höfnr von Carsel, kemur með „Alexand- rínu“, hinu nýja skipi Sameinaðæ um næstu helgi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.