Ísafold - 30.06.1927, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.06.1927, Blaðsíða 3
I S A F ® L D 3 íðnaðixr í sambandi við útgerð, í sambandi við landbúnað (ull) o. s. frv. En hvar á að taka fjeð? Fram- sókn og jafnaðarmenn sjá um, það í sameiningu, eða a. m. k. vinna að því, að útgerðin sje ekki aflögu-fær að staðaldri. Allir vita um landbúnaðinn. Þar er sparifje af skornum skamti. Ekki minkar iántokuþörfin þó hið svo nefnda „auðvaldsskipulag' ‘ detti úr sög- unni. Lítum til Rússlands, þar er eklti „auðvaldsskipulagið'‘ að þvælast fyrir. Þó Rússland sje að náttúruauð rílrasta land álfunnar, knjekrjúpa nú sendimenn ráðstjórn arinnar fyrir erlendum fjármála- mönnum til þess að biðja þá um lán. Menn sem í öðru orðinu þykjast unna efnalegri framþróun þjóð- arinnar, en spyrna jafnframt á móti því, að fje fáist með hag- feldum kjörum til þess að þjóðin sjálf geti hagnýtt sjer gæði lands- íns sem best, eru sjálfum sjer svo ■ósamkvæmir sem mest má verða. þeir eru, svo kveðið sje rjett að, sannað tveggja locldarar eða fífl. Frá RQalfuncli Búnaðarfjel. Islands, Formaður f jelagsins Tryggvi Þór- ballsson hrakinn af búnaðar þinginu. Á laugardaginn var, var aö d- fundur Biinaðarf jelags íslands haldinn að Þjórsártúni. Fyrrihluta dagsins var þar s'- ■ alfundur Búnaðarsambands Suður- lands, en liinn fundurinn byrj :ð: kl. 5. Hann stóð yfir til kl. 2 um nóttina. Metúsalem Stefánsson skýrði frá störfum Búnaðarfjelagsins síða ú,l. ■ár, og Guðjón Guðlaugsson gjald- keri fjelagsins gerði grein fyrir fjárhag þess. Þá flutti Jónas Kristjánsson frá Víðirgerði í Eyjafirði mjög fróð- legt erindi um framtíðarmöguleika mjóllturbúa hjer á landi. Hefir, J. K. dvalið erlendis undanfarin! ár, og gengið á mjólkurskóla. Er-( indi hans þarna á fundinum gaf j mönnum bestu vonir um, að þarna J hafi íslensltur landbúnaður eign- j ast ágætan forgöngumann1 á þa-su sviði. Að erindinu luknu var kosinn, fulltrúi einn á búnaðarþing. Aðai- fundur kýs einn þingfulltrúa ár hvert til fjögurra ára, og var Tr.j Þórhallsson kosinn á aðalfundi fyr- ir 4 árum síðan. Má geta nærri, að hann, sem er formaður fjelags- J ins hafi átt von á því að verða endurkosinn. , i Ekki alls fyrir löngu var því spáð hjer í blaðinu, að framkoma Tryggva Þórhallssonar í liinu svo-í nefnda áburðarmáli, ætti eftir að koma honum í koll eftirminnilega. Hafi hann eigi fundið þá spá rætast fyrri, þá fann hann það á laugardaginn var. | í stað Tryggva Þórhallssonar var Jón H. Þorbergsson bóndi i Bessastöðum kosinn á búnaða: þing. Er Jón sem kunnugt er ein- , liver liinn eindregnasti fylgismað- ’ ur S. Sigurðssonar, enda stóð hann 1 við hlið Sigurðar í öllum mála-' rekstrinum í vetur. Þeir Jón og ' Sig. Sig. eru sem kunnugt er báð- ir litgefendur að búnaðarblað'nu „Frey“. I síðasta tbl. Freys fW.- ir Jóii Þörbergsson rækilega ofm af glundroðanum og sundrunginni innan Búnaðarfjelags íslands. Aðalfundur fjelagsins tók uud- ir með Jóni, með því að kjósa hann á búnaðarþing. Atkvæðamunur var að sönnu lítill milli Jóns og Tryggva, og’ fjekk Jón ekki rn iri hluta allra greiddra atkvæða, fyrri en við endurtekna kosningu. En að kosningunni lokinn kom það ennþá betur í ljós, hve mjög traust bænda til Búnaðarf jelags íslands er tekið að þverra. Tillög- ur voru bornar fram á fundinum hver eftir aðra, sem fólu í sjer hið megnasta vantraust á fjelagsstjórn inni. Var frammistaða Tryggva Þórhallssonar frá upphafi til enda hin aumasta. Verður vikið að því síðar. Hýrin i Holsholti. Kosningaundipróður og klaufaveiki. í vikunni sem leið hringir yfir- vald Árnesinga Magnús Torfason til dýralækni8ina hjer í Reykja- vík, og segir að kýr sje veik i Kolsholti i Flóa. Hafi hreppstjóri skoðað kúna og sagt að hún myndi vera smituð af gin- og Maufaveiki. Hann lætur þess ennfremur getið, að kýrin hafi fundist í fjárhúsi frá Saurbæ, en þar sje maður einn sem fáist við áfengis- hruggun. Sagan var sem sje útbúin þann- ig, að bruggari í Saurbæ muni hafa ýms fóðurefni i fórum sín- um er flutt hefðu sýkina i kúna!!! Eftir hina ákveðnu umsögn hreppstjórans, bregður Magnús Einarson dýralæknir við og fer austur að Kolsholti, til þess að ganga úr skugga um það sam- dægurs, hvað að kúnni gangi. — Ásgeir Ólafsson frá Keflavík var staddur hjer. Hann er ný útskrif- aður af dýralæknaskólanum í Hannover. Hann fór með Magnúsi austur. Er austur að Kolsholti kemur og þeir sjá kúna, sjá þeir á auga bragði að hjer er um engin ein- kenni gin- og klaufaveiki að ræða. Sjúkdómurinn er svo fjar- skyldur sem frekast er unt Kýr- in hefir illkynjaðan sólbruna, er lýsir sjer í bólguþrimlum víðs- vegar um skrokkinn. Magnús Einarsson hittir hrepp- stjórann á förnum vegi og spyr hann að þvi, hvernig hann geti látið hafa það eftir sjer, aðhann hafi skoðað kúna og sagt sjúk- dóminn vera gin- og klaufaveiki. Segist hrepp8tjóri saklaus af því, að hann hafi látið hafa slíkt eftir sjer, því að hann hafi ekki sjeð kúna. Tryggvi Þórhallsson tekur nú við. Hann skrifar í blað sitt, Tím- ann, útaf atburði þessum ein- hverja þá eftirminnilegustu grein sem i því hefir sjest. Þar er í einu ÓBvifni, illgirni og heimska á svo háu stigi, að öllum getur ofboðið þó misjöfnu sjeu menn vanir úr þeirri átt. Tr. Þ. heldur því fram, að eigi sje hægt að treysta þvi, að rannsókn dýra- lækni8ins eða dýralæknanna sje rjett. Hann gefur það í skyn, að vel megi vera að kýrin hafi hina umgetnu hættulegu veiki, sem aldrei hefir hingað komið. Þekkir Tr. Þ. formaður Búnað- arfjelags íslands líkamsparta kúnna hvern frá öðrura? Heldur hann að sólbruni á skrokknum og gin- og klaufaveiki sjeu likir sjúkdómar? Skyldi hann halda að kýr sólbrenni innan i kjaftin- um eða á klaufunum eða klaufa- veiki lýsi sjer með bólguþrimlum uppá hrygg? Enginn getur gert sjer grein fyrir hve fáviskan er einskær. En svo skal vikið að hinni hlið málsins, er veit að dýralækni. Hefir Tryggvi Þórhallsson als enga sómatilfinníngu? Er hún aldauða hjá honum, horfin úr meðvitund hans? Eða hvernig getur hann leyft sjer, alveg að ástæðulausu, alveg út í loftið að brigsla Magnúsi dýralækni um það, að hann vanræki svo herfi- lega skyldu sina, að hirða ekki um að vita með vissu hvað að kúnni gengi. Nú veit Tryggvi allra manna best, að alt fram á þenna dag hefir Magnús Einar- son verið sá maður, sem mest allra manna hefir barist fyrir þvi, að hingað flyttust ekki erlendir húsdýrasjúkdómar. Árum saman hefir Magnús háð þessa baráttu og oft staðið liðfár. Hann hefir m. a. fyrir tveim árum staðið á öndverðum meið við Tryggva Þórhallsson, í sóttvarnarmálinu. Tryggvi vildi leyfa innflutning geitfjár frá Danmörku. Þá var gin- og klaufaveikin þar marg- falt útbreiddari en hún er nú. Þá var Tryggvi ekki búinn að finna neitt pólitiskt púður í veiki þessari. Er þá komið að undirrót þessa einkennilega máls. Vikura og mánuðum saman hefir Tímaritstjórinn fimbulfamb- að um gin- og klaufaveiki, og sóttvarnir gegn henni. Árum saman hefir veiki þessi geysað í nágrannalöndum vorum, án þess að Tíminn hafi gert sjer nokkurt far um að brýna menn til varnarráðstafana. Veikin geys- aði i Englandi árum saman, og var komin á hástig í Danmörku er Tíraapólitikín tók hana á sina arma. Hluturinn var, að bæði Tímamenn og aðrir treystu því sem fyrri, að eftirlit Magnúsar Einarsonar og varkárni í þeim málum væri nægileg. En nú á að gera ,númer‘ úr þessu. Tímamenn hafa blásið sig út i málinu. Vantaði núaekkert annað en tilefni til að þeir fengju tóninn. Magnús Torfason gaf tóninn, með sóibrendu kúnni i Kolsholti, Sá tónn á að duga framyfir kosningar. Þó Tryggvi Þórhallsson viti að sögusögn Magnúsar Torfa- sonar er ekki annað en rugl út í loftið, reynir hann að teygja iopann, vekja tortrygni, illkvitni og annað verra. Þó hann enn sé formaður Búnaðarfélags íslands að nafninu til bendir háttalag mannsins í þessu máli sem öðrum til þess, að hann eígi ekki heima í þeirrí stöðu. Siður en svo. Eigi verður annað lesið út úr Tímagreininní um kúna í Kolsholti en það, áð Búnaðarfélagsformanninn blóð- langi til þess að veikin kæmi til landsins. Flokksæsingin er hans eitt og alt. Velferð lands og þjóðar aukaatriði fyrir þessum blinda ofstækismanni. Sunnlenskir bændur hafa gefið honum ráðningu, með því að reka hann af búnaðarþingi. Og sagan um kúna í Kolsholti er eftirminnilegur vottpr þess, hvernig stjórnarandstæðin|ar heyja sina kosningarbaráttu árið 1927. in, sem þeim þótti enginn mann- •dómur í vera. Kveiktu þeir nú eld í húsunum og brendu alla inni -er þar voru; en er þessir veslingar reyndu að skríða út úr bálinu, :stjökuðu ræningjar við þeim með spjótsoddum og hrundu þeim inn i eldhafið aftur. Vita menn ógjörla hve margir hafa þar inni brunnið. Það sáu og menn úr landi, að fólki var fleygt fyrir borð á for- Ingjaskipinu, nokkru eftir að það kom þangað og sáust lík á floti þar. Ræningjar tóku nú danska skipið „Krabbann“, með öllum farmi og gerðu við þær skemdir, ■sem á því höfðu verið gerðar. — „Fimm manneskjur ljetu þeir á land, eftir það þeir höfðu fólkið tekið og drápu síðan tvo af þeim í landi.“ Alls er talið, að þeir liafi drepið 34 menn í Eyjum, en flutt burtu 242. Auk þeirra, sem getið hefir verið, var þar með maður að nafni Einar Loftsson, og Guð- ríður Símonardóttir, er síðar varð kona Hallgríms Pjeturssonar. Ein- ar skrifaði síðar frásögn um Vest- manneyjaránið, en það handrit er nú týnt og mun, ásamt afskrift- um af því, hafa brunnið hji Árna Magnússyni 1728. En frásögn hans mun Björn á Skarðsá hafa þekt, er hann reit Tyrkjaránssögu sína. Eftir því, sem frásagnir herma, munu ræningjarnir hafa sýnt af sjer enn meiri fólsku og grimd í Vestmanneyjum lieldur en eystra. Hcfðu þeir sjer það til gamans þar, að höggva lík manna og kvenna í sundur í smábita, „sem þá sauð- arhræ er til spaðs brytjað.“ Mann að nafni Bjarna. Valdason hittu þeir ásamt konu hans. Hjuggu þeir hann þvert yfir anditið ofan við augun. Konan fjell þá hljóð- andi yfir lík manns síns, en þeir tóku í fætur hennar og drógu hana ofan af líkinu, svo að pilsin fóru fram yfir höfuðið. Síðan söx- uðu þeir mann hennar sundur í smábúta, að henni ásjáandi og drógu hana svo nær dauða en lífi niður til Dönskuhúsa. Þeir komu á þann bæ, er hjet Bústaðir. Hitt.u þeir hjónin, Jón Jónsson og Odd- nýju Þorsteinsdóttur með barni sínu skamt frá bænum. Hjuggu þeir þegar höfuð af Jóni, en kon- una og barnið tóku þeir; drógu hana niður að Dönskuhúsum „far- andi hraklega með hana, rífandi af henni hár og klæðnað. Þessi Oddný varð ektakvinna Einars Loftssonar, er til íslands aftur komu.“ Mann,' sem Erlendur lijet Runólfsson, eltu þeir fram á hamra og tóku hann þar. Færðu þeir hann úr öllum fötum og settu hann síðan sem skotspón á bjarg- brúnina. Skutu hann svo og fjell líkið 100 faðma fyrir bjargið og lá þar lengi og grotnaði snndur, því að eigi var hægt að komast að því. Mann, sem Ásmundur hjet og lá sjúkur þráhjuggu þeir sund- ur í rúminu þar sem hann lá og svo segir Björn á Skarðsá, að þeir hafi drepið alla, er gerðu kross fyrir sjer, eða nefndu Jesú nafn, svo að þeir skildu. Um miðjan dag liinn lí). júlí lögðu skipin á stað frá Eyjum og tóku „Krabbann" með sjer. — Skutu ræningjar þá 9 fallbyssu- skotum og sigldu svo beinan byr suður um Eyjar og stefnu beint í suður. Tveimur dögum seinra var Margrjet kona sjera Jons á- samt börnum sínum, flutt af 1 ví skipi er þau voru á, yfir á for- ingjaskipið. Var þá og sjera Ól- afi, ásamt f jölskyldu sinni og þeim, fengin sjerstölc vistarvera í skip- inu, svo þau Jiyrfti ekki að vera innan um hit.t fólkið. Þar loguðu olíulampar nótt og dag, en foring- inn sendi þeim jafnaðarlega mat af sínu borði. 30. júlí varð ÁsU kona Ólafs ljettari og ól svein- barn, sem sjera Ólafur skírði þeg- ar í laumi og ljet heita í höfuðið á sjera Jóni. En er ræningjiir heyrðu barnsgrátinn, komu þeir þangað. liópum saman, til að skoða það og tveir gáfu því skyrtur af sjer, svo að hægt væri að r ifa J það. Tvær konur aðrar ólu börn ( á leiðinni og lifðu bæði börnin og mæðurnar, en ein kona dó af ^ barnsförum. Var líki hennar varp- að fyrir borð og eins líki gam- | allar konu frá Gautavík eystra. Dó liún á leiðinui yfir liafið. Eftir hálfsmánaðar útivist, | hreptu skipin storm mikinn og (urðu viðskila. Fór þá mesti móð- (urinn af ræningjunum, og er svo ’ sagt, að þeir liafi þá skolfið af ótta. Að lokum tóku þeir það ráð, ■ að fórna vænum hrúti; lijuggu þeir hann simdur fyrir aftan bóga (og vörpuðu sínurn hluta fyrir hvort borð. Lægði veðrið skömmu I , . síðar og munu fangarnir hafa-Iit- ið svo á, að það hafi verið gern- ingum og blóti ránsmanna að kenna. Til Algier (Algeirsborgar) komu skipin 16. ágúst, eða eftir mánaðar útivist frá því þau ljetu í haf frá Vestmanneyjum. Svo segir sjera Ólafur í „Reisu- bólt“ sinni: „Vita muntu vilja, sem les, hveruig illþýði þetta er að ásýnd og búnaði. Þá er það af því að segja, að það fóllt er mis- jafnt, bæði til vaxtar og ásýndar, sem annað fólk. Sumir geisi mikl- ir, sumir bjartir, sumir svartir, því það voru kristnir úr ýmsum löuduin, enskir, franskir, spansk- ir, danskir, þýskir, norskir og hafa þeir liver sitt gamla klæðasnið, sem ei kasta trú sinni. Mega þeir alt vinna, það til fellur, og hafa stundum högg til. En Tyrkjar eru allir með upphávar prjónahúfur rauðar, og svirgull rauður neðan um sumar af silki, sumar af öðru einhverju. þeir eru í einum kjól síðnm af klæði og hafa um sig svirgnl annan af sama fjögra faðma eður lengra; þar með litlar línbuxur. Margir þeirra eru með bera fætur og slió á fótum gula, rauða og svarta með járnskeifu undir hælunum. Þeir eru svartir á hár með rakaðan haus og ei sliegg, utan á efri vör. Er það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.