Ísafold - 18.10.1927, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.10.1927, Blaðsíða 1
Ritfitjórar: Jón Kjar.tansson Valtýr Stefánsson Sími 500. ISAFOLD Afgreiðala og innheimta í Austurstrati 8. Sími 500. Gjalddagi 1. jóií. JLrgnngurinn kostar 5 krónur. DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ Ö2. árg. 49. tbL t>riðjudaginn 18. okt. 1927. ísafoldarprentsmiðja h.t'. Úttekt á bióðarbúinu. I. Það væri góður siður, að láta fram fara úttekt á þjóðarbúinu í hvert skifti sem ný stjórn setst við stýrið. 1 ’ttektin ætti að vera framkvæmd af rjettsýnnm og’ óvil- höllum mönnum. Pæri slík úttekt fram, mundi þjóðin betur fylgjast með ráðsmensku þeirrar stjórnar, er með völdin færi á hverjirn tíma. Hún mundi fá gleggra yfir- lit vfir ráðsmensku stjórnarinnar, og verða færari um að leggja rjett- látan dóm á hana. Þegar meta skal ráðsmensku stjórnar við úttekt á þjóðarbúinu, verða fjármálin þyngst: á meta- skálinni. Sú stjórn, sem heldur vel á fjármálum ríkissjóðs, mun fá góðan dóm; það mun verða álií- ið, að hún hafi setið búið velyen illa hin, sem slælega liefir lialdið á fjármálunum. Við úttekt ái þjóðarbúinu verðaj fjármálin mál málanna. Frá því að. íslenska þjóðin fjekk fullveldi sitt viðurkent, hefir lienni á engu rið-j ið jafn mikið og því, að liafa góða fjármálastjórn. Pullveldið fjekst í lok ófriðaráranna, þegar alt var í óreiðu eftir umrót ófriðarins og afleiðingar hans. Enn hvílir á herð um okkar skuldabaggi frá þess- um árum, sem nemur mörgum mil- jónum króna. Ekkert er því eðlilegra og rjett- mætara en það. að fjármálin sjeu! mál málanna lijá okkur, þegar dæmt er um ráðsmenslcu þeirra manna, er með völdin fara. Og í raun og veru liljóta ]>au altaf að verða mál málanna. Gróð fjárinála- stjórn hlýtur að láta gott af sjer leiða á fjölda mörgum sviðum. En slæm fjármálastjórn lokar öllum möguleikum til þess að hrinda góðum málum í framkvæmd. Hún skapar kyrstöðu á öllum sviðum. II. Góð fjármálastjórn gætir þess vandlega, að rekstur þjóðarbús- ins beri sig á hverjum tíma. Hún sjer um, að jöfnuður sje á rekstv- arreikning. ríkissjóðs. Verði meiri eyðsla eitt árið en tekjur ríkis- sjóðs. hrökkva til að greiða, hlýt- ur afleiðingin að verða sú, að skuldir safnast. Sú stjórn, sem nú fer með völd- in í landinu, hefir ekld setið nógu lengi t.il þess liægt sje ennþá að dæma um hana sem fjármála- stjórn. En þegar að því kemur, að um þetta verður dæmt, verður að líta á hvernig umhorfs var þegar stjórnin tók við. Hvemig var hag- ur þjóðarbúsins þegar stjórnin settist við stýrið og hvernig verð- ur hann þegar hún skilar af sjer? Samanburður á þessu tvennu verð- ur að leggjast til grundvallar við úttekt þá, er væntanlega fer fram við næstu stj(Srnarskifti. Núverandi stjórn tók við af stjórn Ihaldsflokksins, er setið hafði við stýrið síðustu 3 árin, eða síðan snemma á árinu 1924. Þar áður liáfði Framsóluiarstjórn sei- ið við völd í 2 ár, 1922—1923. Nú er Framsóknarstjórn sest við st.ýr- ið aftur. TIT. Það er mjög auðvelt að gera samanburð á fjármálastjórn f- haldsflokksins og fyrri fjármála- stjórn Framsóknarflokksins. Hins- vegar er enn ekki kominn tími til að gera samanburð á núverandi stjórn Framsóknarflokksins og stjórn fhaldsflokksins. Hjer slcal nú gerður stuttur sam anburður á því, hvernig rekstrar- reikningur ríkissjóðs leitút'í tið Framsóknarstjórnarinnar fyrri og í tíð stjórnar fhaldsflokksins, og sömuleiðis á því, hverjar ríkis- slculdirnar voru er stjórn íhalds- flokksins tók við og hverjar þær voru þegar liún skilaði af sjer. Framsóknarstjórn sat hjer við völd á árunum 1922-—1923. — Landsreilcningurinn sýnir útlcom- una á rekstri þjóðarbúsins þessi ár er lijer segir: Árið 1922 tekjuhalli 2.6 milj. kr. — 1923 ----- 2.2 — — Eðœ samtals 4.8 milj. kr. tekju- halli þessi tvö ár, sem Framsókn- arstjórn sat við stýrið. Ríkisskuldirnar voru í árslo’c 1923 kr. 18.187.312.67— átján mil- jónir eitt hundrað og áttatíu og sjii þúsund þrjú hundruð og tó!f —- krónur, sextiu og sjö aurar. Reilcnað er með því gengi krón- unnar sem nú er; sje reilcnað með þáverandi gengi, verða skuldirnar enn rneiri, eða um 22 milj. kr. Rekstrarreikningur er lcominn yfir tvö árin, sem stjórn Ihalds- flolclcsins sat við stýrið. Er það yfir árin 1924 og 1925. Sýnir liann þessa útkoinu: Árið 1924 telcjuafg. T.6 mil.j. krJ — 1925 ----- 5.1 — —' Eða samtals 6.7 milj. kr. tekju-1 afgangur. Landsreikningurinn fyrir árið 1926 er eklci koininn ennþá. En! eftir þeim upplýsingum, seni fyrv. I fjármálaráðherra gaf Alþingi s.l.: vetur, má gera ráð fyrir að telcj-j iMenn hafa eflaust veitt því eft- irtekt, að aðalblað stjórnarinnar, Tíminn, > hefir undanfarið birt greinir um landsmál, eftir einn ráðherrann, þar sem gefið er í skyn, að greinir þessar ættu að verða einskonar úttekt á þjóðar- búinu í hendur nýju stjórnarinn- ar. En þar sem ráðherrann ekki þræðir götu sannleikans í grein- um sínum, þótti rjett að birta al- menningi þessar tölur. Þær skýra æði glögglega frá því. hvernig um- horfs var þegar núverandi stjórn tók við. Síðar gefst væntanlega tælcifæri til að skýra frá því, hvern ig- umhorfs verður, þegar hún skil- ar af sjer. Rjett er að lokum að benda stjórnarblaðinu á, að úttelct á þjóðarbúinu, framlcvæmd af ráð- herra, er hefir orð á sjer fyrir óráðvendni og hlutdrægni í allri frásögn um landsmál, verður alls eklci tekið til greina.. Úrkumlamenn. Byltingastefnan II og Tímiun". ur og gjöld ríkissjóðs standisL nokkurnveginn á þetta ár, enda þótt í fjárlögunum sje gert. ráð fyrir nærri milj. lcr. telcjuhalla. Ríkisskuldirnar vorif í árslok 1926 lcomnarj niður í 10.989.157.70 kr. Á þessum þrem árum, sem stjórn íhaldsflokksins sat við stýr- ið, höfðu ríkisskuldimar minkað um kr. 7.198.154. 97. — Á sama tíma hækkaði sjóðeign ríkissjóðs úr kr. 1.626.995.17 í árslök 1923 upp í h.u.b. 3.377.000.00 í árslolc 1926, eða um nál. 1 milj. og 750 þúsund krónur. IV. Þessi stutta slcýrsla gefur einlc- ár glögt yfirlit yfir þær tvær fjár- málastjórnir, er setið hafa við völd undanfarin 5 ár. Tölurnar tala svo skýrt, að skýringar þurfa engar að fylgja. Þegar það vitnaðist, að erlend- ur stjórnmálaflokkur leggur stór- fje í stjómmálastarfsemi hjer á landi, þótti alveg .sjálfsagt að fá skýrt og ákveðið úr því skorið, hvaða afstöðu floklcarnir hjer tækju til slílcrar starfsemi. Ollum hlýtur að vera það ljóst, hvaða afleiðingar þesskonar starrsemi getUr haft fyrir sjálfstæði þjóðar- innar. fslenska þjóðin, jafn fátæk og fámenn sem hún er, má sín elclci milcils ef þjóðir, margfalt auðugri og margfalt fjölmennari, leggja lcapp á að lcoma hjer ár sinni fyrir borð. Síst af öllu get- um við tTænst þess, að geta staðið á móti ásælni erlendra þjóða, ef við stöndum dreifðir. Stöndum við einhuga saman og sjeum vel á verði ef eitthvað ber að höndum, sem grunsamlegt þylcir, mun ekki milcil hætta á að við verðum ofur- liði bornir. Höll nolckur í Frakklandi hefir verið gerð að hæli fyrir þá her- menn, er særðust svo og afslcræmdust í andliti í ófriðnum milcla, að þeir hafa orðið að ófreskjum, sem öllum hlýtur að standa stuggur aL þeim er á þá horfa. Hafa þó frægustu lælcnar Frakka reynt að laga andlit þeirra eins og frekast er unt, en livernig þeim hefir telcist það> sýna myndirnar lijer að ofan. Nú vitnaðist það í sumar, að Al- þýðuflokkurimi nýtur fjárstyrlcs frá dönskum jafnaðarmönnum til stjórnmálastarfsemi hjer á landi. Þéssa styrks hefir floklcurinn not- ið nú í mörg ár og mun framveg- is njóta í emi stærri mæli. Það eru fá ár síðan fslendingar áttu í stjórnmálaerjum við Dani. Stóð sú barátta langan tíma og var oft liörð. Þótt deila þessi hafi verið leyst að mestu með sáttmál- anum, sem gerður var 1918, er þó ýmislegt óútkljáð enn. Og svo mikið leggjum við fslendingar upp úr þeim málum, sem við eig- um enn óútkljáð við Dani, að við þolum ekki að danslcur stjórnmála flolckur blandi sjer inn í íslensk stjórnmál. Æskilegast hefði verið, að allir stjórnmálafloklcar lijer á landi, hefðu getað orðið sammála um, áð talca föstujn tökum á undirlægju- liætti Alþýðufloklcsins gagnvart erlendu mútufje. Einlcum var það áríðandi, að flolckur sá, sem með völdin fer í landinu, hefði staðið fast og ákveðið á móti. Því miður hefir þetta farið alt á ánnan veg. Aðalblað stjórnar- innar, Tíminn, afsa.kar framferði Alþýðuflolcksins og danskra jafn- aðarmanna. Þetta hefir blaðið gert oftar en einu sinni, og síðast á laugardaginn var. Er furðulegt að sjá hvernig stjórnarblaðið kemur fram gagn- vart undirlægjuhætti leiðtoga Al- þýðuflokksins. Það afsalcar atliæfi þeirra með svofeldum orðum: — „Annarsvegar eru menn, sem telja sig vera að vinna í þágn alheims- hreyfingar til viðreisnar og al- menningsheilla.“ (Leturbr. lijer). Vegna þess að sósíalistar liafa fög- ur loforð, tala fagurlega um liug- | sjónir, sem allar eru upp í skýjun- um, sjer stjórnarblaðið enga á- stæðu til þess að vera að amast við því, þótt þeir fái fjárstvrk frá floklcsbræðrum sínum í Dau- mörlcu! * Stjórnarblaðið reynir ekkert að kryfja til mergjar, hvort það sje holt fyrir þjóðfjelag vort að stefna sósíalista fái hjer mikla út- breiðslu. Það lætur sjer nægja, að þeir sjálfir „telji sig“ vinna að framgangi góðra mála. Hvort þeir geri það í verlci, skiftir engu, ef þeir segjast gera það. Það er til önnur stjórnmála- hreyfing, sem „telur sig vera að vinna í þágu almenningsheilla.“ Þessi hrevfing er „kommúnism- inn“ eða byltingastefnan. Bylt- dngastefnan liefir borist hingað og liún þrífst vel hjer innan þess stjórnmálaflokks, sem stjórnar- blaðið segir að „telji sig“ vera að vinna að almenningsheill. Þetta veit stjórnarblaðið mjög vel. Engu að síður hefir blaðið ekkert við það að athuga, aðl þessi starfsemi fái fjárstyrk erlendis til útbreiðslu kenninga sinna hjer á landi! Stórveldin England og Frakk- íand, hafa oft. og einatt fengið að kenna á útbreiðslustarfsemi bylt- ingastefnunnar. Þau hafa gert öfl- ugar ráðstafanir til varnar henni. Þannig líta þessi ríki á boðskap þenna. Þó vantar ekki, að þeir sem boðskapinn flytja, „telji sig“ vera að vinna að almenningsheill. Veruleikinn hefir viljað verða nokkuð á annan veg en loforðin. Bændablaðið „Tíminn“ býður stefnu sósíalista og byltingastefnu kommúnista velkomna inn í land- ið, því þær lofi svo fögru. Dansk- ir jafnaðarmenn hafa tekið að sjer að vinna að útbreiðslu stefnu sósía lista. Bolsivikkar í Rússlandi hafa og sent hingað rússneskt fje, til þess að vinna að útbreiðslu bylt- ingastefnunnar og gera það eflaust enn betur í framtíðinni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.