Ísafold - 18.10.1927, Blaðsíða 4
4
ISAgOLD
o,
L'
það
ó-
r
að
að
vegna verkfalla og kaupdeila.
hver er svo ávinningurinn ? Þei
lial'a máske stundum haft
fram, að tímakaup hjeldist
breytt, eða svo hátt, að ýms fy
irtæki liafa ekki sjeð sjer fært
greiða það, og hafa því orðið
leggja árar í bát. Af því stafar
svo aftur atvinnuleysið. Yerka-
lýðssambandið á þess vegna sök
á því, að verkamenn hafa tapað
atvinnu þriðja hvern dag og þar
með þriðjungi af árskaupi sínu,
eða rúmlega 528 krónum á hvei
mann í sambandinu. Það er dá-
laglegur nefskattur! Hefði ek
veT-ið betra fyrir þá sjálfa
ganga að samningum og því kaupi
sem vinnuveitendur sáu sjer fært
að greiða og hafa svo atvinnu all
an ársins hring? Því að nóg
atvinnan, ef ekki er heimtað hærrf
kaup, heldur en framleiðslan þol
ir. Alt atvinnuleysi stafar af o:
dýrri framleiðslu. Verkamennirn
5r norsku hafa bakað sjer1 46 mil
jóna króna tjón árið 1926, en þa<
er þó hverfandi á inóti því tjoni
sem þeir hafa bakað þjóðinni með
vinnustöðvun og afturkipp í fram
leiðslu.
að
er
Hnífsdalshneykslið.
Nýr þáttur.
ísafirði, FB. 15. okt.
Settur rannsóknardómari Hall-
dór Júlíusson hafði í fyrradag
sjö stunda rjettarhald yfir Hálf-
dáni Hálfdánarsyni og F.ggert
Halldórssyni í Hnífsdal. Rjett-
arhaldið fór fram á heimili
Hálfdánar.
Rannsóknardómarinn úrskurð
aði í dag, að þeir Hálfdán og
Eggert skyldu fluttir til ísa-
fjarðar og settir í gæsluvarð-
hald, Eggert þó á sjúkrahús.
Þeir Eggert og Hálfdán neit-
uðu báðir að fara sjálfviljugir í
varðhaldið. Hinn setti rannsóknar
dómari kvaddi menn til að taka
þá með valdi, en enginn fjekst
iil þess. Á heimili þeirra Egg-
erts og Hálfdánar, sem er sam
eiginlegt, eru ástæður mjög at
hyglisverðar. Eggert veikur af
brjóstberklum, oftast illa hald-
inn síðan hann var í gæsluvarð-
haldinu í sumar, nú rúmfastur
með hitasótt. Kona hans óheil
og kona Hálfdánar rúmföst
oftast.
* Hjeraðsfundur.
Prófastur Norður-ísafjarðar-
sýslu boðaði presta og sóknar-
nefndir hjeraðsins á fund á ísa-
firði. Fundurinn var haldinn 13.
þ. m. og voru þar rædd ýms
safnaðamál.
Innflntniugiiriuii
í septembermánuði. (F.B.)
Fjármálaráðuneytið tilkynnir.
Innfluttar vörur í september-
mánuði 1927 kr. 3.108.576.00. Þar
al' til Reykjavíkur kr. 1.456.497.01.
Frjettir.
Borgarnesi 13. okt. FB.
Tíðarfar
er ágætt. Vætusamt undanfarið,
var geypileg úrkoma nokkra daga.
Sláturtíðin
er langt koiniu, sláturhúsið liættir
líklega störfum að mestu um helg-
ina, en eitthvað verður slátrað
hjer í kauptúninu fram eftir haust
inu. Síðan 24. sept. hefir verið
slátrað ea. 1000—1300 fjár á dag
og er sennilegt, að þegar hafi ver-
ið slátrað um 17—18.000 fjár í
Borgarnesi í haust. Talsvert miklu
var og slátrað í sumar. Er hjer
vanalega slátrað 20—25.000 ár-
lega og vérður sennilega líkt í ár.
Niðursuðæ kjöts.
Talsvert. hefir verið unnið að
niðursuðu kjöts í verksmiðjunni
Mjöll í iw ust. Var bvrjað á nið-
ursttðutilraunum í þessaíi verk-
smiðju í fyi'ra.
Vegagerðir
halda enn áfram, bæði hjá Ferju
koti og í Norðurárd-al og eins á
Stykkishólmsveginum. Ný þrú var
smíðuð í sumar á Hítará. Var það
járnbrú, er var lögð á gömlu stöpl-
ana. Trjebrúin, sem þarna var,
þótti ótrygg orðin. Nýja brúin
mun vera komin upp nú.
gerlegt að rækta hjer á! landi, en kjötið, hefir kuldanum í lestunura
þetta, hefir breyst allra síðustu! verið Iialdið á -t- 7—8° Celsius, é"n
árin. Hvítkálsafbrigði, sem nefnt.í lestinni, sem kælda kjötið var
er Þjettmerski, hefir Einar Helga-; flutt í, á frostmarki. —Auk ofan-
son ræktað í garði sínum síðustu greindra 20.000 kroppa flutti Bru-
áfin þrjú, það hefir vaxið vel,
höfuðin eru 3)/,—-7 pund að þyngd,
þegar búið er að skera lausu blöð-
arfoss um 27.000 búnt af gærum
til London, og afgangurinn af
farminum var ull, sem send er til
in burt; flest þeirra eru 5—-6 Ameríku með umhleðslu í Hull, en
þangað á skijiið að koma í baka-
leið.
'pund.
Á Korpúlfsstöðum. Thor Jen
sen hefir alla síðastliðna viku lát- Hafsíld hefir "verið undanfarið á
ið plægja með tveim dráttarvjelum ’ Siglufirði og á Dalvík í lagnet, og
á Korpúlfsstöðum. Dregur iinnur eru valla dæmi til þess, að síld
vjelin tvo plóga og plægir um 4,'bafi fengist svo seint í lagnet þar
dagsláttur á dag; en hin dregur i nyrðra. Síldarmagn mun vera
einn plóg, og plægir 2 dagsláttur J nokkurt enn nyrðra, því hún hefir
á dag. Þetta munu vera mestu vaðið inni á Siglufirði nú síð-
plægingar,<sem framkvæmdar hafa tistu daga.
verið hjer á landi með dráttar-
vjelum. „Islandske smaaskrifter“ heitir
I ritsafn, sem gefið er út í Noregi
Gagnfræðaskólinn á Akureyri. í
145 nemendur eru í honum x vet-
ur. Þrjátíu eru í lærdómsdeild. Er
það nálægt helmingi fleira en i
fyrra.
Búnaðarritið 3.—4. hefti þessa
árs, er nýkomið út. Þar er löng
grein eftir Sigurð Þórólfsson um
búfje hjer á landi til forna, eink-
um urn tölu búfjár. Hefir Sigurður
athugað það mál mjög gaumgæfi-
lega. Þá er grein eftir Pál Zóp-
hóníasson slcólastjóra, um kynbæt-
ur nautgripa; stutt grein eftir H.
(Hertel fyrv. ritara í Landbúnað-
arfjelaginu danska um smábýla-
löggjöfina. Hefir Sig. Sig. frá
Kálfafelli þýtt greinina. Að lok-
um er skýrsla eftir Sigurð heitinn
ráðunaut um heiðursverðlaun úr
styrktarsjóði Ki'istjáns IX.
Byltingar-afmæli. „Alþýðublað-
ið“ segir frá því nýverið, að ínikil
hátíðahöld standi til í Rússlandi 7.
nóvember næstkomandi, þá sje 10
ára afmæli byltingarinnar rúss-
nesltu, og þá „fagni sigurreif al-
þýðan frelsi sínu.“ Segir blaðið að
,Dagsbrún“ hafi verið boðið að
senda 4 fulltrúa til hátíðahald-
anna.
Merkileg bók. Dr. Guðmundur
Finnbogason segir frá því í „Vísi“
nýverið, að verið sje í Englandi að
vinna að útgáfu bókar, sem ætla
megi, að margir hjerlendir menn
vilji ltaupa. Heitir hún „A Bio-
graphieal Dietionary to the Ice-
landic Sagas.“ Er þetta skrá yfir
helstu menn, sem fyrir koma í 29
merkustu íslendingasögunum, með
stuttum útdrætti úr því, sem þar
er sagt um þá. Bókinni fylgja 92
ættartölur yfir merkustu ættimar
og auk þess áratal yfir helstu
viðhurði í sögu íslands á söguöld-
ínni. Höfundur bókarinnar er
George Ainslie Hight.
Halldór Júlíusson, sýslumaður,
hefir verið skipaður rannsóknar-
dómari í atkvæðafölsunarmálinu
í Hnífsdal. Fór hann hjeðan til
fsafjarðar með íslandi síðast, til
þess að hefja þar rannsóknina. :
Alþingishátíðarnefndin situr nú
önnum.' kafin við að gera áætlanír
um alla tilhögun á hátíðinni 1930.
Heldiir nefndin fund hvern mánu-
dag frá kl. 5—7. Engar endanleg-
ar ákvarðanir mun hún vera búin
að taka enn um það, hvernig há-
tíðahöldunum skuli haga, en mun
gcra það bráðlega, því hún leggur
vamtanlega ályktanir sínar og til-
lögur fyrir næsta þing. Að vísu á
að skipa nefndina. endaniega á
þiiigi því, er saman kemur í vet-
ur, en ekki er víst, að nein breyt-
ing verði á nefndinn á þinginu,
og þó svo yrði, gæti hin nýja
nefnd bygt í ýmsum efnum á starfi
hinnar.
Bræðslusíldin. Verksmiðjurnar á
Siglufirði eru mjög farnar að
grynna á bræðslusíld þeirri, sem
ibarst að í sumar. Hafði verksmiðja
dr. Pauls lokið um síðustu helgi,
að bræða alla síld, sem hiin tók á
móti í sumar, eða alls 60.000 mál.
Búist er við að verksmiðja Goos
verði ekki búin að bræða fyr en
um miðjan næsta mánuð. Hafði
hún úr að moða 90 þúsund mál-
um. Er langt síðan síldarbræðsla
hefir staðið svo lengi og nú.
Fullfermi af íslenskum afurðum
fór Goðafoss með hjeðan síðast
til Hull og Hamborgar. Hann fór
með 395 smálestir af síldarmjöli,
163 tunnur af síld, 630 föt af síld-
arlýsi, 203 föt af lýsi, 320 bl. af
gærum, 764 bl. af ull, 67 smál.
af fiski, 120 Iiesta og 7580 búnt
af gærum.
11000 tunnur af síld liggja enn
á Siglufirði. En búist er við, að sú
síld fari öll í þessari viku, því skip
eru á leiðinni frá útlöndum að
sækja hana.
Nýja skáldsögu er verið að
prenta um þessar mundir, eftir
Guðmund Hagalín. Heitir hún
;,Brennumenn“ og er nútíðarsaga.
Brúarfoss kom til London 13. þ.m.
kl. 5 síðdegis. Skipið fór frá Reyð-
arfirði á sunnudag kl. 7 síðdegis
og hefir því aðeins verið tæpa
fjóra sólarhringa á leiðinni, þrátt
fyrir allmikla þoku, sem skipið
hrepti hjá Orkneyjum. — Þetta
er fyrsta ferðin, sem Brúarfoss
fer með farm af frosnu og kældu
kjöti til útlanda, í þetta sinn um
20.000 kroppa, og var nokkuð af
kjötinu kælt, en meginið af því
fryst. Frystivjelar skipsins hafa
reynst ágætlega alla leiðina og
að tilhlutan fjelagsins „Norden“,
hinnar norsku deildar þess. Eru
komin út fjögur rit af þessum
smáheftum. Tvö hin síðustu eru
nýlega komin út, og rita þau Sig-
urður prófessor Nordal og Páll E.
Olason prófessor. Skrifar Nordal
um bókmentir okkar á 19. og 20.
öld, en Páll um sögu vora. Pró-
fessor PaaScke, liefir þýtt bæði
ritin.
Sláturtíðin mun nú vera að enda
hjer í bænum. Á til dæmis Slát-
urfjelag Suðurlands ekki eftir
fasta sláturdaga. — Að vísu
kann að verða slátrað hjá því dag
og dag lijer eftir, en aðalslátrun-
inni er sem sagt að verða lokið, og
er það um svipað leyti og undan-
farin haust, þó heldur fyr. Síðan
slátrunin hófst liefir fjelagið lagt
að velli frá 1000—1200 fjár á dag,
og hefir verið slátrað hjá því svip-
uðum fjölda fjár og flest undan-
farin haust.
Rangæingar hafa nú í haust,
eins og að undanförnu, slátrað fje
lieiina í hjeraði og sent kjöt og
gærur hingað, en hirt innmat. —
Hefir verið slátrað um 1400 fjár í
Djúpadal og um 1100 við Rauða-
læk.
Úr Eyjafirði var símað á laugard.,
að fiskihlaup hefði komið íf jörðinn
nú fyrir stuttu, og er langt síðan
það hefir komið fyrir á þessum
tíma árs. Smábátar liafa fengið
góðan afla, og eru að þessu
lilaupi mikil búdrýgindi fyrir
sjávarfólk þar nyrðra.
Fjelag norskra manna í Reykja-
vík. Ýmsir Norðmenn hjer í bæn-
um hafa í hyggju að stofna til
fjelagsskapar fyrir landa sína, þá
er hjer eru búsettir eða staddir
um stundarsakir. Markmið fjelags-
ins verður einkum það að efla
samheldni og f jelagslíf Norðmanna
lijer, halda við tengslunum við
ættjörðina, auka kynni þeirra af
Islandi og greiða götu andlegum
•viðskiftum frændþjóðanna austan
hafs og vestan. Ætlast er til, að
fjelagsskapur þessi verði ein deild
hins merlta fjelagsskapar „Nord-
mannsforbundet“, sem unnið hefir
afar mikið og merkt starf, miðandi
að því að halda við tengslunum
milli útfluttra Norðmanna víðs-
vegar um heim og þeirra sem
'heima búa. Er sá fjelagsskapur
víðkunnur og hefir vakið athygli
annara þjóða. Til dæmis eru Danir
Hvítkál hefir verið talið meðal reynst ágætlega alla leiðina og um þessar mundir að stofna til
þeirra matjurta, sem ekki væri; frá ]>ví byrjað var að ferma frosna 'islíks sambands. Fjelagsskapur
Mafltöl
Bajeraktöl
Pilsner1.
Best. - Oðýrast.
Innlent.
þessi er vitanlega alveg laus við'
Stjórnmál.
Dómsmálaráðherrann skrifar
eftirtektarverða grein í „Tímann"
síðast um baráttuna gegn of-
drykkjunni. Þar segir hann m. a.
að suðlægar þjóðir noti sjer vín
til ánægju og að skaðlausu. Segir
hann ennfremui': „Ef unt væri að
venja íslendinga á að nota borð-
vín eins og Frakkar og ítalir
nota þau, (þ. e. eins og við nú
notum kaffi), þá væri það fremur
framför en afturför.“ — ísafold
er fyllilega á sama ináli. En svo>*
skilja leiðir. J. J. talar um, að
menn sjeu vonlausir um að sam-
ræma megi menningu og áfengis-
nautn á íslandi. En það er von-
laust að takast megi að stemma
stigu fyrir ofdrykkju með banni,
og framförin sem hann talar um
við hóflega vínnautn kemst því
aðeins á að bannið verði afnumið’
með öllu.
Óvenjulegur fiskafli hefir verið
síðustu viku á Eyjafirði. Fóru 3
vjelbátar af Akureyri með hand-
færi fyrir stuttu, og komu aftur
eftir rúman sólarliring, með um
5000 pund livor. Er sagt, að alí
sje fult af fiski þar nyrðra.
Prestskosningardagur í Akur-
eyrarprestakalli er enn óákveðiim,,
segir frjett að norðan. Það fylgdi
og henni, að búist væri við því
alment á Akureyri, að atkvæði
dreifðust svo, að kosning yrði
ólögmæt.
Kommúnistar á Frakklandi
dæmdir.
Nýlega fjell dómur yfir nokkr-
um frönskum kommúnistum, senti
hvatt liöfðu opinberlega til óhlýðni
og mótþróa innan hersins. — Eru
flestir þessara dæmdu manna nafn
kunnir menn, og hefir dómurinn
vakið allmikla athygli, því liann
þykir bera vott um það, að Frökk-
um sje full alvar^ með það, að
láta kommúnista ekki vaða uppi
óátalið.
Fyrv. ritstjóri franska blaðsins
„L’Humanite, fjeltk 10 ára fang
;elsi, aðalritai’i í landssambandi
'kommúnista 4 ár, einn! þingmaður
kommúnista sömuleiðis 4 ár, og
ritstjóri „Humanité Gay“ 8 ár. 6'
aðrir kommúnistar fengu 3 ára
fangelsi hver, og ýmsir aðrir 6—7
mánuði. Þar að auki voru þeir
hver um sig dæmdir í 3000 franka*
sekt.