Ísafold - 25.10.1927, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.10.1927, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Jón Kjar.tansson Y»ltýr Stefánsson Sítni 500. ISAFOLD ÁfgTeiðsla og innheimta 1 Austurstræti 8. Sfmi 500. Gjai<idagi 1. júlí. Argangnrinn kostnr 5 krónur. DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ 52. éi>0. 50. tbl. Þriðjudaylnn 25. okt. 1927. íaafoldarprentBmiðja h.f. nibýðuflokkurinn og kosningafjeð frá áöiiskum sósíaiistum. Þáttur úr sjálfstæöisbaráttu íslendinga Það er engum vafa undirorpið, að margt er enii óupplýst í sam- bandi við fjárstyrk danskra sósía- lista til „Alþýðuflokksins“ hjer. Þegar Morgunblaðið Ijóstraði þesx- um fjegjöfum upp, lýsti „Alþýðu- blaðið“ því yfir, að þetta væi-i ekkert launungarmál. Blaðið ljet á sjer skiljast, að það væri undr- andi vfir því, að Morgunblaðið skyldi ekki hafa vitað þetta fyrir löngu. En þetta voru bara láta- læti hjá blaðinu. Nú vita allir, að aðeins örfáir hinna útvöldu fuli- trúa Alþýðuflokksins vissu af þessu danska fje. Almenningur hafði enga hugmynd um það, og flest allir meðlimir Alþýðuflokks- ins höfðu ekki lieyrt það nefnt fyr en Morghl. ljóstraði því upp. Sannleikurinn er sá, að þetta var launungarmál og átti svo að vera framvegis. En eftir að alt komst upp, reyndu leiðtogarnir að 'bera sig karlmannlega, sein og mannlegt var. Þetta bl:<ð hefir strengt þess heit, að grafast svo sem unt er fyrir rætur þessa hneykslismáls og gefa þjóðinni skýrslu jafnóðum og það verður einhvers áskynja. Blaðið er ekki í minsta vafa um að mál þetta er miklu alvarlegra en nokkurn liefir órað fyrir til þessa. Því betur sem blaðið kynnir sjer málið, því sannfærðara er það um þetta. Hjer verður sagt frá einu atriði, sem varpar nýju Ijósi á þetta lmeykslismál. Eins og kunnugt er, sat lij.er nefnd íslenskra og danskra manna á rökstólum sumarið 1918. Nefnd- in átti að gera tillögur um sjálf- stæðismál íslensku þjóðarinnar. Meðan á samningum stóð, gerð- ist sá atburður hjer í bæniuu, sem vert er nii að veita athygli. Full- trúaráð Alþýðusambandsins, þess sama sambands, sem fær kosninga- fje frá dönskum sósíalistum, gerði samþykt um sambandsmálið og ljet birta í málgagni sínu meðan á samningum stóð. í samþykt þess- aiú stóð m. a. þetta : 2. Sambandið milli íslands og Danmerkur lialdist sem frjálst samband milli fullvalda, (suver- æn) og jafn-rjetthárra þjóða, og sjeu skýr ákvæði um, hveruig samningnum niegi breyta. Fæð- ingarrjetturinn sje sameiginleg- ur, sem frá sjónarmiði verka- manna' verður að álíta undir- stöðuatriði undir sönnu þjóða- sambandi. (Leturbr. hjer). Samþykt þessi birtist í málgagni Alþýðuflokksins, ,Dagsbrún‘ hinn 9- júlí 1918; þá sat samninganefnd lo á rökstólum. Eins og sjest á samþyktinni kom hún gersamlega í bág við kröfur íslendinga í sjálfstæðismálinu. — Þeir bjóða þarna fríðindi sem geta . i orðið afleiðingarík fyrir okkarj þjóð. Þessi fríðindi buðii þeii’i meðan á samningum stóð og oklcur j reið um fram alt á að allir stæðu snman um sjálfstæðiskröfurnar. Þessi samþykt fulltrúaráðs Al- þýðusanibandsins vakti almenna undrun og gremju, sem von var. Sum fjelög í sambandinu vildxi ekkert vera við samþvktina riðin og seudu mótmæli og úrsögn. Bók- bindarafjelagið sagði sig úr sam- bandinu vegna samþyktarinnar, og Hið íslenska prentarafjelag sendi Alþingi kröftngleg mótmœli. Eftirtektarvert er, að undir xnót- niælum frá Ilinu íslenska prentara fjelagi stendur nafn Hallbjörns Halld-órssonar, núverandi ritstjóra „Alþýðublaðsins.“ Yeslings Hall- bimi hefir e-kki dottið í liug þá, hvað axtti fyrir liann að koma. Þessi framkoma fulltrúaráðs Al- þýðusambandsins 1918 var skoðuð sem svik við sjálfstæðismál þjóð- arinnar. Einhver varð til þess að giska á, að svikin stæðu í sam- bandi við sendiferð Ólafs Friðriks- soiiar til Danmerkur, um þessar mundir og fjárstyrk frá dönskum jafnaðarmönnum. En formaður Alþýðusambandsins, Jón Baldvins- son, varð ekki lengi að mótmæla þessu, þá. Hann kemst svo að orði í „Dagsbrún11 22. júlí 1918: „Þess þarf naumast að geta, að það' er tilhæfulaus uppspum, að sendiförin til Danmerkur (Ol. Friðrikssonar), hafi verið gero til þess að leita fjárstyrks hjá dönskum jafnaðarmönnum, svo sem blað eitt hjer í bænum hef- ir viljað láta lieita.“ Þetta segir J. Bald. 1918 um fjárStyrk frá dönskum sósíalist- um. Áburðurinn svo ,tilhæfulaus“ og svo augljós, að óþarft var að mótmæla. Það var aðeins fvrir siðasakir að J. Bald fór að mót- mæla áburðinum; ekki vegna þess, að þeim leiðtogum liefði noklc- urntíma dottið í liug að fara fram á fjárstyrk frá döifskum sósíalist- um; því síður að bjóða fríðindi á móti. Hvílík fjarstæða; livílík ó- svinna að láta sjer detta slíkt í hug! sjer stað síðar, síðast nii í sumar. i Það var ekki fyr en seint íj sumar, sein það sannaðist, að leið- j togar Alþýðuflokksins fengju; fjárstýrk frá dönskum sósíalist- um. — Menn höfðu lengi óljósan J grun um þetta, en leiðtogarnix-! neituðu altaf, alveg á sama hátt | og Jón Baldvinsson gerði 1918. Svo \ þegar sannanirnar komu, varð þetta alt í einu orðinn sjálfságður hlutur, sem allir áttu að vital! Eitthvað er óhreint við þetta mál. Leiðtogar Alþýðuflokksins verða fyrstir til þess að bjóða 'Dönum stórfeld fríðindi meðan samningar unx. sjálfstæðismálið stóðu yfir 1918. Þeir svíkja í sjálf- stæðismáli þjóðarinnar, þegar okk- ur reið mest á því, að allir stæðu saman. Nokkrum árum síðar sannast ]xað, að ]xessir sömu menn fá stói- feldan fjárstyrk frá dönskum só- síalistum. — Dariskir sósíalistar leggja þeim til fje til þess að standast straum af alþingiskosn- ingum, til blaðaútgáfu og til ann- arar pólitískrar starfsemi lijer á landi. Það, sem íslenska þjóðin á nú heimting á að fá að vita, er þetta: Hvaða samband er milli sani- þyktar fulltrúaráðs Alþýðusam- bandsins 1918 og fjárstyrks frá dönskum sósíalistum síðar? Hvers vegna er það nú orðinrx sjálfsagður hlutur, að danskir sós- íalistar leggi fje til stjórnmála- starfsemi á fslandi, en 1918 gat slíkt ekki náð nokkru tali, að áliti Jóns Baldvinssonar? Morgunblaðið leyfði sjer að íxefna orðið „föðurlandssvik“ í sambandi við athæfi Alþýðuflokks leiðtoganna. Þeir liafa á’móti kraf- 'ist ]xess, að ritstjórn blaðsins yrði varpað í fangelsi. Sennilega liafa leiðtogarnir ímyndað sjer, að þeir gætu breytt yfir athæfi sitt, með því að gera slíka kröfu. Þeir ihafa lialdið að málið yrði þaggað niður um stund. En þar skjátlast þeim herfilega. Athæfi þeirra skal krufið til mergjár. Það skal verða rannsakað þangað til almenningur þreifar á sannleikanum í þessu máli. Leyfist manni, nú orðið, að spyrja hr. alþingismann, Jón Bald- vinsson, að því, hvenær honum hafi fyi’st dottið í hug, að leita fjárstyrks frá dönskum sósíalist,- um? Það er upplýst, að flokkur Ixans fjeklt stórfje frá dönskum sósíalistum til alþingiskosninganna 1923. Sama mun einnig hafa átt Fyr oy nú. Ábyrgðarlausir Tímarit- stjórar og ráðherrar með ábyrgð. Þeir inenn, er nú’skipa sæti i æðstu stjórn landsins, skrifuðu áður „Tímann.“ Meðan þeir voru í stjórnarandstöðu og lmgsuðu urn ])að eitt að finna að verkum stjórnarinnar, skrifxiðu þeir margt og mikið, se’m þeir vildu nú að óskráð væri. Nii er ábyrgðin kom- in á hendur þessara manna, og nú sjá þeir best sjálfir hvílík fjar- stæða það var. sem þeir voru að lialda fram, meðan þeir höfðu enga ábyrgðina. Dalverpi í Alpafjöllum. Eftirtektaverðar eru hinar vönduðu brautir, járnbrautin skamt ofan við þorpið, er ýmist fer í jarðföng ellegar er á brúm yfir d.júp gil, og bogabrúin yfir ána sem rennur eftir dalnum. Það fer vel á því, að þessir of- stækisfullu öfgamenn, sem áður skrifuðu „Tímann“, skuli sjálfir verða neyddir til þess að skýra þjóðinni frá því, að alt sem þeir sögðu, liafi verið markleysa ein og blekkingar. Þjóðin hlýtur að læra mikið á þessu. Hún hlýtur að þekkja betur sína leiðtoga hjer eftir, en hún liefir hingað til gert. í þessu sambandi er gott að minnast á Spánarsamninginn og afskifti fyrri ritstjóra „Tímans“ af því máli. Mörg stór orð eru skráð í ,Tímanum‘ undanfarið til fhalds- manna, xút af afskiftum þeirra af Spánarsamningnum. Ekki var þar verið að draga fram málsbætur fyrir íhaldsmenn, eins Og þá, að það yrði sjávarútvegi vorum að falli, ef við mistum þá afstöðu er við nú höfum á ,Spáni. Ekki var verið að minna á það, að ef sjávarutvegur íslendinga yrði lagður í rústir, mundi ríkissjóður missa meiri hlutann af tekjum sínum, og þá mundi búið með verklegar framkvæmdir í landinu og framfarir allar. Nei, slíkar og þvílíkar ínálsbæt- ui- voru ekki nefndar á nafn. Ekk- ert var nefnt an'nað en ]xað, að það væri drykkjuskaparástríða íhaldsnianna er olli því, að þeir vildu halda í Spánarsamninginn. Þá langaði í „sopann“. Hversu oft hefir ekki Jxessi staðhæfing verið ] skráð í „Tímann“, ýmist í rit- ; stjóragrein, eða greinum undir nafni Jónasar Jónssonar frá | Hriflu ? Nú hafa þessir sömu memi tekið , við stjórnartaummium. En um J leið hefir ábyrgðin færst yfir á þeirra hendur. Hvað skeður þá! | Dettur þessum mönnum í hug að breyta eins og' þeir rituðu, meðan þeir voru í stjórnarandstöðu? 1 Lesi menn grein Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu í „Tímanum“ ný- verið, er liann nefnir „Baráttan við ofdrykkjuna.“ Honum dettur ekki í hug að hreyfa við Spánarsamn- ingnum. Halda menn að það sje af umhyggjn fyrir ílifildsinönnum,. sem „langar í sopann“, eins og J. J. komst svo oft að orði í „Tím- anum?“ Nei,, áreiðanlega ekki. J. J. finnur til ábyrgðarinnar nú og sjer hve ranglátar voru allar fyrri ásakanir hans í garð íhaldsmanna og annara, er vildu halda Spán- (arsamningnnm. Þetta verður J. J. nú að auglýsa fyrir alþjóð og- mega íhaldsmenn vera ánægðir með þau málalok. Annað mál má og nefna í þes.su sambandi. Það er sendiherrann í Kaupmannahöfn. Tímamenn gerðu látlausa árás á Ihaldsmenn fyrir þetta embætti; síðast í kosninga- hríðinni nú í sumar. En hvað skeður nú, þegar ábyrgðin hvílir á þessum sömu mönnum? Sendiherra er nýkominn til Dan- merkur úr snöggvri ferð hingað. Dönsk blöð spyrja hann frjetta. Meðal annars spyrja þau sendi- berrann að því, hvort sendiherra- embættið verði lagt niður. Segir sendiherra að slíkt komi alls ekki til mála. Er óhugsandi annað, en að hamx liafi haft orð stjórnarinn- ar fyrir þessu. Framsóknarst j órninni dettur ekki í hug nú, að afnema sendi- herraembættið í Kaupmannahöfn. Ráðherrarnir finna að þjóðin get- ur elcki án þess verið. . En jafnframt verða þeir sjálfir að auglýsa það fyrir alþjóð, að alt sem þeir sögðu og skrifuðu áður um þetta mál, var marklaust bull og blekkingar. Þannig eru þeir, valdhafarnir okkar nýju!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.