Ísafold - 25.10.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.10.1927, Blaðsíða 4
4 + Hage M. Beneicissn. Símfregn kom liingað til bæjav- ins á laugardagskvöldið um það, að rithöf. danski, Aage Meyer Benedictsen væri látinn. Var gerð- ur á honum holslturður nýlega. — Nánar vitum vjer eigi um sjúk- dóm jiann er dró hann til dauða. Aage Meyer Benedietsen var kunnur mjög á landi hjer, fyrir afskifti sín af ýmsum íslandsmál- ura um margra ára skeið. Hann var í móðurætt af íslensku bergi brotinn, móðir hans var Anna, dóttir Jens Benedictsens kaup- manns, en hann var sonur Boge Benedictsonar á Staðarfelli. Aage Meyer Benedictsen var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1866. Þegar á unga aldri lineigð- íst hugur hans til ferðalaga. Kom hann í fyrsta sinni til íslands 13 iára gamall. í mörg ár ferðaðist hann um austanverða Evrópu, Finnland, Rússland og Balkanlönd in, fór einnig austur til Armeníu, Kákasus og víðar. Lagði hann stund á tungumál og rannsakaði ýuiLslegt er að þjóðsiðum lýtur. Hingað til landsins kom liann 1910, og oft síðar. Ferðaðist víða um landið, lærði íslensku svo hanir skildi málið vel til lestrar, og fjekk víðtækan kunnleilc á sögu vorri og landsháttum. Hann var einn af forgöngu- mönnum þess, að stofnað var „dansk-íslenska fjelagið" og var jafnan aðalstarfsmaður þess fje- lags. Lagði hann og kona hans mikla vinnu í fjelagsskap þenna. Greiddi hann á margan hátt göta landa vorra í Höfn, og vann að viðkynningu milli þjóðanna. 'Áhugi hans var mikill a því, að vinna því málefni gagn. En þó hann væri íslendingum eigi fjar- skyldur að ætt, var lundarfar hans að ýmsu leyti ólíkt því sem við m eigum að venjast. Varð það til þess, að hann uppskar stundum eigi tilætlaða ávexti iðju sinnar og elju, svo nokkuð kendi von- brigða hjá honum í þessum efnum liin síðari ár. Nú þegar starfi lians er lokið, ber að bæta úr þeim misskilningi sem á kann að hafa orðið, og minn ast starfsins, áhugans og velvilj- ans er hinn látni Islandsvinur bar til þjóðar vorrar. Vænn ávöxtur. Á bænum Enda- gerði á Miðnesi fjekst í sumar hvítkálshöfuð, sem voru alt að 4 kg. að þyngd. Þykir það mikil og góð spretta. SöknarnefndafundBrinn. Hjer fara á eftir tillögur þær, sem samþyktar voru á sóknar- nefndafundinum, er haldinn var hjer fyrir stuttu: Fundurinn lætur í ljós þá ein- dregnu ósk, að reynt verði að styðja sem best að leikmannastarf serni til eflingar lifandi kristin- dómi meðal safnaðanna, og að slík starfsemi verði alment hafin í söfnuðunum, með jæim hætti, er tiltækilegast þykir á hverjum stað. Jafnframt óskar fundurinn þcss, að prestar, sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar greiði sem altra best fyrir þeim mönnum, er fara um sveitir til að vekja og glæða trúarlíf manna á hreinum evaa- gelisk-lúterskum grundvelli, enda hafi þeir til þess starfs meðmæli ann aðhvort frá biskupi, prófasti sínum eða sóknarpresti, eða ein- hverjum öðrum þektum evang,- lúterskum trúmálaleiðtoga. Fundurinn skorar á alla, sem þar eiga hlut að ináli, að gæta betur rjetts helgidagalialds og tel- ur æskilegt, að sumardaguriun fyrsti verði meir friðaður en ver- ið hefir. Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu ósk til þeirra manna, er vinna að fyrirhuguðum breyting- um á Helgisiðabókinni og ráða þeim til lykta, að viðhafa hina mestu varúð við þær breytingar og forðast að gera nokkrar til- slakanir í þágu hinnar vaxandi lausungar í trúmálum í landiriu. Sameiginlegur fundur presta og sóknarnefnda í Reykjavík 18.— 20. okt. skorar á Alþingi að bæta kjör sóknarpresta svo verulega, að þeim sje gert fært að helga sig preststarfinu eingöngu, en jmrfi ekki að eyða starfskröftum sínum til annars. Fundinn sátu um 180 manns, þar af 49 sóknarnefndarfulltrúar, 21 prestur, 2 háskólakennarar, biskup íslands, 15 guðfræðinemar, 3 guðfræðingar vog 4 orgelleikar- ar. — Ræðumenn voru 42, og voru fluttar 109 ræður. fslendingasðgurnar og þýðing á þeim á norska tungu. Starfsemi „Riksmaalsvernets“ í Noregi, að vinna að þýðingu ís- lendingasagna á norska tungu, ríkismálið, er sýnilega rekin með dugnaði og áhuga. Er nú nýlega þýdd enn ein sagan, Fóstbræðra- saga, á ríkismál, og hefir leyst þá þýðingu af hendi Anne Holtsmarb, og Aschehougforlag gefið út. Ekki verður annað sjeð, af þeim viðtökum, sem þýðingarnar fá, en að „Riksmaalsvernet“ geti verið ánægt með starf sitt. Hverri sögu er mætavel tekið í Noregi, og menn bíða með óþreyju þeirrar næstu. Þýðingunum er og veitt mik iJ athvgli í Danmörku. Þarf eklci annað en minna á þá uppástungu .Tohannes V. -Tensen, að Danir ættu að leggja hönd á plóginn í þessu bókmentalega endurnýjunar- verki, og senda flokk listamanna og málfræðinga til íslands til þess 1S&EOLP að undirbúa það, að fornsögurnar| vrðu einnig almennings-lesning í Danmörku. i Þessi síðast þýdda saga, Fóst-! bræðrasaga, verður að líkindum lesiri meir af Norðmönnum, en nokkur hinna. Atbiu-ðir þeir, sem hún segir frá, gerast að miklu leyti í Noregi, og eru bundnir við merkilega og örlagaríka viðburði í sögu Norðmanna. Annar fóstbróð- irinn, Þormóður Kolbrúnarskáld, var eins og kunnugt er tryggur fylgismaður Ólafs konungs alt þangað til að hann fjell í or- ustunni við Stiklastaði. Um þýðinguna er það að segja, að til hennar virðist vandað eins og á öllum hinum sögunum, sem þýddar hafa verið. Þó verður því eklci neitað, að í Islendings eyr- um missist kraftur málsins á stöku stað. Það er eins og málmliljóðið hverfi. Á stöku stað hverfur og hinn sterlci skáldræni hreimur málsins, eins og ofurlítið tóma- hljóð komi þar sem áður söng undir í djúpum hljómgrunni. En sjálfsagt er ekki auðið að ná hin- um upprunalega þrótti, liinum fornu sjerkennum, og mun svo oftast fara, að meira eða minna leyti, þegar um þýðingar er að ræða. Aðalatriðið er þetta — að norsk ur almenningur fær nú aðgang að þessum gimsteinum bókmentanna, sem varðveist hafa á hinni gömlu tungu hans. J. B. Ffjettir. Akureyri, FB 21. okt. Bruninn í Krossanesi. Tjónið af Krossanesbrunanum hefir nú verið metið af þar til Wkipuðum matsmönnum og er virt á níu hundruð og fimtíu þús- und krónur. Ekkert verður frek- íar gert að síldarbræðslu á þessu hausti. í ráði er að flytja þá síld, sem hæf er til bræðslu, til Noregs, en það mun vera lítill hluti síld- arinnar. Prestskosning fer fram hjer sunnudaginn þ. 6. nóvember. Steingrímur Matthíasson hjeraðslæknir, fór utan í gær. — Ætlar hann á læknafund, sem halda á í Lundúnum. Barnaskólinn. I honum eru tvö hundruð og ell efu börn. Hafa aldrei verið jafn mörg börn i honum og nú. Kristnesshælið. Það er nú fullgert og verður vígt um mánaðamótin. Dómsmála ráðherra. Jandlæknir og húsameist- ari ríkisins verða viðstaddir. Útvarpsstöð Mr. Gooks. Hún tekur til starfa innan skamms. Möstrin eru komin 'upp. Eru þau eitt hundrað og fjórtáu fet á hæð. Stöðin getur framleitt 414 k.w., en notar fyrst um sinn iy2 k.w. Reynt mun verða að endurvarpa frá erlendum stöðvuin. Ennfremur daglegum frjettum. Á simnud. guðsþjónustu frá samkomusal M". Goolcs. Ennfremur verður tungu- málakensla reynd í sambandi v;ð | stöðina. , ... - Minningarguðsþjónusta um Step lian 0. Stephansson fór frarn 1. {ji. m. í Sambandskirkjunni í Winnepeg, og fluttu þar ræður sr. Rögnvaldur Pjetursson og sjera Ragnar Kvaran. Dómur var lcveðinn upp í Hæsta rjetti nýverið í máli því, er Vil- lijálmur Villijálmsson liöfðaði gegn Karli Guðmunclssyni lögregluþjónl í fyrravetur út af áverlca, sem Vilhj. hafði fengið af kylfuhöggi lijá þessum lögregluþjóni. Undir- rjettur dæmdi Karl í 200 kr. slcil- orðsbundna sekt, en málinu var áfrýjað til Hæstarjettar, og stað- festi hann undirrjettardóminn með 'sömu forsendum og undirrjettur- inn. — að lögregluþjónninn hefði haft rjett til að nota kylfuna und- ir þeim kringumstæðum, sem um var að ræða þarna, en ógætilegt yrði að teljast að greiða höggið 'svo nálægt höfði, sem raun varð á. Eins og kunnugt er með skilorðs- bundna sekt, lcemur ekki til greiðslu með hana nema aðilji geri sig sekan við hegningarlögin innan 5 ára frá því dómur er kveðinn upp. Dr. Alan Gregg einn af forstjór- 'um, Rockefellersjóðsins, lcom liing- að með Drotningunni síðast. — Kom liann hingað að boði land- stjórnarinnar en fyrir tilmæli læknadeildar háslcólans. —■, Komið hefir til orða fyrir nokkru að maður þessi kæmi hingað. Sveinn Björnsson sendiherra bauð honum í sumar f. h. stjórnarinnar. Erindi hans er að kynnast hjer heil- brigðismálum og þvíuml. Rocke- fellersjóðurinn hefir sem kunnugt er, veitt fjölda miljóna kr. til um- bóta á lieilbrigðismálum og styrlct- ar læknavísindum um allan heim. Sveinn Björnsson sendiherra ljet þess getið í blaðaviðtali, er hann Jcom til Hafnar, að það lcæmi alls elcki til mála, að afnema sendi- herraembættið. Eru líkur til þess að hann hafi undirtektir Fram- sóknarmanna fyrir sjei. Er gleði- legt að heyra, að þeir Framsóknar menn hafi nú snúið við blaðinu í þessu máli; eftir allan vaðalinn •uin „óþarfa embætti“ við síðustu kosningar. Góður fiskafli hefir verið und- anfarið í Grindavík þegar róið hef- ir verið þar. Heyrst hefir, að í hvert skip þar eigi að setja vjel áður en vertíð byrjar í vetur. Fá- ist nú orðið menn ekki á bátana nema v.jel s.je sett í þá. Sláturafurðir miklar hafa und- anfarna góðviðrisdaga verið flutt- ar úr Vík í Mýrdal til Vestm.- eyja. Munu alls hafa verið fluttar um 1800 tunnur af lcjöti frá Vík nú í haust, og er það með mesta móti. — Heppnaðist ágætlega að lcoma sláturafurðunum úr Vík a'S þessu sinni. Byggingu hafnargárðsins nýja miðar vel áfram. Er búist við, að verkinu verði að fullu lolcið í næsta mánuði. Fæst með honum mikil plássaukning við liöfnina, því víð hann geta legið tvö f’ða þrjú slcip í einu. Þýskur togari lcorn hingað inn um helgina með slasaðan mann, liafði hann brenst ofurlítið á and- liti og handlegg, en eklci hættu- lega. Haglabyssur ein- og tvíhleyptar. Verð frá kr. 45,00, GECO-SPECIAL haglaskot kr. 15,00 pr. 7, SKADTAR. verðftá kr. 2,79 til 12,00 SpoHvöruhús Reykjsvikur. (Einar Björnsson) Símn. Sportvöruhús. Box 384 Áfengisrannsóknin. — Skoðun þeirra Pjeturs Zoplióuíassonai- og Felix Guðmundssonar á upptælcu víni í Hegningarhúsinu, mun. vera lolcið. — V7ið rannsóknina fundu þeir um 10 flöskur af heima brugguðu víni, og heltu þeir því niður, sömuleiðis nokkru af Gamla Carlsberg, sem skoðunarmönnum fanst vera farinn að mygla og mundi því vera ódrekkandi. Elstu; birgðirnar, sem geymdar eru í Hegningarhúsinu, munu vera 10— 15 ára gamlar. Þýski togarinn, sem „Þór“ kom með til Vestmannaeyja, var selct- aður þar um 12500 krónur, og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Áfrýj- m* s'i’ipstjóri dómnum til Hæsta— rjeltar. Togarinn heitir „Nev/- manu' ‘ og er frá Cuxhafen. Hann hafði lítinn afla. Úíflutningssíldina, sem legið licf ii' á Siglufirði, er nú verið að talca smátt og smátt. Er búist við því, að þegar „Dronning Alexandrine“ fer frá Siglufirði nú undir mán- aðamótin, að engin síld verði eft- ir nema sú, er „Kveldúlfur1 ‘ á þar, en það eru um 3000 tunnur. Sú. ! síld mun elcki eiga að fara að svo í stöddu. Nýverið sagði tíðinda- ! inaður ísaf. á Siglufirði, að síld- ' arverð mundi eitthvað vera að hækka erlendis. Hefði Jcomið ný- lega tilboð til síldareigenda nyrðra, er benti í þá átt. Nefndarskipun. — Samlcvæmt ályktun frá síðaáta þingi. hefir stjórnin slcipað þá Gísla Ólafson landsímastjóra, Guðm. Hlíðdal verkfræðing og Guðjón Samúels- son húsameistara rílcisins í nefnd til þess að rannsalca og gera til- lögur um, á hvern hátt verði til- tækilegast að bæta úr húsnæðis- skorti símstöðvarinnar hjer og pósthússins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.