Ísafold - 25.10.1927, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.10.1927, Blaðsíða 3
I S A F © L D S Ölæðið á „Esju“ „Öivaðir menu“. og fyrirskipun dómsmála- ráðherra. Er atvinnumálaráðherrann gerður ómyndugur? Nýverið liittii tíðindamaður ísa- foldar skipstjórann á „Esju'1, Þórólf Beeh og spurði liann um hvort nokkur af farþegum hafi verið settur í land vegna ölæðis, samkvæmt fyrirskipun dómsmála- ráðherrans. Kvað hann svo eigi vera. Jeg sje ekki, segir skipstjóri, að þessi fyrirskipun ráðherrans geri nokkra verulega breytingu frá því si'nr áður var. Farþegar eru sömu reglum liáðir og sltipshöfnin. Ef ■einhver af skipverjum gerir, óskunda í skipinu, vegna ölæðis, og aðrir hafa ekki frið fyrir hon-! . i um, eða af honum stafar hætta a | einhvern liátt, þá er það regla að slíkir ölóðir menn eru annað hvort settir í járn, eða þeir eru læstir inni. Jeg geri ráð fyrir að dómsmála- ráðherranum þyki þessi regla noltkuð harðýðgisleg, og vilji hann fremur að slíkir menn verði settir, í land. — Hvernig hljóðar liið marg- luntala brjef ráðherrans. *— Brjefið er mjög stutt og ein-| falt. Það er ritað 1. október og tiljóðar þannig: „Hjermeð er yður, lierra skip- stjóri, falið, vegna góðrar reglu á strandferðaskipi ríkissjóðs, að láta setja hvern ölvaðan fargest, sern kann að vera á skipinu, þegar það -er á strandferðasiglingu, í land 4i næsta viðkomustað, og láta end- urgreiða um leið þann hluta far- -gjalds, er kynni að vera ógreidd- ur. Jónas Jónson. / Sigfás Johnsen.“ í brjefinu er ekkert talað um það, að menn, sem, rjettrækir eru í land, þurfi að hafa raskað ró nnnara farþega, eða brotið af sjer ú annan liátt en þann, að hafa neytt. víns. | — Jeg geri ráð fyrir, segir skip-1 stjóri, að hjer sje aðeins átt við ospektarmenn, þ. e. þá, sem sam- kvæmt fyrri reglu liefðu verið ;settir í járn, ellegar lokaðir inni. — Með öðrum orðum, þrátt fyr- 5r fyrirskipun dómsmálaráðherr- ans, er farþegmn á „Esju“ óhætt' ■eftir sem áður, að neyta víns íj hófi, ef þeir aðeins gera það til> þess að „verða samkvæmishæfir‘ ‘, -eins og! ráðlierrann kemst að orði í „Tímanum", ellegar ef þeir -drekka vínið eins og Danir eða Suðurlandabúar, á líkan hátt eins -og; við hjer á landi erum vanir að *drekka kaffi og te. Til frekari leiðbeiningar um það I) vernig dómsmálaráðherrann vill -íið menn drekki, ættu farþegar á „Esju“ að hafa með sjer neðan- málsgreinina, sem birtist í næst. -síðasta tbl. „Tímans“. Hafi þeir hana til hliðsjónar, ®ttu þeir að vera ugglausir um ^ð þeir kæmust klakklaust leiðar -sinnar. —■— Upptæka vínið. Tveir goodtempl nrar, Pjetur Zóplióníasson ogFelix Huðmundsson, hafa verið skipaðir til þess af stjórninni að rannsaka, hvað mikið er af upptæku víni í He gnin ga rhúsinu. ' Á öðrum stað lijer í blaðinu er sagt frá síðustu tilk. dómsmála- ■ráðherrans viðvíkjandi „ölvuðum“ mönnum á Esju, strandferðaskipi 'ríkissjóðs. Ekki er þess getið, samkvæmt hvaða heimild dómsmálaráðherr- ann gefur út skipun þessa. — Yæri æsldlegt að skýrt yrði frá heimildinni, því Jietta blað veit ekki til þess að dómsmálaráðherr- ann hafi minstu lieimild til þess að gefa út slíka skipun, sem þessa. Skv. 12. gr. bannlaganna má leiða ölvaða menn fyrir dómara, til þess ’að fá vitneskju um, hvaðan þeir hafi fengið áfengi. í lögreglusam- þyktum kaupstaðanna er ákvæði um það, að sekta megi þá er ölv- aðir eru á almannafæri innan kaup staðarins. í vorum lögum eru ekki til önnur ákvæði um ölvaða menn. Nú gefur dómsmálaráðherrann út þá fyrirskipun til skipstjórans á „Esju“, að hann skuli tafarlaust 'setja í land þá menn, er ölvaðir finnast á skipinu. Á skipstjórinn úr því að skera, hvort maðnr skuli teljast „ölvaður“. Hingað til lief- ir það verið dómstólanna að skera xir. þessu. Einhver kynni að líta svo á, að þar sem ríkið á „Esju“ og gerir hana út, þá hafi dómsmálaráð- herrann fullkomna heimild til þess að gefa út slíka fyrirskipan sem þessa. En útgerð „Esju“ heyrir ekki undir dómsmálaráðuneytið, heldur at.vinnu- og samgöngumála- ráðuneytið. Er það því atvinuu- málaráðherrans, en ekki dóms- málaráðherrans, að setja reglur um útgerð skipsins. Dómsmálaráð- herrann er hjer farinn að færa sig inn ,á starfsvið átvinnurálaráð- herrans. Með slíku framhahli verður ekki langt að bíða þess, sð J. J. verði einvaldur í „ráðinu.“ Annars er tilkynning ]iessi eins og hvert annað marklaust barna- gaman, sem skipstjórinn á „Esju“ skeytir engu. Hann hefir vitaskuld fullkomið vald til þess að halda uppi reglu á sínu skipi, og setja ]iá menn af skipinu, er óspektum valda um borð og ekki er hægt að halda í skefjum þar. Hann ]>arf ekki „leyfi“ eða „skipun“ frá dómsmálaráðherranum til þess. Sennilega hefir dómsmálaráð- herrann gefið skipun þessa, vegna -þess, að hann hefir gaman af að íáta á sjer bera. Óhugsandi er, að það sje ætlun hans að slík lögleysa sem þessi komi til framkvæmda. ÍMundi jiað geta haft margskonar afleiðingar í för með sjer fyrir út- gerð skipsins. Þeir borgarar, sem taka sjér far með „Esju“, hljóta að eiga heimt- ing á rjettarvernd eins og aðrir borgarar landsins. Þeir þurfa ekki að sætta sig við það, að verða teknir með valdi og settir á land hvar sem skipstjóra sýnist, ef þeir á engan liátt hafa, brotið landslög eða óhlýðnast boði skipstjóra. En eins og tilkynning dómsmálaráðh. er orðuð, getur skipstjóri sett þá menn á land, sem ölvaðir finnast á, skipinu, án þess þeir hafi neitt til saka unnið. Úrslit kosninganna í Noregi. Vikan sem leið. Jafnaðarmenn verða sterkasti I flokkurinn í Stórþinginu. Flokkaskiftingin í Stórþinginu verður: Hægrimenn og frjáslyndir vinstri fá 31 þingsæti, Bænda- flokkurinn 26, Vinstrimenn 30, róttæki þjóðflokkurinn 1, verka- mannaflokkurinn 60, kommúnist- ar 3. Eftir kosningarnar 1924 var flokkaskiftingin í Stórþinginu þannig, að Hægrimenn og Frjáls- lyndir vinstri höfðu 54 þingsæti, Bændaflokkurinn 22, Vinstrimenn 34, Róttæki þjóðflokkurinn 2, Verkámannaflokkurinn 24, Jafn- aðarmannafl. 8 og Kommúnistar 6. Nú er þess að gæta, að Verka- mannaflokkurinn og Jafnaðar- mannaflokkurinn hafa sameinast síðan í einn flokk, Verkamanna- flolckinn, og gengu sameinaðir til kosninga. Þeir höfðu báðir saman- lagt 1924 32 þingsæti, en hafa nú eft.ir sámeininguna 60. Svo þeir hafa unnið mikið á. Mest er tap Hægri og Frjáls- lyndra . vinstri. Bændaflokkurinn hefir aftur unnið nokkuð á, náð 4 þingsætum í viðbót. Veðráttan (vikuna 16.—22. okt.J. í byrjun vikunnar brá til norðan- áttar með frosti um nlt land og snjókomu fyrir norðan og austan. Síðari hluta vikunnar liafa geng- ið stillur og frostlítið veður. — Mestur hiti í Rvík 7,6 stig á sunnu- daginn 16. þ. m., en minstur 3,6 stiga frost aðfaranótt föstud. Úr- koman 1,8 mm. Ráðyjaii dómsmálaráðherrans. t<m>- Síðan Jónas frá Hriflu varð dómsmálaráðherra, hefir Jón Bald- vinsson fylg't honum, sem væri hannj skuggi hans. Hafa menn og orðið þess æði mikið varir í stjórn arframkvæmduin dómsmálaráð- herrans, að það eru menn úr flokki bolsivikka og sósíalista, sem leggja á ráðin, en ekki úr bændaflokki. Daglega sit.ja þeir saman á ráð- stefnu, Jónas og Jón Baldvins- son. Þeir liittast ýmist í stjórnar- ráðinu, uppi í Sambandshúsi, á skrifstofu „Alþýðublaðsins“, eða heima hjá Jóni Baldvinssyni. Þurfi dómsmálaráðherrann að bregða sjer út úr bænum i stjórnarerindum, eða öðrum erind- um fyrir það opinbera, tekur liann æfinlega Jón Baldvinsson með sjer. Fyrir nokkru fór Alþingishá- tíðanefndin austur í Laugardal og á Þingvöll. Var liún tvo daga í iþeirri ferð. Jónas frá Hriflu er meðlimur í þessari nefnd, en Jón Baldvinsson ekki. Jónas gat þó ekki verið án Jóns Bald. í ferð þessari, og tók hann með. Sjálfsagt liefir hann látið kosta ferð Jóns af opinberu fje. Nýverið brá Jónas sjer austnr yfir fjall aftur, þá í stjórnárer- indum, að athuga hinn margum- talaða Eyrarbakkaspítala, hvort ekki væri unt að nota hann 1il hælis fyrir drvkkjuræfla og slæp- ingja. Hann tók Jón Bald. með sjer í þessa ferð, sem sjálfsagðan ráðgjafa og leiðbeinanda. Heyrst hefir að dómsmálaráð- herrann muni innan skamms fara norður á Akureyri, til þess að vera við vígslu Kristnesshælis. Okunn- ugt er ennþá, livort hann tekur Jón Bald. með sjer þangað, eða lætur liann vera. hjer syðra, til þess að gæta þeirra „ómyndngu“ í ráðinu. Spánarsamningurinn. Tíðindum ])útti það sæta um síðustu helgi, er J. J. dómsmálaráðherra frá Hi'iflu, ljet svo um mælt, að eigi kæmi til mála eins og sakir stæðu að hreyfa við Spánarsamningnum. Þessi vitund af ábyrgðartilfinn- ingu er þá komin í manninn. — Kveður nokkuð við annan tón hjá honum, en flokksbróður hans Brynleýfi fyrverandi tilvonandi þingmanni Skagfirðinga, og fyr verandi stórtemplar. Brynbifur sagði Skagfirðingum það í sumar í óspurðum frjettum, að þó hag- ræði væri að Spánarsamninguum, þá aúi það sig upp, að því leyti til, að þióðin skaðaðist að sama skapi á víninnflutningnum. Gerir Bryn- leifur allmjög lítið úr fyrverandi sveitungum sínum, er hann ætlast t.il þess, að þeir renni öðrum eins fullyrðíngum niður röksemdalaust. í sömu grein J. J. í „Tímanum1 ‘ talar hann um tvenskonar áfeng- dsnautn; 1) þegar menn drekka Vín daglega eins og Suðurlanda- búar, nota það eins og við notum kaffi og te; 2) þegar menn drekka til þess að verða „undir áhrifum.“ Telur hann hina fyrnefndu með- ferð skaðlausa, og vill keppa að því. að öll vínnautn á landi hjer verði með þeim hætti. Er J. J. hjer á sama máli og starfsbróðir hans Byskov kenslu (málaráðherra Dana. Byskov held- ur því fram, að vínið geri meira g-agn en skaða í heiminum, því svo margir neyti þess nú á dögiun í hófi. Miðar hann vitanlega við landsvenju í Danmörku. — En kenslumálaráðherra^i lijer, tekur og Dani til fyrirmyndar, og lætur þá ósk og von í ljós, að íslending- ar geti lært að neyta áfengis á sama mælikvarða og tíðkast í Dan- mörku. Fróðlegt væri ef sjera Björn Þorláksson frá Dvergasteini vildi segja álit sitt á þessu máli, og birta það í blaði Jónasar. móti telur hann að kostnaður sje liverfandi við það að pumpa Laugavatnið upp í næga hæð, sbr. við eldiviðarsparnaðinn. Til þess að hiti vatnsins notist sem best, á að haga leiðslunni þannig, að Laugavatnið hiti stór- liýsin tvö til fullnustu, meðan frost. er ekki yfir 5°. Sje frostið meira verða notaðir hitakatlar til viðbótar. Deila hefir risið all-þungorð milli þeirra Metúsalems Stefá is- 'sonai' búnaðarmálastj. og Gnún. Jónssonar búfræðiskandidats frá Torfalæk, um tilraunastarfsemiua. Skrifa þeir sína greinina hvor í síðasta'tbl. Freys, og sltrifar Sig. Sigurðsson búnaðarmálastj. síðan atliugasemd við. í athugasemd sinni kemst Sig- urður þannig að orði, að tilrau ia- starfsemin hafi undanfarinn al 1- arfjórðung verið rekin hjer sem undirbúningsfálm. Orsakir þessav: Tilraunastarfsemin rekin í hjá- verkum. Staðir óheppilega val br til tilrauna. Bendir Sigurður á ^að þrátt fyrir þessa annmarka, hafi reynslan kent okkur margt nýtilegt þessi ár í jarðræktinni. Framkyemdir ýmsra manna á þess um sviðum hafa opnað augu mftnna fyrir framtíðarmöguleik- unum. Leggur Sigurður það til, að til- raunastarfsemin verði tekin fa-st- ari tökum en verið hefir, og þeir Metusalem og Guðmundur liætti persónulegum ónotum og ræði til- raunamálin með alvöru, svo úr þeim verði leyst á sem tryggastan liátt. Er óskandi að viðleitni þeirra út gefenda Freys beri árangur, er þeir leitast við að draga umbóta- mál landbúnaðarins út úr persónu- legum erjum og hjegómlegum flokkadráttum. Laugahitunin. Fýrirspurn kom fram um það á bæjarstjómarfundi hjer í viltunni, hvað liði rannsólm- um á leiðslu Laugavatnsins til bæjarins. Þeirri rannsókn er að mestu lok- ið. Er ]?að eindregið álit Benedikts Gröndals verkfræðings, að mikill sparnaður verði að hitaleiðsla þeirri, þegar not verða fyrir hana í stórhýsin tvö, Landsspítalann og barnaskólann nýja. Hann býst ekki við að ástæða sie til þess að óttast það, að skóf setjist innan í pípurnar af Lauga- vatninu. En því máli hreyfði Axel Sveinsson verkfræðingur hjer í blaðinu í fyrra, og lagði til, að Gvendarbrunnavatn yrði hitað með Laugavatni, og yrði upphitað Gvendarbrunnavatnið síðan leitt inn í bæinn. Að þessu yrði kostn- aðarauki og mikið hitatap, eftir útreikningum Gröndals. Aftur á Hinar nýafstöðú norsku kosn- ingar ættu að geta orðið bending Ifyrir bændur og borgara bæði í 'Noregi og annarstaðar. Flokkar ihafa þar verið 7 sem kveðið hefir að, og af þeim 3 er aðhyllast kenn- ingar sósíalista. Við þessar kosningar unnu tveir áðalflokkar jafnaðarmanna saman. Eru nú runnir í eina heild. Við það óx þeim svo ásmegin að þeir unnu 28 þingsæti, liafa nú 60, en höfðu áður 32. Frjálslyndir vinstri menn hafa nú um skeið barist fyr- ir því, að andstæðingar jafnaðar- manna slægju sjer saman. En við það hefir ekki verið komandi enu. Sigur jafnaðarmanna nú ætti þó að greiða fyrir þeirri hugmynd. ' Og eins fer lijer fvr eða síðar. — ! Deilt verður um það, hvort hneppa I eigi þjóðina í kúgunarfjötra sósía- ' lista, ellegar örfa og styðja frjálst 1 framtak manna. Frystihúsbyggingin. — Skip 'er . væntanlegt liingað þessa dagana með efni til frystihússins og ýms verkfæri, sem nota á við byggingu þess. Verkamenn hafa umsjónar- menn verksins ráðið lijer nokkra, en munu bæta .mörgnm við, þegar skipið er komið og hægt er að byrja á byggingu hússins fyrir al- vöru.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.