Ísafold - 08.12.1927, Page 4

Ísafold - 08.12.1927, Page 4
4 ISAFOLD Frá uppreisninni í Vinarberg. 14,-17. júlí í sumar. Jónas Sveinsson læknir segir frá. Jónas Sveinsson læknir frá Hvammstanga hefir verið erlendis síðan snemma í sumar, lengst af í Vínarborg, til þess að kynna sjer þar nýungar í læknisfræði. Hann köm híngað heim með „Drotningunni'1 síðast, Frá því var sagt hjer í blöðum 'nýlega, að Hafnarblöðin hafi haft ‘tal af honum og spurt hann frjetta ím. a. um yngingar á mönnum og iskepnum, um tilraunir hins víð- fræga Voronofs læknis í París, en til hans heyrði Jónas og sá, og hefir því frá ýmsu að segja um þau efni. Er ísafold hitti Jónas að máli hjer á dögunum, barst talið að uppreisninni blóðugu í Vín- arborg í júlí í sumar. En þá var Jónas nýkominn þangað. Um han'a var fátt eitt sagt hjer í blöðum. — Það er skemst af að segja, segir Jónas, að uppreisnin í Vín- arborg í sumar, var með æðis- gengnari og blóðugri uppreisnum sem sögur fara af hjer í álfu. Um 600 manns særðust og á annað hupdrað biðu bana. Fjöldi manna, sem særðist í götubardögunum voru fluttir í spítala, þann, sem jeg vann á, svo jeg hafði gott tækifæri til þess að kynnast at- burðum þessum eftir á. Uppreisnin stóð yfir í f jóra daga, braust út þann 14. júlí. — Aðeins fyrsta daginn hjeldust samgöngur uppi við borgina. En að þeim degi liðnum stöðvaðist alt, járnbrautir, sími og því nær öll viðskifti teptust. Mjer mun það seint úr minni líða, er jeg sat á hótelinu, þar sem jeg hafði að- setur um kvöldið fyrsta uppreisn- ardaginn. Sat jeg þar innilokaður ásamt öðrum hótelgestpm. — Við hlustuðum þar á skothríðina i götubardögunum, sem ýmist nálg- aðist ellegar heyrðist úr fjarska. Enginn okkar, sem þar var, hafði hugmynd um hvemig fara mundi, hvort uppreisnin yrði stöðvuð, ell- egar kommúnistar mundu taka öll ýfirráð í borginni. Uppreisnin braust út vegna æs- inga út af sýknudómi einum, s«m kreðinn var upp yfir mönnujn Götumynd frá uppreisnardögunum. fjórum, er ráðið höfðu kommún- ista af dögum. Og hún hófst með því að dómhöll borgarinnar var brend til kaldra kola. Bardagarnir kríngum dómhöll- ina urðu afar harðir og mann- skæðir. Uppreisnarmenn notuðu vjelbyssur og handsprengjur 0g rjeðust á alt er fyrir varð. Lá við að þeim tækist og að brenna liá- skólann. Tókst þeim að varpa mörgum kyndlum inn í bygging- una. Öllum bar saman um, að upp- reisnarmenn væru mun liðfleiri en lögreglan. Þó tókst lögreglunm að halda velli, eftir harðsnúkm bardaga. Tvent bar til þess fyrst og fremst. Uppreisnarmenn börðust óskipulega. Þeir æddu tryltii, brömluðu, brutu, og skutu á ait sem fyrir varð. Auðsjeð var að þeir börðust frekar af heift en fyrirhyggju. Annað var það, að áreiðanlegar fregnir komu til borgarinnar • m það, að óvinaher tveggja ná- grannaþjóða stæði á landamærun- um, og var tilgangurinn með því auðsær — að ráðast inn í landið! — ef uppreisnarmenn næðu yfir-1 tökum í borginni. Mussolini hafði, nokkra tugi þúsunda af hermönn-j um undir vopnum í Tyrol, og, hugsaði gott til glóðariunar. Ung-j verjar höfðu og safnað liði að landamærum Austurríkis — og hefðu menn þó haldið, að þeir ættu nóg með að halda sjálfum sjer í skefjum, og þeir hygðu ekki til þess að ráðast að fyrri banda- þjóð sinni í bráð. Fregnirnar um þessa ófriðar- bliku riðu baggamuninn.. Upp- reisnarmönnum fjelst að nokkru leyti hugur. Að loknum bardögum í borginni voru lík öll flutt á einn stað á »ji.urðlækninga rannsóknastofu háskólans. Utan við byggingu þessa safnaðist múgur og marg- menni. Var átakanlegt að horfa yfir þann dapra hóp. Menn þyrpt- ust þangað til þess að fá vitneskju um vini og vandamenn og vita hvort þeir myndu þar finnast sem liðin lík. — En livað um eftirmál upp- reisnarinnar ? —• Um þau er fátt að segja. Fyrst og fremst var mjög erfitt eða ókleift að gera sjer grein fyrir hverir væru aðalforgöugumennirn- ir. Og síðan er þess að gæta, að jafnaðarmenn hafa tögl og hagldir í stjórn landsins, og eru ekki áfram um að klekkja á uppreisn- armönnum. Verið var að kveða upp dóma í málum þessum um það leyti sem jeg fór frá Vínarborg. Var helst útlit fyrir að kommún- istaforingjarnir myndu allir sleppa. — En hvað um liina eiginlegu undirrót uppreisnarinnar ? — Undirrótin er lijer sem ann- arstaðar, sulturinn og neyðin. — Síðan á ófriðarárunum hefir hung- ur og atvinnuleysi sorfið að borg- arbúum í Vín. Er því ekki við góðu að búast. Austyrríki var sem kunnugt er limlest með friðarsamningnum. — Ríkið er aflvana. Stórborgin Vín hefir mist mikið af lífsskilyrðum sínum síðan umráðasvið ríkisins minkaði. Því var fleygt að uppreisnar- menn hefðu fengið aðstoð rúss- neskra. Um það get jeg elckert fullyrt. En sje svo, að Moskva- stjórnin blási að óeirðum í álfunni, er eðlilegt að erindrekar hennar sitji helst við þann eldinn sem best brennur, leitist við að koma óeirðum þar á, sem sultur <>g hörmungar sverfa að fólki. Helsta bjargráð telja Austurrík- ismenn sjer það verða, ef tekst að koma því á, að Austurríki gangi í bandalag við Þjóðverja. Þeir Stresemann og Marx voru í Vín- arborg nýlega. Var þeim fekið þar með miklum fögnuði. Heim- sókn þessi er talin vera vottur þess, að von sje nú um þetta lang- þráða samband. sendir frjettaskeyti til blaða og frjettafjelaga út um land fyrir kr. 5.00 á mánuði, án tillits til skeytafjölda. Framvegis tekur Frjettastofan þó ekki að sjer skeytasendingar til blaða og frjettafjelaga, nema gegn fyrirframgreiðslu. Þó nær þessi ráðstöfun ekki til þeirra blaða, sem bafa haft viðskifti við hana áður, og hafa ráðstafað greiðslu reikninga sinna mánaðarlega lijer á staðnum. Gjald fyrir blaðaskeyti og til frjettafjelaga er tveir og hálfur eyrir fyrir orð, en minsta gjald 50 aurar. Frjettafjelögin eru beðin að taka skýrt fram í skeytapöntunum sínum hverskonar fregna þau: æskja, orðafjölda og sendingardaga. Forstööumaöurinn. ||llllllllllllllllllllllllll!llllllllll!llllllll!IIIH!!mil!lllll!ll!ll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllimillllim!!ílll!|| | Veðdeildarbrjef. I iimiimmiiiiimimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimii Bankavaxtabrjef (veðdeildarbrjef) 7. flokks veðdeildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum | hans. | Vextir af bankavaxtabrjefum þessa flokks eru 5%, er greiðast í tvennu lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. | Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. Landsbanki ÍSLANDS. I lniiiiiiHiuimuinimuiHiiHiiiiinniiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiminmiimiiiiiHiiiiiimiinniimniiiiimiiiiiiniiiiiiniiiiiiiiiii^ MaltHI iajeriktöl Pilaner. Best. - Odýrast. Innlent. Þjófnaður nyrðra. Smábýli eitt er austanEyjafjarðar, gegnt Oddeyrartanga, eða lítið eitt ut- ar, sem Dældir heitir. Fyrir nokkru var þar mannlaus bær. Voru tveir karlmenn, sem þar eiga heima, að hjálpa til við f járböðun á næsta bæ, og heim- ilið var mannlaust. Notaði þá náungi einn tækifærið, og stal þar 500 kr. í peningum. Þetta var þegar kært fyrir sýslu- manni, og brá hann við og fór og rannsakaði málið. Hafði hann strax upp á manninum, og ját- aði hann stuldinn. _ Olíuskipið, sem flytur olíu í geymirana við Skerjafjörð, er væntanlegt hingað í míðjum þess- um mánuði. Verið er að byggja geymir á Akranesi og í Vest- ‘mannaeyjum, og búist er við að einn verði reistur á ísafirði í vetur. Kaupið ísafold. RÖKKUR. Alþýðlegt mánaðarrit með mynd um, sainsteypa úr Sunnudagsblað- inu og ársritinu Rökkri, verð kr. 3.00 á ári, Iðunnarbrot. í yfir- standandi árgangi hafa komið nokkur áður óprentuð æfintýri, er Steingr. Thorsteinsson þýddi,. ekki hin sömu og eru í Æfintýra- bókinni. Æfintýrin í Rökltri eru ekki sjerprentuð.Ennfremur „End- urminningar frá Ameríku,1 ‘ eftir- ritstjórann, fróðleiksgreinar um Belgíu og koma síðar samskonar greinar um önnur lönd. Myn drr af Guðmundi Kamhan, Óskari Borg, Emilíu Borg, Svanhildi Þor- seinsdóttur og Soffíu Kvaran og margar myndir af Jóhannesi Jó- sefssyni glímukappa. Auk þess> margar myndir frá ýmsum lönd- um heims. Kvæði eftir Ricliard Beek o. m. fl. — I. Rökkri er- heilt æfintýri eða saga í hverju. hefti. Eldri árganga, 2., 3. og 4. fá' nýir áskrifendur fyrir kr. 1.00 hvern. Fyrsti árgangur er upp- seldur, en verður endurprentaður síðar. Fimm, tíu og fimtán króna til- boð mín nm bókakaup, áður aug- lýst í ísafold og Tímanum, gilda. áfram, uns annað verður auglýst*. Útgefandi: Axel Thorsteinsson. Garðastræti við Hólatorg. Pósthólf 956..

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.