Ísafold - 28.12.1927, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.12.1927, Blaðsíða 4
4 tS4FOLP ^JiiiiiiiiiniimiiiiiiiitmiiiiiimiKiiimiiiiiiiiiiimiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmniiHniiHtniimumiimiiiiiKiiiittiiiHiirr, - | Veðdeildarbrjef. 1 lllllllllllHIIHiaaiUIIMIHIIIIIIIUIIIIIIINIIIIIIIIIIIIIIIlMNIIHHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinillllll Bankavaxtabrjef (veðdeildarbrjef) 7. §§ flokks veðdeildar Landsbankans fást keypt í Landsbankanum og útbúum hans. . v ■ j| Vextir af bankavaxtabrjefum þessa ■§§ flokks eru 5%, er greiðast í tvennu 1. lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur §§ fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., §§ 1000 kr. og 5000 kr. Landsbanki ÍSLANDS. Hðll jörðin Þörodösstaðir í Ölfnsi fæst kevpt mjög óclýrt og með góðum borgunarskilmálum. Laus til ábúðar í næstu fardögum. Eitthvað af skepnum gæti fylgt með £ kaupunum. , Leiga á jörðinni getur ef til vill komið til mála. Carl Olsen. Holar. Sólskinsglætan. Jeg mun hafa komist svo að orði um hið norð- lenska skólamál og Framsóknar- stjórnina, að jeg vonaðist eftir, að afskifti hennar af því máli yrði sólskinsblettur í því ósann- inda- og hræsninnar-moldviðri, sem hún hefir dregið yfir land vort. Þar eð núverandi dóms- málaráðherra þóttist ætla að tfeta í fótspor fyrverandi for- , göngumanna þessa máls, þóttist •jég hafa ástæðu til að eiga þar ’ von á „sólskinsbletti". En er það • kom á daginn, að dómsmálaráð- herrann í raun og veru sýndi á sjer fullkomið öfugúggasnið í þessu ináli, með því að ætla að • Ulemba mentunarhöftum á 'æsku- lý!ð vorn um leið og hann stuðl- aði að stofnun norðlensks menta . skóla, í stað þess að vakað hefir • fyrir forgöngumönnum málsins, ' að gera stúdentsmentun sem aúðveldasta og almennasta, sje jeg ekki betur, en dregið sje fyr- ir þá sólskinsglætu í hinum ó- ‘ fajgra ferli Hriflumanns. j . : ' . .V. St. Hann er ekkert smásmíði þingmaður Mýramanna, Bjarni ? Ásgeirsson, eftir því sem- sagt er í síðasta tbl. Tímans. — Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu fyrir nokkrum mánuð- um, hafa hinar norskú og þýsku áburðarverksmiðjur gert með sjer öflugt bandalag. Er í ráði að breyta til með áburðarfram- " leiðslu norsku verksmiðjanna og nota sjer þar af nýjustu vísinda- legu rannsóknum og aðferðum á þessu sviði, en þar hafa þær 'þýsku staðið framar hinum norsku. Til þess að koma þessu í stofu til vinnunæðis. og án efna- liagsgetu til þess að hrinda mál- inu í gott skipulag, sje aleinn látinn gutla við orðatíninginn. Það er ekkert annað en vanþekk- ing og skilningsleysi á málinu að halda, að slíkt dugi nægilega rel fyrir verkið. Vissulega er það jnargt, sem tefur fyrir, þegar einn maður, illa settur, á alt að gera, þar sem um slíkt stórvirki er að ræða, og sem fátækrahjálp eða ellistyrk vil jeg ekki láta skoða laun mín, heldur sem borgun fyrir þarfavérk. Vita- skuld er það, að þetta Iitla, sem jeg einn og húsnæðislaus fæ á- orkað og afkastað, verður ein- hverntíma síðar að nokkru gagni, þegar hiklaus alvara er tekin upp til þess að framkvæma verkið, en heppilegra væri að koma þessu máli strax svo fyrir, að sem mest not verði að vinnu minni og viti við það. Menn verða að skilja það, að það er fleira að gera við þetta starf en að sitja dag út og dag inn við orðaupp- tíning úr ýmislega gerðum rit- um, fornum og nýjum, ýmist bráðskemtilegum eða hundleiðin- legum, eins og gerist og gengur. Mjer finst, að þjóðarsómi vor íslendinga liggi við því, að eigi dragist hjeðan af lengur en 10 til 15 ár, að þessi vísindaléga orðabók Islenskrar tungu að fomu og nýju, yfir Ijóð og les, bókmál og talmál, fari að birtast ú prenti alsköpuð. Reykjavík, í nóvember 1927. Jóhannes L. L. Jóhannsson. ,kring ætlar hið norska fjelag að taka peningalán í Ameríku er nemur tugum miljóna. 1 nýútkomnum Tíma er frá ])ví sagt,. að ])ingmaður Mýra- manna sje nýkominn heim úr sendiför sinni og sjeu „góðar vonir um árangur af för hans, ogltakast muni að að lækka þessa nauðsynjavöru landbúnaðarins til verulegra muna“. Eftir því ætlar Tíminn að telja fáfróðum lesendum trú um, að Bjarni Ásgeirsson hafi staðið framarlega í þessum stórfeldu breytingum á sviði áburðarfram- /leiðslunnar. Að því er fsafokl veit, hefir hinum erlendu blöð- um, er skrifað hafa um málið, yfirsjest að nefna nafn Bjarna frá Reykjum, Mýraþingmanns, í sambandi við þessa breytingu á iðnaðarsamtökum Norðurálfunn- ,ar! — Skip ferst. Akureyri FB 20. desember. Norska gufuskipið Wilson fór frá Krossanesi 30. nóv. með tæp 500 tonn af bræðslusíld. A laug- ardaginn spurðist útgerðarmaður- inn Grindhaug í Aakrehavn fyrir um það hjá norska konsúlnum. Hjer hefir ekkert. til skiþsins spurst. Telja ittenn það af. Skips- höfnin ellefu menn, tíu Nórðmenn og einn íslendingur, matsveinn úr Hafnarfirði. Akureyri FB 21. des. A norska sliipinu voru eingöngu ungir menn og efuilegir. Hjer vita menn eigi nafn íslenska pilts- ins, en hann mun hafa verið um 23 ára og hyggur Grindliaug út- gerðarmaður, að hann hafi verið úr Hafnarfirði. Skipið kom með kol til Kanpfjelagsins hjer, en tók svo farm þann í Krossanesi, sem um getur í skeytinu í gær. Frjettir. tsafirði, FB 23. des. Útgerðar-samvinnuf jelag stofnað á ísafirði. ■ Að tilhlutan bæjarstjórnar var fundur, haldinn fyrir viku (síðan) til þess að ræða um stofnun sam- vinnu og útgerðarfjelags. Kosin var fimm manna nefnd til þess að semja lög fyrir væntanlegt fje- lag. Nefndin boðaði til almenns stofnfundar í gærkvöldi. Allmarg- ir ma'ttu á fundinum. Um tuttugn gerðust stofnendur fjelagsins er nefnist Samvinnufjelag ísfirðinga. Málshöfðun. Jón Grímsson og Hannes Hali- dórsson hafa höfðað mál gegn Finni Jónssyni út af ummælum um rjettarhöld í Hnífsdalsmálinu í símskeyti til Frjettastofunnar. (Skeyti það, sem hjer er um rætt, er eitt af þeim „hlutlausu' ‘, sem maðurintt í „hinu korklagða:i vildi láta frjettaritara Frjettastof- unnar taka sjer til fyrirmyndar. Jón Grímsson var um skeið ritari rannsóknardómaráns í Hnífsdals- málinu, en dómarinn vjek honum frá starfi, vegna þess, að sögn, að haiín er íhaldsmaður). Akureyri, 20. des. Snarpur landskjálftakippur kl. 3 á sunnudaginn. Guðmundur skáld á Sandi hjelt hjer fyrirlest- ur í gærkvöldi og var aðsókn góð. Efni fyrirlestursins var: Ástandið í Rússlandi og hvað læra má af því. Umræður fóru fram að lokn- um fyrirlestrinum og voru hinar fjörugustu. Einar Olgeirsson var sjerstaklega boðinn og andmælti hann fyrirlesaranum kröftugleg- ast. Aftur á móti studdi Líndal fruramælanda. Jarðarfor Sigurðar Ólafsson ir fyrv. sýslumanns í Kaldaðarnesi fór fram 20. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni; hann var jarð- sunginn heima í Kaldaðarnesi, í grafreit sem þar er. Húskveðju flutti sjera Ólafur Magnússon ' Arnarbæli, en sjera Gísli Skúlason á Stórahrauni jarðaði. Er talið að á briðja hundrað manns hafi verið við jarðarförina víðsvegar að úr fsveitinni og nokkuð hjeðan úr Reykjavík. Halastjarna hefir sjest hjer undanfarin kvöld. Mun það vera liin nýja stjarna, sem lcend er við Pótts Winnecke, stjörnufræðing- inn, sem fyrstur lcom auga á hana í haust. Bifreiðir. Samkvæmt skattskrá 1927 voru til í landinu 345 vöru- flutningabifreiðir, 230 fólksflutn- ingabifreiðir og 59 bílungar, eða samtals 634. Þar af er rúmur helmingur í Reykjavík, 192 vöru- bifreiðir, 150 fólksbifreiðir og 46 bílptigar, í Yestmannaeyjum 22 vörubifreiðir, Iíafnarfirði og Gulb bringusýslu 46, 38 fólksbifreiðir og 8 bílungar. í Árnessýslu 18, 6 og 2, Eyjafjarðarsýslu og Akur- eyri 13, 15 og 3. — Af vörubif- reiðum eru 14 tegundir (flest Ford 204 og Chevrolet 125). Af fólksbifreiðum eru 27 tegundir (flest af Ghevrolet 51, Ford 41, Buick 40, Overland 36 og Fiat 10). Aí' öðrum tegundum eru ekki nema 1—5 af hverri tegund. —■ Bílungamir eru flestir frá Harley Davidson 10, og B. S. A. 9. íslenskt leikrit. Alveg nýlega er komið í bókaverslanir hjer, ís- lenskt leikrit, eftir lconu, sem menn vissu ekki að fengist við skáldskap, þó margt hafi hún skrifað. Höfundurinn er dr. Björg Þorláksdóttir. — Leilcritið heitir „Leikur Iífsins,“ og fjallar um íslenskt efni. „Tilgangur lífsins“. prjediltanir, eftir sjera Halldór Kolbeins á Stað í Grunnavík, eru nýkomnar tit. Eru það aðventu-, jóla og ný- ársræður og ætlaðar til lesturs við heimilisguðsþjónustur. Úr Mýrdal (eftir símt. 23. des.) Svafar Guðmundsson verslttnar- fulltrúi Sís er fyrir nokkru kom- 'inn austur í Vík aftur og heldur áfram að rannsaka hag Kaupfjel. Skaftfellinga. Er fullyrt að kaup- fjelagsstjórinn, Bjarni Kjartans- son, fari frá fjelaginu frá næstu 'áramótum, en við muni eiga að taka Helgi Lárusson, sonur Lár- psar í Klaustri alþm. Sje það fvr- ir tilverknað Sís, að þessi breyt- ing verður gerð, þá er víst að hún muni mælast illa fyrir eystrá, því 'Bjarni er vinsæll maður mjög og áreiðanlegt er, að það eru aðrir en haou, 'sem eiga aðalsökina á (því, hvernig komið er fyrir kaup- fjelaginu. Ilinir pólitísku forráðá- menn kaupfjelagsins vilja að sjálf- sögðu ekki viðurkenna þetta, en verið getur að sá tími komi, að 'þeir verði að viðurkenna þann [sannleika. Mælt er, að Bjarni flytji strax eftir áramótin norður ;á Siglufjörð og taki þar við útsölu 'Spánarvína. Skjalaheimt. Nýlega Iiafa verið undirskrifaðir samningar milli Dana og íslendinga um það hver skjöl við fáum úr dönskum söfnum (og Danir hjeðan). Er von á skjöl- unum hingað bráðlega. Hegningarhúsið. Þar er frem- ur rúmt um þessar mundir. Eru þar aðeins 4 eða 5 til húsa, sem eru að taka út hegningu. Bú- ist er við, að þeim fjölgi eitt- hvað eftir hátíðarnar. Koma þá sumir þeir, sem eiga að „sitja af sjer“ vínsölusektir. Þingmálafundi hefir EinarÁrna son þingm. Eyfirðinga boðað í kjördæmi sínu, í Hrafnagilshreppi á föstudaginn kemur, en í Glæsi- bæjarhr. á 2. í nýári. Einar verð- ur einn þingmanna á þessum fund um, því Bernhard Stefánsson er lijer syðra eins og kunnugt er. Andlátsfregm. Guðmundur V. Jónsson, kaupm. frá Bíldudal, and aðist á Landakotsspítala á jóla- daginn, eftir langa vanheilsu. — Hann var drengur góður og gerfi- legur maður. Dómur var nýlega kveðinn upþ í vínsmyglunarmáli Jóns Ólafsson- ar sjómanns, þess er kom með á- fengið á „Lyru“ um daginn. V.ar hann dæmdur í 2000 kr. sekt. og„ 30 daga einfalt fangelsi. Dómur- inn er svo þungur vegna þess, að Jón hefir áður verið viðriðinn vín- smyglunarmál. Spítalabygging í Vestmannaeyj- um. Landlæknir Guðm. Björnsom og Guðjón Samúelsson, húsameist- ari ríkisins fóru til Vestmanna- eyja með Gullfossi síðast, þeirra erinda að vera við iittekt spítala-- byggingarinnar nýju í eyjunum. Er hún nú fullgerð, og sögð mik- il bygging og vönduð. Með þeiirk landlækni og húsameistara fór- Gísli Johnsen konsúll. Hefir liann átt mikinn og góðan þátt í spít- álabyggingunni og lagt fram til hennar, að sögn, mikið fje. Húsið kvað hafa kostað á annað hundi’að þúsund krónur. Dánarfregn. Friðgeir Jónsson- frá. Bakkagerði, er slasaðist í Gef j. unar-verksmiðju á dögunum, and- aðist á þorláksmessu. — Friðgeir- heitinn var á fertugsaldri, kvænt- ur maður en barnlaus. ÍJann hafði um nokkurt árabil verið starfs- maður í verksmiðjunni. Hann var ljúfmenni liið mesta, trygglyndur og trúr í hverju starfi er hann tók sjer fyrir hendur ; glaðvært góðmenni, sem ölluxn var vul við er honum kyntust. _. , /

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.