Ísafold - 12.03.1929, Page 2
£
í S A F O L I)
Dómur í Hntfsdalsmálinu
Hálfdán fær 8 mánaða betrunarhússvinnu, Eggert 6
mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi, og Hannes
3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi.
II.
Sjálfrá'tt eða ósjálfrátt hefir
stjórnin komist út á mjög alvar-
lega og hættulega braut í kaup-
■deilumálunum. Mætti því ætla, að
hún tæki fegins hendi hjálp góðra
manna, til þess að komast á rjetta
leið aftur. Og nú er henni boðin
hjálpin, þar sem er dómstóll, skip-
.aður óvilhöllum mönnum, sem
dæma á í vinnudeilum.
Eri það er ekki að sjá, að stjórn-
inni sje kærkomin hjálpin. Blað
stjórnarinnar fer lítilsvirðingar-
-orðum um vinnudóminn. Mælt er,
að á flokksfundi í Framsókn hafi
verið ráðist heiftarlega á þá tvo
þingmenn flokksins, er gerðust
meðflutningsmenn frumvarpsins á
Alþingi. Þeim hafi verið borin á
brýn flokkssvik og fleira af svip-
uðu tægi.
Er bersýnilegt, að það eru æs-
íngamenn Alþýðuflokksins, sem
hafa tökin á stjórninni, ef hún
snýst á móti þessu máli. Æsinga-
mennirnir hata vinnufriðinn. Þeir
e’lska kaupdeilur og ófrið. Þessir
menn hafa líf stjórnarinnar í hendi
«jer.
En bændur landsins verða vel aáð
athuga, að framtíð atvinnuveg-
anna byggdst á því, hvort takast
megi að tryggja vinnnfriðinn í
landinu. /
Þetta verða bændur að gera sjer
Ijóst, þegar þeir greiða atkvæði
um dóm í vinnudeilum.
+
Böðvar Þorlðksson
póstafgreiðslumaður á Blönduósi
andaðist að heimili sínu 3. þ. m.
Sjera
laits M LPie 1ÖH3BI
fyrrum prestur á Kvennabrekku,
undaðist hjer í bænum 6. þ. m.
Slys.
Þ. 28. febr. tók mann út af mót-
íirbát á Homafirði. Maðurinn
druknaði. Hann hjet Benedikt
Jónsson frá Amamesi.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá, var hið svokallaða Hnífsdals-
mál tekið til dóms 1. desember s.l.
Síðan em liðnir fullir þrír mán-
uðir og voru menn farnir að halda,
að dómur ætti aldrei að koma. En
svo var þó ekki. 8. þ. m. tilkynti
rannsóknardómarinn einum sak-
borningnum, sem staddur er lijer
í bænum, Hálfdáni Hálfdánarsyni,
að dómur yrði upp lcveðinn kl. 7
þá um kvöklið á Hótel Heklu, en
þar hefir dómarinn aðsetur.
A slaginu sjö mætti Hálfdán og
verjandi hans, Lárus Jóhannesson
hrm., á Hótel Heklu, á herbergi
nr. 8. Um samá leyti mættu þar
einnig tveir blaðamenn, sem höfðu
frjett um athöfnina.
Var nú byrjað að lesa upp dóm-
inn; gerði það Tómas Guðmunds-
son, cand. jur., og fórst það vel
úr hendi. Stóð sá lestur í fullar
þrjár klukkustundir og var þó
hratt lesið, því dómurinn er 90
þjettskrifaðar blaðsíður í rjettar-
bókinni. Eru engin tök á að segja
Landsmálafundnr
á Raufarhöfn.
Þriðjudaginn 26. febr. s. 1. var
almennur landsmálafundur fyrir
Austursljettu haldinn á Raufar-
höfn, að undangengnu fundarboði.
Hafði Sveinn Einarsson kaupmað-
ur boðað til fundarins og setti
fundinn. Fundurinn tók til með-
ferðar þessi mál:
1. Vegagerð á Raufarhainarheiði
og Reykjaheiði. Hreyfði fundar-
boðandi málmu og töluðu ýmsir og
var að síðustu samþ. svohlj. till.:
„Fundurinn skorar á Alþingi að
veita fje til bílvegar yfir Raufar-
hafnarheiði á þessu ári, þannig, að
samanhangandi vegur verði frá
Raufarhöfn að Reykjaheiði. Sömu-
leiðis óskar fundurinn, að Alþingi
veiti fje til Reykjarheíðarvegar á
þessu ári.“
frá forsendum dómsins, enda kenn-
ir þar margra grasa.
En niðurstaðan er sú, að allir
hinir ákærðu fá sektardóm. Hálf-
dán Hálfdánarson var dæmdur í
8 mánaða betrunarhússvinnu, Egg-
ert Halldórsson í 6 mánaða fang-
elsi við venjulegt fangaviðurværi,
og Ilannes Halldórsson í 3 mán-
aða fangelsi við venjulegt fanga-
viðurværi. Hinir sakbornu voru
ennfremur dæmdir til þess að
greiða % hluta málskostnaðarins,
er skyldi skiftast þannig: Þeir
Hálfdán og Eggert greiði in
solidum % parta af þessum %, en
Hannes %. — Þá skyldi Háldán
greiða verjanda sínum (L. Jóh.)
40 kr., Eggert (Páli Jónss.) 150
kr. og Hannes (M. Guðm.) 75 kr.
— Loks var hrm. L. Jóh. dæmdur
í 40 króna sekt fyrir vöm sína.
Sagðist L. Jóh. vera ánægður, og
bauð selctina strax fram.
Hálfdán krafðist þess hvað sig
snerti, að málinu yrði tafarlaust
skotið til Hæstarjettar, og að dóm-
aranum yrði stefnt til ábyrg(5ar.'
2. Samvinna með íhalds- og
Framsóknarflokkum. — Hóf Einar
B. Jónsson máls, og kom fram till.
í málinu frá Páli H. Jónssyni pró-
fasti, svohlj.:
„Fundurinn vill taka það fram,
að hann telur samband það, er ver
ið hefir milli Framsóknar- og jafn-
aðarmannaflokksins óeðlilegt, og
óskar þess, að samvinna takist
heldur milli íhalds- og Framsókn-
arflokksins, í velferðarmálum þjóð
arinnar.“
Till. samþ. með öllum atkv.
3. Strandferðir. Svohlj. till. frá
Arna Arnasyni borin upp, rædd og
samþ.:
„Fundurinn krefst þess, að Al-
þingi hlutist til um það, að strand-
ferðaskipið „Esja“ verði á áætlun
hjer á Raufarhöfn í hverri strand-
ferð sinni kring um landið.
Undanfarandi ár hefir það verið
svo, að „Esja“ hefir að vísu oftar
komið hjer en hún hefir verið áætl-
uð, eftir beiðni einstaklinga, en al-
menningur hefir þess eigi svo full-
komin not sem ef skipið væri jafn-
an á áætlun.“
4. Hafnarbætur. Eftir nokkrar
umr. var svohlj. till. borin upp og
samþ.:
„Fundurinn ályktar að fara fram
á það við Alþingi, að það veiti eitt-
hvert fje til þess á næstu árum,
að koma sandi upp úr höfninni
hjer, þar sem Raufarhöfn er eina
höfnin milli Akureyrar og Seyðis-
fjarðar, sem hægt er að leita skjóls
á fyrir öllum veðrum.“
5. Verkfallið. Var málinu hreyft
af kpm. Sv. Ein., og urðu umr. all-
harðar, og var að síðustu svohlj.
till. borin upp:
„Fundurinn álítur, að landstjórn
in sje komin inn á hættulega braut
með að jafna vinnudeilur með f jár-
framlögum úr ríkissjóði, og skorar
á Alþingi að sjá um, að slíkt komi
ekki fyrir aftur.“
Var till. samþ. með 19 shlj. atkv.
6. Síldareinkasalan. Frsm. Sv.
Ein. Eftir nokkrar umr. kom fram
svohij. till.:
„Fundurinn lýsir óánægju sinni
yfir rekstri síldareinkasölunnar,
og óskar eftir, að Alþingi afnemi
hana, þannig að framleiðendur ráði
sjálfir yfir þessari vöru sinni.“
Till. var samþ. með öllum atkv.
Sfldareinkasalan.
Akureyri, FB. 26. febr.
Síldareinkasalan hefir gefið út
skýrslu um framkvæmdir á fyrsta
reikningsári, samda af P. Ólafs-
syni einum. Samkvæmt henni varð
starfrækslukostnaður á þessum lið-
um til 1. jan.: Ferðakostnaður inn-
anlands 400 kr., erlendis 9700 kr.,
5000 kr. til Ingvars Guðjónssonar,
erindrekastarf í vor, símakostn-
aður 1400 kr., burðargjöld 250 kr.,
auglýsingar utan lands og innan
1100 kr., préntkostnaður, pappír
og ritföng o. fl. 2600 kr., leiga á
skrifstofum 3000 kr., skrifstofu-
kostnaður í Kaupmannahöfn, Ein-
ars Olgeirssonar, 3000 kr., efna-
rannsóknir 3000 kr., húsgögn, á-
höld 5300 kr., brennimerki, fitu-
vogir 1700 kr. 1 varasjóð munu
¥
falla 12—13,000 kr., markaðsleit-
arsjóð 38—40,000 krónur. Umboðs-
sölusamningar voru gerðir við
Johnson Englehardt, Gautaborg,
Wesslau, Stokkhólmi, Brödrene
Levy, Kaupmannahöfn, keypt 57
þús. tunnur fyrir 29,70 tunnu fob.,
borgaði 500,000 fyrirfram, hitt
jafnóðum og síldin fer. Þær laga-
bre'dingar nauðsynlegar á einka-
sölunni, að henni verði trygt við-
unanlegt rekstrarfje og veitist
heimild til þess að kaupa tunnur
og salt og taki sjálf í sínar hend-
ur alla söltun síldarinnar.
--*——-
Strfðsskuldir Ujóðverja.
Bandamenn, sigurvegararnir,
gátu ekki- með friðarsamningun-
borgað allan stríðskostnað. Hann
var metinn alls og alls um 167
miljarð dollara og var því mun
meiri en samanlögð þjóðareign
Þýskalands, Austurríkis, Ung-
verjalands, Búlgaríu og Tyrk-
lands, en hún var fyrir stríð met-
in á 120 miljarð dollara. Banda-
menn urðu því að vera ásáttir
með að krefjast af miðveldunum
bóta fyrir stríðstjón þeirra, eða,
eins og þeim reiknaðist, 225 mil-
jarð gullmarka (= 53 miljarð
dollara).
1 friðarsamningunum er slegið
föstu, að þessar skaðabætur skulu
greiddar og ákvarðanir teknar um
tryggingu fyrir greiðslu þeirra.
En þar stendur ekkert um, hvað
skaðabæturnar skuli nema mikln,
heldur tekið fram, að upphæð
þeirra, skuli ákveðin af til þess
kjörinni nefnd, skaðabótanefnd-
inni. Það var þessi nefnd, sem
ákvað 5. maí 1921, að ógreiddar
skaðabætur frá þeim degi skyldu
nema 132 miljörðum gullmarka
+ 5% í vöxtu. Þýskaland var
skyldað til að ábyrgjast að
nokkru leyti greiðslur Austurrík-
is, Ungverjalands og Búlgaríu.
Tyrkland eitt slapp við að borga
skaðabætur. Nú þegar er komið í
ljós að ákvörðunin 1921 hefir
ekki fullnægt kröfum Banda-
manna um stríðsskaðabætur.
Samt var tregða á útborgunura
Þjóðverja, og eftir Ruhrtökrina
kom Dawesregl-ugerðin til skjal-
anna, og átti með henni að koma
island fiskforðabúr Evrópu.
Eftir Earl Hanson.
Niðurlag.
Jeg hefi fyrir framan mig
akýrslu til stjórnarinnar í Brasilíu
frá Mr. Gardner Poole, en hann er
meðal þeirra manna, sem mest vit
liafa á fiskverslun í Ameríku.
Hann hefir fengist við þessa grein
'viðskiftanna í 30 ár; verið for-
maður ýmsra verslunarfyrirtækja,
og um skeið var hann í verslunar-
xáðuneyti Bandaríkjanna.
Hann kemst þannig að orði:
,.,Ef góð matvæli, svo sem fiskur
og kjöt, eru fryst á þann hátt,
sem' viðgengist hefir fram á síð-
ustu tíma, t. d. með því að láta
matvælim; vera svo lengi í frysti-
rúmi, að þau gegnfrjósa —- þá
tekur frystingin talsverðan tíma,
margar klukkustundir eða jafnvel
8vo sólarhriaagum skiftir. Þegar
frystingin tekur svo langan tíma,
þá eyðileggjast „sellu“-vefir mat-
vælanna, gerð sellanna eða frum-
anna aflagast öll frá þeirri mynd
sem á þeim var meðan dýrið var
lifandi, en við það missa matvæl-
in mikið fóðurgildi, jafnframt því,
sem bragðkeimur þeirra breytist.
í hinum lifandi líkama, meðan
hver sella heldur sinni sjálfstæðu
lífeðlisgerð, eru selluveggirnir
hindrun þess, að sóttkveikjur og
gerlar breiðast út um líkamann.
En þegar þessar „sóttkvíar“ eru
eyðilagðar, sellugerðin öll aflög-
uð, veggir sellanna komnir í rúst,
þá geta sóttkveikjur og gerlar
leikið lausum hala um matvælin.
Ef matvælin aftur á móti eru
hraðfryst, þá helst sellugerðin öll
hin sama og var í matvælunum
glænýjum, og matvælin missa ekk-
ert af upprunalegum gæðum sínum
við frystinguna. Þegar þau eru
þýdd upp aftur til notkunar, eru
þau að öllu leyti sem glæný.“ —
Mjer líst svo á, eftir þessu að
dæma, að íslendingar ættu að
taka upp hraðfrystingaraðferðir
við matvæli þau, er þeir flytja til
útlanda.
Aðferðir við hraðfrystingu eru
margar, og hafa alla-r til síns á-
gætis nokkuð, og allar sína galla.
Margar af aðferðum þessum verða
vafalaust úr sögunni áður en mörg
ár eru liðin. Ef íslendingar á ann-
að borð ætla sjer að taka upp
hraðfrystingu, þá verða þeir að
gæta þess vel, að taka upp þá að-
ferð, sem heillavænlegust reynist.
Það yrði alveg óbærilegur kostn-
aður, að setja upp vjelar og út-
biinað fyrir mikið fje, sem þyrfti
ao fleygja og ónýta alt eftir fá ár.
Nýlega hafði jeg tækifæri til
þess að kynna mjer aðferðir þær,
sem notaðar eru við hraðfrystingu.
Efiir því sem jeg fæ best sjeð,
jafnast engin þeirra við aðferð
Birdseyes. Fyrir íslendinga er sú
aðferð sjerstaklega hentug vegna
þess, að með henni er hægt að taka
til frystingar matvæli, sem eru í
mjög mismunandi stórum stykkj-
um, án þess að það valdi nokk-
urri truflun á verkinu. Smákola
er hægt að frysta samtímis og heil
kjötkrof. Tekur frystingin aðeins
7 mínútur. Hægt er að setja mat-
vælin í söluumbúðir áður en þau
eru fryst, meðan þægilegt er að
fara með þau og laga þau í hendi.
En þetta er ekki hægt, þegar sú
aðferð er höfð, að dýfa matvælon-
um ofan í völtva til frystingar.
Vjelar Birdseye hafa marga aðra
kosti. Þeir, sem vildu kynnast nán-
ar aðferðum hans og útbúnáði,
geta leitað fróðleiks um þau efni í
blaðinu „The Fishing News“, frá
nóvember 1928, sem gefið er út í
Aberdeen. Þar er grein sem heitir
Advantage of Quick-Freesing over
tlre Slow-Freesing Process (yfir-
burðir hraðfrystingar yfir hægfara
frystingu).
Islendingar ættu að kynna sjer
þessi mál til lilítar. Jeg tók mjer
tíma nýlega til þess að kynnast
því eftir föngum. Jeg fór til Glou-
cester, og þaðan út á fiskimiðin
fyrir utan Boston. Grein þessi er
skrifuð úti í ameríkskum togara.
Mr. Birdseye var mjer mjög
hjálplegur og velviljaður. Hann
greiddi götu mína eftir föngum.
Hann ljet sýna mjer' fryst.ihús sín
og stöðvar, fjekk togaraskipstjóra
til þess að taka mig í veiðiför;
leysti fullkomlega úr öllum spurn-
ingum mínum og kvaðst myndi
greiða fyrir mjer framvegis eftir
mætti.