Ísafold - 30.10.1929, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.10.1929, Blaðsíða 1
Afgreiðsla 1 Austurstræti 8. Póstbox 697. Árgangurinn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Vikublað Morgunblaðsins. Elsta og besta frjettablað landsins- Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Sími 500. (safoldarprentsmiðja h.f. Verslnuarsknldir bænda. Hvers vegna standa Tímasósíalistar í vegi fyrir útrýming verslunar- skuldanna í sveitum? I. Og nú eru bændur farnir að Sennilega er margur bóndinn súpa seyðið af ráðsmensku Tíma- kominn á bá skoðun, að láns- og sósíalista og þeirra sendisveina. Nú vöruskiftaverslun sú, sem ríkjandi j er í sveitunum, sje stærsta biil j landbúnaðarins. Skuldirnar þróast og dafna vel í skjóli þessa óheil- brigða verslunarfyrirkomulags. — Þe'ssar skuldir hvíla nú sem mara á bændum. Verslunarskuldir bænda eru víða meiri nú, en þær hafa verið nokkru sinni áður. Margur bónd- inn hefir orðið að veðsetja alt sitt, fast og laust, til tryggingar þess- um skuldum. Honum gagnar það lítið, þótt hagfeldar lánsstofnan- ir rísi upp landbúnaðinum til handa. Þessar stofnanir verða lok- aðar fyrir bóndanum, sem flæktur er í versluiiarskuldum, því hann hefir ekkert veð til. Þetta ástand er ge'rsamlega ó- þolandi. Bændur standa ráðþrota og geta ekki risið undir hinu þunga fargi. Ofan á skuldahrúg- una safnast árlega okurvextir (7 —8%). Innlegg fátæks bónda ger- ir oft lítið betur en að greiða vextina af súpunni. Þegar bændasynirnir ætla að byrja búskap á föðurleifð sinni, sjá þeir framundan aðeins basl og vonleysi. Skuldirnar, sem hvíla á búunum, eru svo miklar, að þeir sjá engin ráð til þe'ss að geta orð- ið sjálfstæðir borgarar í þjóðfje- laginu. Vonleysið verður svo til þess, að margur efnilegur bónda- sonurinn gefst alveg upp. Hann flýr föðurleifðina og leitar til kaupstaðanna í von um að fá þar eitthvað betra. II. Verslunarólag það, sem enn er ríkjandi í sveitunum, er leifar löngu úrelts ve'rslunarfyrirkomu- lags. En sorglegast er, að ýmsir þeir menn, sem gerst hafa leiðtog- ar bænda í verslunar- og viðskifta- málum, hafa ekki aðeins orðið til þess að viðhalda þessu úrelta og óheilbrigða ástandi, heldur hafa þeir stórum aukið vandræðin. Hinir pólitísku forkólfar kaup- fjelaganna eiga mesta sök á ástand inu. Þessir meUn erur gerðir út af sósíalistum, t.il þess að reyna að vinna bændur til fylgis við sósí- alista-stefnuna. Markmið þessara grímuklæddu sósíalista var fyrst og fren|st að stofna pólitísk kaupfjelög út. um bygðir landsins. Þeir lögðu aðal- áhersluna. á að ná sem flestum bændum inn í kaupfjelögin og ríg- binda þá þar á skuldaklafann. Um hitt var minna hirt, livort f jelagið væri rekið á heilbrigðum grund- velli sem vershmarfjelag. vildu þeir gjarnan fá frelsi sitt aftur. En það cr liægara sagt en gert. Fjöldi bænda er rígbund- inn á skuldaklafann og fá sig hvergi hreyft. Og yfir þeim vofir pólitískur refsivöndur ef þeir ætla sig að hraira. III. Þessi pólitíslci skuldaklafi kaup fjelaganna er ávöxtur hinnar Imeysklanlegu sambúðar bænda og sósíalista. Með honum á að kúga íslenska bændur til fylgis við só- síalistastefnuna. En þegar þetta er orðið ljóst fyrir mönnum, ætti hitt cinnig að skýrast: hvers vegna svo erfið- lega gengur að fá samþykt lög á Alþingi, sem miða að því að losa bændur af skuldaklafanum. A tveimur undanförnum þing- um hafa Sjálfstæðismenn reynt að fá samþykt frumvarp um atvinnu- rekstrarlán handa bændum. Sje slíltum lánum haganlega fyrir kom ið, ættu þau fljótlega að geta út- rýmt skuldave'rsluninni að fullu og öllu. Þetta hafa sósíalistar og afleggj ari þeirra, Tímamenn, sjeð, og þess vegna hafa þeir brugðið fæti fyrir þetta mikla velferðarmál bændanna. Þegar bóndinn er laus af liinum pólitíska skulda-klafa, er hann crðinn frjáls maður. En þá er líka hætt við, að sósíalista stefnan eigi erfitt uppdráttar í sveitum lands- ins. IV. Bændur verða að slcilja það, að viðre'isnarstarfið í sveitunum bygg ist að miklu eða mestu leyti á því, hvort það tekst að útrýma hinni illræmdu skuldaverslun og skapa heilbrigt viðskiftalíf í sveit unum. Takist það, mun nýtt blóm- legt tímabil renna upp í sveitun- um. En takist það ekki, og; fái hinn pólitíski skuldaklafi áfram að halda bændum í fjötrum, er hætt við að viðreisnarstarfið verði unnið fyrir gíg. Vjelbðtur ð Mýuatnti f sumar lcevpti Þórir Steinþórs- son í Álftagerði vjelbát, sem geng- ið hefir um Mývatn í sumar. Hefir hann flutt vörur t.il þeirra, sem fjær búa við vatnið; fá þeir vör- urnar á bifreið í Skútustaði og þaðah eru þær svo fluttar á bátn- um. Einnig hafa ferðamenn tekið sjer far með hoiium til hinna mörgu einkennilegu og fögru staða við vatnið. Saga loftfaranna. „R 101“ dregið út úr skýli sínu til þess að fara fyrsta reynsluflug Hvað liafa Þjóðverjar smíðað mörg Zeppelin loftför? Það er nógu gaman að athuga það. „Zeppelin greifi“ hefir merkið „DLZ 127“. Það þýðir sama sem að hann sje liið 127. í röðinni. En hvar eru þá öll hin? Fyrst í stað urðu loftförin fyrir sífeldum óhöppum. „LZ 1“ fórst í Norðursjó. „LZ 2“ skemdist svo við lendingu í Allgau, að menn gáfust upp við að reyna að gera við það. Fjórða loftfarið flaug yfir liálft Þýskaland í ágústmán- uði 1908. Það hafði flogið 600 km. og e'kkert liafði orðið að, ekki einu sinni þar sem það hafði orðið að leita nauðlendingar (þáð var í Echterdingen). Að kvöldi hins 5. ágúst ætlaði Zeppelin gieifi að halda fluginu áfram. Margar þús- undir manna höfðu safnast saman til þess að horfa á það. En í sama bili kom hvirfilbylur, sem rykti loft.farinu upp og skelti því svo til jarðar aftur. Við það varð sprenging í einum hreyflinum og loftfarið brann til kaldra kola.. Daginn eftir voru hafin þjóð- arsamskot, svo að Zeppeliu grðifi gæti látið smíða nýtt loftfar. Árið Í9Í0 fórst loftfarið „LZ 6“ og tveimur árum seinna brann loftfarið „Schwabe'n“ lijá Dússel- dorf. En þrátt fyrir þcssi óhöpp tapaði hvorki þýska þjóðin nje Zeppelin greifi trúnni á framtíð íoftfaranna. Þetta var líka því að þakka, að tvö loftför „Hansa“ og „Victoria Louise“ höfðu reynst vel. Svo komið stríðið og þá var svo sem auðvitað að loftförin og upp- götvun Zeppelins væri tekin í þjónustu herstjórnarinnar. — En áður höfðu þó nokkur loftför farist og strandað. Nú var byrjað á því af lcappi að smíða ný loft- för. En hve mörg voru smíðuð og hvað um þau varð, fekk al- menningur ekki að vita. HerStjórn- in þagði um það. Hið eina, sem frjettist, var um árásir loftfar- anna á England. Hitt frjettist elcki fyr en löngu seinna, að í Lundúnum liöfðu 12 loftför verið skotin niður og einu þeirra höfðu Bretar náð lítt skemdu. Bretar notuðu sjer þetta auðvitað til þess að byggja loftför af lílcri gerð, og eitt. af þeim var enska loftfarið „R 34“, sem flaug fyrst yfir Atlantsliaf milli Edinborgar og New York. f Berliner Me'ereskunde-Museum er stórt eikarspjald, þar sem á er letrað hve mikið tjón þýski flot- inn og loftflotinn beið í stríðinu. Þar er þess getið að Þjóðverjar liafi mist 33 loftför. En sje list- inn lesinn nánar, lcemur það í ljós, að á ófriðarárunum gengu 66 loftför úr flotanum, skotin niður eða ónýtt á annan hátt. Sum urðu fýrir eldingúm, í sumum urðu sprengingar og sum ,,hurfu“. Og að stríðinu loknu voru tekin af Þjóðverjum öll þau loftför, sem þeir áttu. .. ,v Síðan 1919 hafa fá loftför verið smíðuð. Merkast er „Bodensee“. En af þessum 127 stóru loftförum eru nú eklci nema tvö eftir, „Los- Angeles“ og „Graf ZeppelkTL Eitt er og í smíðum í Friedrichs- hafen, en það á að bera númeT „DLZ 128.“ Síðan Englendingar náðu fyrstas þýska loftfarinu, hafa þeir stöðugt verið að endurbæta loftför sin. Og nú er stærsta og vandaðasta loft- far þeirra „R 101“ nýlega „hlaup- .ð af stokkunum.“ Það hefir kost- að um 10 miljónir íslenskra króna. Hefir það verið ætlunin, að hafa það til langferða, svo sem frá Englandi til Egyptalands, Ind- lands og Ástralíu. Skipið hefir fjóra hreyfla, eli eir eru eklci knúðir ~neð benzíni, lieldur með hráolíu. Er þetta al- veg ný tegund hreyfla og heitir- 'sá Alan E. L. Chórlton, sem hefir fundið þá upp. Hann segir að að- allcosturinn við slíka hreyfla í loftförum og flugvjelum sje sá,. að eldhætta sje' ekki nándar nærri. eins mikil. Auk þess geti hver hreyfill komist af með 25% minnæ af hráolíu heldur en benzíni, og hún sje miklu ódýrari. Hyggur hann að slíkir hreyflar muni hent- ugri í stórar flugvjelar, sem eiga að fara langferðir, 10 stunda flug í einu eða meira, og geti þeir orðið góðir fyrir þær flugvjelar, sem ætla yfir úthöf og flytja póstr því að minna fari fyrir olíunni en benzíni og geti flugvjelarnar því flutt meiri póst en ella. Það er nú alllangt síðan, að hreyfilvjelar líkar þessum voru. gerðar handa kafbátum. En svo kom vandinn að breyta þeim þannig, að hægt væri að nota þær i loftför. Hefir' Chorlton unnið að því í fimm ár að breýta þeim og þykist viss um, að þær muni reynast vel í „R 101“. Aftur á nióti halda aðrir vjelfræðingar því fram, að „R 101“ sje þegar orðið úrelt. Hreyfivjelarnar sjeu elcki nógu kraftmiklar og loftfarið geti því hvorki náð áætluðum hraða nje flutt eins mikið með sjer og til var ætlast. Drengurinn: Krikett Hvað gefllg' ur að yður, maðurt Sjáið þjer ekki, að við erum að spila tennÍBt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.