Ísafold - 30.10.1929, Side 3
Glimnflohfcnr
Ármenninga
kominn heim frá útlöndum.
með sigri og sæmd.
Glímuflokkur „Ármanns“ kom
hingað með „Brúarfossi‘ ‘ seint á
sunnudagskvöld.
ísafold hefir átt tal við
glímumennina og spurt þá frjetta.
í stuttu máli sagðist þeim svo frá:
— Gera má ráð fyrir að um 18
þúsundir manna hafi komið alls á
sýningarnar í Þýskalandi, en að
um 15 miljónir manna liafi lesið
greinir hlaðanna og sjeð myndir
af íþróttaflokknum, því að í hverri
þorg fluttu blöðin greinir eða
myndir, eða hvort tveggja, um
ukkur, og þar sem sum þessara
blaða liafa alt að % miljón kaup-
enda, og að það voru á annað
hundrað blöð, sem töluðu um okk-
ur, mun þetta ekki of ætlað.
Auk þessa ljet kvikmyndafjelag-
ið „Ufa“ taka kvikmynd af okkur
•og sýna hana um vikuskeið i öllum
kvikmyndahúsum sínum um þvert
og endilangt Þýskaland. Er ekki
gott að giska á hve margir hafa
kynst okkur þar. í Jena var einnig
tekin af okkur kvikmynd fyrir
safn, en liún var líka sýnd opin-
lega allvíða. (Báðar þessar kvik-
mvndir munu koma hingað áður
en langt um líður). Þegar því er
rætt um það hvaða kynningu
þ ýska þjóðin hefir haft af ís-
lensku glímunni og íslandi fyrir
för okkar, má ekki aðeins miða
við það hve margir komu á sýn-
Íngar okkar. Mikils metnir Þjóð-
verjar höfðu einnig þau orð um,
hvað eftir annað, að ekki vissu
þeir til að Island he'fði nokkru
•sinni verið kynt betur í Þýska-
landi (og út á við) en með þessari
sutanför „Ármenninga.“
ísafold feltk nokkrar blaða-
úrklippur, þar sem getið er
\ seinustu sýninga flokksins í Þýska-
landi og sýningarinnar í Leith.
Fer hjer á eftir útdráttur úr þeim
ummælum.
„Trierisché Volksfreund (Trier)
st'gir: „FimleikaT þeirra fóru
fram ineð leikandi hraða viðstöður
laust í margar mínútur og án þess
að talið yrðí. Auganu var það
(hrein) nautn að fylgjast með þess
um fullkomnu og sumpart mjög
erfiðu æfingum, sem hinir ítur
vöxnu íslendingar notuðu til þjálf-
unar líkamá sínum....
.... Það er ekki unt að lýsa ein-
■stökum atriðum glímuleiksins, en
ólgandi (stiirmisehe Beifall) fagn-
aðarlæti áhorfendanna vorn besti
vitnisburðurinn um hin djúpu á-
hrif og hrifningu, sem viðureign-
\ in vakti.“
„Dresner Neueste Nachrichten"
t segja: . Vjer sjáum fyrir oss frá-
j œunalega vel þjálfaða líkami, sem
með fullkominni fimi og glæsileik
höfðu tök á íþrótt sinni. Á prýði-
legan hátt voru okkur sýnd ein-
■stök brÖgð og vjer dáðumst að
fullkomleika æfinganna.
En það íþróttalega var þó ekki
aðalatriði þessa kvölds. Vjer feng-
tm að skygnast inn í eðli og til-
'Veru þjóðar, sem vjer vitum ekk-
^rt um, en sem okkur er hagur að
hynnast. •
Því miður var þessi stund altof
fljót að líða. Öllum mun ekki hafa
verið það ljóst að þessir íþrótta-
menn voru ekki þaulæfðir sjerfræð
ingar, heldur synir ýmsra stjetta
újóðar, sem telur æfingu þessarar
íþróttar sjálfsagða. Það annað,
sem vjer lærðum, ATar það, sem L.
Guðm. forstjóri alþýðuskóla á ís-
landi sagði:
En þetta fáa nægði til þess, að
vekja hjá oss löngun til að þekkja
meira. Vissum vjer að íslendingar
tala ennþá tungu þá, sem Edda er
skráð á? Nú fengum vjer að heyra
hana. Vjer vissum heldur ekki, að
ískndingar lifa og hrærast í bók-
mentum sínum. Vjer vissum ekki
að þessi þjóð getur haldið hátíð-
legt þúsund ára afmæli þjóðþings
síns næsta vor, 1930. Vjer vissum
heldur ekki að nær þriðjungur
þéirra stúdenta þessarar þjóðar,
sem stunda nám við erlenda skóla,
les við þýska háskóla. Alt þetta
frjettum við eins og aukalega. En
það er engin tilviljun, að einmitt
í íþróttum þessarar litlu þjóðar
langt í norðri hljómar menning og
er látin hljóma með. Því að þar til
heyrir íþróttin ennþá menning-
unni. Vjer vildum óska þess, að
þetta væri e'kki í síðasta sinn, sem
vjer fáum að sjá íslendingana.
„The Scotsman" í Edinborg, eitt
af frægustu blöðum Breta, segir
um íslendinga:
— Ljettleiki lireyfinga og drengi-
legur leikur frá upphafi til enda
voru höfuðeinkenni sýningar þeirr
ar, er flokkur íslenskra glímu-
manna hafði í Leith.------Sýning-
in hófst með fagurri léikfimi;
fylgdi glíman á eftir og voru
fyrst sýnd brögðin. Öll var sýn-
ingin hrífandi, og vakti mikla að-
dáun.
Bruce Sutherland, nafnkunnur
íþróttakennari breskur, mælti svo
í ræðu að lokinni sýningunni í
Leith meðal annars: — — „fs-
lenska glíman stendur fyllilega á
sporði hverri ann'ari glímuíþrótt
(wrestling), sem til er í heimi.“
Um fimleikana sagði hann: „Fim-
leikarnir sýndu að æfingar hafa
farið fram með fullkomlega vís-
indalegri nákvæmni.“
Á þessu má sjá að enskur x-
þróttafrömuður léggur alveg hinn
sama dóm á íþróttir Ármanns-
flokksins, eins og þýskir íþrótta-
frömuðir gerðu áður.
Banatilræöi við ríkiserfingja
itaJa.
.J
Frá Bruxelles er símað: ítalska
krónprinsinum, sem hjer er stadd-
nr, var sýnt banatilræði i gær.
fírónprinsinn sakaði ekki. Hann
kom liingað til þess að vera við-
■úaddur hátíðahöld í tilefni áí trú-
lofun hans og dóttur belgisku
konungshjónanna. Hátíðahöldin
hófust með því, að krónprinsinn
Ingði sveig á gröf óþekta hermanns
ins. Þegar hann kom þangað,
gerði ítalskur stúdent, Rosa að
nafni, tilraun til þess að skjóta
hann, en hæfði ekki. Lögreglan
handtók þegar stúdentinn, sem var
nýkominn frá París, og gat með
naumindum komið í veg fyrir, að
æstur mannfjöldinn tæki hann úr
höndum sjer. — Stúdentinn kvað
það kafa vakað fyrir sjer, að
beina athygli alhex'ms að hættunni,
séni stafar frá fáscismanum.
I8AFOLÖ
Klakstöðin.
Tímamaður einn ofan af Hjeraði
var fyrir skömmu staddur á Seyð-
isfirði. Hitti hann þar Sjálfstæðis-
mann að máli og fóru þéir að
rabba saman um daginn og veg-
inn. Sjálfstæðismaðurinn sagði
Tímamanni frá rektornum nýja.
En Tímamaður rengir frásögnina
og segir, að þetta hljóti að vera
vitleysa. Hann segir, að Pálmi
hafi ekki sýnt neina yfirburði enn
sem komið er; hann hafi verið að
gutla eitthvað með klak, en í því
sje hann auðsjáanlega fúskari. —
En þú gætir ekki að því, segir
Sjálfstæðismaðurinn, að hjek er
um skyld mál að ræða, klak í
vatni og klak á þurru landi. —
Mentaskólinn á sem sje að vera
klakstöð fyrir bolsjevisma. — En
Tímamaðurinn hjelt áfram að vje-
fengja fregnina, sagði, að ekki
gæti komið til mála, að stjórnin
hafi 'gengið fram hjá þaulreynd-
um kennurum skólans og valið
Pálma í rektorsembættið.
Svipaðar fregnir berast hvaðan-
æfa að ntan af landi. Fylgismenn
og aðdáendur Tímaklíkunnar fást
ekki til að trúa raunveruléikan-
um. Þeim ofbýður svo hlutdrægnin
og ranglætið, að þeir hafa engin
orð til varnar gerræðinu; eina af-
sökun þeirra verður því: Þetta
getur ekki verið satt!
Nó er tilkynningin um rektors-
valið komin xit um alt land. Nxi
geta stjórnarliðar ekki lengur dreg
ið í efa, að Pálmi Hannesson sjé
orðinn rektor Mentaskólans.
Mentaskólinn á að verða klak-
stöð fyrir bolsjevisma. Þetta er
sannleikur, sem eigi verður vje-
fengdur. Og klak-meistararnir
verða þeir Jónas frá Hriflu og
Pálmi Hannesson.
Og þeir eru þégar byrjaðir að
ldekja.
Fyrsta verk klakmeistaranna var
að stryka út kenslu í „kristnum
fræðum“ í lærdómsdeild Menta-
skólans. Kennifaðirinn mikli og
lærdómsmeistarinn, síra Friðrik
Friðrikssorr', hafði um nokkur ár
haft með höndum þessa kenslu í
Mentaskólanum. Hann er nú fyr-
irvaralaust sviftur því starfi. —
Kristindómur og kristin fræði er'
höfuðóvinur bolsjevismans. Þess
vegna má ekki lengur kenna þessi
fræði í Mentaskólanum, og síra
Friðrik verður að fara.
Rússneskir njósnarar
í Frakklandi.
Eftir því sem franska blaðið
„Echo de Paris“ hermir frá, hefir
sovjetstjórnin nýlega sent fimtán
njósnara til Frakklands og éiga
þeir að „sjá um framkvæmdir á
ákvörðunum stjórnarinnar í
Moskva“. Állir hafa menn þessir
áður verið í rússnesku tjekunni
Blaðið fullyrðir, að fjöldi rúss-
neskra njósnara hafi áður verið
fyrir í Frakklandi og eigi þeir að
hafa auga með rússneskum flótta-
mönnum. Aftur á móti eigi þessir
fimtán að líta eftir hinum frönsku
kommúnistum og efla viðgang
bolsÍA'ismans í Frakldandi.
-----------------
Alþingishátíðin.
Um tuttugu þúsundir manna
hafa þegar pantað tjöld
á Þingvöllum.
26. þ.m. var xitrunninn frestur sá,
er menn liöfðu til þess að panta
sjer tjöld og tjaldstæði á Þing-
völlum að sumri á þjóðhátíðinni.
Yoru þá komnar pantanir frá 20
þúsundum manna innlendra.
Þetta fólk skiftist þannig:
1 Reykjavik hafa verið pöntuð
1600 tjöld, er taka rúmlega 11
þúsundir manna.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu og
í Hafnarfirði hafa verið pöntuð
tjöld fyrir um tvær þúsundir
manna.
Árnessýsla liefir béðið um tjöld
fyrir 1300 manns, Mýra- og Borg-
arfjarðarsýsla fyrir 1100 manns,
Vestmannaeyjar fyrir 550 manns,
Rangárvallasýsla fyrir 400 manns.
Aðrar sýslur hafa beðið um
minna, en alls munu nú vera
komnar pantanir fyrir tjaldskjól
lianda 20 þúsundum manna á Þing-
völlum að ári.
Þegar litið er á tjaldapantanirn-
ar sjest, að mest er beðið um af
fimm manna tjöldum, en minst af
15 manna tjöldum, en þaðan af
stærri er mikið pantað. Sýnir þetta
það, að það eru fjölskyldur, sem
panta sjer tjöld þarna, fólk, sem
vill vera út af fyrir sig, njóta há-
tíðahaldanna, konur, mehn og
börn, sem vilja hafa heimili þar
austur frá.
Sýslur landsins hafa ennfremur
pantað almenningstjöld, stór tjöld,
handa sjer, og eru þar um 200—
300 sæti í hverju.
Sauðnautin.
Þrír kálfar dauðir enn;
lifandi eru aðeins tveir.
Eins og skýrt liefir verið frá
áður lijer í blaðinu, drápust tveir
sauðnautakálfar á dögunum í
sandgræðslugirðingunni í Gunn^
arsholti á Rangárvöllum. Eftir
voru þá 5 kálfar lifandi, én ekki
frískir aílir.
-Fyrra þriðjud. barst hingað sú
fregn að austan, að enn væri einn
kálfur dauður og tveirt veikir.
Fór Hannes Jónsson dýralæknir
austur til þéss að skoða dýrin og
kom aftur á föstudag. Hann flutti
þau tíðindi, að þessir tveir kálfar,
sem veikir ypru, væru einnig
dauðir; þeir drápust-á fimtudag.
Eftir eru þá lifandi aðeins tveir
kálfar og hvorttveggja kvígur.
Þær éru frískar.
Dýralæknir flutti hingað með
sjer dauða lrálfa og var hann, á-
samt Níelsi Dungal dósent, að
rannsaka þá. Leiddi rannsókn
þeirra í ljós, að bráðapest hefir
orðið kálfunum að bana.
Fjárleitir hafa gengið afarilla á
gangnamönnum, að naumast hafi
ii nheiðar hálfsmalast. Slæmt var
veður í báðum eftirleitum, mikill
snjór í heiðum og krapahríðar-
veður, sem tók af alla útsýn og
vilti mönnum leið.
»
1.
Eftirmæli.
Hinn 16. október fyrra árs and-
aðist að Elliða í Staðarsveit af
afléiðingum barnsfæðingar hús-
freyja Sigríður Jóhannesdóttir. —
Fædd var hún í Lúnansholti í
Landsveit í Ranárvallasýslu. For-
eldrar liennar voru Jóhannés
Magnússon og Sigríður Jóhannes-
dóttir. Bjuggu þau hjón í Þjórs-
árholti í Gnúpverjahreppi; þaðan
fluttist Jóhannes búferlum vestur
í Snæfellsnessýslu. Fyrst að Kambi
í Breiðuvík og svo að Dal í Mikla-
holtshreppi. Fluttist Jóhannes aft-
ur hjeðan austur í Árnessýslu og
bjó þar síðast á Laugarbökkum i
Olfusi, en nú í Reýkjavík. Jó-
hannes stýrði hjer miklu dugnaðar
og myndarheimili og þótti eftir-
sjá að honum, þeim sem meta
kunnu, er hann fór lijeðan aftur.
Nokkru áður en Jóhannes fluttist
austur giftist Sigríður dóttir hans
11. nóv. 1911 Elíasi Kristjánssyni
frá Lágafelli í Miklaholtshreppi.
í Árnartungu í Staðarsveit hófu
þau hjón búskap, keypti Elías þá
jörð litlu síðar. Eftir nokkur ár
fluttu þau hjón sig að Elliða í
sömu sveit, þar sem Sigríður nú
lauk sínu lífi. Þau hjón éignuðust
í hjónabandi 9 börn, lifa séx
þeirra, eitt fæddist andvana rjett
á undan láti móður sinnar. Állir
sem til þektu og þeir voru margir,
dáðust að sambúð og ástríki þess-
ara hjóna. Yæri vel, ef skáldin
þektu slíka hjóna sambúð, mundu
þau þá fremur lýsa hjónaást en
þau vanalega gera. Ástarlýsing
þeirra nær vanalega ekki lengra,
én til byrjunar hjónasambúðar.
Bestu kostir og dygðir voru því
sameiginleg hjá báðum hjónum,
svo sem innilegx trú, gestrisni
og margs konar greiði, dugnaður
og þrifnaður.
Bæði voru þau hjón einar vel
gáfum búin og lásu mikið og áttu
jafnan samræður um það sem
lesið var. Ánægjulegt var því að
koma á heimili þeirra og ræða við
úau.
Elliði stendur við þjóðveg sunn-
an undir Snæfellsnessfjallgarði.
Yfir fjallið er fjölfarinn vegur,
á öllum árstíðum. Allir dáðust
að móttökum þeirra Elliðahjóna,
er til þeirra komu á þessari leið.
og þar- á meðal þeii’ri nákvæmni
og umönnun, er ókunnir vetrar-
gestir fengu þar í leiðsögu og
fylgdum, hvort sem var beðið eða
eigi.
Sameiginlegur var kjarkur þéss-
ára hjóna, hvað sem að höndum
bar. Búskap sinn hófu þau með
litlum efnum, en efnuðust fljótt í
Arnart.xmgu,, komu upp laglegu
búi og keýptu jörðina. Elías reri
sem oftar.dag einn frá Krossum,
átti hann þá liðugar 100 ær, fram
hjá þeim vel fóðruðum gekk hann
til skips, en er hann kom að, reri
hann fram á þær allar dauðar í
flæðarmáli. Vinnukona átti að
reka frá sjó, en rak éigi erindi
betur, en húsfreyja var lasin, og
fjekk því eigi aðgætt. Nokkru sið-
ar, en þetta bar til, reri Elías úr
sömu vör og fengu skipverjar and-
róður mikinn í land, svo sumum
þóf.ti tvísýnt. nin lendingu; þá kast
aði Elías fram þessari stöku, því
að hann er hagyrðlngur góður :