Ísafold - 30.10.1929, Side 2

Ísafold - 30.10.1929, Side 2
2 í S A F 0 L D Guðmunöur Kamban í Danmörku. Leikrit háns „Sendiherrann frá Júpíter'1 fær einkennilegar móttökur. Eins og frá hefir yerið skýrt hjeí í blaðinu var leikrit Guð- mundar Kamban, „Sendiherrann frá Júpíter“, leikið á leikhúsi Betty Nansen i Höfn fyrir nokkru.. Síðan leikritið var leikið hjer í Reykjavík, hefir Kamban bre'ytt því mjög mikið, einkum gerbreytt öðrum þætti og bætt nýjum þætti vjð, sem nú er annar þáttur leik- ritsins. Leikritið kom út í Dan- mörku um sama leyti og það var leikið. Hasselbach Bókaforlag gaf það út. Frumsýningunni á leikhúsi Betty Nansen var tekið mjög fá- lega af blöðunum, því svo má að orði kveða að blaðadómarnir væru hver öðrum verri. Eftir útkomu þeirra var áðsóknin að le'ikhúsinu svo lítil, að fljótlega var hætt við að sýna leikritið að því sinni. En skömmu síðar átti frú Betty Nansen tal við blaðamann frá Berlingatíðindum, um leikrit þetta. Ljet hún m. a. svo um mælt, að hún hefði á engan hátt skift um skoðun á leikriti þessu þrátt fyrir blaðadóma þá er um það höfðu birst. Sagði hún að hún liti svo á að leikritið væri óvenjulega merkilegt og ætti vissulega mikið erindi fyrir almenningssjónir. — Kom hún þá fram með þá nýju hugmynd að rjett væri að gera tilraun til þess að ger'a sjer grein fyrir hvort dómur almennings væri í raun og veru samhljóða dómum blaðanna. Auglýsti hún síðan að leikritið yrði sýnt að nýju •og væri aðgangur ókeypis. ,Sendiherrann‘ var síðan leikinn fyrir troðfullu húsi og voru á-' horfendur þeir sem nú sóttu leik- sýninguna mjög hrifnir af leik- ritinu. Leikendur, leikhússtjóri og höfundur voru kallaðir fram og ætlaði fagnaðarilátum áhorfend- anna aldrei að linna. En ekki nóg með þetta. Næstu daga rigndi brjefum til dagblað- nnna frá.fólki, er sjeð hafði leik- ritið. í brjefum þessum lýstu menn ánægju sinni yfir leiksýning- unni, og báru leikdómendum illa söguna. Blöðin aftur á móti sýndu höfundi nú þá sanngimi að þau beygðu sig fyrir þessum almenn- ings-dómi og birtu nokkur af brjefum þessum, e'r gersamlega brutu í bág við dóma þáj er áður höfðu birst þar um leikritið. Um sama leyti birtist orðsending 'í ,,Politiken“, frá Einar Christian- sen, þar sem hann skorar á Betty Nansen að taka nú leikritið upp til sýningar að nýju. Jafnframt hældi hann leikritinu og höfundi þ>ess á hvert reipi, sagði m. a. ;að Kamban stæði langtum framan æn dönsk leikritaskáld á hans aldri, hann er skáld, sagði E. •Ch., en hinir eru e'kki annað en TÍthöfupdar eða leirskáld. Lýsti E. Ch. því ennfremur. hvemig Hafnar-Ieikhúsin hafa á síðari ár- um brugðist skyldu sinni og hlut- verki og sýnt að jafnaði allskonar dót, en hafnað góðum skáldritum «eins og leikritum Kanibans. En Guðm. Kamban. stefnuleysi og hringl blaðadóm- endanna sagði E. Ch. vera fyrir neðan allar hellur. Orðsendingu þessari var mikill gaumur gefinn, vegna þess að Einar Christiansen er sem kunnugt er meðal þektustu rithöfunda í Danmörku og hlaut alment lof og viðurkenningu fyrir ágæta leik- hússtjórn, er hann stjórnaði kon- unglega leikhúsinu. Frú Betty Nansen fjekst þó ekki til þess að ve'rða við tilmælum E. Ch., þareð hún hafði látið svo ummælt við blaðamenn, að hún ætlaði ekki að sýna leikritið fyrir boigun eftir að ókeypis sýningin var haldin, því þá myndi verða litið svo á, að hún væri að aug- lýsa leikhús sitt með þessu og ókeypis-sýningin yrði skoðuð sem gróðabragð. En þrátt fyrir þetta má Kamban vel una við orðin málalok. — Dómur almennings er fram kom í brjefum þeim, er blöðianum vori send óg samúð ýmsra mætra manna, er hann hefir fengið fyrir leikrit sitt er honum* meira virði en dómar Hafnarblaðanna. Hjer heinia kemur okkur hins- vegar það undarlega fyrir sjón- ir, að Guðmundur Kamban, sem alment er talinn í röð fremstu leikritahöfunda á Norðurlöndum skuli mæta svo ómjúkum viðtök- um í Danmörku — með leikrit, sem hjer í landi var tekið með mikilli samúð og fögnuði, og það i ófullkomnari mynd en það er nú. Kamban þarf vitaskuld ekki að biðjast vægðar undan ströng- um kröfum sem leikritaskáld, — hann hefir fyrir löngu sýnt, að hann er fær um að fullnægja þeim. En liann á heimtingu á að njóta sömu sanngirni sem starfs- bræður hans í Danmörku. Sú spurning er að vakna og verða eðlileg: Af hvaða ástæðum heldur þjóðleikhús Dana árum saman dyr um sínum harðlokuðum fyrir þessu tslenska skáldi? Atlantshafsflug. Frá Horbour Graee á New- Foundland er símað: Ameríkski flugmaðurinn Dittmann flaug af stað hjeðan kl. 11 í gærmorgun, áleiðjs til T.ondon. Hvað er þféðmýtiuig? Hvað segir lærifaðirinn sjálfur, Jónas frá Hriflu? I. Það vakti almennan hlátur, þeg- ar Jónas Þorbergsson sendi ný- lega vini sínum og samherja, Har- aldi Guðmundssyni, opið brjef í Tímanum og bað hann að skýra fyrir sjer, hvað „j jóðnýting“ væri, samkvæmt skilgreiningu þeirra só- síalista. Hvað skyldu þeir ve'ra margir, sem trúa því, að Jónas Þorbergs- son viti ekki, hvað „þjóðnýting“ er? Sjálfur hefir þessi maður í nokkur ár lifað og hrærst með só- síalistum. En ef Jónas Þorbergsson vill fá fræðslu um þjóðnýtingarstefnu þeirra sósíalista, hvers vegna snýr Iiann sjer þá ekki beint til læri- föðursins sjálfs, Jónasar frá Hrifluí II. Jónas frá Hriflu er sá maður, sem mest og be'st getur frætt um þjóðnýtingarboðorð sósíalista. — Hann var fyrsti íslendingur, sem flutti þennan boðskap hjer á landi. Hann lagði fyrstu drög að stefnu- shrá Alþýðuflokksins. Langi Jónas Þorbergsson til að fá vitneskju um, á hvern hátt nafni hans frá Hriflu skilgreinir þjóðnýtingarboðorðið, er ofurauð- velt, að láta honum þann fróðleik í tje. Þetta atriði í stefnuskrá Al- þýðuflokksins er enn óbreytt e'ins og Jónas frá Hriflu gekk frá því fyrir 12—13 árum. Þjóðnýtingar- boðorð Jónasar frá Hriflu hljóðar þannig: „Afþýðuflokkurinn vinnur að jiví að koma á nýju þjóðfjelags- skipulagi, þar sem: Öll framleiðslutæki sjeu þjóðar- eign og framleiðslan rekin af hinu opinbera .... “ Ennfremur segir svo í Hrifluboð- orðinu: „Ríkið hafi á hendi verslun með aðfluttar og útfluttar vörur, svo sem kornvörur, sykur, steinolíu, kol, lyf og tóbak, saltfisk, síld, kjöt, ull o. s. frv., og hafi einka- sölu á þessum vörum .... “ Er hjer ekki nægilega skýrt kveðið að orði ? Getur nokkur vafi leikið á því hvað þjóðnýting er, samkvæmt þessu boðorði læriföður sósialismans á Islandi, Jónasar frá Hriflu 1 III. Ólafur Friðriksson — samherji Jónasar frá Hriflu — skrifaði í Eimreiðina 1926 grein um jafn- aðarstefnuna. Sagði hann þar, að aðalatriði jafnaðarstefnunnar væri þjóðnýting framleiðslutækjanna. „En framleiðslutæki nefnum við einu nafni öll mannvirki og verk- færi og alt annað, sem til fram- leiðslunnar þarf, nema sjálft vinnu aflið“, segir Ólafur. Eitt framleiðslu-„tækið,“ sem þeir Jónas frá Hriflu og Ólafur Friðriksson vilja þjóðnýta, er ábýl- isjörð bóndans. Þessu lýsti Har- aldur Guðmundsson á landsmála- fundunum síðastliðið haust. Og hann boðaði blóðuga byltingu ef mótstaða yrði. Ólafur Friðriksson boðaði einnig byltingu ef þjóð- skipulagsbreyting sósíalista feng- ist ekki með góðu. Þá yrði að ,nota handaflið1, sagði Ólafur. Ef JÖnas Þorbergsson er í vafa um hvað „þjóðnýting“ er, ætti hann að prenta stefnuskrá Alþýðu- flokksins i blaði sínu. Þætti honum einhver álcvæði óljós, ætti hann að f'á nafna sinn frá Hriflu til þess að skrifa skýringar og birta þær með stefnuskránni. — Jónas frá Hriflu er aðalhöfundur stefnu- skrár Alþýðuflokksins, og ætti því að vera færastur til þess að skýra þjóðnýtingarboðorðið. Eftirmaður Stresemanns. Það var ekki liðinn nema sólar- hringur frá því að dr. Stresemann fjell frá og að þýski ríkiskanslar- ir:n og þýska stjórnin hafði skipað eftirmann hans í utanríkisráð- herraembættið. Það var dr. Cur- tius, hagsmálaráðherra. Dr. Curtius. Dr. Curtius var besti vinur Strese maiíns og sá af ráðherrunum, er Stresemann treysti best. Hann var líka alveg sammála Stresemann um stefnu hans í utanríkismálum, og hann fylti sama stjórnmálaflokk (þjóðernisflokkinn). Dr. Curtius e'r ættaður frá Rínarlöndum og er sem fleiri þaðan góður að aka seglum eftir vindi, og hann er „courtois“, eins og Frakkar segja, og kemuf vel fyrir. Er talið vafa- laust að hann muni fylgja stefnu Stresemanns í einu og öllu. En hann á við raman reip að draga og eins og fyrri daginn verð- ur innanríkispólitíkin erfiðust. — Þar er dr. Curitus ekki jafnoki Stresemanns. Seinustu dagana, sem Stresemann lifði, var hann önnum kafinn við að reýna að miðla mál- um milli flokkanna, sjerstaklega milli jafnaðarmanna og borgara- flokkanna út af deilunum um tryggingar gegn atvinnuleysi og atvinnubætur. — Jafnaðarmenn heimta ný fjárframlög til þessa óskabarns síns (atvinnubótanna), en borgaraflokkarnir spyrna á móti, vegna þess að þeim þykir þetta fjárbruðlun. Stresemann lagði sig allan fram til þess að jafna deiluna, því að tækist það ekki, var stjórnin fall- in. En svo fjell hann sjálfur frá í miðju kafi. Hvort mun nú takast að jafna deiluna, þannig að Mulle'rstjórnin geti setið áfram við völd? Það er mælt að málinu hafi ver- ið frestað, þangað til hinar miklu fyrirhuguðu breytingar á fjárlög- um verða lagðar fyrir þingið. — Öllum er ljóst, að það er nauð- synlegt að koma nýju og betra skipulagi á fjármál ríkisins. Og þar sem atvinnuleysisbætur eru fjárhagsmál, er eðlilegt að það verði tekið þar me'ð. Fjármálin eru stærsta vanda- málið í Þýskalandi eins og víðar. Og þótt Young-samþyktin komi tix framkvæmda og Þjóðverjar viti fyrir víst hvað þeir eiga að borga, þá er þó enn eftir að vita hvar þeir eiga að fá fje. Það er ekki nóg að fjármálaráðherrann geti fengið fje til að greiða heTnaðar- skuldirnar; hann verður líka að fá fje til allra innanrikisþarfa. Og jafnframt verður hann að veita landbúnaði styrk og ljetta af iðn- aði og verslun nokkru af hinum þungu sköttum, sem eru að sliga þessar atvinnugreinir. Mest er þó um vert að fá Young- samþyktina staðfesta. Og þar um verður aðallega barist þegar ríkis- þingið ke'mur saman. Þar reynir í þolrif og lægni dr. Curt.ius. Það er þó búist við að hann fái meiri hluta þingsins með sjer, þrátt fyr- ii ofsóknir hægrimanna og kom- múnista, því að hann hefir Hind- enburg þar með sjer. Franska sljórnin beiðist lausnar. FB. 23. okt. Frá París er símað: Franska stjórnin baðst lausnar í gærkvöldi, vegna þess að neðri deild þings- ins feldi ineð 288: 277 atkvæðum kröfu Briands um að fresta fyrir- spurnum um utanríkismálin. Sá atburður, sem hjer e'r sagt frá, hlýtur að standa í nánu sam- bandi við fráfall Stresemanns. Að vísu hefir ekki frjetst neitt hing- að um þessar fyrirspurnir í franska þinginu um utanríkismál- in, en óefað hafa þær komið fram eftir dauða Stresemanns. Andstæð ingar stjórnarinnar frönsku hafa þá sjeð sjer leik á borði. En hver þessi utanríkismál eru, þarf varla að ,e'fa. Það er Young-samþyktin (hernaðarskaðabótamálin) og heim sending franska setidiðsins úr Ruhr-hjeraðinu. Briand og Stresemann höfðu unnið viturlega saman. Nú var ekki vitað, hvernig þeim dr. Cur- tius og Briand mundi semja. Þess vegna hafa andstæðingar stjórnar- innar gripið tækifærið til að reyna að fá umræður um utanríkismálin í þinginu. Briand hefir ekki þótst viðbúinn að svara. Hverjar afleiðingar lausnar- beiðni frönsku stjómarinnar kunna að ve'rða, er ekki gott að segja. Hinn nýi utanríkisráðherra Þjóðverja á ekki góða aðstöðu í Þýskalandi og má því vera, að andstæðingar hans noti tækifærið til að gera aðsúg að honum. Allir sögðu, þegar Stresemann dó, að fráfall hans væri allri álf- unni og heimsfriðinum óbætanlegt tjón. Er það þegar að rætast? Þúfnabaamvinsla. í Eyjafirði er búið að vinna í sumar yfir 100 ha. lands með þúfnabönunum.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.