Tíminn - 02.04.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Auglýsingadeild
Tímans.
18300
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
^ntiö myndalista.
Sfendum í póstkröfu.
Q-lhMUAI Vesturgötull
wUIIWHL simi 22600
_____'Miðvikudagur 2. apríl 1980 — 77. tölublað —64. árgangur
Sláturfélag Suðurlands:
Byggir nýja dreifingarstöð
1 Laugarnesi
HEI — „Stjórnin samþykkti aö
Sláturfélag Suöurlands tryggöi
sér þá lóö sem viö áttum kost á
inni i Laugarnesi, en þaö er ekki
aö fullu búiö aö hanna byggingar
á henni ennþá,” sagöi Gisli
Andrésson, form. stjórnar Slátur-
félags Suöurlands. Timinn haföi
frétt aö Sláturfélagiö heföi nú
ákveöiö aö hefja byggingu hér i
Reykjavik, en eins og menn muna
uröu nokkur blaöaskrif um þetta
mál i fyrra. GIsli var spuröur
hvort allir væru orönir sáttir viö
þessa ákvöröun.
Hann sagöist álita aö sú gagn-
rýni sem kom fram i fyrra heföi
veriö aö meira eöa minna leyti á
misskilningi byggö. Komið heföu
upp raddir austanfjalls, um aö SS
væri aö flytja verkefni þaðan til
Reykjavikur, en þaö væri alger
misskilningur. Það stæöi ekki til
aö flytja neina starfsemi þaöan.
Frekar hafi veriö flutt austur yfir
fjall, þar á meðal slátrunin. Lengi
heföi verið slátraö i Reykjavik, en
þvi væri nú hætt.
GIsli sagöi stjórnarmenn SS
einmitt hafa fariö austur á Selfoss
nýlega til aö ræöa þar viö sveitar-
stjórnarmenn. I fórum sfnum
heföu þeir m.a. haft plögg sem
sýndu aö SS heföi 80 manns þar i
vinnu aö staöaldri, fyrir utan
þann fjölda sem bætt væri viö i
sláturtiöinni.„Og auövitaö stefn-
um viö aö því aö halda störfum
þar sem þau eru hagkvæmust
fyrir heildinaf sagöi Gfsli.
1 Laugarnesinu stæöi hins veg-
ar til aö SS byggöi upp dreifingar-
aöstööu og auðvitað þyrfti aö
fylgja henni geymslurými, bæði
frystihús og þó sérstaklega kæli-
rými. Aöstaöan á Skúlagötunni
væri oröin ákaflega slæm. Bæöi
væri þröngt um allt athafnasvæði
og húsin oröin 70 ára gömul og
héngju eiginlega orðiö uppi af
gömlum vana. Sérstaklega væri
frystihúsiö oröiö lélegt. Starfsem-
ina á Skúlagötunni stæöi þvf til aö
flytja i áföngum inneftir.
Lóöin sem SS fær er 22 þús. fer-
metrarog má byggja á helmingn-
um af henni. Er þetta svæði norö-
ur af Afuröasölu Sambandsins.
Inn i gagnrýnina i fyrra blandað-
ist líka einhver óánægja ibúanna
þar í nágrenninu, þar sem á þessu
landi heföi eitt sinn veriö búið aö
gera ráö fyrir grænu svæði.
Mikil umferö var allan daginn í gær viö Lýsi og mjöl I Hafnarfiröi eins og þessi mynd Róberts sem tekin
var um kl. 16 i gær ber meö sér
Aprílgabb ald-
99
annnar
99 — sameiginlegt aprilgabb
dagbiaðanna i gær
ESE — Tölvustýröir nauöhemiar
og 6 rása sjálfleitandi útvarps-
tæki, viröast svo sannarlega eiga
upp á pailboröiö hjá mönnum, ef
marka má þær undirtektir sem
sameiginlegt aprilgabb dagblaö-
anna i Reykjavík fékk I gær. 1
gabbinu sagöi frá 300 bilum af
Mihitzugerö, búnum fyrrgreind-
um útbúnaöi, sem seljast áttu á
spottpris vegna litilsháttar galla
og var mönnum ráölagt aö snúa
sér til afgreiöslu Lýsis og mjöls
og Bifrastar i Hafnarfiröi, en þar
áttu bilarnir aö vera til sýnis og
sölu frá kl. 15 i gær.
Um kl. 8.30 f gærmorgun voru
fyrstu kaupendurnir komnir á
staöinn og um svipað leyti var
siminn oröinn rauðglóandi hjá
fyrrgreindum fyrirtækjum. Kvaö
svo rammt af þessum sfmhring-
Starfsmaöur Lýsi og mjöls viö
skilti sem starfsmennirnir settu
upp f gær
Timamynd Róbert
ingum aö tveir starfsmanna Lýsis
og mjöls geröu litiö annaö en aö
svara I simann. Starfsmenn Bif-
rastar sögöu okkur svipaöa sögu
og bættu þvi viö að varla heföi
Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
mest selda úrið
veriö hægt aö þverfóta um tima I
gær fyrir fólki í bilaleit. Er blaða-
menn Tfmans komu á staðinn
laust fyrir kl. 16 f gærdag var um-
feröin meö líflegasta móti og
greinilegt á einkennisstöfum viö-
staddra ökutækja aö sumir voru
komnir langt aö. Ekki spillti fyrir
aö sjónvarpiö var mætt á staðinn,
en hvort þeir voru á aprílhlaupum
eöa ekki, skal látiö ósagt um.
Haft er fyrir satt aö óvenju
mikiö hafi veriö aö gera hjá
bankastjórum j gær og margir
hafi slegiö vixil vegna fyrir-
hugaöra kaupa — en þvi miöur
var hér aöeins um aprilgabb að
ræöa og biöur blaðiö hér með alla
hlauparana velviröingar á þessu
gamni.
En fréttin um ódýru bilana var
ekki eina aprilgabbiö í Timanum
i gær, þvi aö frétt um milliöl sem
var sagt væntanlegt á markaðinn
átti ekki heldur viö rök aö styðj-
ast. önnur blöö voru einnig flest
meö aukaeabb og t.a.m. sagði
Visir frá rpiöaldra hjónum sem
dunduöu viö kannabisrækt, Dag-
blaöið sagöi frá aö til stæði aö
blanda B vitamini i brenniviniö
og Þjóöviljinn sagði aö Ólafur Jó-
hannesson byöi sig fram til for-
setakjörs.
A þessu svæöi mun dreifinga.Höð Sláturfélagsins rfsa.
Olíukaup frá Bretlandi
Gengið frá samn-
ingi innan skamms
JSS— „Viöræöur viö Breta vegna
hugsanlegra ollukaupa eru I full-
um gangiognúer verið aö athuga
drög af samningi. Máliö skýrist
væntanlega i næstu viku, svo þaö
fer aö styttast I, aö gengiö veröi
frá samningi”, sagöi Þórhallur
Ásgeirsson ráöuneytisstjóri f viö-
skiptaráöuneytinu i samtali viö
Timann.
En Þórhallur hefur aö undan-
förnu átt viöræöur viö fulltrúa
breska oliufyrirtækisins BNOC.
Asamt honum hafa tekið þátt i
viöræöunum Jóhannes Nordal
formaöur olíuviöskiptanefndar,
forstjórar oliufélaganna og Geir
Haarde ritari nefndarinnar.
Sagöi Þórhallur enn fremur aö
fulltrúi BNOC, sem hafi komiö
hingaö til viöræöna fyrir rúmri
viku, væri nú búinn aö senda
samingsdrög hingaö til lands og
væru þau i athugun. Þá væri
samningsuppkastiö sjálft á leiö-
inni til landsins og yröi þaö tekiö
til skoöunar um leiö og þaö bær-
ist.
Þotuferðir á
Akureyri um
páskana
Mikið annriki hjá Fluffleiðum
AM — „Straumurinn liggur
mikið noröur og vestur, enda
veröa Akureyri og Isafjöröur
stærstu staöirnir og þeir sem viö
flytjum flesta til um páskana,
sagöi Sveinn Sæmundsson,
blaöafulltrúi Flugeliöa, þegar
viö ræddum viö hann I ' gær.
Sveinn sagöi aö einnig væri
drjúgur straumur til Sauöár-
króks og Húsavikur, en frá 23
mars tii 3. april eru áætlaöar 53
feröir á Akureyri og 30 á ísa-
fjörö, en feröir veröa 11 á Húsa-
vfk og 11 á Sauöárkrók. Aleit
hann aö farnar yröu aukaferöir
til Hornafjaröar og Egilsstaöa,
þvi mikill flutningur er i báöar
átti.
Þotuflug veröur til Akureyrar
og flognar 3 feröir á Akureyri
1 dag 2. april, en á annan i pásk-
um, sem verður aö líkindum
stærsti dagurinn, eru ráðgerðar
4 feröir á Akureyri. Veröur þá
hægt aö nýta Fokkervélarnar I
flug á aöra staöi á meöan.
Mikiö veröur einnig aö gerast
i utanlandsflugi, en um páskana
veröa 60 manns á Flórída f 3ja
vikna ferö, sem fóru þann 28. sl.
A Kanarieyjum eru 125 manns
og um 150 manns veröa á Mall-
orca. A Malaga veröa 150
manns og i Dublin um 150-200.
Loks fer geysimikill fjöldi með
áætlunarfluginu.
X V.
OPIÐ
ALLA
HELGINA
J"
c
\
>v
Blómaskáli AAichelsen ^
Hveragerði — simi 99-4225. W
xíXW/vCW/w ÍiVv^iW/vjW/vv viVwRXCr