Tíminn - 02.04.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.04.1980, Blaðsíða 10
14 IÞROTTIR Miövikudagur 2. aprll 1980 George Best til Southampton? ólaf ur Orrason símar f rá London. — Ensku blöðin hafa slegið því upp, að miklar líkur séu fyrir því að glaumgosinn George Best leiki með Southampton næsta keppnistímabil. Lawrie McMenemy, fram- kvæmdastjóri Dýrling- anna frá Southampton, vildi ekkert láta hafa eftir sér í sambandi við kaup á George Best. Þaö er vitaö að McMenemy ætlar áer aö gera stóra hluti meö Southampton næsta keppnistimabil og var fyrsta skref hans I þá átt, aö kaupa Kevin Keegan, fyrirliöa enska landsliösins, frá Hamburger SV. Nú eru uppi raddir um aö hann hafi augastað á George Best, til aö láta hann leika viö hliöina á Keegan. — Það væri ánægjulegt aö fá tækifæri til að leika með George Best — hann er mjög góöur knattspy rnumaður, svo Auglýsing Með tilvisun til 17. gr. skipulagslaga nr. 19 frá 8. mai 1964, auglýsist hér með breyting á staðfestu aðalskipulagi er varðar land- notkun, þannig að útivistarsvæði verði fyrir iðnað, vörugeymslur og verslun, á afmörkuðum svæðum i austurhluta Borg- armýrar, merktum A og B, eins og sýnt er á uppdrætti Borgarskipulags Reykjavik- ur, i inælikvarða 1:5000, dags. 5. febrúar 1980. Breyting þessi var samþykkt á fundi skipulagsnefndar Reykjavikur þ. 14. janú- ar 1980 og i borgarráði Reykjavikur þ. 15. s.m. Uppdrátturinn liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu borgarskipulags, Þverholti 15, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist borgar- skipulagi, Þverholti 15, innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar, eða fyrir kl. 16.15 þann 29. mai 1980, sbr. áður- nefnda greinskipulagslaga. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilákilins frests, teljast samþykkir breytingunni. Borgarskipula g Reykjavikur Þið munið hann Jörund Leikhúsverkið vinsæla eftir Jónas Árna- son. Frumsýning Skirdag kl. 21 i Logalandi. Leikstjóri Nigel Watson. Næstu sýningar laugardagskvöld og svo 2. páskadag kl. 15. Miðapantanir simstöðinni Reykholti. Ungmennafélag Reykdæla. Starfsfó/k óskast Óskum að ráða starfsfólk i pökkun og snyrtingu strax eftir páska. Upplýsingar hjá verkstjóra i simum 94-2116 Og 94-2154. Fiskvinnsian á BHdudai framarlega að hann haldi sér frá allri óreglu, sagöi KevinKeegan, þegar hann var spurður um þetta. Keegan sagöi að McMenemy væri frábær framkvæmdastjóri og hann næöi öllu þvi besta út úr leik- mönnum sinum. — Ég hef trú á þvi, að hann myndi gera þaö einnig i sambandi við Best, og hann gæti hjálpað honum til að taka sig á, sagöi Keegan. GEORGE BEST KEVIN KEEGAN Leikmenn Liverpool fengu reiðilestur Ólafur Orrason simar frá London. — Bob Paisley, fram- kvæmdastjóri Liverpool, messaöi heldur betur yfir leik- mönnum slnum, eftir leik Liverpool gegn Tottenham á White Hart Lane hér I London, þar sem Liverpoo! tapaöi 0:2 fyrir Liverpool. Paisley hélt hálftima skammarræðu yfir leikmönn- um sinum inni i búningsklefa eftir leikinn — þaö fékk enginn aö koma þangaö inn. — ,,Þiö þurfiö ekki aö leika eins og þiö gerðuö, til aö hljóta Englands- meistaratitilinn — ég veit að þið getiö leikið mjög góöa knattspyrnu og þiö þurfiö ekki á eintómri hörku aö halda”, sagði Paisley viö leikmenn sina. Leikmenn Liverpool léku ruddalega knattspyrnu og voru fjórir leikmenn liösins bókaöir fyrir gróf brot og Graham Souness, fyrrum leik- maöur Tottenham, var hepp- inn aö vera ekki rekinn af leik- velli — hann lék mjög gróft. Hetja 0L í Berlín 1936 Jesse Owens er látinn, 66 ára Blökkumaðurinn Jesse Owens — frjálsiþrótta- maðurinn snjalli frá Bandaríkjunum# sem var hetja Olympíuleikanna i Berlin 1936/ þar sem hann vann f jögur gullverðlaun, er látinn. Owens, sem var 66 ára lést úr lungnakrabba í sjúkrahúsi í Tucson í Arizona. Owens vakti heimsathygli í Berlín og vakti mikla athygli þegar hann sigraði helstu olympíuvon Þjóð- verja — Luz Long í langstökki. Adoif Hitler, brást mjög reiöur viö, þegar þessi 22 ára blökkumaöur sigraöi þýskan aria, þvi aö þaö var ekki sæm- andi kynþáttarkenningu nas- ista. Hitler neitaöi i fyrstu aö taka i hönd Owens — en hann lét þó til leiöast. Til gamans og fróöleiks skul- um viö fara aftur til 1936 og rifja upp árangur Owens: Ekki leikur á tveimur tungum aö maður leikanna I Berlin var bandariski blökkumaöurinn Jesse Owens. Jafnvel fordóma- fyllstu Þjóöverjar gátu ekki annaö en dáöst að þessum itur- vaxna og kröftuga Bandarikja- manni, sem aldrei virtist þurfa aö hafa fyrir neinu sem hann gerði.Fjórum sinnum varö hann að spretta úr spori i 100 metra hlaupinu áöur en gullverölaunin voru hans og timi Owens var 10,3 sek. 10,2 sek., 10,4 sek. og 10,3 sek. 10,2 sek var þá nýtt heimsmet, en afrekið fékkst ekki viöurkennt þar sem aðeins of mikill meövindur var er hlaupiö fór fram. 1 200 metra hlaupinu hljóp Owens á 21,1 sek., 21,1 sek., 21,3 sek. og i úr- slitahlaupinu á 20,7 sek, þar sem hann bætti eldra Olympiumet um hálfa sekúndu. Skömmu áður en Owens hélt til Berlinar haföi hann sett nýtt heimsmet i langstökki, stokkið 8,13 metra. Það kom þvi á óvart að hann varö aö heyja eitilharöa baráttu um gullið i þessari grein, en andstæöingur hans var Þjóöverjinn Luz Long, — imyndhins sanna aria Hitlers Þýzkalands. 1 keppninni náöi Owens forystu eftir fyrstu um- ferð stökk 7,74 metra og siðan 7,87 metra i annarri umferö. Long stökk þá nokkuð styttra, en i 3 umferð setti hann nýtt Evrópumet meö þvi aö stökkva 7,84 metra. Þegar úrslitakeppnin hófst byrjaði Long á þvi aö stökkva 7,73 metra, en Owens geröi ógilt. Skeöi þá atvik sem varö mörgum þeim er meö þessari keppni fylgdust ógleymanlegt. Luz Long hljóp til Owens eftir stökkiö og benti honum á að merkið sem hann mældi at- rennu sina meö heföi færst úr staö. Aö svo búnu fór Long aö atrennubrautinni og náöi betra stökki en nokkru sinni fyrr, 7,87 metrum og þar með stóöu þeir JESSE OWENS... sést hér stökkva sigurstökk sitt á OL- leikunum 1936 I Munchen. kappar jafnt aö vigi. En Owens sýndi öryggi sitt i þeim tveimur umferöum sem eftir voru og stökk fyrst 7,94 metra og sföan 8.06 metra sem var aö sjálf- sögöu nýtt Olympiumet og átti þaö eftir aö standa fram til leik- anna iTokió 1964. Fyrsti maöur- inn sem óskaöi Owens til ham- ingju meö sigurinn var Luz Long og mun þaö ekki hafa fall- ið Hitler vel i geö. Þegar styrjöldin braust út var Long meöal þeirra fyrstu sem sendir voru til Austurvigstöövanna og þar var hann hafður i fremstu viglinu. Þar féll þessi eftir- minnilegi iþróttamaður, sem allir höfðu hrifist af sem sönn- um og góöum dreng. Jesse Owens bætti svo fjóröa gullinu i safn sitt á siöasta degi leikanna, en þá hljóp hann i sveit Bandarikjanna sem sigraði i 4x100 metra boöhlaup- inu á nýju heimsmeti 39,8 sek.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.