Tíminn - 22.04.1980, Side 3

Tíminn - 22.04.1980, Side 3
Þriöjudagur 22. april 1980 3 Ihaldið vildi skera niður framlög til BÚR — Hætta heföi þurft við byggingu frystigeymslu Kás — Sjálfstæðismenn sýndu sinn rétta hug til Bæjarútgerðar Reykjavikur við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar borgarinnar þegar þeirlögöu til 350 milljón króna niöurskurð á framkvæmdafé þvi semborginleggurhenni til.Sam kvæmt tillögunni átti framlagiö aðlækka úr 1350 milljónum króna niður i einn milljarð króna. Ef þessi niðurskurður hefði náð fram aö ganga, þá hefði það þýtt, að fyrirtækið hefði ekki getað staðið að fullu við skuldbindingar sinar á þessu ári vegna kaupa á þeim tveimur skuttogurum sem samið hefur verið um kaup á ann- ars vegar frá Portúgal (en hann verður afhentur nú i mal) en hins vegar frá Stálvik. Að sama skapi heföi þessi niðurskurður, ef samþykktur hefði verið, leitt til þess að ekki hefði verið unnt að hefja fram- kvæmdir við byggingu frysti- geymslu fyrir BOR á þessu ári eins og gert hafði verið ráð fyrir. Afstaða sjálfstæðismanna til þessa máls er enn undarlegri i ljósi þess, að bygging frysti- geymslunnar er með eindæmum arðbærhugmynd, sem talið er að borgi sig upp á tveimur árum. En vegna skorts á frystirými er áætl- að að Bæjarútgerðin þurfi að verja um 120 millj. kr. til leigu á frystirými hér i borginni og að hluta til á Suðurnesjum. Féll af húsþaki og stórslasaðist AM — Á sunnudag skömmu eftirhádegi varð vinnuslys á horni Rauðarárstigs og Stór- holts, þegar menn unnu þar að klæðningu þaks á nýbyggingu. Féll einn smiðanna, sem að verkinu unnu, Svanur Hauks- son, ofan af þakinu og niður á svalir fyrstu hæðar, en þetta er fjögurra hæða hús. Slasað- ist maðurinn mikið. Atvik munu hafa verið þau, aðborðhöfðu verið lögð á still- ansa við þakbrúnina, sem ekki voru naglföst, og mun Svanur hafa stigið á fjöl sem sporð- reistist. Fyrst nú sem stefna vinstri flokkanna kemur fram Kás — Fjárhagsáætlun borg- arinnar fyrir árið 1980 var samþykkt á siöasta fundi borgarstjórnar. I reynd má segja, aö þaö sé fyrst nú tveimurárum eftir að hinn nýi meirihluti tók við i borgar- stjórn, að fjárhagsáætlunin beri merki ómengaðrar vinstri stefnu, en siöasta fjár- hagsáætlun bar keim af þvi að erfitt hefur veriö að komast upp úr gamla ihaldsfarinu, enda þröngt um vik vegna skuldasöfnunar fyrrverandi meirihluta. Niðurstöðutölur fjárhags- áætlunarinnar eru réttir tæpir fjörutiu milljaröar króna. Lang stærsti tekjuliður borg- arinnar er útsvariö, rúmir 19 milljarðar kr., og fasteigna- ogaðstööugjöld um 6 milljarð- ur kr. hvor hópur. Af útgjaldaliðum borgarínn- ar er langstærsti félagsmála- liðurinn, eða rúmir 8,5 mill- jarðar kr. og er það 62,9% hækkun frá siðasta ári. Til gatnageröar verður varið 5,5 milljörðum króna og til fræðslumála tæpum 4,5 mill- jörðum kr. A eignabreytinga- reikning, þ.e. framkvæmdafé, eru settir tæpir 10 milljaröar kr. Af þessum 10 milljörðum fer um helmingur til ýmissa byggingaframkvæmda. Ber þar mest á byggingu skóla, sjúkrahúsa, dagvistunarstofn- ana, iþróttahúsa og æskulýðs- miðstöðva, að ógleymdu Borgarleikhúsinu og bygging- um I þágu aldraöra. Vegna þess hve seint fjár- hagsáætlunin var samþykkt, þar sem afgreiðsla fjárlaga rikisins dróst úr hófi fram, verður að áætla að hún sé ná- kvæmari og raunverulegri en oft áður, enda fjörir mánuðir nær liðnir af árinu. 1 fjárhagsáætluninni hefur framkvæmdafé hennar aö segja má verið verðtryggt með þvi aö kostnaður ein- stakra verka hefur yfirleitt verið framreiknaöur til þess verðlags sem gert er ráð fyrir að verði samkvæmt meðalbyggingavisitölu þessa árs, þ.e. 450 stig. í fjárhagsáætluninni eru einnig tveir og hálfur mill- jarður sem ætlað er að mæta launahækkunum á árinu, Margt bendir þó til þess að afla verði meira fjár til þess liðar, ef að likum lætur. Vaxtabroddur fjárhags- áætlunarinnar er sem fyrr segir á sviöi félagsmála i við- tækum skilningi. Þetta eru dýrlega góðar rækjur! BSt — Það var létt yfir fólkinu á blaðamannafundi með Ivan Re- broff við komu hans til landsins á sunnudaginn. Lifsgleði hans og gott skap var smitandi, og frásagnir hans hrifandi og öll svipbrigði meistaraleg, svo að ljósmyndararnir kunnu sér ekki læti. Það má segja aö Ivan Rebroff hafi snemma „lagst i ferðalög”. Ferðalög eru hans llf og yndi, segir hann sjálfur. Kemur það sér vel fyrir mann, sem vegna atvinnu sinnar þarf aö þeytast um heiminn. „Margir lista- menn, sem þurfa að feröast mikið lita á það eins og ein- hverja plágu”, sagði listamað- urinn og hló, og svo lék hann með ýmsum tilburðum lifs- þreyttan heimsborgara, sem i kvörtunartón segir: — Enn ein flugvél, enn eitt hótel o.s.frv. „Þegar ég sé flugvél á flug- velli”, sagði hann siðan, „þá hugsa ég sem svo, hvert skyldi hún vera að fara? Ætti ég að skella mér meö? Það er svo margt skemmtilegt aö sjá I heiminum, kynnast nýju fólki nýjum siðum og ekki sist nýjum mat”. Og hann hafði þegar heyrt um islenskan hákarl og sagðist mjög spenntur að fá að smakka hann, og þá auðvitað með „svarta dauða”, sem hann haföi lika heyrt getið. Rebroff hafði kynnt sér ýmis- legt um Island og islensk mál- — það er best að islendingar drekka svo mikið kaffi hef ég heyrt, kaffið hlýtur þvi að vera mjög gott hér, smakka..... jú, alveg prýðisgott kaffi. Þið ættuð að smakka rauðu rússnesku súpuna mina, borscht, það tekur minnst 72 tima að búa hana tii! efni, þvi hann sagðist lengi hafa haft áhuga á þvi að koma hingað tillands. Hann vissium Ibúatölu landsins, og ýmsar aðrar tölu- legar upplýsingar og svo spurði hann um hin óllklegustu efni, allt frá spariskyldu ungmenna á lslandi til skemmtana- og næt- urlífsins i Reykjavik. Ivan Rebroff fæddist i Berlln 31. júll 1931 af rússneskum for- eldrum. — Ég er I ljónsmerkinu, hvað annaö elskurnar minar? Þiö sjáiö það, ég get ekkert veriö annað en „ljdn”. Skapgeröar- einkenni manna fara eftir stjömumerkjum, það er ég sannfærður um, sagði söngvar- inn. — Mér var gefin bók um stjömumerki sem vinargjöf og éghló að þessu fyrst, en forvitn- invarö yfirsterkari svo ég fletti upp á minu stjörnumerki, ljón- inu, og þama stóö það þá svart á hvitu allt mögulegt um minn innri mann, — sumt sem ég haföi varla gert mér grein fyrir áöur, þaö var stórkostlegt! Söngferill Rebroffs er glæsi- legur, fyrst i þýskum óperuhús- um, og þá ekki slöur er hann fór að halda tónleikaog ferðast um heiminn. Hvar hann eigi heima? — Það mætti kannski helst segja að ég eigi heima i Boeing 747, en ég á heimili i Paris, einnig kastala nálægt Frankfurt en helst tel ég heimili mitt á grisku eyjunni Skopelos. Rebroff hefur tekið ástfóstri við Grikkland og talar grisku og syngur mikið af grisk- um þjóölögum á tónleikum, koma þau næst rússnesku þjóö- lögunum hjá honum. Þar sem söngvarinn er svo viðförull, þá var hann spurður hvar honum heföi þótt best að syngja. — A Nýja Sjálandi, sagöi hann, að var hrein upplifun að koma þangaö og áheyrendur voru stórkostlegir. Þeir hlógu og grétu meö mér. Lanoið ligg- ur svo langt úti I hafi, — svo einangrað frá öörum löndum, þar vellur heitt vatn upp úr jörðinni og fólkið er svo elsku- legt. Rebroff var bent á, að þetta gæti nú allt eins vel átt viö um Island, að minnsta kosti lega landsins og hér vellur heitt vatn upp úr jöröinni, — en hann á eft- ir aö sannreyna þetta með fólkiö sem áheyrendur. Ef til vill verð- ur Island númer eitt á listanum hjá honum þegar hann fer héö- an. A.m.k. vantar ekki áhugann hjá Islendingum að koma á hljómleikana og fá að sjá og heyra hinn stórkostlega Ivan Rebroff, þvi að uppselt er á flesta tónleikana, bæði i Reykjavikog úti álandi, en ef til vill verður möguleiki á enn ein- um aukatónleikum, sagði Garð- ar Cortes söngvari og sem hefur veg og vanda af komu Rebroffs hingað til lands. Þaðsópöiaðlvan Rebroff Islöa pelsinum. Hér sést hann ásamt Garöari Cortes á tali viö Sigurö Björnsson. Garöar, ég á eftir aö smakka á þessu, er þetta fræga hangikjötiö?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.