Tíminn - 22.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.04.1980, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 22. april 1980 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdástjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfuli- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- iýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent. Er valdið í réttum höndum? Skólamál eru eitthvert mikilvægasta svið þjóð- málanna i nútimasamfélagi. Á siðustu árum hafa. miklar breytingar orðið i islenskum skólamálum og standa þær reyndar enn yfir. Meginatriðið i þessum efnum er vitaskuld að ekki verði nein stöðnun, heldur samfelld og jöfn þróun. Stöðnun verður aðeins til þess að breytingarnar verða allt of hraðar og gjörtækar þegar stiflan loks brestur, en með þvi eykst hættan á alvarlegum mis- tökum i mótun stefnu og framkvæmd. Eins og háttað er um þjóðlifið i samfélagi okkar fer það ekki á milli mála að fóstrur, forskólakenn- arar og grunnskólakennarar taka að séræmikilvæg ara hlutverk i almennu uppeldi. Það er þess vegna mjög mikilvægt frá menningarlegu og þjóðernis- legu sjónarmiði hvernig að þessum málum öllum er staðið. Sérstaklega hlýtur það þá að koma til skoð- unar hvort ekki er unnt að tryggja eðlileg og nauðsynleg áhrif foreldranna með einhverjum nýjum hætti, eftir að ljóst er að mikilvægir þættir uppeldisins hafa færst út af heimilunum inn i opin- berar stofnanir. Spurningin i þessu efni er fyrst og fremst sú hvort tilteknir hópar sérfræðinga, sem svo nefna sig, eru ekki orðnir of áhrifarikir i uppeldismálum, hvort ekki væri réttara að fela kjömum fulltrúum foreldr- anna meiri völd yfir skólunum og uppeldis- stofnunum en einstökum hópum sérfræðinga, sem þvi miður hafa sifellda tilhneigingu til að lita á börnin sem tilraunadýr fyrir einhverjar fræði- kenningar. En reynslan hefur aftur og aftur sýnt það að allar slikar „fræðikenningar” eru meira eða minna úr lausi lofti gripnar, og heilbrigð skynsemi almenn- ings og reynsla kynslóðanna hefur jafnan reynst traustasti gmndvöllurinn. Það er enn fremur stórmál, fyrir þróun mann- réttinda og frjálsræðis, að fóikið sjálft hafi bein og milliliðalaus áhrif á starfsemi uppeldisstofnana, en að rikisvaldið og sérfræðingar geti ekki tekið sér nein yfirráð i þeim efnum. Fólkið á börnin, og það verður að hafa möguleika á þvi að koma i veg fyrir hugsanlega misbeitingu valds af hálfu annarra aðila. Það væri fyllilega ástæða til þess að stjórnmála- menn veltu þeirri spurningu sérstaklega fyrir sér hvort valdið i þessum málum sé i réttum höndum, hvort ekki beri að auka vald skólanefndanna og jafnvel að láta kjósa þær almennum kosningum til þess að tryggja sem best völd fólksins yfir uppeldis- stofnunum. í þessu sambandi er það enn fremur álitamál hvort ekki er hægt að auka hlutverk og áhrif foreldrafélaganna þar sem þau hafa tekið til starfa. Með þessu er ekki verið að segja að „sérfræð- ingar” megi hvergi koma nærri uppeldismálum. Slikt væri fásinna. En það er eitt að sérfræðingur sé til ráðuneytis og aðstoðar,og allt annað að sérfræð- ingur fái i hendur vald, til að ráða og ákveða. Samtiminn er orðinn troðfullur af alls kyns kjaft- æði sem kallað er „fræðilegar kenningar,” um mannlegt lif, mannlega brey tni og það sem æskunni sé hollt eða óhollt. Það þarf venjulega heilbrigða kynsemi til að halda ýmsu af þessu dóti i nægilegri í^rlægð frá æskunni, og aðeins fólkið sjálft, for- eldramir, eru færir um þetta. JS Erlent yfirlit Skilaboð ísraelsstjórnar til Frakklandsforseta: „Herra forseti, þér eruð friöarspillir” „Þessar yfirlýslngar Frakk- landsforseta eru ögrun viö friöinn og þær stefna framtfö israelsrlkis i hættu”, sagöi hinn nýi utanrlkis- ráöherra ísraels, Yitshak Shamir, I samtali viö franskan fréttamann, nokkru eftir afdrátt- arlausar yfirlýsingar Giscard d’Estaing forseta um þaö, aö Palestinumenn ættu fullan rétt á sjálfstjórnarsvæöi, þar sem þeir gætu búiö óáreittir. Orö Shamirs eru fyrstu opinberu viöbrögöin i Jerúsalem viö yfirlýsingum Frakklandsforseta, en hann hefur alltaf veriö hliöhollur Palestlnu- mönnum. Nýi utanrlkisráöherrann i Isra- el er baráttuglaöur maöur, og ævi hans er samofin baráttunni fyrir stofnun israelsrikis. Hann var að- eins 22 ára þegar hann gekk i hryöjuverkasamtökin „Irgún”, sem stjórnaö var af núverandi forsætisráöherra I Israel, Mena- chem Begin. Og áriö 1941 geröist hann foringi I hryöjuverkasam- tökunum „Stern”, sem einnig böröust fyrir ísrael. 1943 tóku Bretar Shamir höndum og héldu honum I búöum I Erltreu, en þaö- an strauk Shamir til Djibúti og komst undir náöarvæng Frakka. Þaö var áriö 1946. Viö stofnun ísraelsríkis 1948 hvarf Shamir aö mestu af sjónarsviöinum þar sem hann haföi gengiö I leynilögreglu Israels. Hann varö svo þingmaö- ur 1970 og forseti þingsins 1977. „Enginn harðlinumaður hvorki i stjórnmálum né einkaiifi” Yitshak Shamir er lágur maöur vexti, heröabreiöur og ljúfmann- legur, þrátt fyrir aö hann hafi orö fyrir aö vera haröur I horn aö taka. Hann tók á móti frétta- manninum 1 þeirri skrifstofu, sem fyrirrennari hans I utanrlkisráö- herraembætti, Moshe Dayan, hafði áöur haft. Shamir var fyrst spuröur um þaö, hvernig honum félli sá orörómur, aö hann væri haröur I horn aö taka, enda hryöjuverkamaöur fyrrum. „Ég er bara steinhissa’,’, sagöi Shamir, „Frakkar og Bretar þekkja þaö þjóöa best, aö fyrir nýfrjálsum rfkjum eru oftast menn, sem tilheyrt hafa þjóö- frelsishreyfingum. Og aö ég sé einhver sérstakur haröllnumaö- ur, er þvæla. Ég er ekki þannig, hvorki i stjórnmálum, né I einka- llfi”. Shamir var þá minntur á, aö hann heföi veriö andvlgur Camp David samkomulaginu. „Eg hef aldrei verið á móti friöi viö Egypta, þvert á móti. Hins vegar voru mörg atriöi I Camp David samkomulaginu, sem ég gat ekki sætt mig viö”. Shamir segir, aö yfirlýsingar Frakklandsforseta, séu honum sár vonbrigöi, einkum. þar sem hann liti á Frakkland sem leiö- andi þjóö I Evrópu. Hann segist ekki vilja aögreina þjóöina sjálfa og stjórnina, — er jafnsárreiöur báöum, en telur, aö almennings- álitiö I Frakklandi gæti verið ísraelsmönnum hliöhollara en fram kemur I yfirlýsingum Frakklandsforseta. ,,Stjórnin á hagsmuna aö gæta hjá Aröbum. Það er allt og sumt”. En væri svo hættulegt fyrir Israelsmenn, ef Palestinumenn fengju sjálf- stjórn? „Við ísraelsmenn vit- um, hvað „sjálfstjórn” Palestinumanna þýðir” „Það er auöveldara um aö tala en I aö komast”, segir Shamir. „Sjálfstjórn Palestlnumanna myndi þýða stofnun Palestlnurlk- is á Israelsku landsvæöi, þ.e.a.s. I Júdeu, Samaríu og á Gazasvæö- unum. Þaö er ætlast til þess aö við gefúm eftir sex þúsund ferkfló- metra landsvæöi undir öfgahreyf- ingu, sem hefur á opinberri stefnuskrá sinni aö leggja Isra- elsrlki I rúst. Landsvæðiö yröi ekki annaö en ákjósanlegur vett- vangur fyrir árásir á ísraels- menn I framtlöinni. Og ekki má gleyma þvi, aö efst á stefnuskrá palestinskra skæruliöa er aö ná allri Palestlnu undir sig, Arafat hefur margendurtekiö það. Nú ekki alls fyrir löngu talaöi hann enn um aö ná undir sig Jerúsal- em, Tel Aviv og Jaffa. Viö Isra- elsmenn vitum vel hvaö „sjálf- stjórn” Palestlnumanna heföi I för meö sér”. En ef ísraelsmenn samþykktu aö ganga aö samningaboröi meö PLO-hreyfingunni, er þá ekki möguleiki á, aö skæruliöarnir drægju I land? „Ég þekki þennan söng”, segir Shamir. „Hvernig dettur nokkr- um manni I hug, aö Palestinu- menn dragi I land, nú eftir aö Frakklandsforseti hefur tekiö svo dyggilega undir kröfur þeirra um sjálfstjórn? Hann býöur þeim rlki. Giscard d’Estaing hefur spillt fyrir þvi, að PLO-hreyfingin samþykki friöarstefnu Sadats Egyptalandsforseta. Allt þar til Sadat tók samningamálin i sínar hendur, var einhliöa gengiö á rétt ísraelsmanna. Sadat rauf þann vltahring. En nú eru málin aftur komin I strand vegna þess, aö þjóöarleiötogi I Evrópu er aö skipta sér af okkar málum. Ef ég stæöi andspænis Frakk- landsforseta á þessu augnabliki, myndi ég segja viö hann: „Herra forseti, þér eruö friöarspillir”.” Flþýddi. Yitshak Shamir, utanrlkisráöherra ísraels, biöur þarna eftir kaffisopanum helma hjá konu sinni. Hann segir Frakka ekki hika viö aö fórna Israel fyrlr olluna og er mjög þungt I honum hljóöiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.