Tíminn - 22.04.1980, Síða 11
ÍÞRÓTTIR
Í5>RCTT!R
Þriðjudagur 22. april 1980
— til að leika með þeim gegn Haukum í úrslitaleik
bikarkeppni HSÍ í Laugardalshöllinni annað kvöld
Axel
af tur til
Fram
Axel Axelsson, landsliðsmað-
urinn snjalli i handknattieik,
scm hefur lcikiö með v-þýska
liöinu Dankersen undanfarin
ár, hefur dkvebið aö snda
aftur heim til lslands, eftir
petta keppnistimabil. Axel
inun ganga til libs við gömlu
fölaga sina hjá Kram, og þarf
ekki að fara mörgum orðum
um þaö, aö hann mun koma til
ineð aö styrkja hið unga lið
Fram mikib meö leikieynsiu
sinni og krafti.
-SOS
KR-ingar kalla á
Hilmar Biörnsson
Hilmar Björnsson, þjálf-
ari Valsmanna í hand-
knattleik, mun að öllum
likindum leika með KR-
ingum gegn Haukum, þeg-
ar liðín mætast i úrslitaleik
bikarkeppni HSI i Laugar-
dalshöllinni á morgun.
Hilmar mun þá taka stöðu
Hauks Ottesen, sem á við
meiðsli að stríða og því ó-
vist hvort hann leikur með
FRIÐRIK GUÐMUNDS-
SON.... fyrirliöi KR, sést hér
skora mark af linu gegn Val.
(Timamynd Róbert)
— en Haukur hefur verið
lykilmaöur KR-liðsins.
Jóhann Ingi Gunnarsson,
landsliðsþjálfari og þjálfari KR-
inga, hefur kallað á Hilmar, sem
hefur aöstoðað Jóhann Inga við
þjálfun KR-liðsins að undanförnu.
— Þetta verður jafn og tvisýnn
leikur, en þarna mætast tvö
„stemmningslið” svipuö aö getu.
Þaö lið sem nær sér fyrr á strik i
leiknum, mun koma til meö að
bera sigur úr býtum”, sagði
Jóhann Ingi, þjálfari KR-inga.
Viðar Simonarson, þjálfari
Hauka sagði að leikurinn yröi tvi-
mælalaust mjög spennandi — Við
munum gera allt sem viö getum
til að vinna bikarinn, sgði Viöar,
en Haukar hafa náð mjög góðum
árangri i bikarkeppninni — slegiö
Fram, Viking og Val út úr keppn-
inni.
Friörik Guðmundsson, fyrirliði
KR-inga, sagði að leikmenn KR-
Ársæll Sveinsson — markvörður Jönköping, gerði sér
litið fyrir og varði vítaspyrnu frá félaga sínum úr Eyj-
um, Erni óskarssyni, þegar örgryteog Jönköping gerðu
jafntefli 1:1 í Gautaborg í sænsku 2. deildarkeppninni.
Jönköping jafnaði 1:1 — með marki beint úr hornspyrnu.
Þorsteinn ólafsson átti mjög
góðan leik I marki IFK Gauta-
borg, sem vann sinn fyrsta sigur
(1:0) yfir Djurgarden i Stokk-
hómi — i fjögur ár. Þorsteinn
hafði nóg að gera I leiknum, sem
var fjörugur — og fékk hann góða
dóma i sænskum blöðum. Sænski
landsliösmaðurinn Tommy
Holmgren skoraði mark Gauta-
borgar á 5. min. sem misnotaði
vitaspyrnu i leiknum — þaö var
vitaskyttan Glenn Holm, sem
misnotaöi vitaspyrnuna, en hann
lét verja frá sér. — ,,Ég man ekki
eftir að hafa misnotað vita-
spyrnu, siöan ég var smástrák-
ur”, sagði Holm eftir leikinn, en
hann er mjög sparkviss miövall-
arspilari.
Árni varði vel...
ing á útivelli og átti Arni mjög
góðan leik — fékk hrós bæði I
blöðum og sænska útvarpinu.
Sonny Johanson — sænski lands-
liðsmaöurinn hávaxni (1.92 m og
95 kg) skoraði bæöi mörk Lands-
krona og er hann nú markhæstur I
„Allsvenska” — meö fjögur
mörk.
Teitur tekinn úr umferð
Teitur Þórðarson.sem er talinn
einn allra besti miöherji i „All-
svenskan”, á erfitt uppdráttar.
Hann er tekinn úr umferö I hverj-
um leik og er einn leikmaöur lát-
“"inn elta hann út um allt. öster
náði jöfnu 0:0 gegn Sundsvall á
úíivelli og var það markvöröur
liðsins — Thomas Rawelli, sem
bjargaði öster frá tapi, en hann
varði snilldarlega i leiknum.
liðsins kæmu vel undirbúnir fyrir
leikinn og væru þeir búnir að æfa
vel. — Við erum staðráönir I að
leggja Hauka aö velli og ég hef
trú á þvi, að viö gerum það, sagöi
Friörik.
— Viö erum ekki vanir að vera
með stóryrði fyrir leiki — aftur á
móti höfum við reynt að standa
okkur sem best á leikvellinum,
sagöi Andrés Kristjánsson, íyrir-
liöi Hauka. — Með það i huga,
mætum viö til leiks, sagöi Andrés.
Þaö má búast við fjörugum leik
i Laugardalshöllinni annað kvöld,
en leikurinn hefst kl. 8.
—SOS
Knattspyrnumenn í Svíþjóö:
Arsæll varði
frá Erni
— íslensku markveröirnir standa sig
mjög vel, en Teitur ávallt
tekinn úr umferö
vítaspymu
0 ARSÆLL... varði vitaspyrnu
frá Erni.
• ARNI STEFANSSON... stóö
sig vei.
F rai ua rai r sti erl i-
a ri i íj Srá löal )ai iia”
— unnu sigur 5:4 yfir Ármenningum
Arni Stefánssonog félagar hans
hjá Landskrona eru heldur betur i
vigamóð um þessar mundir —
þeir unnu sigur (2:1) yfir Norköp-
Hörður ekki með
Höröur Hilmarsson lék ekki
Framhald á bls 19
Framarar unnu sigur 5:4
yfir Ármenningum í
Rey kjavikurmótinu í
knattspyrnu á Melavellin-
um á sunnudaginn — eftir
„Bráðabanakeppni", en
staðan var jöfn 2:2 eftir
venjulegan leiktima.
Framarar skoruðu fyrsta mark
leiksins. — Guðmundur Torfason
átti þá háa sendingu fyrir mark
Armanns, en markvöröur Ar-
manns — Erlendur Hermanns-
son, varö fyrir þvi óhappi aö slá
knöttinn I markiö, þegar hann
reyndi að slá knöttinn yfir þver-
slána. óskar Ásmundsson jafnaði
1:1 fyrir Armann. Baldvin Elias-
son skoraöi 2:1 fyrir Fram, en
Bryngeir Torfason jafnaði siöan
2:2 fyrir Armann.
Framarar skoruðu úr þremur
fyrstu tilraunum sinum i „Bráöa-
banakeppninni” — þeir Rafn
Rafnsson, Gústaf Björnsson og
Guðmundur Torfason. Þeir Bryn-
geir Torfason (bróðir Guðmundar
hjá Framhog Arnlaugur Helga-
son skoruðu úr tveimur slðustu
tilraunum Armanns.
Armannsliðið hefur komið
skemmtilega á óvart i Reykja-
vikurmótinu — undir stjórn Bog-
dans þjálfara. Leikmenn liðsins
eru friskir og baráttuglaöir og má
reikna með að þeir berjist um 1.
deildarsæti i sumar, ef þeir halda
áfram á þeirri braut, sem þeir
eru nú á.
—SOS
Aukastig
til Þróttar
Þróttarar tryggðu sér aukastig i
Reykja vikurmótinu i knatt-
spyrnu, þegar þeir unnu sigur 4:2
yfir Vlkingum. Húsvikingurinn
Sigurkari Aðalsteinsson — nýliði
hjá Þrótti, skoraði 2 mörk, en hin
mörkin skoraði Skotinn Harry
Hill og Þorvaldur Þorvaldsson.
Aðalsteinn Aðalsteinsson skoraði
bæði mörk Vikings.
Framstúlkurnar
fara til Spánar
— og taka þar þátt í alþjóðlegu handknattleiksmóti
— Við munum leika I riöli með
iiðum frá V-Þýskalandi og
Engiandi sagði Jóhanna Haii-
dórsdóttir, handknattleiks-
stúlka úr Fram, en Fram-
stúlkurnar hafa ákveöið að
taka boði þvi, sem þær fengu
frá Spáni, um aö taka þátt i
alþjóðlegu handknattieiks-
móti I Valencia i byrjun júni.
— Viö höldum til Spánar 5.
júni og daginn eftir leikum við
gegn liöinu frá V-Þýskalandi
og siðan mætum við ensku
stúlkunum. Spánver jarnir
borga ferðir okkar og uppi-
hald. — Það var ekki hægt aö
slá hendinni á móti þessu góða
boði, sagði Jóhanna.
—SOS