Tíminn - 22.04.1980, Page 16
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
Auglýsingadeild
'Tímans.
18300
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
tontið my.ndalista.
árendum í póstkröfu.
SJÓNVAL¥“r^
t gær var 40.000 sýktum laxaseiðum fargaö f fiskeldisstöðinni að
Húsatóftum. Voru seiöin veidd I háf og drepin I klórbiönduðu vatni. A
myndinni sem tekin var f gær sést eigandi stöðvarinnar, Sigurður
Heigason. TfmamyndG.E.
Kýlapestin í fiskeldisstöðinni að
Húsatóftum:
50 mlllión
kr. sölutap
JSS — 1 gær var öllum laxa-
seiðunum, sem eftir lifðu f eldis-
stöðinni aö Húsatóftum, slátrað.
Voru þau um 40.000 talsins. t dag
eða á morgun veröur svo eldis-
fiskurinn væntanlega drepinn, en
það eru 5-600 sjóbirtingar.
Sagði Siguröur Helgason
eigandi stöðvarinnar 1 viötali við
Timann, að það yröi að drepa
allan fisk til að koma t veg fyrir
að gerlarnir lifðu áfram i
stöðinni. Væri reiknað með, að
það tæki a.m.k. mánuð að
sótthreinsa hana. Að þeim tima
loknum kvaðst Sigurður hefja
starfsemina að nýju með eldis-
fiski. Ekki væri hægt að hefja
seiöaeldi á þessum árstima,
þannig aö þarna yrði a.m.k. um
árstöf að ræöa varöandi þann þátt
starfseminnar.
Aöspuröur um hversu mikið
tjón væri um að ræða þarna, sagði
Siguröur, að sölutapið næmi
a.m.k. 50 milljónum króna.Hann
hefði verið með 120.000 seiði i
upphafi en þegar uppvist hefði
orðið um sjúkdóminn hefðu verið
90.000 seiði I stöðinni. Heföi þá
verið búiö að ganga frá sölu
samningi upp á 100.000 seiði, en
andvirði þeirra væri um 50
milljónir króna.
Enn breytingar á skattatillögunum: ^
Útvaipsumræða
á miðvikudag
JSG — Þrjlðja umræða um
skattstiga I efri deild Alþingis,
fer að lfkindum fram siödegis á
miðvikudag, en umræðunni
verður útvarpaö. Ætlunin var að
þessi umræöa færi fram fyrir
helgi, en þá kom fjármálaráð-
herra auga á nýja galla á
skattatillögum rikisstjórnarinn-
ar, og fékk hann umræöunni
frestað á meöan leitaö væri
leiða til að afnema vankanta
þeirra.
Nú munu uppi hugmyndir um
aö leiðrétta þau rangindi, sem
talið er að felist I skattatillögun-
um, sérstaklega gagnvart ein-
staklingum og einstæöum for-
eldrum meö mjög lágar tekjur,
meö þvi að taka upp sérstakan
Jágmarksfrádrátt einstaklinga,
er yrði nokkuö hærri en per-
sónuafsláttur, og jafnframt að
einstæðir foreldrar til viðbótar
við þær barnabætur sem þeir fá
greiddar með börnum sinum, og
eru hærri en bætur með börnum
annarra, njóta einnig hinna sér-
stöku barnabóta með börnum
yngri en 7 ára.
Fjármálaráöherra, Ragnar
Arnalds, mun aö lfkindum
leggja fram tillögur í dag er fela
i sér þessar hugmyndir, og að
sögn Guðmundar Bjarnasonar,
sem nú gegnir störfum. forseta
efri deildar, er þá ekkert þvi til
fyrirstööu aö útvarpsumræðan
fari fram á miðvikudag.
__Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
mest selda úrið
i
45 þúsund tonn síldar veidd í haust:
Yngri síldarárgang-
ar uggvænlega rýrír
AM — „1 haust höfum við lagt til
að veiöa megi 45 þúsund tonn af
sild, eða eins mikið og veitt var
sl. haust, en þá lögðum við til að
aðeins yrðu veidd 35 þúsund
tcnn,” sagði Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur, þegar viö
spurðum hann um ástand
Islenska sildarstofnsins nú.
Jakob sagði að ákveðið hefði
verið að leggja til þetta magn,
þar sem árgangarnir frá 1974 og
1975 virstust veröa all sterkir
nú, og heildarmagniö um 200
þúsund tonn i stað 180 i fyrra.
Hins vegar sagöi Jakob aö þaö
skapaði nokkrar vangaveltur
hve litiö virðist vera nú af smá-
sild á innfjörðum vestan og
noröanlands, þar sem helstu
uppeldisstöðvar sildarinnar eru
og gæti það bent til þess að yngri
árgangarnir væru veikir. Hefur
verið unnið að nánari rannsókn-
um á þessu á uppeldisstöövun-
um i vetur.
Hrossakjöt selt til
M ftlPO QPQ — unnið að markaðsöflun
11III Ugð annars staðar
HEI — Bdvörudeild Sambandsins
hefur undanfarna mánuði reynt
mikið til aö afla markaða fyrir
hrossakjöt I fjölmörgum Evrópu-
löndum. Búið er að selja Norö-
mönnum um 100 tonn, en þangaö
er ekki hægt að selja méira að
sinni. Vonast er til að einnig tak-
ist að selja nokkuð til Danmerkur
og ttaliu.
Reyndar er búið að finna kaup-
anda á Italiu, en sá hefur ekki
fengiö innflutningsleyfi ennþá, en
verið er aö reyna að koma þvi i
gegn. Verðiö sem samiö hefur
veriöum ertaliðnokkuð gott mið-
að viö annan kjötútflutning, þ.e.
um 60-70% af heildsöluverði inn-
anlands.
Hrossakjöt hefur ekki veriö selt
úr landi til þessa, þvi framboð og
eftirspum hér heima hafa nánast
farið saman. En vegna slæms ár-
ferðis I fyrra varð hrossaslátrun
yfir þriðjungi meiri en I venjulegu
ári eða um 1000 tonn af kjöti. Ekki
er þvi búist við að svo mikil slátr-
un verði nú i haust, aö öllu eðli-
legu.
Kristján Thorlacius formaður BSRB ásamt þrem úr hópi „áhugasamra félaga”, er undirskriftarlist-
arnir voru afhentir i gær.
„Áhugasamir félagar” innan BSRB:
600 krefjast almenns
félagsfundar SSS'
JSS — I gær afhentu þrír úr hópi //áhugasamra félaga"
innan BSRB formanni þess, Kristjáni Thorlacius undir-
skriftarlista með um 600 nöfnum félaga innan banda-
lagsins.
Undirskriftunum var safnað á
nokkrum vinnustööum 1
Reykjavik og er tilgangurinn
sá, aö skora á stjórn og samn-
inganefnd BSRB, að halda nú
þegar fund fyrir almenna félaga
IBSRB til að efla samstöðu inn-
an hreyfingarinnar um þá bar-
áttu sem fyrir höndum er i
samningamálum bandalagsins.
Kristján Thorlacius kvaðst, er
hann veitti undirskriftarlistun-
um viðtöku, fagna þvi mjög, að
áhugi á gangi samningamála
innan BSRB væri fyrir hendi hjá
félagsmönnum. Þetta framtak
væri nákvæmlega i samræmi
við hug samninganefndar og
stjórnar BSRB.
Þá kvaðst hann vilja benda á,
að á fundi stjórnar og samn-
inganefndar BSRB 3. sept. sl.
hefðu formaður og varaformaö-
ur samninganefndar boriö fram
tillögu um að almennir fundir
yrðu haldnir, þarsem fram færi
skoðanakönnun um hvort boða
skyldi til verkfalls.
A fundi stjórnar og samninga-
nefndar 12. sept. sl. hefði svo
verið samþykkt tillaga um að
beina þvi til aðildarfélaga
BSRB að þau héldu fundi um
samningamálin. Mörg félag-
anna hefðu orðið við þeim til-
mælum og kynnt kröfugerö
samtakanna. Loks hefði 19.
febrúar sl. verið aftur samþykkt
i stjórn og samninganefnd að
beina þvi til aðildarfélaganna
að halda almenna fundi um
kjaramálin.