Tíminn - 26.06.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.06.1980, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 26. júni 1980. W; mm í spegli tímans Hlaupandi maður Það er'vlðar en á Islandi, sem ber- stripaðir karlmenn á almannafæri vekja athygli og deilur. Nú er á opin- berri sýningu i Bretlandi höggmynd eftir frægan breskan myndhöggvara, Elizabeth Frink. Myndin ber nafniö Hlaupandi maöur og þeir, sem hafa athyglina hjá sér, segja, að einkenn- andi fyrir hana sé sú einbeitni, sem kemur fram i andlitssvipnum. En mörgum áhorfendum hættir til að missa augnagoturnar á aðra likams- hluta. Viðbrögð kvenna, þegar þær reka augun I styttuna, eru mismun- andi. Haft er eftir einni 68 ára ömmu, að vist sé maöurinn vel byggöur að ööru leyti en þvi, að fótleggirnir séu alltof grannir. Það sé nóg til þess, að hann veki engar tilfinningar hjá henni, hún vilji hafa menn meö sterkbyggða fótleggi, eins og maðurinn hennar. Listamaðurinn segir, að slikir áhorf- endur misskilji myndina algerlega. Hún heiti, sem áður sagöi, Hlaupandi maöur og eigi aö tákna mann, sem sé að hlaupa undan ofsóknum. Varð að gjalda nafna sins Nú hafa samtök í Bandarikjunum, sem berjast fyrir borgaralegum rétt- indum, höfðað mál á hendur FBI og er vonandi, aö málavextir séu einstakir i sinni röð. Það var áriö 1943, að James Calvin Johnson, sem upprunninn var úr svertingjahverfi i Los Angeles, út- skrifaöist með hárri einkunn frá kvik- myndadeild Kaliforníuháskóla. En þrátt fyrir Itrekaöar tilraunir, tókst honum ekki að komast 1 neina vinnu innan kvikmyndaiðnaðarins. Johnson komst að þeirri niðurstööu, aö hann væri enn eitt fórnarlamb kynþáttamis- réttis og gaf upp alla von um aö verða nokkurn tima kvikmyndatökumaöur. Johnson var ókunnugt um, að J. Edgar Hoover, þáverandi yfirmaður alrlkislögreglunnar, haföi móttekiö skýrslu um, aö Johnson væri kommúnistiskur áróöursmaöur. Svo krossgáta 3336. Lárétt 1) Krókur. 5) Leiöi. 7) Utast. 9) Svik. 11) Lita. 12) Númer. 13) Sjó. 15) Fæöu. 16) Ómarga. 18) Hrópar. Lóðrétt 1) Sikring. 2) Op. 3) Varðandi. 4) Faröa. 6) Hlákur. 8) Andi. 10) Kindina. 14) Þjálfa. 15) Poka. 17) Fisk. Ráðning á gátu No. 3335. Lárétt 1) Æöurin . 5) Lón. 7) 111. 9) Nýr. 11) Ná. 12) Kú. 13) Gný. 15) Bik. 16) Sóa. 18) Vaskra. Lóörétt 1) Æringi. 2) Ull. 3) Ró. 4) Inn. 6) Þrúkka. 8) Lán. 10) Ýki. 14) Ýsa. 15) Bak. 17) Ós. ótrúlegt sem það er, höfðu starfsmenn FBI ruglað Johnson saman við nafna hans, sem hafði verið forgöngumaður um verkfall i bilaverksmiöju i hverf- inu, þar sem hinn óheppni Johnson bjó. Þessum óhróöri var laumaö að yfir- mönnum kvikmyndaiönaðarins i Hollywood, sem voru alræmdir Ihalds- seggir. Skýrslan um „rauða áróðurs- manninn” hefur siöan veriö I skjala- safni kvikmyndaforstjóranna. En svo var þaö nýlega, að Johnson, sem nú er kominn á eftirlaun, ákvaö að reyna að komast að þvi, hvaö hefði valdiö þvi að honum var alltaf neitað um vinnu á kjörsviði sinu. Studdist hann þar við ný bandarisk lög, sem gera ýmis skjöl, sem til þess hafa veriö leyniskjöl, að- gengileg almenningi. Má nærri geta, hvernig honum varð viö, þegar hann komst að hinu sanna. Hann ákvað að láta ekki kyrrt liggja. Þegar núverandi yfirmenn alrikis- lögreglunnar komust að raun um, hvernig I pottinn var búið, buöust þeir til aö eyöileggja gögn I sinni vörslu um James Calvin Johnson um leið og þeir báðust opinberlega afsökunar á mis- tökunum. Johnson afþakkaði gott boð. Hann segir: — Ég vil að skýrslurnar geymist til að minna á þau mistök, sem hafa verið gerð og geta aftur verið gerð. Mér finnst ekki eins hörmulegt aö vita til þess, hvernig mitt llf hefur verið eyðilagt, ef þær gætu komiö i veg fyrir, að einhver annar hljóti þessi sömu örlög. — Tarkmark mitt er að vinna mér inn eins mikla peninga og kon- an mln heldur að ég vinni mér inn. — Hefur þú tekið eftir þvi, að foreldrar þinir skilja okkur aðeins ein eftir heima þegar eitt- hvað svakaspennandi er i sjónvarpinu? — Hvað á ég að þurfa að segja þér það oft, kona... skólpiö á að fara útbyrðis á skjói- borða en ekki á kul- borða. bridge Nr. 128. Þegar spiluð er vörn er æðsta boðorðið að halda uppi góðri samvinnu við félaga. Vestur. S. 5 H.G8732 T. D104 L. A754 Noröur. S. KG72 H. 6 T. AK98 L. KD83 Austur. S A4 H. AD1095 T.G6532 L. 9 Suöur. S. D 1098632 H.K4 T. 7 L. G1062 Vestur Norður Austur Suöur 1lauf 1 hjarta 1 spaði 3hjörtu 4spaðar allir pass. Vestur spilaöi út litlu hjarta gegn 4 spöðum suðurs og austur tók á ásinn. Eina vonin fyrir vörnina virtist sú að vestur ætti laufásinn og austur spilaöi þvl laufnl- unni til baka, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu. En aumingja vestur sá ekki öll spilin og þar sem AV notuöu venjulegar lengdarmerkingar, reiknaði hann með þvi að austur ætti tvispil I laufi. Hann gaf þvi laufið og vonaðist eftir að austur ætti spaöaásinn og gæti spilaö seinna laufinu þegar hann kæmist inn á hann. Þetta virðist kannski vera fiftí fifti sjens hvort vestur eigi að stinga strax upp laufásnum eöa ekki. Og þaö er i raun rétt meðan austur gerirekkert til að hjálpa fé- laga. En ef austur hefði séö þessi vand- ræði vesturs fyrir, sem eru ekkert svo fjarlæg frá honum séð, hefði honum kannski dottið I hug að taka á spaðaásinn áöur en hann spilaöi laufinu. Þá hefði vestur ekki veriö i vafa um hvað hann ætti aö gera. með morgunkaffinu — Trúir þú mér núna, þegar ég segi, að hún sé I baði? — Sendið sjúkrabil fljótt!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.