Tíminn - 26.06.1980, Qupperneq 6
L^-ll íi Á ÁTi ‘i
Fimmtudagur 26. júni 1980.
Erlent yfirlit
Hnéw
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvsmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Heigason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrfmur Glslason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvcmdastjórn og auglýsingar
Sföumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verb f lausasölu kr. 240.
-Askriftargjald kr. 4.800 ú mánuöi._Blaöaprent. y
Geir værí kominn
upp í 120-130%
Stjórnarandstöðublöðin halda áfram að deila á
rikisstjórnina fyrir athafnaleysi i efnahagsmálum.
Þau heimta aðgerðir, sem þau skilgreina ekki
nánar hverjar eigi að vera. Þá forðast þau vandlega
að segja frá þvi, hvað stjórnarandstöðuflokkarnir
hefðu gert, ef þeir hefðu farið með völd.
Stjórnarandstöðublöðin þurfa það heldur ekki.
Upplýsingar um það er að finna i Morgunblaðinu 9.
nóvember 1979. Þar er boðuð hin fræga leiftursókn
gegn verðbólgu, sem hefði komið til sögu, ef Sjálf-
stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkkurinn hefðu
myndað stjórn eftir desemberkosningarnar.
Fyrsta verk þeirrar rikisstjórnar hefði verið að
gefa allt verðlag frjálst. Rikis- og bæjarfyrirtæki
hefðu innheimt það gjald fyrir þjónustu sina, sem
þau hefðu talið sig þurfa. Verzlunin hefði fengið fullt
frelsi til að ráða verðlaginu. Af þeim kröfum frá
þessum aðilum, sem hafa legið fyrir hjá verðlags-
nefnd, má bezt ráða, að þetta hefði leitt til stórfelld-
ustu verðhækkana á vörum og þjónustu.
Næsta verk þessarar rikisstjórnar hefði verið að
taka valdið af Seðlabankanum til að ákveða vexti.
Eftirspurn eftir lausafé hefði verið látin ráða. Vafa-
litið hefði þetta leitt til stórfelldrar vaxtahækkunar i
einu eða öðru formi.
Þriðja verk þessarar rikisstjórnar hefði verið að
skera niður útgjöld rikissjóðs um 35 milljarða
króna, og hefði það einkum bitnað á ýmsum fram-
kvæmdum og þjónustu við þá, sem hennar eru mest
þurfandi.
Fjórða verk þessarar rikisstjórnar hefði verið að
afnema verðtryggingu launa og láta rikisstjórnina
hætta allri milligöngu við gerð kjarasamninga.
Hér hafa verið greind meginatriði leiftursóknar-
innar. Hver og einn ætti að geta gert sér grein fyrir
þvi, hvað af þessu hefði leitt. Verðbólgan hefði
magnazt um allan helming vegna hækkandi verð-
lags og vaxta. Launþegum hefði verið ætlað að þola
þetta bótalaust. Hver trúir þvi að svo hefði orðið?
Launþegar, sem hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum, hefðu ekki siður hafið baráttu
gegn slikum ókjörum en fylgismenn stjórnarand-
stöðunnar.
Ef atvinnurekendur hefðu ekkert komið til móts
við launafólk, myndi þetta hafa leitt til stórfelldra
verkfalla og langra. Atvinnulif þjóðarinnar hefði
getað lagzt i rúst um lengra skeið.
Að lokum hefði svo orðið að láta undan sanngjörn-
um kröfum launafólks og bæta þvi verðbólguna,
alveg eins og Bjarni Benediktsson gerði með kjara-
samningunum 1964.
Að loknum þessum sviptingum i þjóðfélaginu,
hefði verðbólgan verið tvöföld eða margföld frá þvi,
sem fyrir var og það tekið langan tima að bæta at-
vinnuvegunum það tjón, sem þeir hefðu orðið fyrir.
Til viðbótar við óðaverðbólgu væri komið atvinnu-
leysi.
Ef einhver vill kalla þetta hrakspá, ætti hann að
kynna sér afleiðingar leiftursóknarstefnunnar i
ísrael. Þar hefur skoðanabróðir Geirs Hallgrims-
sonar, Begin, margfaldað verðbólguna og er búinn
að koma henni upp i 120-130%.
Verðbólguvöxturinn hefði ekki orðið minni hjá
Geir Hallgrimssyni, ef hann og samherjar hans
hefðu fengið að ráða.
Þ.Þ.
Þórarínn Þórarinsson:
Anderson getur náð
kjöri sem forseti
Skoðanakannanir eru honum hagstæðar
ÞÓTT þeir Carter og Reagan
hafi oröiö hlutskarpastir i próf-
kjörunum og veröi samkvæmt
þvi aðalkeppinautar i forseta-
kosningunum I haust, fer fjarri
þvl, aö bandariskir kjósendur
séu ánægöir meö þá niðurstöðu.
Bæði I fjölmiðlum og meðal
almennings er sú spurning al-
geng, hvort prófkjörin séu rétta
aöferöin til að velja forsetaefn-
in, fyrst útkoman sé sú, að kjós-
endur hafa að lokum ekki annað
val en milli Carters og Reagans.
Einkum eru þaö þó óháðir
kjósendur, sem varpa þessari
spumingu fram, en þeir verða
stööugt vaxandi hluti kjósenda-
hópsins.
Carter er fundið það til áfell-
is, að honum hafi mistekizt
efnahagsstjórnin, þar sem bæði
verðbólga og atvinnuleysi hafi
stóraukizt i stjórnartið hans.
Ýmsar aögerðir hans i utanrlk-
ismálum I seinni tið, þykja
benda til þess, að hann geti ver-
iö fljótfær og reikull i rásinni.
Sá stuöningur, sem Carter
fékk fyrst eftir gislatökuna I
Teheran og innrás Rússa i
Afghanistan, virðist vera úr
sögunni, en hann reyndist hon-
um mikilvægur I prófkosning-
unum.
Reagan þykir orðinn of
gamall og Ihaldssamur. Margir
kvarta undan þvl, að stefna
hans i utanrikismálum sé óljós,
þvi að hann hefur sagt sitt hvað
um þau mál, sem fellur illa
saman.
Þessi óánægja meö þá Carter
og Reagan veldur þvi, að óháöur
frambjóöandi virðist hafa meiri
möguleika til aö ná kosningu nú
en um langt skeið, eða allt slðan
1912, er Theodore Roosevelt
reyndi að ná kosningu fjórum
árum siöar en hann lét af for-
setaembættinu.
AF ÞESSUM ástæöum beinist
vaxandi athygli að boðuðu
framboði Johns Anderson, sem
fyrst reyndi að komast I fram-
boð fyrir republikana, en sneri
siöan við blaöinu og tilkynnti
framboð utan flokka. Hann
hafði þá vakið á sér sérstaka
athygli og falliö i geð kjósend-
um, sem ekki voru stranglega
flokksbundnir.
Anderson hefur siðan unnið að
þvi að tryggja sér kjörgengi
sem óháöur frambjóðandi, en
um þetta gilda allstrangar regl-
ur og mismunandi i hinum ýmsu
rikjum. Viða er krafizt mikils
meðmælendafjölda og uppfyll-
ingar á ýmsum skilyrðum.
Horfur eru nú taldar á þvi, að
Anderson geti tryggt sér fram-
boðsrétt ia.m.k. 40 rlkjum af 50
og eru meðal þeirra nær öll
fólksflestu ríkin.
Um skeið reyndu demókratar
að koma I veg fyrir það i ýmsum
rikjum, að Anderson kæmist
John Anderson.
þar i framboð, þvl að þeir óttuð-
ust að hann yrði erfiðari Carter
en Reagan. Þetta mæltist hins
vegar misjafnlega fyrir og hafa
þeir nú hætt þessu.
Slðastl. föstudag birti The
Christian Science Monitor nið-
urstööur fjögurra skoöanakann-
ana, sem allar bentu til, aö
Anderson myndi fá um 20%
atkvæöanna, ef forsetakosning-
ar færu fram nú. Að dómi
margra fréttamanna, nægði
þetta til þess, að Anderson gæti
haldiö þvi fram, að hann hefði
vinningsmöguleika, en endan-
legt fylgi hans getur oitið á þvi.
Samkvæmt skoðanakönnun
Gallups hefði Reagan fengið
36%, Carter 35%, og Anderson
23%.
Samkvæmt skoðanakönnun
ABC/Harris hefði Reagan feng-
ið 35%, Carter 31% og Anderson
31%, ef kjósendur hefði metið,
aö Anderson hefði vinnings-
möguleika. Annars hefðu úrslit-
in orðið Reagan 39%, Carter
34% og Anderson 24%.
Samkvæmt skoðanakönnun
Roper hefði Reagan fengið 34%,
Carter 29% og Anderson 20%.
Loks var svo niðurstaða skoð-
Anderson I hópi stuðningsmanna.
anakönnunar, sem demókratar
höföu látið efna til og náði til
, flestra þátttakenda. Samkvæmt
henni fékk Carter 37%, Reagan
36% og Anderson 19%. Ef þeir
Carter og Reagan hefðu keppt
tveir, hefði Carter fengið sam-
kvæmt þessari könnun 45% en
Reagan 42%.
Samkvæmt hinum skoðana-
könnununum þremur heföi
Reagan hins vegar unnið, ef
þeir Carter hefðu keppt tveir.
Hjá GallupfékkReagan 45%, en
Carter 42%. Hjá ABC/Harris
fékk Reagan 51%, og Carter
44%. Hjá Roper fékk Reagan
40%, en Carter 36%.
AÐ SJALFSÖGÐU segja
skoöanakannanir nú litið um
það hver úrslit verða I kosning-
unum, sem fara fram i nóvem-
ber, þvl aö fjölmargt getur
breytzt á þeim tima. Þessar
skoðanakannanir þykja hins
vegar skapa grundvöll fyrir
Anderson til þess að halda þvi
fram nú, aö hann hafi raunveru-
lega vinningsmöguleika og það
er honum mikiil styrkur.
Skoðanakannanir virðast
leiöa i ljós, að Anderson tæki
litlu eða engu minna frá Reagan
en Carter. Þetta hefur orðiö til
þess, aö fylgismenn Reagans
hafa i seinni tið snúizt eins hart
gegn Anderson og fylgismenn
Carters.
Mikið getur oltið á þvi, hvern-
ig fylgismenn Kennedys snúast,
en þeir geta margir kosið
Anderson, ef þeim fellur ekki
kosningastefna Carters. Þá get-
ur það haft verulegt að segja,
hvert varaforsetaefni republik-
ana verður. Verði þaö haröur
hægri maður, mun þaö hjálpa
Anderson.
Þá ræður það miklu, hvernig
ástand efnahagsmála og utan-
rlkismála veröur siöustu mán-
uði kosningabaráttunnar.
Loks er svo að nefna þaö,
sem vafalítið skiptir mestu máli
fyrir Anderson, aö hann veki
vaxandi tiltrú hjá kjósendum.
Þá getur hann orðið Carter og
Reagan hættulegur.