Tíminn - 26.06.1980, Síða 11
Fimmtudagur 26. júni 1980.
IPROTTlR
IÞROTTIR
11
Pétur Pétursson lofaöi marki gegn Finnum I Tlmanum I gær. A þessari mynd Tryggva er hann aö efna loforöiö og skora jöfnunarmark tslands I leiknum I gærkvöldi.
ísland náði aðeins jöfnu
gegn B-landsliði Finna
Pétur Pétursson bjargaði andliti islenska liðsins er hann skoraði
jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok
Islenska landsliðiö í
knattspyrnu olli áhang-
endum sínum miklum von-
brigðum í gærkvöldi er
landinn lék gegn Finnum á
Laugardalsvelli. Jafntefli
varð og skoraði hvort lið
eitt mark.
Leikur íslenska liðsins
var slakur og þá sérstak-
lega fyrri hálfleikurinn
sem var einhver sá léleg-
asti sem íslenskt landslið
hefur leikið í iangan tíma.
Það var bókstaflega ekki
heil brú í leik liðsins. Ekki
bætir það frammistöðu
islenska liðsins að Finnar
tefldu fram hálfgerðu B-
landsliði í leiknum en þrátt
fyrir það lék finnska liðið
betur en búist hafði verið
við.
Leikurinn var nokkur
grófur og var mikið um
alltof gróf brot leikmanna
og þá einkum hjá Finnum
enda fór svo að fimm leik-
menn urðu að yfirgefa
leikvöllinn vegna meiðsla.
Teitur meiddist fljótlega í
leiknum og var tekinn útaf
í byrjun seinni hálfleiks og
Trausti meiddist einnig er
hann lenti í samstuði við
stærsta leikmann sem hér
hefur leikið/ finnan Kari
Virtanen. Þá meiddust þrír
Finnar í leiknum.
Fyrsta marktækifæri leiksins
kom á 14. minútu fyrri hálfleiks
er Bjarni Sigurösson, sem lék
sinn fyrsta landsleik i marki
lslands, sparkaöi langtfrá marki.
Knötturinn datt einu sinni I jörö-
ina, á leiö sinni aö finnska mark-
inu og þar var Pétur Pétursson
aöeins of seinn á sér I markteig aö
ná til knattarins.
A 19. mínútu voru tslendingar
heppnir aö fá ekki á sig mark. Ari
Tissari gaf þá vel fyrir Islenska
markiö á Jouko Alila sem var
óvaldaöur á markteig en skot
hans fór hátt yfir Islenska markiö
sem betur fer.
Siguröur Halldórsson langbesti
leikmaöur Islenska liösins I gær-
kvöldi átti góöan skalla aö
finnska markinu en rétt yfir.
Síöasta marktækifæri fyrri hálf-
leiksins var eign Finna.
Há fyrirgjöf kom fyrir Islenska
markiö. Bjarni markvöröur fór I
mikla skógarferö og missti af
knettinum til Juhani Himanaka
sem skallaöi hárflnt framhjá.
Staöan I leikhléi var þvl 0:0 og
lltil knattspyrna á boöstólum en
þaö litla sem sást kom frá
Finnum. 1 seinni hluta hálfleiks-
ins var mikiö um kýlingar og
rangar sendingar og lltiö hugsaö
um aö spila skemmtilega knatt-
spyrnu. Atti þaö jafnt viö um bæöi
liöin.
Skemmst er frá þvl aö segja aö
slöari hálfleikur var enn lélegri
en sá fyrri þrátt fyrir aö tvö mörk
væru skoruö. Ein breyting var
gerö á fslenska liöinu. Guö-
mundur Þorbjörnsson kom inn
fyrir Magnús Bergs og fannst
mörgum þaö röng skipting.
Magnús var búinn aö eiga mjög
góöan leik en Guömundur náöi
ekki aö sýna sitt besta frekar en
áöur meö islenska landsliöinu.
Byrjun síöari hálfleiksins var
hrein martröö. Finnar náöu
forustunni strax á 2. mínútu.
Náöu þeir knettinum snögglega
af tslendingum á vallarhelmingi
tslands og brunuöu I átt aö mark-
inu. Rétt fyrir utan vltateiginn
fékk Ari Tissari góöa sendingu og
hann skoraöi af feikna öryggi
meö góöu skoti eftir aö Bjarni
haföi fleygt sér I öfugt horn 1:0.
Allir áttu von á þvl aö þaö
myndi lifna yfir islenska liöinu
eftir markiö en svo varö ekki.
Sama hnoöiö, kýlingar og rangar
sendingar einkenndu leik liösins
þar til aö Pétur náöi aö skora
jöfnunarmarkiö rétt fyrir leiks-
lok. Hann fékk þá góöa sendingu
inn I vltateig Finna frá Arna
Sveinssyni. Tók Pétur knöttinn
skemmtilega niöur, lék á tvo
finnska varnarmenn, snéri sér
slöan I hálfhring og skoraöi af
öryggi framhjá finnska mark-
veröinum viö mikil fagnaöarlæti
allra viöstaddra.
tslenska liöiö sótti siöan
nokkuö siöustu mlniitur leiksins
en tókst ekki aö skapa sér hættu-
leg marktækifæri.
Eins og áöur sagöi lék Islenska
liöiö illa. Þaö var aöeins einn
maöur sem lék vel allan leikinn,
Siguröur Halldórsson. Hann
baröist vel og skilaöi knettinum
vel frá sér og geröi fæst mistök
allra á vellinum. Einnig kom
Magnús Bergs vel frá fyrri hálf-
leiknum en mörgum til mikillar
furöu var honum skipt útaf I leik-
hléi. Aörir leikmenn liösins náöu
ekki aö sýna sitt besta, hvaö þá
næstbesta. Framllnan, eins og
raunar liöiö, allt virkaöi alls ekki
sem ein liösheild. Maöur haföi
þaö alltaf á tilfinningunni aö hver
og einn væri aö reyna aö gera ein-
hverjar rósir upp á eigiö eindæmi
og slikt gengur ekki I höröum
landsleik. Þar er þaö liösheildin
og samvinna ellefu leikmanna
sem gildir.
Finnska liöiö lék vel á köflum
en datt þess á milli niöur á lágt
plan. Engu aö siöur kom frammi-
staöa þeirra á óvart en þaö er
skömm fyrir Islenska knatt-
spyrnu aö ekki skyldi vinnast
sigur gegn þessu B-landsliöi
Finna I gærkvöldi. Finnar létu
þau orö falla eftir leikinn aö
enginn af þeim leikmönnum sem
léku landsleikinn I gærkvöldi
kæmist i þeirra sterkasta liö.
Eftir þessi ummæli getum viö
hugleitt frammistööu islenska
landsíiösins I leiknum.
Dómari var Henning Lund
Sörensen frá Danmörku og llnu-
veröir voru Hreiöar Jónsson og
Guömundur Haraldsson sem var
meö betri mönnum vallarins aö
þessu sinni sem oftar. —SK.
9J
Stóð við loforðið”
sagöi Pétur Pétursson eftir leikinn en hann
lofaöi marki fyrir leikinn gegn Finnlandi
,,Ég var biiinn aö iofa þér
marki og ég stóö viö þaö og þaö
er ég ánægöur meö”, sagöi Pét-
ur Pétursson eftir leikinn gegn
Finnum en Pétur lofaöi eins og
lesendur Iþróttasiöunnar tóku
eflaust eftir I gær, marki gegn
Finnum.
„Annars er ég alveg gjörsam-
lega búinn. Ég er ekki I góöri
æfingu og hef varla úthald I heil-
an leik. Ég bjóst viö sigri I kvöld
og varö þess vegna fyrir von-
brigöum meö þessi úrslit”,
Helgi Danielsson:
,,Ég bjóst viö sigri en engu aö
slöur er ég ekki beint vonsvik-
inn. Samt sem áöur gengur ekki
nægilega vel aö skora mörk.
Mér fannst islenska liöiö betra I
þessum leik og viö áttum aö
sigra”, sagöi Helgi Danlelsson
form. landsliösnefndar eftir
leikinn.
Sigurður Halldórsson:
„Mér fannst þetta sanngjörn
úrslit. Samt er ég I sjálfu sér
vonsvikinn. Þeir eru meö sam-
æföari hóp en engu aö siöur er
ég viss um aö þetta er aö koma
hjá okkur”.
Ellert B. Schram:
„Ég er ekki ánægöur meö
leikinn. Mér fannst vanta
baráttu I íslenska liöiö. Þá
fannst mér samvinnan ekki
nægilega góö hjá liöinu. Menn
ætluöu sér um of að gera hluti
upp á eigin spýtur.
Finnarnir léku vel og komu
mér nokkuö á óvart. Þaö er ver-
iö aö yngja Isl. liöiö upp og ég á
ekki von á ööru en aö þetta
hristist saman á næstunni”,
sagöi Ellert B. Schram formaö-
ur KSI eftir leikinn I gærkvöldi.
—SK.