Tíminn - 02.08.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.08.1980, Blaðsíða 6
6 laiiíiiií Laugardagur 2. ágúst 1980. (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Heigason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Slmi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 250. Askriftargjald kr. 5000ámánuöi. Blaöaprent. Mesta hagsmunamál launastéttanna Það er ekki úr vegi á þeim tima, þegar unnið er að nýjum kjarasamningum, að rifja upp hver séu helztu kjaramál launamanna um þessar mundir. Afstaða launþegasamtakanna og stefna stjórnar- valda hljóta framar öðru að mótast af þvi. Mikilvægasta hagsmunamál launástéttanna er tvimælalaust atvinnuöryggið. öryggisleysi i þeim efnum brýtur menn niður andlega og likamlega, jafnvel þótt einhverjar atvinnuleysisbætur séu i boði. Þetta er viðurkennd staðreynd i öllum þeim löndum, þar sem atvinnuleysi hefur rikt á siðastl. árum. ísland er i hópi örfárra landa, þar sem atvinnu- öryggi hefur verið traust á þessum tima. Þegar menn gagnrýna islenzkt stjórnarfar, mega þeir ekki láta sér gleymast, að tekizt hefur að ná þvi mikilvæga takmarki að gera atvinnuleysið útlægt. Það markmið þarf að vera áfram leiðarljós stjórn- arvalda og stéttasamtaka. Annað mikilvægasta hagsmunamál launastétt- anna er að halda verðbólgunni i skefjum. Engar stéttir tapa meiru á óðaverðbólgu en launastéttirn- ar. Þeim tekst verst að halda hlut sinum, þegar óðaverðbólga ræður rikjum. Einkum gildir þetta þó um iáglaunafólk. Það á þvi að vera sameiginlegt baráttumál launþegasamtaka og stjórnarvalda að leitast við eftir megni að ráða niðurlögum óðaverð- bólgu. Þótt baráttan fyrir hækkuðum launum sé mikil- væg, er hún gagnslitil eða gagnslaus, ef verðbólgan eyðir stöðugt launahækkunum og jafnvel meiru til. Kauphækkanir koma þvi aðeins að gagni, að það takist að halda verðbólgunni hæfilega i skefjum. Þau tvö mál, sem nú hafa verið nefnd, atvinnu- öryggið og hjöðnun verðbólgunnar, eru tvimæla- laust mestu hagsmunamál launafólks um þessar mundir. Afkoma þess á næstu misserum og árum mun mjög ráðast af þvi, að vei takist til i þessum efnum. Til viðbótar þessu er það að sjálfsögðu hags- munamál launafólks að fá kjör sin bætt eftir þvi sem aðstæður leyfa. í kjarabaráttunni má ekki ein- blina um of á kaupgjaldið eitt. Kjarabótum er hægt að koma fram með öðrum hætti og stuðla jafnframt að meiri jöfnuði og réttlæti. Hér er átt við svokallaðar félagslegar umbætur, þ.e. ráðstafanir i húsnæðismálum, heilbrigðismál- um, tryggingamálum o.s.frv. Það hefur verið van- rækt i kjarabaráttu launastéttanna að gefa þessum málum nægan gaum, en þeim mun meiri áherzla lögð á kaupgjaldsbaráttuna. Sú leið hefur einnig verið nefnd að nota skatta- lækkun sem kjarabót. Sé sú leið valin, verður i stað- inn að fórna félagslegum umbótum. Það er þetta, sem Margaret Thatcher er nú að framkvæma. Bar- átta Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins að undanförnu bendir til þess, að þeir séu sammála Margaret Thatcher. Það getur þvi orðið fróðlegt fyrir íslendinga að fylgjast með þvi, hver reynslan verður hjá Bretum að þessu leyti. Á siðasta aðalfundi miðstjórnar Framsóknar- flokksins var samþykkt ályktun, þar sem lögð er áherzla á, að vinnutilhögun verði breytt þannig, að foreldrar eigi þess kost að vera sem mest með börnum sinum. Undir þetta myndi m.a. heyra leng- ing á fæðingarorlofi, sem eins vel mætti kalla for- eldraorlof. Hér er um mjög mikilvægt félagslegt málefni að ræða, ef til vill eitt hið þýðingarmesta i nútimaþjóð- félagi. Samtök launafólks þurfa að sinna þessu máli miklu meira en hingað til. Þ.Þ. Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit ísland í hita vígbúnaðarins Fljúgandi radarstöö varnarliösins finnur og gerir sovéska kaf- báta aö auöveldum skotmörkum meö hjálp njdsnadufla og fullkomins tölvubúnaöar. Aö undanförnu hefur vopna- kapphlaup stórveldanna og bandamanna þeirra veriö nokk- uö til umræöu á erlendum sem innlendum vettvangi og hér inn- anlands hefur herstööin á Kefla- vikurflugvelli blandast inn I þá umræöu svo sem vonlegt er. Meðal annars hafa fréttamenn útvarpsins leitað til hernaöar- sérfræöinga frjálsra og óháöra upplýsingastofnana eftir upp- lýsingum er siöur væru litaöar áróöri viökomandi stjórnvalda, hvort heldur þáu eru fyrir aust- an eöa vestan járntjald. Ekki alls fyrir löngu geröist það aö dómsmálaráðuneytiö banda- riska neyddist til aö staöfesta upplýsingar einnar slikrar stofnunar, enda þótt þær gengju mjög á sniö viö þann áróöur vestrænu hernaöarmaskinunn- ar aö hún væri aö verða undir i kapphlaupinu viö Sovétmenn. Upplýsingarnar sem dóms- málaráöuneytiö bandariska staðfesti voru á þá lund aö Bandarikin heföu siöustu árin variö meira fjármagni til hernaöaruppbyggingar en Sovétmenn — og hver heföi ætlaö þaö miöaö viö áróöurinn siöastliöin tvö til þrjú ár. Aö tslandi sérstaklega I um- ræöu þessari hefur þaö snúiö, aö hérá landi er útvaröstöö banda- riskra landvarna og Banda- rikjamenn meöganga aö hlut- verk stöövarinnar hefur vaxið fremur en hitt hin slðustu ár. Hér heima hefur umræöan af einhverjum orsökum, sem kenna má vib vanþekkingu,snú- ist um þann möguleika hvort hér kunni aö vera kjarnorku- vopn. I raun er þaö afar óliklegt þar sem ekkert er meö þau aö gera og Bandarikjamenn tæp- lega reiöubúnir aö veröa fyrir þeim hnekki aö upp um þau komist. Þó er ekki útilokaö að Bandarikjamenn hafi hér á aö skipa einhverjum kjarnorku- vopnabúnaöi, um þaö veröur ekkert fullyrt. Hvert mikilvægi bandarisku herstöövarinnar hér er sker i augun þegar þess er gætt, aö hér er flugvöllur undir flotastjórn. Þar er hættunnar sem af banda- risku herstöðinni stafar einnig aö leita. Samkvæmt ritum al- þjóölegu sænsku friðarrann- sóknarstofnunarinnar er Island oröiö lykilstöð bandarisku kjarnorkuvopnaáætlunarinnar, án þess aö þaðan veröi beitt kjarnorkuvopnum. Aftur á móti dreymir Bandarikjamenn ekki um aö geta notaö flugvöllinn þegar og ef kjarnorkustyrjöld skellur á. Um þaö tala neðan- sjávareldsneytisbirgöastöövar þieirra viö landið skýru máli. Þegar flugvélar þeirra, einkum radarflugvélarnar hafa komist á loft er tilgangi Keflavikurflug- vallar lokið og Islenskt þéttbýli hjúpaö dauöageislum kjarnorkusprengju austanjárn- tjaldsmanna. En hver er þá tilgangur þess- arar stöövar og hvers vegna er hún svona mikilvæg? Svariö er aöfinna á landgrunninu i kring- um landið og þvi hlutverki eftir- iits og njósna sem hún gegnir fram aö þvi aö ósköpin dynja yfir. Milli Islands og Skotlands annars vegar og Grænlands hins vegar hafa Bandarikjamenn komið fyrir á hafsbotni kerfi njósnadufla sem i tengslum viö radarogtölvumiöstöðvar i landi og um borð i hinum nýju og full- komnu radarflugvélum þeirra, stjórnstöövum gereyðingar- síriðsins, finna og greina og stilla sovéskum kafbátum upp sem auðveldum skotmörkum. Þeim má auöveldlega eyöa meö venjulegum djúpsprengjum enn sem komið er og eftir fram- tiöaráætlunum Bandarikja- manna utan úr geimnum, meö laservopnum. Aö þessum mögu- leika sitja Bandarikjamenn ein- ir, og er aðeins um timaspurs- mál aö ræöa, samkvæmt upp- lýsingum friðarrannsóknar- stöövarinnar sænsku, hvenær þeir veröi,ólikt Sovétmönnum, I stakk búnir til að vinna kjam- orkustriö aö þvi tilskildu aö þeir hefji þaö. Þar meö yröi úr sög- unni ,,ógn friöarins”, sú er felst i þeirri fullvissu aö kjarnorku- striö veröur ekki unniö. Eina svariö sem Sovétmenn hafa haft var þegar þeir ekki alls fyrir löngu juku langdrægni kafbátaeldflauga sinna svo þeir þyrftu ekki nauösynlega aö fara fram hjá Islandi. A Vesturlönd- um var þaö túlkaö sem enn eitt skref Rússanna framúr I kjarn- orkukapphlaupinu. Þaö getur veriö gott aö hafa frjálsa fjöl- miöla. Staðreyndin er sú aö Rússar eru langt á eftir I þessu eilifa kapphlaupi, yfirburöir þeirra eru einungis á þvi sviði aö renna skriðdrekum inn i landamærariki. En þaö er ekki aðeins viö ís- land sem þessi njósnadufl standa I vegi Rússanna. Þau eru einnig viö Afriku, I Miöjaröar- hafi, viö Japan og nú mega Bandarikjamenn væntanlega vænta náinnar samvinnu Kin- verja. Og þaö er einmitt Kina, sem allir þeir er fylgjast grannt með hernaöarbrölti, renna nú sjónum til. Kinverjar eru um þessar mundir aö búa sig undir stórfellda hernaöaruppbygg- ingu og er hætt viö aö þaö rugli enn samanburð i vopnakapp- hlaupinu. Ein vitleysan er aö bera saman Sovétrikin og Bandarikin en gleyma Evrópu i þeim samanburði. Vopna- búnaöur Sovétmanna skiptist ef svo má segja, milli Evrópu, Bandarikjanna og Kina á sama tima og Evrópa og Bandarikin geta, aö minnsta kosti um þess- ar mundir, stefnt vopnabúnaöi sinum næsta eingöngu gegn Sovétrikjunum og bandamönn- um þeirra i Evrópu. Og þó tala kort sem bandarisk vikufrétta- rit birta raunar skýru máli um ástandið þegar yfirburöastaöa Bandarikjanna gagnvart vöm- um er höfö I huga. A meðfylgj- andi korti koma fram yfirburöir Sovétmanna i skriödrekakosti og langdrægum eldflaugum. Þær eru hins vegar aðeins hluti þess kjamorkuvopnabúnaöar sem kemur undir „kjarnorku- hausa” (Nuclear warheads) og þar eru yfirburöir Bandarlkj- anna heima fyrir augljósir og veröa enn meiri þegar Evrópa ogherstöövar þeirra koma inn I dæmiö. Sovétmenn hafa eftir ófarirnar i Kúbudeilunni aukiö mjög flotastyrk sinn en eru þó i vonlausri aöstöðu aö þvi leyti aö Bandarfkin sitja alls staöar fyr- irhafnakjöftum þeirra meðher- stöövar og fullt upp af flugvél- um til aö eyöa þessum flota. Auk þess eiga Sovétmenn aöeins tvöflugmóöurskip en Bandarik- in 13, en flugmóöurskip eru ein- mitt talin helsta árásar og ihlutunarvopn af þeim sem fljóta á sjónum. Þó fer ekki hjá þvi aö sú fullyrðing vestrænna hemaöarsérfræöinga aö Sovét- menn séu að si'ga fram úr á þessu sviöi er rétt i meginat- riöum, aöeins veröur aö hafa i huga hafnleysi þeirra. BALANCING ACT ^Lpr-1 Armed forces on active duty U.S. 2 million U.S.S.R. 3.7 million CHINA 3.6 mitlion i Nuclear warheads 9,200 5,000 350 .A. Long-range MmL. missiles 1,710 2,426 2 Warpianes 6,015 5,879 5,500 — Tanks 12,675 50,000 11,000 Aircraft carriers 13 2 0 •xA.lt-- 167 273 25 Other major surface warships Submmdne^^^^ 73 nuclear 87 nuclear 1 nuclear Source Intemjhonal inslitule lo» Stralegic Siudies and Gewgeiown Ceniei tor Slrategic and Intemational SÍudæs 7 diesel 162 diesel 91 diesel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.