Tíminn - 09.08.1980, Side 7

Tíminn - 09.08.1980, Side 7
Laugardagur 9. ágúst 1980 7 Ingvar Gíslason menntamálarádherra: Ríkisútvarpið 1 tekjusvelti Hömlur á fjármálum þess verður að leysa Bæði hljóðvarp og sjónvarp búa við ófullnægjandi húsnæðiskost. Um það varð samkomulag milli núverandi stjórnarflokka viðstjórnarmyndunina að vinna að þvi að draga úr vexti verð- bólgu með svokallaðri „niður- talningu”, sem er m.a. i þvi fólgin að leyfa ekki verðhækk- anir umfram ákveðin mörk uns þvi stigi yrði náð að verðbólgu- vöxtur væri ekki meiri hér á landi en á sér stað i helstu við- skiptalöndum tslendinga. Reyndar er það svo að niður- talningin felur strangt tekið i sér fleira en stjórn á verðhækk- unum vöru og þjónustu. Ef vel á að vera verður niðurtalningin einnig að ná til kaupgjalds, bú- vöruverðs og fiskverðs. Niður- talningarleiðin er farin i áföng- um. Aðferðin miðar að þvi að feta sig niður verðbólgustigann þrep af þrepi þar til jafnvægi er náð. Hægt er að hugsa sér að nið- urtalning verðbólgu taki lengri eða skemmri tima. Eftir sem áður er tilgangurinn sá sami, og niðurtalningin er jafnt fyrir það færasta leiðin til þess að draga úr verðbólguvexti. Aðrar leiðir úr ógöngunum eru ekki I sjón- máli. Þess vegna verður rikis- stjórnin að halda sér við þessa leið. N iöur talning er vandrötuð leið Hitt er annað að niðurtalning- arleiðin er ekki rudd braut, bein og breið, sem hægt er að skeiða eftir án þess að horfa til átta og gá niður fyrir fæturna á sér. Miklu fremur mætti likja henni við einstigi sem liggur úr Ófærugjánni niður á sléttlendið. Einstigin verða menn yfirleitt að feta hægt og fara varlega. „Niðurtalning” verðbólgunn- ar kemur ekki að fullu gagni nema stjórn sé höfð á öllum þeim þáttum efnahagslifsins sem áður var getið, þ.e. vöru- verði, þjónustugjöldum, kaup- gjaldi, búvöruverðiog fiskverði, öllum þeim þáttum sem tengj. ast visitölukerfinu. Ef niðurtalning er aðeins látin ná til vöruverðs og þjónustu, munu áhrif hennar verða ærið seinvirk og tiltölulega gagnslit- il. En jafnframt þvi sem þessa ber að gæta, þá er ekki siður á- stæða til að minna á að niður- talningin getur haft óæskilegar verkanir, ef henni er beitt af einsýni án sveigjanleika. Þetta á m.a. við ef þjónustu- gjöld opinberra stofnana eru skorin niður án tillits til aug- ljósra rekstrarþarfa hlutaðeig- andi stofnana. A þetta ekki sist við um stofnanir sem orðiö hafa að búa við langvarandi tekju- svelti. í rikisstjórninni hefur slikt verið kallað á póliti'skri golfrönsku „uppsafnaður vandi”. Ætlunin var að eyða þessum „uppsafnaða vanda” áður en lagt væri i að feta sig fyrir alvöru eftir niðurtalning- arleiðinni út úr ófærugjá verð- bólgunnar. Þvi miður hefur ekki tekist að eyða uppsafnaða vandanum það sem af er þessu ári. Er i sjálfu sér ekki um að sakast i þessu efni, ef áfram verður fylgst með þessu sérstaka vandamáli opin- berra þjónustufyrirtækja og menningarstofnana og aö þvi stefnt að leysa vandamálið svo fljótt sem fært þykir. Ríkisútvarpiö rekið með halla Eitt þeirra rikisfyrirtækja sem tiðum hefur mátt þola tekjusvelti er Rikisútvarpið. Þarhefurmyndast mikill „upp- safnaður vandi” og þá ekki sist á næstliðnu ári. Þvi miður hefur þessum vanda ekki verið eytt og Rflúsútvarpið stendur frammi fyrir alvarlegu vandamáli, ef ekki fæst fram veruleg hækkun á afnotagjöldum, sem er annar aðaltekjustofn fyrirtækisins og mjög veltur á um fjárhagsaf- komu Rikisútvarpsins. A það verður að minna og gera almenningi grein fyrir þvi að Rikisútvarpið er nii rekið með miklum halla. Rekstrartap Rikisútvarpsins sl. ár var 444 milljónir króna og á 6 fyrstu mánuðum þessa árs er hallinn rúml. 400 millj. kr. Menn geta sagt sem svo að Rikisútvarpið sé ekki nægilega vel rekið og þar megi margt spara. Látum svo vera. Vafalaust mætti hugsa sér sparnað á ýmsum sviðum i rekstri þess. Enda er mér vel kunnugtum að fullur vilji er hjá forráðamönnum Rikisútvarps- ins um að beita fyllsta aðhaldi í rekstri. En þó að sliks sé gætt þá verða menn að hafa i huga að rikisútvarpið er sú þjóðfélags- stofnun sem er i hvað nánustu tengslum við almenning og gerðar eru hvað mestar kröfur til. Og kröfurnar eru margvisleg- ar. Almenningur ætlast ekk* til þess að Rikisútvarpið sé rekið með kotungsbrag, að allt sé skorið við nögl sem þvi kemur við. Ég á ekki von á þvi að það myndi mælast vel fyrir hjá fólki, ef dagskrá hljóðvarps og sjónvarps yrði þrengd verulega frá þvi sem nú er. En það hlýtur að gerast, ef tekjur Rikisút- varpsins verða ekki auknar. Það getur naumast átt sér stað að reka fyrirtækiö með mörg hundruð milljón króna halla ár eftir ár. Miklar kröfur geröar til Ríkis- útvarpsins En það er ekki dagskrárgerð- in ein sem um er að ræða. Rikis- útvarpið þarf að standa undir kostnaðarsömum framkvæmd- um til þess að vera fært um að koma dagskránni til skila hjá fólki viðs vegar um land. Og hver er sá maður i þessu landi sem ekki telur sjálfsagt að út- varp sé á hverju heimili, I hverju skipi á sjó og á hverjum vinnustað i' landi? Og hver telur sig ekki eiga kröfu á þvi að eiga sjónvarp á heimilinu? Rikisút- varpið er svo samtvinnað þjóð- lifinu og svo gamalgróið fydr- tæki að án þess getur enginn verið, hvorki einstaklingur né samfélagsheildin. Þess vegna verður niðurskurðarhugmynd- um og sparnaðartali að fylgja raunsætt mat á stöðu fyrir- tækisins i þjóðfélaginu. Umsvif Rikisútvarpsins geta varla minni verið en þau eru nú. Til Rikisútvarpsins eru gerð- ar miklar kröfur, — af allri þjóðinni má segja.En samtimis eru settar hömlur á tekjuöflun fyrirtækisins svo að engar likur eru til þess að hægt sé að verða við þeim kröfum, sem til þess erugerðar. Afnotagjöld útvarps og sjónvarps eru háð visitölu- kerfinu eins og reglum er nú háttað, og af þvl leiðir að nauð- synlegar og vel rökstuddar beiðnir Rikisútvarpsins um hækkun afnotagjalda eiga örð- ugt uppdráttar. Er tæpast vit i þvi lengur að tengja saman af- notagjöld og visitölu eins og nú ergert. Rikisútvarpið verðurað fá meira frelsi i tekjuöflunar málum og ráðstöfun sjóða sinna en nú á sér stað. Afnotagjöld eru lág í reynd Hægt er að sýna fram á að af- notagjöld hljóðvarps og sjón- varps eru ekki há. Það verður ljósast þegar þau eru borin saman við áskriftarverð dag- blaða, sem ekki er óeðlilegt að hafa til samanburðar. Blaðgjöld eru nú 5000 kr. á mánuði eða 60 þús. kr. á ári. Samanlagt af- notagjald hljóðvarps og venju- legs sjónvarps er nú tæplega 53 þús. á ári, en 66 þús. ef um lita- sjónvarp er að ræða. Hljóð- varpsgjaldið eitt er aðeins 17.200 kr. á ári. Sú var tiðin að blaðaverð og hljóðvarpsgjald var jafnhátt. Ef sú regla ætti að gilda enn, ætti blaðaverð að vera 17.200kr. á áriistað 60 þús. kr. ef horft er til þess sem nú er talið nægja hljóðvarpinu. Slikt myndu blaðaútgefendur ekki láta bjóða sér. En þennan samanburð má reyndar gera á hinn veginn og segja aö hljóðvarpsgjaldiö eitt ætti að vera 60 þús. kr. eins og Ingvar Gislason menntamálaráðherra. blaðgjöldin. Það verður þó að taka skýrt fram að kröfur um slikt eru ekki fyrir hendi. En það ætti öllum að vera auðskilið að eðlilegt sé að samanlögð af- notagjöld sjónvarps og út varps séu verulega hærri en áskriftarverð eins dagblaðs. Það nær engri átt að afnotagjöld útvarps og sjónvarps séu lægri enblaðgjöld. Sú er þó reyndin ef miðað er við svart-hvit sjón varpstæki. Og sé um litsjónvarp að ræða er munurinn óveruleg- ur sem þvi nemur að útvarps- og sjónvarpsgjöld eru hærri. Starfsemi stefnt í óvissu Þarfir Rikisútvarpsins krefj- ast þess að afnotagjöld verði hækkuð. Án þess verður ekki hægt að jafna þann mikla rekstrarhalla sem nú er á fyrir- tækinu né standa undir þeim dagskrárkostnaði, sem leiöir af núti'makröfum um rekstur út- varps og sjónvarps. Endumýj- un búnaðar og tækja er stefnt i óvissu. Eru þó fyrir hendi mikil og brýn verkefni á þvi sviði. Dreifingarkerfi hljóðvarps og sjónvarps þarfnast vi'ðtækrar endurnýjunar og stækkunar. Það mál stendur aö sjálfsögðu hálfu verr fyrir þá sök að Rikis- útvarpið var fyrir nokkrum ár- um svipt tolltekjum af sjón- varpstækjum, sem er hinn eðli- legi grundvöllur að fjáröflun handa dreifikerfinu. Lang- bylgjustöðin hjá Vatnsenda við Reykjavik er að falli komin, enda hálfrar aldar gömul. Gegnir furðu hversu skilnings- lausir margir eru á mikilvægi langbylgjustöðvarinnar, ekki einasta fyrir útvarpsrekstur i þrengri merkingu heldur öryggismál almennt, slysaþjón- ustu og almannavarnir. Siðast en ekki sist ber að minnast byggingar útvarpshúss, sem beint og óbeint er háð afnota- gjölduin. 1 byggingarsjóði út- varpshúss er reyndar fyrir hendi verulegt fé til fram- kvæmda, og sjóðurinn hefúr ákveðinn tekjustofn. En bæði fyrr og siðar hafa sérstakar hömlur verið lagðar á útvarps- hússbygginguna af svokallaðri, samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Er sú nefnd talin hafa lagalegt vald fram yfir ráðherra og alþingi til þess að ákveða hvenær hafist sé handa um byggingar af þessu tagi. Akvæði sem lúta að þessari valdskiptingu þurfa augljóslega endurskoðunar viö. Ef ekki rætist úr um tekjur Rikisútvarpsins biöur þess al- varlegur samdráttur i allri starfsemi, ellegar áframhald- andi rekstrarhalli og skulda- söfnun. Getur naumast talist rausnarlegt að bjóða helstu menningarstofnun þjóðarinnar slik kjör á 50 ára afmæli hennar nú um næstu áramót. Nær væri að losa um viðjarnar og gefa Rikisútvarpinumeira frjálsræði i athöfnum og tekjuöflun. Slik afmælisgjöf kæmi sér best fyrir stofnunina og ætti að vera þjóö- arheildinni kært að veita henni. Mikilvægast I þvi sambandi væri að losa að meira eða minna leyti tengslin milli afnotagjald- anna og visitölukerfisins. Svo rigbundin tengsl eru óheppileg þegar til lengdar lætur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.