Tíminn - 05.09.1980, Side 6
6
Föstudagur 5. september 1980
Ctgefandi Framsóknarfiokkurinn.
Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurftsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvsmdastjórn og . auglýsingar
Siftumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaftamanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð f lausasölu kr. 250
Áskriftargjald kr. 5000 á mánufti.. Blaftaprent.
v--------------------------------------------' ______J
Lýðræði
Lýðræðisleg stjórnskipan og frelsi fólksins er
ekki aðeins fögur orð i stjórnarskrá og lögum. Lýð-
ræði og frelsi fylgir ábyrgð, og hún er m.a. i þvi
fólgin að fólkið notfæri sér réttindi sin. Það lýðræði
og það frelsi sem fólkið nýtur sér ekki er öfugmæli,
og reynsla sýnir að öll forráð og stjórn lenda innan
tiðar i fárra höndum ef fólkið hirðir ekki um að taka
þátt i lýðræðislegum ákvörðunum.
Flestir þeir sem vinna að félagsmálum hér á
landi eru þeirrar skoðunar að fálæti og áhugaleysi
almennings sé eitthvert mesta vandamál i störfum
samtaka og félaga. Þeir halda þvi fram að æ ofan i
æ séu forystumenn félaga og samtaka i vafa um
raunverulegan vilja félagsmanna vegna þess að
þeir fáist ekki til að láta til sin heyra, sæki fundi og
virði atkvæðagreiðslur að vettugi.
Nú má að visu segja að fálætið beri þvi vitni að
fólki þyki ástand mála nokkuð gott, — eða að
minnsta kosti nógu gott til þess að ekki þurfi að
leggja á sig þá litlu fyrirhöfn sem þátttöku i ákvörð-
unum fylgir. En þarna er sá hængur á að fjölmarg-
ar og mikilvægar ákvarðanir velta gersamlega á
þvi hverjir og hve margir sýna þeim áhuga og láta
til sin taka.
Þegar slikar ákvarðanir eru teknar hefur það
komið fyrir, að fámennur minnihluti, jafnvel brot
félagsmanna, hefur knúið fram vilja sinn eða sér-
skoðanir sinar, jafnvel þótt fyrir hafi legið sjónar-
mið alls þorrans. Með fálæti og áhugaleysi afsalar
meirihlutinn sér þannig lýðræðislegum rétti sinum i
hendur fámennis, — stundum i hendur öfgahópa
eða forréttindamanna.
Og fálætið verður að vana. Með áhugaleysi slitna
menn úr tengslum við félag sitt og eiga siðan i erfið-
leikum með að tengjast þvi aftur þegar þeim þykir
henta að gripa i taumana. Á sama hátt venjast hinir
á að ráða og beita valdi sinu að geðþótta.
Frjálst þjóðfélag einkennist ekki aðeins af þvi að
þar fara fram frjálsar og leynilegar almennar
kosningar til þings eða sveitarstjórna. Það ein-
kennist alls ekki siður af lifandi lýðræði i hvers kyns
samtökum. Af þessu leiðir að lýðræði getur verið
ábótavant vegna doða i félögum og samtökum,
enda þótt ekki skorti á þátttöku i þingkosningum.
Þetta á reyndar við hér á landi. Hér er jafnan
mikil og góð þátttaka i almennum kosningum til
þings og sveitarstjórna, en félög og samtök starfa
við fálæti alls þorrans. Verst er þetta varðandi
hagsmunasamtökin. Það er verst þau varðandi
vegna þess að þeim er falið mikið vald i þjóðfélag-
inu og þau hafa tekið á sig mikla ábyrgð á velferð
þjóðarinnar.
Þessi félagslegu vandamál lýðræðisins komast i
brennidepil þegar ákvarðanir stéttasamtaka um
kjaramál og vinnufrið eru teknar. Þessa dagana
ganga starfsmenn hins opinbera til atkvæða um
kjaramál sin, og skal þess óskað samtökum þeirra
til handa og íelagsmönnum sjálfum að niðurstaðan
verði by ggð á vil ja raun verulegs meirihluta. J S
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Verkföll gætu orðið
Ceausescu hættuleg
Hann styrkir nú tengslin við Brésnjef
ALLMIKIÐ er nú rætt um þau
áhrif, sem sigur verkfalls-
manna I Póllandi kunni aft hafa I
öörum kommúnistaríkjum
austantjalds.
Þaft er spurt um, hvort sigur
póisku verkíallsmannanna..
muni ýta undir hliöstæðar
hreyfingar verkamanna í hinum
ausjantjaldslöndunum eða’
hvort rlkisstjórnir þeirra muni
heröa tökin til þess aö koma i
veg fyrir, aö sllkar hreyfingar
rlsi á legg.
Vitanlega eru allir spádómar
um þessi efni mest byggðir á
likum og framvindan tekur oft
aðra stefnu en þá, sem liklegust
kann aö viröast I svipinn. Þess
vegna verður að hafa fyrirvara I
sambandi við spádóma varö-
andi þessi efni.
Af blaðaskrifum I þessum
löndum síöustu dagana verður
það ótvlrætt ráðið, að forustu-
menn kommúnistaflokkanna
hafa fyllzt nokkrum ugg og
munuþvlreyna aðgera ráðstaf-
anir til þess, að svipaðir atburð-
ir og gerzt hafa I Póllandi
endurtaki sig ekki hjá þeim.
Sennilega verða þessar gagn-
ráðstafanir einkum fólgnar I
ýmsum lagfæringum til að
draga úr óánægju og reyna að
koma I veg fyrir verkfallshreyf-
ingar á þann hátt. Hitt myndi
mælast verr fyrir, ef gripið yrði
til harkalegra varúðarráðstaf-
ana, a.m.k. að sinni. Áþennan
hátt getur sigur pólsku verk-
fallsmannanna haft óbeint
veruleg áhrif I þessum löndum.
Þá mun áróður vera hertur
gegn verkföllum og þau talin
rekja rætur til annarlega fram-
andi áhrifa. Þannig verður
reynt að veita verkamönnum
viðvörun.
MARGT þykir benda til, að for-
dæmi pólskra verkfallsmanna
verði slzt fylgt I Austur-Þýzka-
landi. Þar eru lifskjörin lika
bezt austantjalds. Hin opinberu
verkalýðssamtök fylgjast einn-
ig allvel með ástandi og hugar-
fari á vinnustöðum og reyna að
sýna I verki að þau hafi áhrif til
ýmissa úrbóta.
Ég minnist þess, að fyrir
nokkrum árum átti ég tal við
einn erindreka austur-þýzku
verkalýðssamtakanna, sem
hafði þaö verkefni að mæta á
vinnustaðafundum. Hann
kvaðst gera sér ljóst, að ef fund-
armenn væru áberandi kvefaðir
Nicolae
og hefðu mikinn hósta, væri eitt-
hvað að á vinnustaðnum, sem
þeir væru ekki ánægðir með. Þá
væri reynt að komast að þvi,
hvað það væri, og reynt að bæta
úr þvi.
I Ungverjalandi er einnig tal-
inn minni jarðvegur fyrir verk-
föll en iPóllandi. Þar eru verka-
menn meira hafðir I ráðum á
vinnustöðum.
Sama gildir um Tékkó-
slóvakiu, þótt af öðrum ástæð-
um sé. Þar hefur enn ekki
myndzt teljandi mótspyrna hjá
verkamönnum. Hennar hefur
fyrst og fremst gætt hjá
menntamönnum.
Búlgaria er það fylgiriki
Sovétrikjanna, þar sem
minnstrar óánægju hefur gætt
með stjórnarfarið. Það er m.a.
talið stafa af langri vináttu
Búlgara og Rússa, en Búlgarar
telja Rússa hafa hjálpað þeim
til að komast undan oki Tyrkja.
ÞÁ er komið að þvi austan-
tjaldsriki, þar sem sennilega er
mestur jarðvegur fyrir verkföll
I líkingu við það, sem gerzt
hefur I Póllandi. Það er
Rúmenía.
Astæðan er I fyrsta lagi sú, að
þar eru langverst lifskjör aust-
antjalds. Ceausescu, sem verið
hefur einræðisherra þar siöustu
15 árin, hefur lagt mikla áherzlu
á iðnvæðingu, en hún hefur á
ýmsan hátt mistekizt, likt og I
Póllandi. Þetta hefur bitnað á
Ceausescu.
llfskjörum almennings.
Fyrir þremur árum var all-
langt verkfall námumanna I
Rúmenlu, sem um 30 þús.
námumenn tóku þátt i. Þeim
tókst að fá fram nokkrar bætur.
í seinni tið hafa verið háð
smærri skæruverkföll vlða um
landið.
Þetta hefur gerzt, þótt beitt sé
meiri harðstjórn i Rúmeniu en I
nokkru öðru austantjaldsriki.
Til að draga úr óánægju al-
mennings hefur Ceausescu
gripið til þess ráðs að látast ó-
háðari Rússum I utanrikismál-
um en aðrir leiðtogar austan-
tjalds. Þetta hefur óneitanlega
styrkt hann nokkuð i sessi.
Að undanförnu hefur sambúð
hans við Rússa þó batnað.
Ástæðan er m.a. sú, að dregið
hefur úr oliuframleiðslu i
Rúmeniu. Rúmenar eru þvi i
vaxandi mæli háðir oliuvið-
skiptum við Rússa.
Eftir að verkföllin hófust i
Póllandi i sumar, hittust þeir
Ceausescu og Brésnjef á Krim-
skaga og er talið, að þetta hafi
verið vinsamlegasti fundur
þeirra um langt skeið. Báðir
hafa haft áhyggjur af ástandinu
i Póllandi.
Það vakti svo athygli, að
stjórnarmálgagnið i Rúmeniu,
Scinteia, varð fyrst blaða aust-
antjalds til að gagnrýna pólska
verkfallsmenn og vara við þvi,
að ekkert gæti áunnizt með
verkföllum.
Brésnjef og Ceausescu hittust nýlega.