Tíminn - 09.09.1980, Síða 2

Tíminn - 09.09.1980, Síða 2
2 Þriöjudagur 9. september 1980 Samtök Herstöðvaandstæöinga munu gangast fyrir hljómleikum i Laugardalshöllinni, laugardag- inn 13 sept. 1980, kl. 21. Yfirskrift hljómleikanna verð- ur ,,ROKK GEGN HER”. Er þar ekki aðeins visaö til ameriska hersins á Miðnesheiði, 'heldur hvers kyns vígamennsku og hernaðarbrölti. A tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Utangarðs- menn og rokleikhúsið Túragas. Allar þessar hljómsveitir standa á tímamótum. Mezzoforte, sem gefur út plötu um næstu mánaðamót, mun meöal annars frumflytja efni af henni á þessum hliómleikum. Þursaflokkurinn hefur nýlega sent frá sér breiðskifu og vinnur nú af fullum krafti að söngleikn- um Gretti. Þeir munu nú m.a. verða með splunkunýtt og hressi- legt rokkprógram i anda kvölds- ins. Þetta verða siðustu hljómleikar Utangarðsmanna á þessu hausti. Þeir verða m .a. með efni af vænt- anlegri breiðskifu sem koma á út i haust. Táragas, sem er rokk- leikhús, flytur dagskrá, unna upp úr „gasbardaganum” 1949 á Austurvelli. Inn i alla þessa dagskrá fléttast siðan óvænt leikatriði er undir- strika andstöðuna gegn hernaði. Þorlákur Kristinsson, Guðjón Petersen, og Karl Ingvarsson eru i forsvari fyrir rokktónieikunum um næstu helgi. Flytjendur þeirrar dagskrár eru hópur leikara og fjöldi áhuga- fólks. Fyrir þessa hljómleika hef- ur myndlistafólk og annað hag- leikslið unnið að gerð sviösmynd- ar og veggskreytinga, og verða meðal annars tvær veggmyndir upp á 100 fermetra hvor. Hljómleikar þessir veröa tvl- mælalaust að teljast stórviðburð- ur I sögu islenskrar alþýðumenn ingar þar sem „Rokkmúsik”, leiklist og myndlist, sameinast i einum brennipunkti „andstöðunni gegn hernaði”. Orkusparandi frystikista Bræöurnir Ormson sýna splunkunýja tegund af AEG frystikistum á sýn- ingunni Heimiliö80. ,,Þetta er orkusparnaðarkista og eyðir aðeins helmingi af því rafmagni sem sam- bærilegar kistur eyða," sagði Erla sölustjóri hjá Ormson okkur um nýju kistuna. „Þessi frystikista er ríf- lega hundrað þúsund krón um dýrari en sambærileg- ar kistur, og náttúrlega sparast rafmagnið á löng- um tíma, en hún hefur annan mikilvægan kost sem vegur þarna á móti. I kistunni helst frost í 54 klukkustundir eftir að rafmagn fer af henni en það mun vera 80% lengri timi en í öðrum kistum. Fólk verður einmitt oft fyrir áföllum með matvæl- in þegar rafmagn fer af í stuttan tíma," bætti Erla við. • Nýja AEG kistan. Stjóm Blaðamannafélagsins: „Mótmælir harðlega handtöku Guðlaugs” A fundi stjórnar Blaða- mannafélags tslands i gær var fjallaöum handtöku Guölaugs Bergmundssonar blaöamanns. á Helgarpóstinum, er hann var aö störfum f miöbæ Reykjavlkur aöfaranótt laugardagsins 6. september, vegna mikils mannfjölda, sem þar haföi safnast saman. t áiyktun stjórnarinnar segir: „Stjórn Blaöamannafélags tsiands mótmælir harölega ástæöuiausri handtöku Guö- laugs Bergmundssonar blaöa- manns. Eftir aö hafa kynnt sér málavöxtu telur stjórnin ljóst, aö lögregluþjónar hafi vitaö, aö Guölaugur Bergmundsson var þarna aö störfum fyrir blaö sitt. Stjórn Bt lltur þaö mjög alvarlegum augum, aö blaöa- maöur skuli hafa veriö hand- tekinn og hindraöur I starfi.” V Blaðamannafélagið furðar sig á framkomu KSÍ: „Gróft brot á viðteknum venjum” „Stjórn Blaða- I; mannafélags tslands I; lýsir furðu sinni á ■; framkomu forráða- ;l manna Knattspyrnu- í sambands Islands í miðvikudaginn 3. I; september, er þeir !!; reyndu að hindra eðli- ■; lega fréttaöflun Sjón- ■: varps á landsleik tslands og Sovétrikj- anna. Er þetta gróft brot á viðteknum venjum, innanlands og utan, varðandi fréttaöflun á iþrótta- mótum. Stjórn BI treystir þvi, að slikir atburðir endurtaki sig ekki,” segir i ályktun stjórnarinnar sem gerð var i gær.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.