Tíminn - 09.09.1980, Qupperneq 7
Þriðjudagur 9. september 1980
7
Gunnlaugur Pétursson:
Fjórða bréf tíl formanns
Landssambands veiðifélaga
Heill og sæll, Þorsteinn minn.
Ég þakka þér bréfin þrjú um
veiBimálin og vona að þú mis-
virðir ekki þó að ég þykist þurfa
aö svara þeim nokkru. Þessi
skrif okkar fara efalaust fyrir
ofan garð og neðan hjá fjöl-
mörgum, en vonandi tekst okk-
ur að hafa þar eitthvaö bitastætt
fyrir þá, sem áhuga hafa á
veiðimálunum og þeim þjóðlifs-
þáttum, sem þau snerta.
Ætli ég feti ekki þina slóð i
þvi, að byrja á „sögulegri” upp-
rifjun, enda náum við þar sam-
an i timanum að minnsta kosti,
hvað sem málefnalegum á-
greiningi liður.
Sem sonur leiguliða á koti
þarna I Borgarfirðinum á árun-
um fyrirog um ferminguna sótti
ég kýr og hesta að sumrinu eins
og vera ber. Leið mín lá oft
meðfram ánni og stundum sá ég
laxinn stökkva. Mér var veiði-
náttúran I blöð borin og mig
langaði að sjálfsögðu til að
renna, en þaö mátti ég ekki.
Englendingar höfðu veiðina á
leigu.
Ég sá þá stundum koma
riðandi að hyljunum ásamt
fylgdarsveini, sem reiddi stöng-
ina og gætti hestanna. Veiði-
maðurinn fór af baki, tók stöng-
ina,gekkniðuraðhylnum og fór
að kasta. Mér hafði verið sagt,
að ég mætti ekki trufla laxveiði-
mennina, og gat þvi ekki fvlgst
með nema úr fjarlægð aðeins
skamma stund hverju sinni, þar
sem ég átti störfum ab gegna.
Aðstæður og umhverfi ollu
þvi, að ég drakk i mig hlýhug til
bænda með móðurmjólkinni ef
svo mætti segja. En siðan á
þessum áminnstu árum hefi ég
haft samúð meö innlendum
veiðimönnum, sem ekki fá löng-
un sinni fullnægt, og raunar öll-
um þeim, sem hafa það eitt af
bestu gæöum þessa heims að
segja aö sjá aðra njóta þeirra.
Ég get því ekki að þvi gert að
mér þykir mjög miður að venju-
legur Islenskur veiðimaður
skuli þurfa að sæta þvi að vera
dreginn I eins konar úrkastsdilk
þegar veiði á eftirsóknarverð-
um tlma i góðri á er annars veg-
ar. Þannig sýnist mér farið að
þegar veiðiréttareigendur aug-
lýsa besta timann I ánum
erlendis áður en innlendir menn
koma til álita. Þeim er að visu
gefinn kostur á að kaupa þann
veiðitima, sem útlendingar vilja
ekki nýta. Þú getur auðvitað
visaö þessu frá og kallað þaö
rangsnúnar kröfur um „arfbor-
inn” rétt, en það breytir engu
um tilfinningar minar.
En látum staðar numið I þess-
um hugleiöingum: bréfin þin
biða svars.
Veiðiskirteinin
Ég sé ekki ástæðu til aö byrja
á fyrsta bréfinu og enda á þvi
siðasta, en tek efnisatriðin i
þeirri röö.sem „andinn inngef-
ur”. Veiöiskirteinin verða þá
fyrst fyrir valinu. Þú ert and-
vigur þeim meöal annars vegna
slæmrar reynslu af þeim I
Noregi. Hún skiptir okkur ekki
mikluaðminu viti. Laxveiðimál
þar i landi eru ekki i góðu horfi,
sem varla er von, þar sem
meginveiðin fer fram i sjó.
Veiðilöggjöf og öll stjórn veiði-
mála er miklu betri á Islandi en
i Noregi, þó að fjarri fari að við
séum allir ánægðir og sumum
okkar þyki sem margt mætti
betur fara hér I þeim efnum.
Vitanlega veröur að fara með
gát þegar verið er að koma skir-
teinaskyldunni á. Veiðibækur
eru yfirleitt ekki færðar á
silungsveiðisvæðum og þvi virð-
ist einsýnt að sleppa silungs-
veiðinni við skirteinaskylduna i
bráð. Meginhluta nauðsynlegra
upplýsinga verður auðvitað að
vinna upp úr veiðbókunum en
ekki skrám um sölu skirteina.
Silungsveiðin getur svo komiö
til álita siðar, þegar stjórn
þeirra mála hefir náð meiri
festu en orðið er. Eins mætti
undanþiggja laxár i frumrækt-
un og veiðimenn á ýmsum öðr-
um ámóta tilraunasvæöum.
Ég er sannfærður um, að
veiðiskirteinin koma fyrr eða
siðar og tel nauösynlega þá
skráningu nýtingar, sem þau
gera mögulega. Hittermér orð-
ið ljóst fyrir langa-löngu, að
heimurinn verðurekki frelsaður
á einni nóttu og þess vegna er ég
ásáttur með aö fara hægt af
stað. Ég gæti jafnvel sætt mig
við að skirteinaskyldan gilti til
að byrja með aðeins um þá, sem
veiða I tilteknum ám, þ.e. án-
um, sem útlendingar veiða I. En
væri byjaö svo smátt yrðu skir-
teinin að vera vel dýr.
Hugsanleg fram-
kvæmd
Fyrirkomulag skirteinanna
oggerð getur efalaust verið með
ýmsum hætti. Ég minnist ekki
Laxveiðar i Eliiðaánum.
aö hafa séð neinar tillögur um
það efni og ef til vill er þvi rétt
að ég reyni að draga hér upp þá
mynd af þessu, sem ég sé fyrir
minum hugarsjónum á þessari
stundu. Ég hugsa mér til dæmis,
að hvert skírteini beri sitt
númer og skírteini hvers
fslendings fylgi ókeypis kort
með þremur dagreitum. Það
kort sé með tvöföldum haus og
verðiannar eftir þegar kortið er
rifið úr blokkinni til af-
hendingar. Númer veiðiskir-
teinis ber auðvitað að færa á
báða hausa.
Seljendur veiðileyfa kaupi
birgðiraf slikum kortum við til-
teknu verði og selji kaupanda
veiðileyfis ef hann getur ekki
sýnt kort með nægilega mörg-
um dagreitum. Að loknum
veiöitima fái hver veiðileyfa-
seljandi endurgreidd þau kort,
sem hann þá á óseld.Að sjálf-
sögöu ber aö færa númer veiði-
sklrteinis hvers manns á veiöi-
leyfi hans.
Eftirlitsmaöur við veiöiá veit-
ir dagreitum af kortum veiöi-
manna viðtöku .Hann færir dag'
lega skrá yfir veiðiskirteina-
númer þeirra veiðimanna, sem i
ánni eru. I veiðibók skráist nafn
veiðimanns og skirteinisnúmer.
Ef til vill þarf að breyta veiði-
bókunum vegna þessa, en það
má heita aukaatriði.
Sjálfsagt sýnist að heimila
veiöimönnum að leyfa eiginkon-
um sinum að renna og eins
börnum undir ákveðnum aldri.
Við megum ekki gleyma eöli-
legum umgengnisháttum.
Sómasamlegar reglur um þetta
ætti að vera auðvelt að setja.
Eðlilegt sýnist, aö skirteini
útlendinga séu I öðrum lit en
skirteini innlendra manna og
eins aö þeim fylgi kort með 7
dagreitum, einnig i öðrum lit en
kort innlendra manna.
Þetta eru af minni hálfu afar
lauslegar hugmyndir um
væntanleg veiðiskirteini og
meðferö þeirra. Ég hefi ekki
hugsaö þetta gaumgæfilega og
áskil mér þvi allan rétt til aö að-
hyllast siðar eitthvað annað ef
mér sýnist svo. Hvorugur okkar
getur séð fyrir, hvaða leið hin-
um visu landsfeðrum þóknast
aöfeta þegar þar að kemur. En
við skulum báöir reyna hvað við
getum að stuðla að þvi, að fyrir-
komulagið verði með þeim
hætti, aö framkvæmdin geti
oröiö sem léttust án þess að það
komi niður á skynsamlegum og
uppbyggilegum árangri.
Þá má ekki gleyma hinni
skráningarskyldunni, sem sjálf-
sagt virðist að láta fylgja skir-
teinunum, en það er söfnun og
skráning allra árleigu-
samninga. Þú nefnir þetta að
visu ekki I svari þinu og veröur
þvi ekki séð, hvort þér likar
hugmyndin betur eöa verr. En
þetta kemst vonandi i fram-
kvæmd og mun þá þykja hand-
hægt og nauðsynlegt fyrir alla
aðila. Þama á engin launung við
og opinber vitneskja er betri en
allt annaö til þess að komast hjá
getsökum og grunsemdum.
Verð á fiskmjöli og inn-
lent verðlagskerfi
Trúlega er komið nóg i dag, en
ef til vill fyrirgefst mér að bæta
við fáeinum orðum, þó um
annaöefni sé en veiðiskirteinin.
Þú getur þess i ööru bréfi þinu,
að þú hafir ekki heyrt islenska
stangarveiðimenn kalla það ó-
réttlæti aö verð á fiskmjöli til
bænda hækki þegar heims-
markaðsverðið hækkar: „Þeim
viröist islenskt markaðssvæði
aðeins áhugavert þegar það get-
ur lækkaö verð á veiðileyfum til
ykkar,” segir þú siöan.
Tónninn virðist gefa til
;;ynna, aö þarna hafi þér tekist
aö ómerkja þá kröfu stanga-
veiðimanna, að veiðileyfin lúti
innlendu verölagskerfi. Ég kem
satt aö segja ekki auga á að svo
sé. Ég hefi fyrir satt, að hækkað
verð á fiskimjöli hækki verð á
fóðurblöndum, sú hækkun valdi
aftur hækkun á búvöruverði til
ykkar laxveiðimanna eins og
annarra neytenda. Þetta trúi ég
að kallist að lúta innlendu verð-
lagskerfi. Bændastéttin sem slik
lýtur eðlilega þessu kerfi og
þegar búvaran er annars vegar
nýtur hún þess en við neytendur
gjöldum. Ef veiðileyfaverðiö
lyti þessu kerfi nytum við
stangaveiðimenn þess en eig-
endur jaröa aö fáeinum ám
gyldu. Ég kann svo að koma aö
þvi sföar, hvernig þetta snertir
þá bændur, sem ekki hafa að-
stöðu til að leigja útlendingum
veiðirétt. Mig grunar raunar, aö
þú hafir skotið þessarri athuga-
semd um fiskmjölið inn i svar
þitt til þess að reyna að sýna
bændum fram á, að samúöar i
þeirra garð sé slst að vænta hjá
stangaveiðimönnum. Fóður-
bætir er nefnilega eldfimur um
þessar mundir.
Laus staða
Staða deiidarstjóra við freðfiskdeild
Framleiðslueftirlits sjávarafurða er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, skulu sendar sjá-
varútvegsráðuneytinu fyrir 1. október
1980.
Sjávarútvegsráðuneytið,
3. september 1980.
Við þökkum
þér innilega fyrir
hugulsemina að
stööva við gang-
brautina
UMFERÐAR
RÁÐ
HDapartasalan Höfðatúni 10 simi
11397.
Höfum notaða varahluti I flestar
geröir blla, t.d. vökvastýri,
vatnskassa, fjaðrir, rafgeyma,
vélar, felgur ofl. I
Volvo ’73
Austin Mini ’75
Morris Marina ’74
Sunbeam ’72
Peugeot 504, 404, 204, ’70-’74
Volvo Amazon ’66
Willys jeppi ’55
Cortina ’68-’74
Toyota Mark II ’72
Toyota Corona ’68
VW 1300 ’71
Fiat 131 '73
Fiat 131 ’73
Fiat 125 ’72
Fiat 128 ’72
Dodge Dart ’72
Austin Gipsy ’66
Opel Record ’71
Skoda 110 L’74
M. Benz 230 ’71
Benz 220 diesel ’71
Citroen Pallaz ’73
Citroen Ami ’72
Hilman Hunter ’71
Trabant ’70
Höfum mikið úrval af kerruefn-
um. BÐapartasalan, Höfðatúni 10,
simar 11397 og 26763. Opið kl. 9-7,
laugardaga kl. 10-3. Höfum opið I
hádeginu.
Bllapartasalan, Höfðatúni 10.
Tilkynning til nemenda í sænsku
og norsku til prófs í stað dönsku
Nemendur mæti til viðtals i Miðbæjar-
skóla sem hér segir:
10 og 11 ára. . miðvikudag 10. sept. kl. 16.00
12 ára.....miðvikudag 10. sept. kl. 17.00
13 ára.....miðvikudag 10. sept. kl. 18.00
I4ára......fimmtudag 11. sept. kl. 17.00
15 ára.....fimmtudag 11. sept. kl. 18.00
Framhaldsdeildir . fimmtudag 11. sept. kl.
19.00
Áríðandi er, að nemendur mæti með
stundaskrá sina.
Kennara
vantar að barnaskóla Ólafsfjarðar. Þarf
að geta kennt handavinnu og leikfimi
stúlkna.
Umsóknarfrestur er til 15. september n.k.
Uppl. gefur skólastjórinn i sima 96-62245
og heima i sima 96-62358.