Tíminn - 10.09.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. september 1980 5 Stendur Þjóðleikhúsið undir nafni? — Enn haldið í forréttindi ákveðins hóps eða ætta sem eiga föst frumsýningarsæti svo áratugum skiptir. Með sömu röksemdarfærslu mætti úthluta ákveðnum hópum eða ættum sjúkrarúm á spítulum og ákveðin sæti í skólum „HÖFUM SLÆMA REYNSLU AF ÞESSU FYRIRKOMULAGI” „HEF EKKI ÁHUGA Á AÐ VERNDA FORRÉTTINDI ÁKVEÐINS HÓPS” — segir Sveinn Einarsson, leikhússtjóri Kás — „Það má vissulega deila um fyrirkomulagið á þessu”, sagði Sveinn Einarsson, þjóð- leikhússtjóri, i samtali við Tim- ann, þegar hann var spurður álits á þvi fyrirkomulagi sem haft er á föstum frumsýningar- gestum hjá Þjóöleikhúsinu. „Hins vegar er nú komin 30 ára hefð á þetta, og reyndar haföi hún verið við lýöi i rúma tvo áratugi þegar ég tók við starfi minu hér.” ,,Ég breytti þvi aftur á móti þegar ég kom hingað, að sá hluti miða sem seldur er fyrir hverja frumsýningu var staékkaður. Þannig er þaö ekki rétt aö fólk hafi ekki möguleika á að komast á frumsýningu.” —Fólk hefur hins vegar mjög takmarkaða möguleika á þvi aö komast í hóp fastra frumsýn- ingargesta? „Þaö hefur nú veriö þannig i gegnum árin, að þeir sem sýnt hafa þvi áhuga, hafa getað látiö skrá sig niður á biölista. Síðan hafa þeir þurft að biða í eitt til tvö ár, áður en þeir hafa komist aö.” —Ekki samkvæmt þeim upplýsingum sem miðasölu- stjóri gefur upp. „Það er alveg rétt aö það má deila um þetta fyrirkomulag”, sagði Sveinn þá. —En ert þú fylgjandi þvi að halda áfram núverandi fyrir- komulagi? „Ég vil ekki segja þaö endi- lega. Það má segja að þetta hafi verið til umræðu i leikhúsráði hvort ástæöa væri til að breyta þessu. Nú það getur verið aö þaö veröi gert. Hins vegar var of lit- ill fyrirvari aö gera það i haust.” —Hver er þin persónulega skoðun á þessu Sveinn? „Ég ætla ekki aö lýsa henni hér.” —Þú hefur ekki áhuga á þvi? „Nei, þvi hún er ákaflega flókin og veröur ekki skýrð i fá- einum setningum. Hins vegar hef ég nú engan sérstakan áhuga á þvi aö vernda forrétt- indi ákveöins hóps. Þaö eru margar hliðar á þessu máli, og ég verð að segja að mér fyndist ákaflega leiðinlegt að þurfa sitja hér kannski meö hálf tómt húsiö á frumsýningum.” — Telur þú að sú yröi raunin ef fyrirkomulaginu yrði breytt? „Ég segi þaö ekki endilega. En maöur hefur dæmin fyrir sér. Ég viöurkenni að það er ýmislegt sem mælir meö þvi að þessu verði breytt, en minni jafnframt á aö það er ekki hægt aö setja þetta upp i eina svart- hvita formúlu”, sagði Sveinn aö lokum. segir Halldór Ormsson, miðasölustjóri Þjóðleikhússins Kás — „Við hér i miöasölunni reynum aö gera öllum jafnt undir höföi, en þetta kerfi er þannig að það getur aldrei oröið jafnt. Þaö eiga allirsömu möguleikana. Þaö segir sig sjálft og liggur i kerfinu sjálfu", sagöi Halldór Ormsson, miöasölustjóri Þjóöleikhússins, I samtali viö Tlmann, þegar rætt var viö hann um þaö fyrirkomu- lag sem er á föstum frumsýn- ingarmiöum hjá leikhúsi þjóöar- innar. „Það er mikill þrýstingur á okkur frá þeim sem eiga föst áskriftarkort á siöari sýningar að þau verði fest eins og frumsýn- ingarmiðarnir. En reynsla okkar hefur verið svo slæm af þvi, að viö höfum ekki viljaö fara út i það, þvi annars fengi kannski sama ættin sömu sætin i leikhúsi þjóð- arinnar i nokkra áratugi. Það finnst mér ekki eðlilegt.Mér finnst eölilegast að allir miðar I á- skrift, hvort sem þeir eru á frum- sýningu eða siöari sýningar, veröi seldir til eins árs i senn i upphafi leikárs”. Halldór Ormsson, mibasölu- stjóri Þjóöleikhússins. „Þaö eina sem réttlætir þetta fyrirkomulag I dag”, sagði Hall- dór, „ef hægt er að tala um rétt- læti, er þessi munur á verði.” Sagði hann að áskriftarmiðar á frumsýningar væru seldir meö 50% álagi, þannig að frumsýn- ingaráskriftin kostaði 52 þús. kr. meðan að áskrift á aðrar sýning- ar kostaði 27.200 kr., þ.e. meö 20% afslætti. „Þetta fyrirkomulag hefur gilt frá árinu 1950 og veriö mjög kritiskt. Ég hef t.d ekki verið of hrifinn af þessu, sérstaklega vegna þess hve sjaldan er hægt aö veita þvi fólki sem er á biðlista úrlausn. Ekki fer maður nú að taka miða af ekklum eöa ekkjum, þó maður reyni að foröast þaö aö miöar gangi i ættir, en þetta er ekki þægilegt viðureignar.” Einnig nefndi Halldór þau vandkvæöi sem þvi fylgdi þegar fastir frumsýningargestir vildu fara að hafa stálpuð börn sin með sér I leikhúsið, en þá yröi aö láta þau sitja á öörum staö en foreldararnir, vegna þess aö öll sæti væru upptekin i kringum þá-■ „Mér finnst eölilegast að þegar forsala hefst á áskriftarmiðum á haustin, að þá séu allir miöarnir lausir i upphafi, og seldir þeim semfyrstir koma”, sagði Halldór að lokum. Kás — i kvöld rennur út frestur fyrir fasta frumsýningargesti Þjóöleikhússins til aö vitja miöa sinna, en sumir þeirra hafa haft ákveöin sæti á frumsýningum sem þeir hafa haldið i þrjá ára- tugi, eöa sllt frá opnun leikhúss- ins. Mikil aösókn er aö komast I þennan 330 manna hóp æviráb- inna frumsýningargesta, þvi ekki færri en hundrað manns hafa lát- iö skrifa sig niöur á biölista, oft- ast meö tvo miöa eöa fleiri, i þeirri von aö einhver hinna föstu hætti eöa gefi upp öndina. 1 ár hefur endurnýjunin enn sem komið er ekki orðið mikil. TIu miðum hefur verið ráðstafað á ný, eða um 3-4% af heildarfjöld- anum. Menn hafi lengi rætt það, að óeðlilegt sé að ákveönir hópar eða ættir njóti sérstakra forréttinda á frumsýningum i sjálfu leikhúsi þjóðarinnar. Að visu hefur þessi ráöstöfun verið réttlætt á ein- hvern hátt meö þvi að smyrja 50% álagi ofan á föstu frum- sýningamiðana, en auðvitað skiptir það engum sköpum. Meö sömu röksemdarfærslu er ekki óeðlilegt að úthluta ákveðnum hópum eða ættum föst sjúkrarúm á sjúkrahúsum eða föstum staö i skólastofum, en allt eru þetta stofnanir sem haldiö er uppi af al- mannafé, fyrst og fremst. Það virðist þvi ekki vera ósann- gjarnt að tekiö veröi upp svipað form á sölu frumsýningarmiða og á aðrar sýningar, þe. mönnum verði boðiö upp á áskrift að frum- sýningum eins og öðrum sýning- um, og þá aöeins til eins árs I senn, en ekki ævilangt. Þannig að allir hafi sama rétt til að útvega sér áskriftarmiöa að frumsýning- um leikhúss þjóöarinnar. Timinn ræddi viö þá Svein Einarsson, þjóðleikhússtjóra, og Halldór Ormsson, miðasölu- stjóra, um þessi mál. Ekki sist vegna þess, aö samkvæmt upp- lýsingum Timans hefur töluvert verið rætt um þetta atriði i þjóö- leikhúsráöi, og menn þar yfirleitt veriö sammála um að eðlilegt væri aö leggja þetta kerfi niöur. Sveinn Einarsson, þjóöleikhússtjóri, fyrir framan Þjóöleikhúsiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.