Tíminn - 13.09.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. september 1980
3
AUGLYSINGABRELLUR HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA
„Svona barf
að kæia í
fæðingunni”
— segir Öli H. Þórðarson, framkvstj. Umferðarráðs
KL — „Ég hef enga trú á, aö
þetta hafi verið gert með vitund
lögreglunnar. Þaö hefur mikið
veriö hringt hingaö út af þessu i
dag, og ég hef svaraö fólkinu, aö
ég telji þetta mjög óæskilegt.
Svona þarf aö kæfa I fæöing-
unni, aö vera meö leik á ak-
brautunum”.
Þannig fórust Óla H. Þórðar-
syni framkvæmdastjóra Um-
ferðarráðs orð, er hann var
inntur eftir viðbrögðum við að-
gerðum þeim, sem fram fóru á
horni Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar að morgni
fimmtudags, er herstöðvaand-
stæðingar brugðu þar á leik,
eins og skýrt var frá i Timanum
i gær.
— Þetta var gert algerlega án
nokkurs samráðs eða vitundar
okkar. Ég lit þetta mjög alvar-
legum augum og finnst, að
svona háttalag eigi engan veg-
inn við i umferð. Lögreglustjóri
þarf að veita leyfi fyrir hvers
konar atburðum, sem snerta
umferðina. Hafi herstöðvaand-
stæðingar haft leyfi frá lögregl-
unni, hefði lögreglan verið með
þeim, sagði Óli.
— Sambærilegt þessu teljum
við þann ósið krakka að selja
dagblöðá götuvitum. Þar skjót-
ast þeir á milli bila, jafnvel bila
á ferð. Það verður slys af þessu,
þvi miður. En gamall sannleik-
ur segir, að betra sé, að byrgja
brunninn áður en barnið er dott-
ið ofan i.
KL — „Við hvorki leyföum þetta
né bönnuöuni.” Þetta er svar
Williams T. Möller fulltrúa lög-
reglustjóra viö þeirri spurn-
ingu, hvort herstöövaandstæö-
ingar hafi haft heimild lögregi-
unnar fyrir núverandi aögerö-
um sinum.
—Þeir létu okkur vita af þessu
og nefndu þetta útileikhús. Þeir
kváðust ætla að aka um borgina
á opnum bilum og stansa viða,
en mjög stutt á hverjum stað.
Okkur var ljóst, aö þeir ætluðu
að klæöast einhvers konar her-
mannabúningum, en að þeir
hygðust bera eitthvaö, sem
halda mætti að væri byssa, datt
okkur ekki i hug. Við settum
þeim 3 skilyröi. I fyrsta lagi, að
þeir mættu ekki hegða sér þann-
ig, að fólk yrði hrætt. I öðru lagi
máttu þeir ekki valda um-
feröartöfum, enda tóku þeir
skýrt fram, að þeir myndu
fylgja öllum reglum, þ.á.m.
umferðarreglum. 1 þriðja lagi
bentum viö þeim svo á, að ef
þeir færu inn á einhverja staði,
mættu þeir ekki viðhafa neina
þá háttsemi, sem truflaö gæti.
í gær var þó nokkuð um, að
fólk hringdi til lögreglunnar og
spyrði, hvað hér væri á feröinni,
en engar lögregluskýrslur höföu
verið teknar i sambandi við
þessar aðgerðir herstöövaand-
stæðinga.
„Ulfaldi úr
mýflugu,,
— segir Jón Ásgeir
Sigurösson
„Herstöövaandstæöingar hafa
ætið tilkvnnt lögreglunni um all-
ar aögeröir á þeirra vegum.
Lögreglan haföi fulla vitneskju
um feröir „herflokks” her-
stöövaandstæöinga á Miklu-
brautinni á fimmtudag. Þar var
i einu og öllu farið aö lögum og
reglum. Fullyröingar um annaö
eru rangar.
Getsakir um „grátt gaman”
og „umferðaröngþveiti” eiga
sér enga stoö. Langar biðraðir
bila mynduðust þarna af full-
komlega eðlilegum ástæðum,
„herflokkurinn” var á ferli á
mesta umferðartimanum að
morgni dags.
Aðrar sýningar á götum úti
hafa ekki hingaö til þótt tiltöku-
mál. En þeir sem fylgja NATO
og hersetu gera auðvitað úlf-
alda úr mýflugu i þessu viðviki.
„Herflokkurinn” á að minna á
tónleikana i' Laugardalshöll á
laugardagskvöld.
Fyrir hönd miönefndar Sam-
taka herstöðvaandstæðinga,
óska ég eftir að þessar leiðrétt-
ingar birtist á sama stað og get-
gátur á forsiðu Timans á föstu-
dag”.
Jón Ásgeir Sigurösson.
Engu er likara en að Reykvikingar séu farniraö venjast „hernám-
inu". Þessir góöu borgarar láta ckki nærvcru einbeitts hermanns
meö mundaöa byssu eyöileggja ánægjuna af þvi aö njóta íssins i
góöa veörinú i Reykjavik I gær. Kannski lita þeir á hann sem vernd-
s.ra sinn? (Timamynd Róbert)
„HVORKI LEYFÐUM
NÉ BÖNNUÐUM”
— segir fulltrúi lögreglustjóra
Fyrirhugað að stækka eldhús Flugleiða á Keflavíkurflugvelli:
Frihafnarbarinn og
kaffiterían sameinuð?
Kás— Nú á næstu dögum
eða vikum/ má búast við
að tekin verði ákvörðun
um stækkun eldhúss
Flugleiða á Keflavikur-
flugvelli og ýmsar aðrar
skipulagsbreytingar sem
þ'eirri ákvörðun fylgja.
M.a. munu uppi hug-
myndir um að sameina
barinn sem Fríhöfnin
rekur á ,/transit"-svæði
f lughaf narinnar og
kaffitéríuna sem Flug-
leiðir reka.
Það sem fyrst og fremst
vinnst meö þessum tilfærslum
er stækkun eldhússins, sem þýð-
ir að hægt verður að framleiöa
þar mat i allar flugvélar Flug-
leiöa, hvort sem þær eru á leiö
til eða frá landinu. Þetta þýðir
m.ö.o. aö Islenskt hráefni, þ.e.
lambakjöt og fiskur, verður á
boðstólum I vélum Flugleiða á
öllum leiðum þess, sem getur
haft verulegan gjaldeyrissparn-
að I för með sér, aö ógleymdri
þeirri kynningu sem þetta getur
haft fyrir islensk matvæli.
Hingað til hefur eldhúsiö að-
eins getað annað matseld fyrir
þær flugvélar sem fljúga héöan,
en ekki á heimleiðinni. Vegna
samdráttar á flugleiöum Flug-
leiöa I vetur mun eldhúsið þó
geta annað þessari starfsemi I
vetur. Þegar sumaráætlun tek-
ur hins vegar gildi næsta vor
veröur eldhúsið aftur of litið, og
þvi er nauðsynlegt aö fara út i
framkvæmdir i vetur, sem þá
yröi lokið áður en sumaráætlun
gengur i gildi, þ.e. stækkun þess
til að auka afköst.
Rætt hefur verið um aö eld-
húsiö taki undir sig þaö húsrými
sem kaffiterian hefur haft hing-
að til, en hún verði siðan ásamt
barnum flutt upp á loft.
Nú fer fram könnun hjá Frl-
höfninni i Keflavik á arðbærni
barsins, og hvaða fjárhagslega
þýðingu það hafi fyrir Frihöfn-
ina verði hann afhentur Flug-
leiðum til umsjár i framtiöinni.
Það má telja hreint ótrúlegt ef
Frihöfnin lætur barinn af hendi
til Flugleiða fritt, nema ein-
hverjar duldar ástæður liggji
þar að baki.
Ef af sameiningu kaffiteriu og
barsins verður gefst gestum
kostur á þeirri sjálfsögðu þjón-
ustu að fá vin og öl með mat og
koniak meö kaffinu, en hingað
til hafa þeir mátt hlaupa úr
kaffiteriunni inn á barinn til að
kaupa guöaveigarnar.
Sem fyrr segir hefur endanleg
ákvörðun enn ekki verið tekin i
þessu máli, en Flugleiðir hafa
lýst sig mjög fýsandi þess aö út I
framkvæmdir verði farið, og
mun utanrikisráðherra hafa
tekiö vel I það.