Tíminn - 13.09.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.09.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. september 1980 7 Ingvar Gíslason menntamálaráöheiTa: Hver skóli skal vera sjálf- stæður en ekki einangraður Kafli úr ræöu á Fjórðungsþingi Norölendinga Menn kannast viö hugmyndir Asatrúarmanna hinna fornu um sköpun heimsins. Þaö væri aö visu bæöi ósanngjörn og gróf samliking aö likja framhalds- skólafyrirkomulaginu nú viö óskapnaö Ginnungagaps áöur en heimurinn tók á sig lit og lögun. En aö vissu leyti stöndum viö i svipuðum sporum og þeir Bors- synir foröum, sem réðu Ými jötni bana og sköpuöu jöröina úr lik- ama hans. Svo merkur ,(áfangi” sem Ýmir jötunn var lifandi i sköpunarsögu heimsins, þá fór heiminum óneitanlega fram við þaö aö Borssynir lögöu hann (Ými) aö velli og gerðu úr honum jörð þá, sem enn er griðland mannkynsins. Ég vil ekkert misjafnt segja um Ými jötun, — nema siður sé. Ég vil að hann njóti sannmælis. Sannleikurinn er sá að hann kom aö meira gagni dauöur en lifandi, — og er ekki einn um það. En svo ég haldi mér viö efniö þá eigum við Islendingar varla ann- ars kost en að leggja fyrir róöa það skipulag framhaldsskóla, sem verið hefur og reisa nýtt i staðinn. hver skóli sé áfram sjálfstæður, enhanná ekkiaövera einangrað- ur. Hann veröur aö lita á sig sem hluta af heild. Ný stefna í mótun Þessi nyja stefna i framhalds- skólamálum hefur veriö aö mót- ast smám saman undanfarin örfá ár. Hún er varla miklu eldri en 6-8 ára. Hennar fer litið sem ekkert að gæta fyrr en rétt fyrir miöjan þann áratug, sem nú er að enda. Ég hef ekki aðstööu til þess nú aö gera grein fyrir upphafi stefnunn- ar hér á landi i smáatriðum. En það vil ég þó segja aö hún er til orðin fyrir umræður milli margra aöilja og fyrir áhrif úr ýmsum áttum. Þar koma við sögu starf- andi skólamenn, kennarar, skóla- stjórar og skólanefndarmenn, embættismenn og sérfræöingar, stjórnmáiamenn og sveitar- stjórnarmenn, sem i vaxandi mæli hafa sýnt þessu verkefni áhuga, og er skylt að þakka það. Fyrri hluti vettvangi fyrr en haustið 1976 eöa jafnvel nokkru siðar, eftir aö framhaldsskólafrumvarpiö var prentaö i fyrsta sinn ásamt ýtar- legri greinargerö. Almenn kynning málsins Alþingi hefur á ýmsum timum rætt þessi mál, þótt lög hafi ekki verið sett. Alþingi og mennta- málaráðuneytiö gengust fvrir þvi að fyrsta gerö frumvarpsins var send meira en 100 aöiljum til um- sagnar, og umsagnir hafa borist frá fjöldamörgum af þessum aðiljum, fleirum en ég man frá aö segja i svipinn. Timinn hefur þvi vissulega verið notaöur til þess aö kynna þetta mál, enda ekki van- þörf á. Sagan virðist benda til þess að breytingar á skólalöggjöf taki yfirleitt langan tima. Ég minni sérstaklega á grunnskóla- frumvarpið, sem var til umræöu á hverju þinginu eftir annað á ára- bilinu 1969-1974, þegar þaö loks varö að lögum. Þá sýnir reynslan aö langan tima tekur að fram- kvæma slika löggjöf. Gleggsta dæmið um það eru fræðslulögin raunhæf framkvæmd hennar get- ur oröiö. Ég er ekki að gefa neitt sérstakt I skyn meö þessum orö- um, en þaö er alls ekki óhugsandi, aö sett séu lög, sem erfitt reynist aö framkvæma. Þá er ver af stað fariö en heima setiö. Framkvæmd laga skiptir öllu Ég sat i sumar fund mennta- málaráöherra nokkurra Evrópu- rikja. Þar kom fram i umræöum að riki höföu samþykkt stóra lagabálka um skóiamál, en varla komið nærri þvi aö framkvæma slika löggjöf svo aö mynd væri á. Sem dæmi heyröi ég nefnt að tyrkneska þingiö heföi afgreitt lög um skólamál sem væru sér- stök fyrirmynd um gott skipulag og lýðræðishugmyndir i fræðslu- málum. Gallinn er hins vegar sá, aö þetta skólakerfi er aöeins til á pappir en finnst ekki i raunveru- leikanum. 1 raun og veru er ekki til aumara skólakerfi i - viöri veröld, svo að segja, en i Tyrk- landi, þótt löggjöfin sé fullkomin. E.t.v. finnst einhverjum útúr- Lyftistöng þjóðfélagsins Ég vil þó alls ekki nota stór orð i þessu sambandi eða láta hafa þaö eftir mér aö ég telji framhalds- skólakerfið, eins og það hefur lengi veriö, einhvern allherjar- óskapnaö, sem ekki á skilið neina málsvörn. Það væri ósanngjarnt aö halda sliku fram. Þeir skólar, sem við meö rétti getum kallaö framhaldsskóla, — ég nefni menntaskólana, iðnskólana, Vél- skóla Islands, Stýrimannaskól- ana, Verslunarskóla Islands, Samvinnuskólann, bændaskól- ana, Hjúkrunarskólann, Ljós- mæðraskólann aö ógleymdum héraðsskólum og gagnfræöaskól- um, — allir þessir skólar eiga sér merka sögu. Þeir hafa reynst Seinlætí löggjafans Þegar rætt er um mótun hinnar nýju stefnu i framhaldsskólamál- um er að minum dómi eölilegt að staldra viðeina dagsetningu ööru fremur. Þaö var 25. nóvember 1974 sem þáverandi menntamála- ráöherra, Vilhjálmur Hjálmars- son, skipaði 4 starfsmenn i menntamálaráðuneytinu i nefnd til þess aö gera tillögur um breytta skipan náms á fram- haldsskólastigi. Þessi nefnd starfaði rúmlega 1 1/2 ár og skil- aði áliti sumariö 1976. Af þessu sjáum viö aö 4 ár eru nú liöin siö- an fyrstu heildar tillögur komu fram um nýskipan framhalds- skólastigsins. Bráðlátum mönn- um finnst kannske langt um liöiö siöan þessar tillögur bárust og undrast þaö hversu Alþingi hefur verið seinlátt aö gera þær aö lög- Barnaskólinn á Húsavik Kennaraskóiinn viö Stakkahliö um. En mönnum eins og mér sem finnst hraðinn ekki einhlitur mælikvaröi á framfarir og aö seinlæti sé yfirleitt skárra en hroðvirkni, þykir þetta ekki lang- ur timi, þegar um svo viðamikið, vandmeðfarið og kostnaöarsamt mál er aö ræöa. Ég mun þvi litt haggast, þótt ég kunni að heyra ásakanir i garö rikisstjórnar og Alþingis um seinlæti, ef ekki aö- geröarleysi, i þessum efnum. Hiö rétta er aö framhaldsskólamálið i núverandi mynd er tiltölulega nýtt af nálinni. Það er naumast tekiö fyrir á almennum umræöu- frá 1946 , sem voru aldrei að fullu framkvæmd, þótt þau stæöu aö stofni til i 28 ár. Það væri fróð- legt aö geta gert grein fyrir þvi hvers vegna fræðslulögin frá 1946 voru aldrei framkvæmd. Yfirleitt væri fróölegt að athuga hvernig til tekst að framkvæma viöa- mikla og stórhuga löggjöf á hvaða sviöi sem er. Væri ástæöa til aö kanna hvort hugsanlegt sé að lög- gjöf sé stundum sett til mála- mynda, ef svo má segja, e.t.v. til þess að sýnast fyrir áhugamönn- um á þvísviði sem löggjöfin fjall- ar um án tillits til þess hversu dúr að minnast á þetta. Og þaö er það aö nokkru , en þó ekki að öllu leyti. ,,I upphafi skyidi endirinn skoða”, sagði gamla fólkið þegar mikið stóö til. Ég ætla aö leyfa mér að halda þvi fram, aö ekki hafi legið á að setja viðamikla löggjöf um nýskipan framhalds- skólastigs, fyrr en landsmenn væru sæmilega kunnugir málinu og ráöandi öfl i landinu tilbúin aö framkvæma lögin á eðlilegan hátt, m.a. með þvi aö leggja nýju fyrirkomulagi fé og mannafla til þess aö reka þaö áfallalitið. Framh. Inæsta blaöi. þjóðfélaginu mikil lyftistöng. Þeir hafa ráöið miklu um menntunarframfarir i landinu, ekki sist á sviöi starfskunnáttu og verkmenntunar yfirleitt. Hvar heföi þjóöfélagiö verið statt og hvar væri verkmenningu að finna I þessu landi, ef þessara skóla hefði ekki notiö viö? Þess vegna vara ég viö þvi aö menn gangi á hólm við gamla framhaldsskóla- fyrirkomulagið i einhverjum vigahug eða byltingarþröng- sýni. Þaö er alveg óþarfi aö efna til byltingar, þótt rætt sé um nýskipan framhaldsskólakerfis- ins. Skipulagsbreytingin, sem um er rætt og að er stefnt, felst ekki i þvi aö leggja niður skóla, loka gömlum og grónum skólastofnun- um, heldur aö samræma störf þeirra, samhæfa verkefnin, gera kerfið skilvirkara, eins og nú er sagt, draga úr tviverknaöi. Hin nýja hugsun miðast viö þaö aö Seljaskóli I Breiöholti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.