Tíminn - 13.09.1980, Qupperneq 6
6
Laugardagur 13. september 1980
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigurösson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hallgrimsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúia 15. Sími 86300. —
Kvöldsfmar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö í
lausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun:
Blaöaprent.
Þórarinn Þórarinsson
Erlent yfirlit
Anker Jörgensen beið
ósigur fyrir konum
Vaxandi áhrif kvenna i norrænum stjórnmálaflokkum
Hvað er
trúnaður?
Trúnaðarmaður fjármálaráðherra i málefnum
Flugleiða hefur með fleipri sinu sett ráðherrann og
reyndar alla rikisstjórnina i mikinn vanda. For-
maður þingflokks Alþýðubandalagsins, sem er
lagsbróðir trúnaðarmannsins, hefur enn aukið stór-
um á þennan vanda með fáránlegu blaðri sinu á
opinberum vettvangi um málefni Flugleiða og horf-
ur i islenskum flugmálum.
Þessi vandi snýr ekki að fyrirtækinu Flugleiðum
hf. nema að litlum hluta. Breytni þessara lags-
bræðra tveggja hefur vissulega valdið miklum
skaða i þvi m.a. að fréttir héðan berast til erlendra
samkeppnisaðila, sem dreifa siðan gróusögunum á
þann hátt sem verst kemur hinu islenska fyrirtæki
á markaðinum. Og þar er sjálfsagt ekki vitað með
hverjum hætti þessir menn starfa eða hvað fyrir
þeim vakir. Þar er auðvitað látið nægja að benda á
opinbera starfstitla þessara lagsbræðra.
Sá skaði sem þeir hafa þannig valdið með áróðri
sinum er mikill, en önnur hlið snýr að islenskum
stjórnarvöldum og verður varla séð að þau komist
hjá aðgerðum i málinu.
Vandi rikisstjórnarinnar er sá, að eftir þetta
munu fáir taka mark á trúnaði eða þeirri fyrirhöfn
að hafa trúnaðarmenn yfirleitt, ef ekki verður tekið
i taumana nú. Eftir þetta munu menn ekki heldur
sjá ástæðu til að virða þann trúnað sem forystu-
mönnum þingflokka hefur hingað til verið sýndur i
ýmsum mikilsverðum málum i trausti þess að þeir
að sinu leyti haldi slikan trúnað.
Hér er hvorki meira né minna en grundvaliar-
atriði i stjórnsýslu um að ræða. 1 rauninni er þetta
þannig ekki sérmál þeirrar rikisstjórnar sem nú
situr að völdum, en það hlýtur að koma i hennar
hlut, að gefnu ódæmatilefni, að skera úr um það
hvernig með þessi grundvallaratriði skuli fara.
Eins og tilefni hefur nú verið gefið hvilir óneitan-
lega mikil ábyrgð á herðum fjármálaráðherrans,
enda hefur trúnaði verið brugðið við hann, bæði
sem stjórnmálamann og persónulega. Enda þótt
Ragnar Arnalds kunni að vera litillátur maður og
sé umhugað um að valda ekki urg i forystu flokks
sins hlýtur hann þó að verja sjálfan sig þeim álits-
hnekki sem þvi fylgir að hafast ekki að, þegar hann
er óvirtur svo opinberlega af trúnaðarmanni sinum
og flokksfélaga.
Nú berast þær fréttir að pólskum verkamönnum
sé gert að ,,bæta upp frámleiðslutjónið sem þeir
hafa valdið með verkföllum sinum” eins og það er
orðað. Má vera að þeir taki það að sér þar eystra.
Slik krafa verður að visu ekki gerð til þeirra lags-
bræðranna, Baldurs óskarssonar og Ólafs Ragnars
Grimssonar. Þeir eru ekki menn til þess að bæta
þann skaða sem þeir hafa valdið.
JS
Meginmáli skipti aö styrkja
stööu atvinnuveganna. Þaö
verði aö skapa þeim grundvöll,
er tryggi samkeppnishæfni
þeirra. Hlutverk sósialdemó-
krata sé aö gæta þess, aö þær
breytingar, sem veröi geröar i
þessum efnum, raski ekki þeim
jöfnuöi i launakjörum, sem
náðst hafi fyrir baráttu þeirra á
liðnum áratugum.
Lögö er mikil áherzla á þá
stefnu, aö starfsmenn fyrir-
tækja veröi beint eöa óbeint
meöeigendur i þeim.
Þá er þaö taliö mjög mikil-
vægt aö treysta réttaröryggiö
og styrkja lögregluna til aö
halda óaldarlýö i skefjum og
koma i veg fyrir glæpi. Astandið
i þessum efnum, hefur mjög
versnað i Danmörku aö undan-
förnu.
Nauösynlegt er taliö aö
tryggja landvarnir, sem hægt sé
aö treysta, en það veröi aö ger-
ast innan núverandi fjárhags-
ramma. Þetta mun eiga aö
SÁ atburöur geröist á þingi
danskra sósialdemókrata, sem
haldið var um seinustu helgi, að
meirihluti flokksstjórnarinnar
með Anker Jörgensen forsætis-
ráöherra i fararbroddi beið tvi-
vegis ósigur, i annað skipti i at-
kvæöagreiöslu, en hitt skiptiö I
kosningu.
Sú tillaga kom fram á þing-
inu, aö kosnir skyldu tveir vara-
formenn i staö eins, likt og veriö
hefur. Annar þeirra skyldi eink-
um sinna skipulagsmálum
flokksins og yröi helzt stefnt aö
þvi, aö kona yröi valin i þetta
starf . Meirihluti flokks-
stjórnarinnar beitti sér gegn
þessu, en bar lægri hlut i at-
kvæöagreiðslum á þinginu.
Samkomulag varö um, aö
Knud Heinesen fjármálaráö-
herra yröi annar varafor-
maöurinn. Hins vegar náöist
ekki samkomulag um þann
varaformanninn, sem átti aö
fara meö skipulagsmálin.
Meirihluti flokksstjórnarinnar
undir forustu Ankers lagöi til,
aö Jytte Andersen, sem á sæti á
þingi, yröi kjörin.
Róttæki armurinn i flokknum,
eöa kaffiklúbburinn svonefndi,
sem talinn er lúta forystu Ritts
Bjerregaard félagsmálaráö-
herra, vildi ekki sætta sig viö
þetta. Margir vildu fá Ritt til aö
gefa kost á sér en hún fékkst
ekki til þess.
Sumir fréttaskýrendur gizka
á, aö Ritt stefni hærra og ætli
sérformennsku flokksins, þegar
Anker lætur af henni. Þaö virö-
ist ekki hafa orðiö henni neitt
áfall, þótt Anker léti hana
leggja niður ráöherrastarf um
skeiö, sökum þess, aö erlendur
feröakostnaöur hennar þótti of
hár.
Ritt Bjerregaard er talin hafa
ráöiö því, aö annarri konu, Ing-
er Fischer Möller, sem er bæöi
félagsráögjafi og þingmaöur,
var teflt fram. Orslit uröu þau,
aö Inger var kosin meö 300 at-
kvæöum en Jytte fékk 267.
Þetta þótti góöur sigur fyrir
Inger Fischer Möller, en þó i
reynd enn meiri fyrir Ritt
Bjerregaard.
ANNARS var þetta þing held-
ur átakalitiö. Þaö setti mestan
svip á það, aö Danir eiga i mikl-
um efnahagserfiöleikum um
þessar mundir. Stórkostlegur
halli er á vöruskiptajöfnuöinum
viö útlönd. Það gildir enn frekar
um Dani en Svia, aö þeir lifa um
efni fram.
t ályktun þingsins segir, að
möguleiki til umbóta sé minni
en ella vegna efnahagslegu
erfiöleikanna. Stjórnarstefnan
hljóti aö markast af þessu aö
verulegu leyti. Draga veröi úr
umsvifum rikisins I áföngum,
unz þau séu komin i viöráöan-
legt horf. Bæjarstjórnir og
sveitastjórnir veröi aö gera hiö
sama.
Konurnar, sem skipa meirihluta I miöstjórn Frjálslynda flokksins
ÍSviþjóö
Inger Fischer Mölier
skilja svo, aö útgjöld til hermála
verði ekki aukin.
STORF og ályktanir þings
danskra sósialdemókrata vekja
þannig helzt athygli sökum
þess, að þar ber minna á bjart-
sýni og framfarahug en oftast
áöur. Baráttan viö efnahags-
erfiðleikana er gerö aö höfuð-
atriði, en henni fylgir það, aö
draga verður úr framförum að
sinni og skeröa lifskjörin eitt-
hvað.
Formaöur danska Alþýöu-
sambandsins hefur varað viö
þvi, að óbreytt stjórnarstafna
muni leiða til verulega verri
lifskjara, eöa til 12% kjararýrn-
unar á árunum 1979-1984. Jafn-
framt hefur hann varað launa-
stéttirnar viö þvi aö gera miklar
kröfur i sambandi við gerö
næstu kjarasamninga, en við-
ræöur um þá eru aö hefjast.
Nokkuö svipuö sjónarmiö
riktu á þingi Frjálslynda flokks-
ins sænska, sem haldiö var fyrir
nokkrum dögum. Þingiö féllst á
þær skattatillögur rikis-
stjórnarinnar, sem þá voru á
döfinni. Jafnframt lýsti þaö sig
fylgjandi áframhaldandi
stjórnarsamstarfi viö Miðflokk-
inn og Ihaldsflokkinn.
Samkvæmt skoöanakönnun-
um á Frjálslyndi flokkurinn i
vök að verjast um þessar mund-
ir. Fylgi hans viröist fara
minnkandi. Vafalitiö hefur þvi
veriö ætlaö aö efla fylgi flokks-
ins að þingiö beindi máli sinu
mjög til kvenna og sinnti sér-
staklega málum þeirra.
Þessa afstööu sina áréttaöi
þingiö svo meö þvi, aö kjósa
fleiri konur en karla i miöstjórn
flokksins. Kosnar voru 12 konur
og 10 karlar.
Það er sennilegt, aö Frjáls-
lyndi flokkurinn sé eini flokkur-
inn i heiminum, þar sem konur
skipa meirihluta flokks-
stjórnarinnar.