Tíminn - 30.10.1980, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 30. október 1980
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ristjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hallgrimsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sibumúla 15. Sfmi 86300. —
Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verð f
lausasölu kr. 280. Áskriftargjald kr. 5500 á mánuði. Prentun:
Blaðaprent.
Sambúð Grænlendinga
og íslendinga
Meðal merkari mála, sem hafa verið fíutt á Al-
þingi að þessu sinni, má telja frumvarp þeirra
Matthiasar Bjarnasonar, Halldórs Ásgrimssonar,
Benedikts Gröndal og Garðars Sigurðssonar um
Grænlandssjóð.
Samkvæmt frumvarpinu skal stofna sjóð, Græn-
landssjóð, til að stuðla að nánari sambúð tslend-
inga og Grænlendinga. Grænlandssjóður skal veita
styrki til kynnisferða, námsdvala, listsýninga og
annarra málefna, sem efla samskipti þessara
tveggja þjóða.
Rikissjóður skal leggja i sjóðinn 75 milljónir
króna árlega á árunum 1980, 1981 og 1982. Verði
breytingar á gengi danskrar krónu, skulu framlög
rikisins breytast i samræmi við það. Auk þess skal
sjóðurinn taka á móti framlögum frá fyrirtækjum,
félagasamtökum og einstaklingum.
Til styrkveitinga skal verja allt að 9/10 hlutum
vaxtatekna sjóðsins.
Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum kosn-
um hlutfallskosningu á Alþingi. Seðlabankinn skal
annast fjárreiður sjóðsins.
t greinargerð fyrir frumvarpinu segir á þessa
leið:
„Grænland er næsti nágranni okkar, en kynni og
samskipti íslendinga og Grænlendinga hafa verið
sáralitil, enda hefur Grænland verið að mestu leyti
lokað land. En nú hafa Grænlendingar fengið
heimastjórn og eru að taka i eigin hendur stjórn
flestra innanlandsmála lands sins. Þeir eiga við
gifurlega erfiðleika og vandamál að etja i hinu
risastóra og hrjóstruga landi sinu, og er full á-
stæða til þess fyrir okkur íslendinga að kanna
hvort við getum orðið þeim að nokkru liði, en til
þess að svo megi verða þarf að stofna til nánari
kynna milli þjóða okkar.
Árið 1982 verða 1000 ár liðin frá fyrstu heimsókn
Eiriks rauða til Grænlands. Virðist full ástæða til
að íslendingar minnist þessa afmælis og um leið
hins merka þjóðfélags íslendinga i Grænlandi
næstu aldir eftir fund landsins.
Vitað er, að Grænlendingar ráðgera hátiðahöld
sumarið 1982 i tilefni af 1000 ára afmælinu, eins og
m.a. kemur fram af viðtali er Henrik Lund bæjar-
stjóri i Kakortok (Julianehaab) átti við Grön-
landsposten snemma á þessu ári.
Flutningsmenn telja, að sjóðsstofnun sú, sem
hér er gert ráð fyrir, yrði vænlegt framlag til að
efla sambúð íslendinga og Grænlendinga og að
sjóðurinn yrði um leið verðugur minnisvarði um
afrek Eiriks rauða og um islenzku byggðina i
Grænlandi.
Ljóst er, að starfsemi hins fyrirhugaða Græn-
landssjóðs yrði ekki aðeins Grænlendingum i
vil. Nánari kynni og samskipti okkar við Græn-
lendinga yrðu báðum aðilum til hags, bæði á sviði
menningar- og efnahagsmála. Margt bendir til að
íslendingar geti i framtiðinni fengið ýmis verkefni
i tengslum við uppbygginguna i Grænlandi sem is-
lensk atvinnufyrirtæki nytu góðs af”.
Þá er i lok greinargerðarinnar bent á, að rann-
sóknir og samvinna um nýtingu fiskimiða þessara
tveggja þjóða sé þýðingarmikil fyrir þær báðar og
hvetji til nánari sambúðar þeirra. Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Matvælaskortur yfir-
vofandi hjá Rússum
Gorbatjof fær erfitt verkefni
ARIÐ 1980 hefur aftur orðiö
uppskerubrestur i Sovétrlkjun-
um. Fyrirsjáanlegt þykir, að
vegna útflutningsbannsins i
Bandarikjunum, muni Rússar
vart geta bætt sér þetta upp með
innflutningi á korni, þar sem
uppskera verður einnig meö
minnsta móti i þeim löndum,
sem hafa selt þeim korn siöan
banniö kom til sögunnar 1
Bandarikjunum.
Afleiðing þessa mun verða
sú, að Rússar verða að fækka
búpeningi sinum, en af þvi mun
hljótast skortur á kjöti og
mjólkurvörum á næsta ári,
sennilega hinn mesti i Sovét-
rikjunum á siðari árum.
Uppskerubrestur af völdum
náttúruaflanna, er engan veg-
inn eina ástæöa þess, að korn-
framleiðsla verður litil I Sovét-
rikjunum. Samkvæmt ræðum,
sem Brésnjef og fleiri héldu
ánýloknum fundi æösta ráðsins,
þ.e. þings Sovétrikjanna, fer
margt miöur i rússneskum
landbúnaði. Vélar nýtast illa,
ólag er á ýmsum vinnubrögð-
um, og stór hluti framleiðslunn-
ar spillist vegna lélegrar
geymslu og flutninga. Af siðar-
greindu ástæðunum hafa t.d. oft
oröið miklarskemmdir á kart-
öflum.
Brésnjef var ómyrkur i máli,
þegar hann lýsti framangreind-
um mistökum. Hann gat þess
einnig, aö svipuð mistök ættu
sér staö hjá ýmsum iðnaöi, sem
fengist viö framleiðslu matvara
og annarra vara fyrir neytend-
ur.
Samkvæmt þeim ályktunum,
sem verða dregnar af ræðunum,
sem fluttar voru i æðsta ráðinu,
veröur kornuppskeran ekki nema
181 milljón smál., en áætlaö
hafði veriö að hún yrði 235 mill-
jónir smál. A siöasta ári varö
hún 179 milljónir smál. Siðustu
fimm árin hafa aðeins árin 1976
og 1978 orðið góö uppskeruár.
A FUNDI æðsta ráðsins var
mikiö rætt um næstu fimm ára
áætlun, sem mun ná til áranna
1981-1985. Samkvæmt henni
viröist gert ráð fyrir, að fram-
kvæmdahraði verði öllu minni
en áður og meiri áherzla lögð á
aö ljúka þeim framkvæmdum,
sem eru hafnar, en að byrja á
nýjum. Það hefur ekki gefizt
vel, að hafa of margar fram-
kvæmdir i gangi I einu.
Brésnjef lýsti þvi, að mat-
vælaframleiöslan yrði að hafa
forgang. Stefnt yröi markvistað
þvi, aö skortur á matvælum yrði
úr sögunni og þá alveg sérstak-
lega skortur á mjölkurvörum og
kjötvörum.
Af þessum ástæðum mun
meiri áherzla verða lög} á efl-
ingu landbúnaðarins en áður.
Michail S. Gorbatjof
Unnið veröur að þvi aö auka
véianotkun og betri nýtingu vél-
anna. Geymslum verður komiö I
fullkomnara horf og flutningar
á landbúnaðarvörum endur-
skipulagðir. Þannig verður
reynt aö útiloka skemmdir á
landbúnaðarvörum.
A þingi Kommúnistaflokks-
ins, sem kemur saman i febrú-
ar, verður nánara rætt um nýju
fimm ára áætlunina og gengið
endanlega frá henni.
ÞAU tiöindi gerðust á fundi
æðsta ráðsins, að nýjum manni
var bætt I framkvæmdanefnd
Kommúnistaflokksins (Polit-
buro), en hún er valdamesta
stofnun landsins. Það vakti sér-
staka athygli, að nýi maöurinn,
sem tekur sæti I framkvæmda-
nefndinni, verður langyngstur
þar. Hann er aöeins 49 ára, en
langflestir þeirra, sem fyrir
voru, eru komnir yfir sjötugt.
Hinn nýi maður i fram-
kvæmdanefndinni er Michail
Sergeyevich Gorbatjof. Hann er
fæddur 2. marz 1931 i nágrenni
Stavropol. Ungur byrjaði hann
að vinna á dráttarvélastöö, en
slikar stöðvar önnuöust þá þjón-
ustu fyrir fleiri samyrkjubú.
Krustjoff lét leggja þær niður,
enda voru bú sameinuö og þeim
fækkað um likt leyti.
Gorbatjof viröist hafa vakið á
sér athygli sem góður starfs-
maöur, þvi að hann var sendur á
háskóla til Moskvu. Að loknu
námi þar hélt hann aftur til
Stavropol og gerðist leiðtogi
ungkommúnista þar. Hann
hækkaði fljótt i valdastiganum
og varö innan tiðar leiðtogi
kommúnista á Stavropolsvæð-
inu.
A þessum árum lét Gorbatjof
einkum til sin taka á sviöi land-
búnaðarmála og náöi hann svo
góðum árangri, að 1978 var
hann kvaddur til Moskvu og lát-
inn taka við starfi Kulakoffs
sem sérstakur fulltrúi flokks-
stjórnarinnar á sviði landbún-
aðarmála.
Kulakoff lézt af völdum
hjartabilunar. Hann átti sæti i
framkvæmdanefndinni og var
oft talinn sem liklegur eftirmað-
ur Brésnjefs.
Ifyrra var Gorbatjof tilnefnd-
ur sem varafulltrúi i fram-
kvæmdanefndinni, en hefur nú
fengið fast sæti þar. Það mun
eiga aö vera hlutverk hans aö
fylgjast með af hálfu flokksins
hinum nýju áætlunum um efl-
ingu iandbúnaðarins.
A fundi æösta ráðsins til-
kynnti Brésnjef, að Kosygin
heföi að eigin ósk látið af em-
bætti forsætisráöherra, sem
hann hefur gegnt siðan 1964.
Kosygin er oröinn 76 ára og hef-
ur verið sjúkur siðustu misseri.
1 veikindaforföllum hans hefur
Nikolai Tikhonoff verið stað-
gengill hans. Hann hefur nú tek-
iö viö forsætisráðherraembætt-
inu.
Tikhonoff er 75 ára. Hann er
sagður mikill vinur Brésnjefs.
Hann fékk sæti I framkvæmda-
nefndinni f fyrra.
Nokkrir fulltrúanna I framkvæmdanefndinni. Fremstaröö: Kirilenko (74 ára), Suslof (77 ára), Brésnjef
(73 ára). Miðröð: Grischin (66 ára), Pelsche (81 árs), Tikhonoff (75 ára). Aftasta röö: Ustinof (71 árs),
Andropof (66 ára), Gromyko (71 árs).