Tíminn - 26.11.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1980, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 26. nóvember 1980. 1Hf <S> $Mi$i Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrímur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur, Stefánsdóttir, Ellsabet Jökulsdóttir, Friðrik Indriðason, Frlða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiður Ilelgadóttir, Jónas Guð- mundsson, Jónas Guðmundsson (Alþing), Kristln Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einars- son, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392.—Verö I lausasölu : kr. 280. Áskriftar- gjald á inánuði: kr.5500.— Prentun: Blaðaprent hf. Svart á hvítu Enda þótt fulltrúana á þingi Alþýðusambands íslands greini á um flesta hiuti aðra eiga þeir það sameiginlegt að þeir vilja allir sem einn standa á félagslegum rétti launþega og verja kaupmátt þeirra launa sem um hefur verið samið. í kjara- málum um þessar mundir hlýtur kaupmátturinn að verða meginatriðið þar sem ljóst er að það hall- ar nokkuð undan fæti bæði vegna verðbólguþróun- ar og viðskiptakjara. Nú eru horfur þær að verðbólga verði á næsta ári sem næst 70% , og verður það þá næsta óglæsilegt met. Á sama tima eru likur til að kaupmáttur kauptaxta allra launþega rýrni um allt að 6%, og er þess þá að geta i þvi sambandi að skerðingin verður meiri varðandi þá sem minna hafa fyrir. Forsendur slikrar spár eru þær að engar gagn- gerar breytingar fáist fram á þvi sjálfvirka verð- bólgu- og visitölukerfi sem nú er við lýði. í öðru lagi er gert ráð fyrir að nauðsynlegt verði að halda atvinnuvegunum gangandi með stöðugu gengissigi og sama þróun haldi áfram og verið hefur i verð- lagsmálum almennt. Og þessi spá er ekki úr lausu lofti gripin, heldur byggist hún á áætlun sem Þjóð- hagsstofnun er borin fyrir samkvæmt öruggum heimildum. í þessari spá er ráð fyrir þvi gert að milli áranria 1980 og 1981 hækki erlendur gjaldeyrir að meðal- tali um allt að 60% sem jafngildir tæplega 40% lækkun á gengi islensku krónunnar. Fari svo má vist hiklaust segja að nýkrónan okkar fari fyrir lit- ið. Spáin lýsir þvi að við þessar óbreyttu aðstæður muni kauptaxtar i landinu hækka i krónum talið um semnæst60%, en sem kunnugt er miðast sjálf- virka visitölukerfið okkar einvörðungu við upp- talningu i krónutölum hvort sem verðmæti standa að baki eða ekki. Þessi hækkun um u.þ.b. 60% mun þvi ekki færa neinum minnstu kjarabót, — nema siður væri. Og ekki mun staða atvinnuveganna batna i sliku ástandi, heldur verður á þvi sviði haldið áfram að hrekjast úr einu viginu i annað koll af kolli. Við aðstæður þær sem spáin lýsir er tómt mál að vænta þess að unnt verði að lækka vexti svo að verulegu nemi. Vandi húsbyggjenda og atvinnu- fyrirtækja i uppbyggingu verður þvi ekki leystur á einn eða annan veg á næstu tólf mánuðum fari þvi fram sem horfir. Þessi spá er óglæsileg svo að ekki sé meira sagt. En hún mun styðjast við öruggustu heimildir og reyndar ætti hún ekki að koma neinum á óvart. Hún sýnir svart á hvitu þann vanda sem við er að fást. Hún sýnir ljóslega að við verðum að rjúfa vitahringinn. Hún hlýtur að gefa forystumönnum launþegasamtakanna tilefni til að fjalla opinskátt um öll þessi mál á þingi Alþýðusambandsins i þvi skyni að mörkuð verði ný stefna i átt til róttækra breytinga á þvi efnahagskerfi sem hér hefur við- gengist allt of lengi til hindrunar framförum og þjóðinni til skaða. JS Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit SA SPADOMUR hefur fengiö vængi meðal almennings i Pól- landi, að bráölega muni stjórnin gefa út fyrirskipun þess efnis, að ekki megi vera minni vega- lengd milli kjötverzlana en þrjár mllur. Skýring á þessu er sú, að annars muni biðrööunum lenda saman. Mikill skortur er nú á mörg- um lifsnauðsynjum i Póllandi, einkum þó landbúnaðarvörum. Veöráttan hefur verið mjög áhagstæð pólskum landbúnaði á þessu ári og hefur það að sjálf- sögðu gert ástandiö enn verra, sem var þó slæmt fyrir. Siðan Kania tók við flokksfor- ustunni hafa verið gerðar marg háttaðar ráðstafanir bæði til útvegunar á matvælum og skömmtunar á þeim. I þessum tilgangi er unnið aö þvi að fá aukinlán erlendis, m.a. þriggja milljarða dollara lán i Banda- rlkjunum. Þá er unniö að margvislegum* fyrirætlunum um endurreisn efnahags og atvinnulifs. Eitt helzta skilyrði þess, að ráðagerðum þessum verði komið i framkvæmd, er tryggur vinnufriður. Haldist minni eða meiri verkföll áfram, mun það trufla þessar ráöagerðir meö margvislegum hætti og auka á erfiðleikana, sem fyrir eru. Endalokin gætu oröið hrein upp- lausn, sem kallaði á beina fhlut- un Rússa. ast óháöu verkalýöshreyfing- una og sjónarmið hennar og katólskukirkjunnar, sem hún er i nánum tengslum við. M.a. hefur Kania gert katólskan mann að varafor- sætisráðherra og látið þrjá ráð- herra vikja úr stjórn sinni, en þeir voru taldir andvigir óháðu verkalýðshreyfingunni. Ýmsir héraðsleiðtogar Kommúnista- flokksins hafa veriö látnir vikja. Þá hafa óháöu . verkalýðs- félögin fengið sérstakan tima til umráða i pólska útvarpinu, auk þess, sem þeim hefur verið leyft að hefja blaðaútgáfu. UM þessar athafnir Kania er vafalitiðekki eining i Kommún- istaflokknum. Svokallaðir harð- linumenn hafa bersýnilega orðiö undir að sinni og leiötogarnir i Kreml hafa sætt sig við þaö. En hvað verður það lengi? Það fer eftir framvind- unni I Póilandi. Rússar fylgjast áhyggjufullir meö ástandinu I Póllandi. Það má ráða af sjónvarpsræðu, sem Leonid Zamyathin, aðaltals- maöur miðstjórnar Kommún- istaflokksins og náinn sam- verkamaður Brésnjefs,hélt 15. þ.m. FLEST bendir til að leið- togarnir i Kreml vilji komast hjá slikri ihlutun i lengstu lög. Þeir hafa lært sitthvað I Afgan- istan. Þeim er ljóst,aö Pólland er ekki sambærilegt viö Ung- verjaland og Tékkóslóvakiu. Leiötogarnir i Kreml telja Sovétrikjunum einnig hag- kvæmt, að slökunarstefnan styrkist, þvi að þeir glima sjálf- ir við margvisleg efnahagsleg vandamál heimafyrir og þurfa þvi á samstarfi við vestrænar þjóðir að halda. Bein ihlutun Rússa í Póllandi yrði banabiti slökunarstefnunnar. Yfirleitt er talið, að á fundi þeirra Kania og Brésnjefs i Moskvu fyrr i' þessum mánuði, hafi Brésnjef lagt áherzlu á, að Pólverjar yrðu sjálfir að leysa mál sin. Hann hafi lýst sig þvi fylgjandi, að óháöa verkaiyðs- hreyfingin fengi fulla viður- kenningu en siðan yrði reynt að ná samstarfi við hana um hina efnahagslegu viðreisn. Eftir fund, sem þeir áttu siðar, Kania og Lech Walesa, leiðtogi óháðu verkalýðssam- takanna, virtist hafa náðst samkomulag milli þeirra um þetta sjónarmið. Walesa lét þá svo ummælt, að Pólverjar ættu aö stefna að þvi að sama efnahagsundur gerðist i Póllandi og gerzt hefði I Japan. Hann varaöi fylgismenn sina jafnframt við þvi að ofmeta sigurinn, sem vannst, þegar hæstiréttur veitti frjálsu verka- lýðshreyfingunni fulla viður- kenningu. Stjórnarathafnir Kania hafa bent til þess aö hann vildi nálg- Kania og Brésnjef. Tekst Walesa að ná fullri stjórn á .óháöu verkalýðshreyfingunni? Af ræðu hans hafa erlendir fréttaskýrendur dregið þá ályktun að Rússar muni forðast beina ihlutun i lengstu lög, en beita pólsku leiðtogana ýmsum þrýstingi. M.a. sé Austur-Þjóð- verjum og Tékkum ætlað að gagnrýna óháðu verkalýössam- tökin og beita ýmsum beinum þrýstingi, eins og takmörkun á ferðalögum milli landanna. Rússar sjálfir muni fara hóf- legar i sakirnar. Þeir muni einkum leggja áherzlu á, að Pólverjar leysi mál sin sjálfir, en vara viö hættunni, ef það tekst ekki. Þá vakti þaö sérstaka athygli, að Zamyathin varaði við auk- num lántökum Pólverja vestan- tjalds. Leiötogarnir i Kreml viröast óttast, að slikt gæti aukið um of samskipti Pólverja við vestrænu rikin og gert þá háða þeim. Framvindan i Póllandi veltur nú bersýnilega mest á þvi, hvort Kania og Walesa tekst aö hafa stjórn á liðsmönnum sinum. Kaniavirðisthafa sæmileg tök á flokknum, eins og er. Hitt er tvisýnna, hvort Walesa tekst að hafa nægileg tök á liði sinu. Óháðu samtökin eru enn laus I reipunum og einstakir hópar innan þeirra fara oft sinu fram og efna til skæruverkfalla. Walesa hefur varað eindregiö við þessu, en honum hefur verið misjafnlega hlýtt. Eftir að sigurinn vannst með úrskurði hæstaréttar, virðast tök Walesa á óháðu verkalýðshreyfingunni ekki söm og áður. Hættan, sem nú vofir yfir Pól- landi, felst i þvi, að skæruverk- föllin haldist áfram og auki enn efnahagserfiðleikana. Slikt gæti endað með fullkominni upp- lausn. Verða skæruverkföll Pólverjum að falli? Uggvænlegar horfur, ef þau halda áfram

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.