Tíminn - 03.12.1980, Page 16
Sími: 33708
A NÖTTU OG DEGI ER VAKA A VEGI
Wimhm Miðvikudagur 3. des. 1980
Gagnkvæmt
tryggingafélag
1
•v'TV ■
S'ÞS ^ ^
3
WMSIGNODE
Sjálfvirkar bindivélar !
Sjávarafurðadeild
Sambandsins j
Simi 28200 j
Tiö óhöpp hafa einkennt þyrlurekstur hér á landi:
AÐEINS TVÆR AF TOLF
í LOFTHÆFU ÁSTANDI
— „Úttektar þörf á rekstrinum til aö efla öryggi,” segir samgönguráðherra
JSG — 1 skriflegu svari Stein-
grims Ilerm annssonar vift
fyrirspurn á Alþingi frá Eiöi
Guönasyni um þyrlurekstur
kemur fram að alls hafa tólf
þyrlur verift skrásettar hér á
landi frá upphafi. Af þcssum tólf
eru fjórar enn á skrá, en aðeins
tvær eru enn i ..lofthæfu
ástandi". Niu þyrlanna hafa
skemmst efta eyftilagst vegna
dhappa.
Fyrsta þyrlan sem kom til
landsins var skrásett i júni áriö
1949, en skilað til Bandarikj-
anna, þar sem hún var keypt, i
september sama ár. Næsta
þyrla kom ekki á skrá fyrr en i
april 1965, en flestar komu þyrl-
urnar á árunum 1971 til 1976,
alls sjö. Niu af þeim þyrlum
sem komifthafa á skrá hafa ver-
iö i eign Landhelgisgæslunnar.
Þær þyrlur sem enn eru i loft-
hæfu ástandi eru TF-ATH i eigu
Albinu Thorfdarson, og
TF-RAN i eigu Landhelgisgæsl-
unnar, en báðar þessar þyrlur
komu til landsins fyrr á þessu
ári.
1 þeim niu þyrluslysum sem
orðið bafa, urðu manntjón eða
meiðsli i'fjdrum. Niuhafa farist
en tveir meiðst.
1 svari ráðherra kemur fram
að enginn einn samnefnari virð-
ist vera fyrir orsökum slysa og
óhappa i þyrlurekstri hér á
landi. Ekkert hefur t.d. komið
fram um að viðhaldi hafi verið
ábótavant. Þjálfun flugmanna
hefur aimennt verið strangari
en gerist i öðrum löndum.
„Hafa ber i huga að þyrluflug
fer eðli sinu samkvæmt oft fram
i lágri flughæð , þar sem
hættara er við misvindi og ýms-
um hindrunum. Við björgunar-
störf þurfa þyrlur fremur oft að
athafna sig við mjög erfið ve.ð-
urskilyrði. Þessir þættir geta
þvi haft veruleg áhrif á slysa-
tiðni þyrla,” segir i svarinu.
Samgöngura'ðherra telur
eðlilegt að fram fari itarleg út-
tekt á öllum þáttum þyrlu-
rekstrar hér á landi með það
fyrir augum að öryggi verði eflt.
SVERFUR TIL STÁLS
HJÁ BANKAMÖNNUM
AB — Bankamenn boftuðu til
hlaftamannafundar i gær og
kynntu stöftuna í kjaradeilu sinni.
Meginástæöan fyrir þvi aft
bankamenn felldu kjarasamning-
inn sem undirritaftur var 3. októ-
ber, er sú aft 60% bankamanna
töldu aft fyrst bæri bönkunum aft
standa vift kjarasamninginn frá
1977, en hann kvaft á um 3%
hækkun til handa bankastarfs-
mönnum 1. júll 1979, en sú hækk-
un var aldrei beitt, og báru bank-
arnir fyrir sig Ólafslögum.
1 sáttatillögunni sem banka-
menn hafa greitt atkvæði um sið-
ustu daga var boðið upp á 1.9%
hækkun, ofan á samninginn frá
3.október, og skyldi hún reiknuð
frá 1. nóvember. Það var sam-
dóma álit fulltrúa bankastarfs-
manna i gær að þessi sáttatillaga
yrði kolfelld. Einn tók svo til orða
„Sáttatillagan er svo gölluð, að
ekki er óliklegt að báðir aðilar
felli hana."
Meginkrafa bankamanna nú er
að þeir fái þessi 3% bætt, allt aft-
ur til 1. júli 1979. Væru vinnuveit-
endur þeirra til viðræðu um þessa
kröfu þá myndi þaö þýða út-
gjaldaaukningu sem svarar 40%
af einum mánaðarlaunum, og svo
náttúrlega 3% hækkun á hver
mánaðarlaun hér eftir.
Það kom fram i máli fulltrúa
bankastarfsmanna að þeir höfðu
engin áhrif á þá ákvörðun sátta-
semjara að nýta ekki frestunar-
möguleika verkfallsins til fulls.
Sú von bankastarfsmanna var
einnig látin i ljós að timinn frá þvi
að niðurstöður atkvæðagreiðsl-
unnar liggja fyrir, og þá ef sátta-
tillögunni verður hafnað, verði
nýttur til viðræðna eins og kostur
er og að samningsaðilar geri sitt
ýtrasta til að ná samkomulagi áð-
ur en til verkfalls kemur.
Undirbúningsnefnd fyrir verk-
fall bankastarfsmanna hefur nú
tekið til starfa. Komi til verkfalls
verður verksvið hennar þviþætt:
Að sjá um tengsl við trúnaðar-
menn á hverjum vinnustað, að
hafa verkfallsvörslu um hönd og
að sjá um upplýsingastreymi til
félaga og annarra.
Framhald á bls 19
Nú lifa aðeins
28 dagar
af árinu
Innan 28 daga mun árið 1980
renna i aldanna skaut og engin
þess glefti né þraut mun snúa aft-
ur um eilifft, eins og séra Valdi-
mar iBriem minnir viturlega á I
áramótasálminum. Um áramótin
munu þeir eldri lita uin öxl, en
þeir yngri fram á viö og ungi
maöurinn hér á myndinni ætlar
sér án efa aft vita hvort sér muni
ekki gefa sýn inn I framtiftarland-
ift vift skin brennunnar sem hann
er aðsafna I og lýsa mun upp ára-
mótahim ininn þann 31. nk
(Timamynd Robert)
Flugleiöir:
Tveir Fokker-
ar væntanlega
leigðir til Libíu
FRI — Töluverðar likur eru á aö
Flugleiftir sendi tvær af Fokker-
vélum sinum i leigu til Libiu en
aðsögn Sveins Sæmundssonar þá
erþetta mál enn á samningastigi.
Sveinn sagði að þeir þyrftu að
útvega tvær flugvélar i staðinn i
innanlandsflugið.
Auk þess munu Flugleiðir ætla
að reyna að fá leigða vél sem þeir
seldutil Bandarikjanna á s.l. ári.
Ef af samningum verður þá
verða Fokker-vélarnar staðsettar
I Tripoli en þær munu ætlaðar til
innanlandsflug og flugs til Möltu.
Með þeim fara út 4-6 islenskir
flugstjórar en Libiumenn leggja
til aðstoðarflugmenn.
Væntanlega verður gengið frá
þessum samningi á þessu ári.
dagur til jóla
Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
mest selda úrið
Heilsuræktin
hyggst lög-
sækja sjúkra-
þjálfara
— vegna meintra
atvinnuofsókna
FRI —- ileilsuræktin I Glæsibæ
hyggst lögsækja Félag sjúkra-
þjárfara og hefur Ingi R. Helga-
son lögmaöur málift nú til skoðun-
ar en lögsóknin er komin til vegna
meintra atvinnuofsókna.
Heilsuræktin mun hafa þurft að
leita til rannsóknarlögreglunnar.
til að ná fram gögnum i þessu
máli.
Jóhanna Tryggvadóttir sagði i
samtali við Timann aö það væri
slæmt að þurfa að standa uppi
fyrir þeirri staðreynd að lögsókn
væri eina úrræðið en svo væri
málum komið nú.
Kristin Guðmundsdóttir for-
maður Félags sjúkraþjálfara
sagði að hún teldi félagiö hafa
hreinan skjöld I þessu máli en hún
vildi ekki aö öðru leyti tjá sig um
það fyrr en stefnan væri komin.
Hætta er á að Heilsuræktin
missi það húsnæði sem hún hefur
Framhald á bls 19
Vopnafjöröur:
Þök fuku
af 2 ein-
býlishúsum
FRI — Simasamband komst á vift
Vopnafjörft siödegis I gær en sem
kunnugt er af fréttum þá fór þaft
af I óvcftrinu sem geisafti á Aust-
fjörftum I fyrradag.
Að sögn Steingrims Sæmunds-
sonar fréttaritara okkar á Vopna-
firöi þá var töluvert tjón þar I
óveðrinu. Þök fuku af tveimur
einbýlishúsum auk þess sem þök
fuku af isturni frystihússins ogaf
hlöðu sem stóð nálægt bænum.
Bárujárnsplötur losnuðu af
þökum húsaogollu nokkru tjóni á
bifreiðum en engin slys urðu á
fólki.
Rafmagnslaust varð á Vopna-
firöi þvi þakiö af öðru einbýlis-
húsinu lenti á rafmagnsstaur og
braut hann niður en auk þess þá
slitnaði rafmagnslinan frá Lag-
arfossi á Vopnafjörð. I gær var
unnið að viðgerð á þessum
skemmdum.