Tíminn - 14.12.1980, Side 1

Tíminn - 14.12.1980, Side 1
Sunnudagur 14. des. 1980, 280 tbl. 64. árgangur. Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ■ Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 islendingar eru mikil bókakaupaþjófi, I desembermánuði að minnsta kosti. Sýningarborð bókaverslananna svigna undir nýútkomnum bók- um og þótt sumir hafi á orði að lltill fengur kunni að vera að megninu af þessari framleiðslu er mála sannast að svo margt er sinnið sem skinnið og allir finna eitthvað viö við sitt hæfi á gnægtaborði bókaútgáfunnar. Timamynd Róbert. Er Hekla merki- legri en Krafla? Eldfjöllin geta verið uggvænleg, en þá kastar tólfunum, þegar menn fara i hár saman út af eldfjöllunum sínum. Egill Jónasson á Húsa- vík stóðst ekki mátið, þegar Sunnlendingar fóru að stæra sig af því, hvað Hekla sé miklu merkilegra eldfjall en Krafla. Gerir hann sér hægt um hönd og sting- ur þeim hér um bil ofan í „eiturpottinn" þeirra, svipað og strákalingn- um er stungið var í kola- binginn i gamla hús- ganginum. Það er hastarleg meðferð, ef þess er gætt, að hann ýj- ar líka að þeirri gömlu og góðu trú, að Hekla sé gluggi helvítis. Sjá vísnaþáttinn á bls. 2. Eftirmæli hamagangsins á Norðurbrú Eftirmál þau, sem hlotizt hafa af hamagangnum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, þar sem borgar- stjórnin vill láta hefja nýbyggingar, vekja athygli. Yfir f jörutíu menn bíða dóms vegna þátttöku í and- stöðu við þá fyrirætlun, en ákæruatriði þykja sum heldur fáfengileg og ekki laust við, að lögregla og yfirvöld sæti álasi fyrir tilefnislausa og ósæmilega harðneskju við sumt af því fólki, sem handtekið var, fangeisað og ákært. — Sjábls. 17,blað2. viðtal við Mikail Tal Skákmönnum til hugnunar birtist i dag viðtal viö hinn mikla meistara i tafliþrótt- inni, Mikail Tal. Það ætti aö vera þeim góð lesning, er lifa og hrærast i bland við riddara og biskup. — Sjá bls. 14-15, blaö 2. Hörmulegur dauðdagi ástsæls skálds tslendingum er Dan Anders- son kunnur af þýðingum Magnúsar Asgeirssonar á kvæðunum um Jónas matrós og jarðarför óla spilara. Dan Andersson dó með harla svip- legum hætti I blóma lifsins. Hann tók sér náttstað I slæmu gislihúsi I Stokkhólmi og lenti I herbergi, þar sem blásýra hafði verið notuö til þess að út- rýma veggjalús. Þetta gerðist fyrir rcttum sextiu árum. — Sjá frásögn á bls. 10-11. Svalbarði: Þar sem skammdegið er enn syartara en á íslandi Nyrzta mannabyggð á jörðu er á Svalbarða — óra- leið norðaustur i íshafi frá okkar sjónarhóli skoðað. Þar ríkir nú hin langa nótt norðursins, og bjarmar ekki fyrir degi i austri fyrr en í febrúar. Á þessari sannkölluðu norðurslóð búa nær fjögur þúsund manns í þremur þorpum, Norðmenn og Sovétmenn, og vinna báðir þar kol úr jörðu. — Sjá bls. 10-n blað2.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.