Tíminn - 14.12.1980, Page 7

Tíminn - 14.12.1980, Page 7
Sunnudagur 14. desember 1980 Þórarinn Þórarinsson: Hvað mikið á að breyta kjördæmaskipuninni? Kjördæmaskip- anin frá 1959 Rúmir tveir áratugir eru liðn- ir siðan kjördæmaskipaninni var siðast breytt. Þrir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn, Sósial- istaflokkurinn (nú Alþýðu- bandalag) og Alþýðuflokkurinn tóku þá saman höndum um að afnema þá kjördæmaskipan, sem haldizt hafði litið breytt um langa hrið, og byggðist einkum á einmenningskjördæmum og tvimenningskjördæmum, auk hlutfallskosningar i Reykjavik, en þar voru þá átta þingmenn. Til viðbótar komu svo ellefu uppbótarþingsæti. Hin nýja kjördæmaskipan var fólgin i þvi, að hlutfallskosning- ar voru teknar upp i sjö störum kjördæmum, sem komu i stað einmennings- og tvimennings- kjördæmanna, Reykjavik var á- fram sérstakt kjördæmi eins og áður. Tala uppbótarþingmanna hélzt óbreytt. Jafnframt þessu var þing- mönnum fjölgað um átta, voru! áður 52. Þessum nýju þingsæt- um var þannig skipt milli kjör- dæma, að Reykjavik fékk 4, Reykjaneskjördæmi 3 og Norðurlandskjördæmi eystra 1 (áður voru þingmenn þaðan fimm). Þessi skipting var mið- uð við það að auka jöfnuð milli kjördæma. Framsóknarflokkurinn beitti sér gegn þessari breytingu. Hann féllst þó á fjölgun þing- manna og að hin nýju þingsæti féllu kaupstöðum i hlut. Þetta skyldi m.a. gert á þann hátt, að bæta við fjórum nýjum ein- menningskjördæmum. Flokk- urinn var samþykkur þvi, að fjölga þingmönnum Reykjavík- ur úr 8 i 12. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi aldrei lagt beint til, að tekin yrðu eingöngu upp einmenn- ingskjördæmi, hefur sú stefna jafnan átt mikið fylgi f flokkn- um. Helzt hefur strandað á þvi, að samkomulag hefur ekki verið um að skipta Reykjavik i ein- menningskjördæmi. Innan Sjálfstæðisflokksins átti hugmyndin um einmenn- ingskjördæmi einnig nokkuð fylgi. Niðurstaðan var þó sú, að hann snerist til fylgis við stór kjördæmi með hlutfallskosning- um. Tvennt hefur sennilega ráð- ið mestu i þvi sambandi. í fyrsta lagi voru Alþýðu- flokkurinn og Sósialistaflokkur- inn mótfallnir einmennings- kjördæmum. 1 öðru lagi benti reynslan frá Norðurlöndum til þess, að hlut- fallskosningar i stórum kjör- dæmum væri hagstæðastar stærsta flokknum. Atkvæði hans nýttust betur en minni flokk- anna. Kostir og gallar Andstaða Framsóknarflokks- ins gegn hlutfallskosningum i stórum kjördæmum byggðist á þeirri reynslu, að slikt fyrir- komulag leiddi til sundrungar og margra flokka, sem gætu staðið i vegi þess, að hægt yrði að mynda trausta stjórn. Þessu til sönnunar var hægt að benda á mörg dæmi. Reynslan af einmennings- kjördæmum var hins vegar sú, að þau leiddu yfirleitt til mynd- unar á tveimur flokkum eða fylkingum, sem skiptast á um að fara með völdin. Þannig tryggðu þau traust stjórnarfar. Þá bentu Framsóknarmenn á, að samband milli þingmanna og Frá Alþingi. kjósenda væri yfirleitt miklu nánara i einmenningskjördæmi en stóru kjördæmi með hlut- fallskosningum. Það væri mik- ils virði. Andstæðingar einmennings- kjördæmanna höfðu hins vegar á reiðun höndum rök gegn þeim. Þessi rök voru þau, að einmenn- ingskjördæmi gætu tryggt flokki meirihluta á þingi, þótt hann væri i verulegum minnihluta hjá kjósendum. Flokkar sem hefðu verulegt fylgi, fengu oft engan þingmann kjörinn. Aug- ljós dæmi um hvort tveggja voru fyrir hendi. Þýzkt fordæmi Eftir siðari heimsstyrjöldina hafa viða verið gerðar breyting- ar á kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulagi frá þvi, sem var fyrir styrjöldina. Sums staðar hefur verið byggt á hlut- fallskosningum i stórum kjör- dæmum, en annars staðar á ein- menningskjördæmum. Vestur-Þýzkaland er eitt þeirra rikja, sem hefur reynt nýjar leiðir i þessum efnum. Þjóðverjar fengu slæma reynslu af hlutfallskosningum á Weim- artimabilinu svonefnda, sem lauk með valdatöku Hitlers. Það kosningafyrirkomulag, sem Vestur-Þjóðverjar tóku upp, byggist jöfnum höndum á einmenningskjördæmum og landlistakjöri. Helmingur þing- manna er kosinn i einmennings- kjördæmum, en hinn helming- urinn er kosinn hlutfallskosn- ingu af landlistum, sem flokkar bera fram. Einmenningskjördæmin hafa stuðlað að þvi að myndazt hafa tveir aðalflokkar. Landlista- kjörið tryggir hins vegar, að flokkar, sem hafa verulegt fylgi, verða ekki útundan. Vestur-þýzkir stjórnmála- menn telja, að þetta fyrirkomu- lag hafi gefizt þeim vel, enda sýnir samanburður við Weim- arlýðræðið það. Einmenningskjördæmin tryggja, að stór hluti þing- manna er i stöðugu og nánu sambandi við kjósendur. Landlistakjörið tryggir hins vegar, að flokkarnir geta fengið kjörna ýmsa sérfróða menn, sem ekki myndu ella fást til þingsetu. Þinglið flokkanna verður þvi fjölhæfara og starf- hæfara en ella. Þá er hægt að kjósa forustumenn þeirra á þennan hátt og spara þeim þá vinnu, sem fylgir þvi að vera kosinn i kjördæminu. Franskt fordæmi Þegar de Gaulle kom til valda i annað sinn i Frakklandi, eftir að skapazt hafði alger glundroði vegna ósamkomulags margra flokka, beitti hann sér fyrir við- tækum breytingum á stjórn- skipan landsins. Forsetavaldið var verulega styrkt og kosið til þingsins með nýjum hætti. Samkvæmt hinni nýju skipan eru þingmenn kosnir i einmenn- ingskjördæmum, en fái enginn frambjóðenda meirihluta, er kosið aftur. Þá keppa þeir tveir, sem höfðu fengið flest atkvæði. mmmmm menn og málefni Þetta fyrirkomulag tryggir það, að enginn nær kosningu, nema hann hafi meirihluta greiddra atkvæða að baki sér. Þetta hefur leitt til þess, að flokkarnir hafa myndað banda- lög fyrir kosningar og heitið gagnkvæmum stuðningi hver við annan i siðari kosningunum. Þessi bandalög hafa svo leitt til mun meiri samstöðu flokkanna á þingi en ella. Asamt eflingu forsetavalds- ins, hefur þetta átt mikinn þátt i þvi, að stjórnarfar hefur reynzt mun traustara i Frakklandi en það var fyrir stjórnarskrár- breytingu de Gaulle. Er uppstokkun nauðsynleg? Allir flokkar eru nú sammála um að taka beri kjördæmaskip- anina frá 1959tilendurskoðunar og endurbóta. Meginástæðan er sú, að veruleg röskun hefur orð- iö á kjósendafjölda kjördæm- anna. Óhjákvæmilegt er að úr þvi verði bætt. En jafnhliöa þvi, sem það verður tekið til úrlausnar, er sjálfsagt og skylt, að ihuga hvernig núgildandi kjördæma- skipan hefur gefizt og hvort ekki sé hyggilegt að taka upp aðra kjördæmaskipan og kosninga- fyrirkomulag. Reynslu Vest- ur-Þjóðverja og Frakka ber þá að hafa til hliðsjónar. Það verður ekki sagt að kjör- dæmaskipanin frá 1959 hafi gef- izt vel. Rikisstjórnir hafa yfir- leitt verið veikar og ótraustar og það átt sinn þátt i þvi, að allt þetta timabil, 1959-1980, hefur verðbólga verið þrisvar til fjór- um sinnum meiri en i nágranna- löndunum. Samstaða flokka virðist þó heldur fara versnandi en hið gagnstæða. Verulegar likur eru á, að flokkunum fjölgi. Er ekki kominn timi til að stokka upp flokkakerfið og verður það gert ööruvisi en með breyttri kjördæmaskipan? A breytingin að verða sú ein, að fjölgað sé þingmönnum i fjöl- mennustu kjördæmunum, en allt annað verði óbreytt? Þetta þurfa menn vissulega að ihuga við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem stend- ur fyrir dyrum. Margt þarf að endurskoða En fleira þarf að ihuga i sam- bandi við þessa breytingu á stjórnarskránni. Hér skal að- eins minnzt á nokkur atriði, sem komið hafa til umfjöllunar i stjórnarskrárnef nd. Hvaða breytingar þarf að gera á starfsháttum Alþingis, á það t.d. að verða ein málstofa? Hvernig á að reyna að afstýra stjórnarkreppum, t.d. með auknu valdi forseta eða að Al- þingi kjósi forsætisráðherra i upphafi nýkjörins þings á sama hátt og forseta sameinaðs þings, en sú skipan er komin á i Svi- þjóð? A að veita tiltekinni tölu þing- manna eða kjósenda rétt til að krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu? Á að setja ákvæði i stjórnar- skrána um rétt og skyldur stjórnmálaflokka og stéttasam- taka? A að gera breytingar á stjórn- arskránni, sem auka vald hér- aðsstjórna og fjórðungsstjórna? Eiga að vera ákvæði i stjórn- arskránni um auðlindir landsins og umhverfisvernd? A að þrengja þingrofsvaldið eða afnema það alveg, eins og i Noregi? A að gera breytingar á stjórn- arskránni með öðrum hætti en nú? Slikri upptalningu mætti halda lengi áfram. Það mætti t.d. bæta við dómaskipan og af- stöðu til þjóðkirkjunnar. Þá er áhugi á að gera mannréttindaá- kvæði stjórnarskrárinnar fyllri.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.