Tíminn - 14.12.1980, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.12.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. desember 1980 17 Kirkjan Kirkjuhvolsprestakall: Sunnu- dagaskóli verður í Hábæjar- kirkju á sunnudag kl. 10:30 og guösþjónusta kl. 2. Á mánudagskvöld kl. 21 verður bibliulesturá prestssetr- inu og aðventukvöld i kirkjunni á miðvikudagskvöld kl. 21 i um- sjá barna i Þykkvabæ. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sóknar- prestur. Atthagafélag Strandamanna i Reykjavik heldur kökubasar að Hallveigarstöðum sunnudaginn 14. des. kl. 14. Einnig verður á boðstólum ýmis fat.naður. Kvenfélag Neskirkju: Jólafund- ur félagsins verður haldinn mánudaginn 15. des. kl. 20:30 i Safnaðarheimilinu. Fjölbreytt dagskrá: Söngur, upplestur og jólahugvekja. Frú Hrefna Tynes. Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju Þriðja sunnudag i aðventu, 14. desember kl. 20:30 verður jóla- vaka við kertaljós i Hafnar- fjarða rkirkju. Fyrir ári var haldin þar jóla- vaka á þessum helgidegi. Og geyma margir enn minningar um hrifandi og hátiðlega stumd. Að þessu sinni verður vakan með áþekkusniði og fyrr, þó svo það séu að sjálfsögðu aðrir sem efnið flytja. Hljóðfæraleikur verður nú veigamikill þáttur. Strengja- sveit undir stjórn Þorvaldar Steingrimssonar skólastjóra leikur sigilda tónlist og gömul og ný jólalög. Hörður Agústsson listmálari, sem hafði umsjón með málningu kirkjunnar sumar er leið, fjallar i fáum orðumum Kirkju og byggingar- list. Sigurður Björnsson óperu- söngvari syngur einsöng. Hjört- ur Pálsson dagskrárstjóri verð- ur aðalræðumaður kvöldsins og ræðir hann um Trú og mannlif. Kirkjukórinn syngur valin kór- verk og leiðir safnaðarsöng undirstjórn organista kirkjunn- ar Páls Kr. Pálssonar. Ein- söngvari kórsins er Jóhanna Linnet. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim, sem þátt- takendur hafa fengið i hendur. Gengur þá loginn frá helgu alt- ari til hvers og eins, sem tákn um það, að sú ljóssins hátið, sem framundan er, er öllum ætluð. Aðventan er ti'mi undirbún- ings og er til þess fallin að vekja með mönnum rétta kennd gagn- vart helgum jólum. Við verðum aðfinna friðinn og helgina, sem erhiðsanna einkenniþeirra. Til þess að svo verði þurfum við að gefa okkur einhvern tima til að hugleiða erindi jóla, finna og viðurkenna þörf okkar fyrir þá blessun sem þau veita. Stund i helgu húsi, þar sem andblær að- ventu og jóla rikir i tónum og talisvalar þessari þörf og nauð- syn. Megi enn sem áður fjöl- margir eiga góða og eftirminni- lega stund á jólavöku í Hafnar- fjarðarkirkju. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. Kirkjukvöld á aðventu Frikirkjusöfnuðurinn i Hafnar- firði efnir til kirkjukvölds á sunnudagskvöldið kl. 20.30 krikjunni. Jólasöngvar verða sungnir og leiknir og Ömar Ragnarsson ræðir meö tóndæmum um kirkjusöng undir yfirskriftinni: Syngiö Drottni nýjan söng. Kór öldutúnsskólans, sem ný- verið hélt upp á 15 ára starf sitt syngur jólalög undir stjórn Egils Friðleifssonar. Blásarar úr LUÖrasveit Hafnarfjarðar þeyta lUðra og fiðlukvartett leikur jólatónlist. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik- kona les jólaljóö. Að lokum munu unglingarnir sem nú undirbúa fermingu slna koma meðsitthvaðúr fórum sinum er snertir jólahátiðina. Þorgerður Ingólfsdóttir kór- stjóri hefur bent á þaö i tima- ritsgrein hversu tónlistin geti gegnt veigamiklu hlutverki viö undirbUning jólanna. HUn segir i jólahefti Kirkjuritsins i fyrra : Tónlistin er glæsilegasta jóla- skrautið. Það þykir sjálfsagt að undirbúa jólin á allra handa máta. Þvi ekki undirbúa jóla- tónlistina, sem er einfaldasti ódýrasti og einlægasti mátinn. Þetta aðventukvöld á að vera vettvangur fyrir mikla þátttöku kirkjugesta I söng jólasálmanna ogsöngvanna, sem þeir vonandi halda áfram að syngja heima með fjölskyldu sinni við annan jólaundirbúning, t.d. við baksturinn eða skriftir jólakort. Fri'kirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði býður alla velkomna á að- ventukvöldið á sunnudaginn til að syngja inn jólin saman. Safnaðarstjórn. THkynningar Kveikt á Oslóartrénu í dag Sunnudaginn 14. desember verður kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Tréð er að venju gjöf Oslóborgarbúa til Reykvik- ing, en Oslóborg hefur I rúman aldarfjórðung sýnt borgarbúum vinarhug með þessum hætti. Að þessu sinni hefst athöfnin við Austurvöll um kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavi'kur. Sendiherra Noregs á Islandi, Annemarie Lorentzen, mun af- henda tréð, en Sigurjón Péturs- son, forseti borgarstjórnar, mun veita trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Athöfninni lýk- ur með því að Dómkórinn syng- ur jólasálma. Athygli er vakin á þvi, aö eftir aðkveikt hefur verið á jólatrénu verður barnaskemmtun við Austurvöll. Sunnudaginn 14. desember nk. kl. 16.00 verður kveikt á jóla- trénu i Kópavogi. Tréð er gjöf frá Norrköping vinabæ Kópa- vogs I Svlþjóð. Sænski sendiráðunauturinn Esbjörn Rosenblad mun af- henda Kópavogsbúum tréð og tendra ljós þess, en forseti bæjarstjónar Rannveig Guðmundsdóttir veitir trénu viðtöku. Af þessu tilefni mun Horna- flokkur Kópavogs leika nokkur lög. Trénu hefur verið valinn staður sunnan til á Borgarholtinu við borgarholtsbraut. Ymis/egt Ferðaiög Sunnud. 14.12. kl. 13. Með Leiruvogi, létt ganga á stuttum degi. Farið frá B.S.I. vestanverðu. Aramótaferð i Herdlsarvik, 5 dagar, góð gistiaðstaða. Farar- stj. Styrkár Sveinbjarnarson. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6A. tltivists. 14606 Dagsferð 14. des. kl. 13 Asfjall og nágrenni. Fararstjóri: Hjálmar Guð- mundsson. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farm. v/bil. Ferðafélag Islands. Kiwanisklúbburinn Hekla. Jóla- dagatalahappdrætti. Dregið hefur verið hjá Borgar- fógeta um vinninga frá 8-14. des. upp komu þessi númer: 8. desember 1317 9. desember 0499. 10. desember 0017. 11. desember 1432. 12. desember 0690. 13. desember 1220. 14. desember 0066. Allar upplýsingar hjá Ásgeiri Guðlaugssyni Urðarstekk 5. I sima 74996 eftir kl.18 daglega. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar eru til sölu á eftirtöldum stöö- um: Reykjavik: Skrifstofa Hjarta verndar, Lágmúla 9, Simi 83755. Reykjavikur Apótek, Austur- stræti 16. Ski-ifstofa D.A.S. Hrafnistu. Dvalarheimili aldraðra viö Lönguhlið. Garðs Apótek, Soga- vegi 108. Bókabúðin Embla, við Noröurfel!, Breiðholti. Arbæjar Apótek, Hraunbæ 102a Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22. Keflavlk: Rammar og gler, Sólvallagötu 11. Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. Hafnart jörður: Bókabúö Olivers Steins, Strandgötu 31. Sparisjóöur Hafnarf jaröar, Strandgötu 8-10. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Akranes: Hjá-Sveini Guðmundssyni, Jaö- arsbraut 3. tsafjörður: Hjá Júliusi Helgasyni rafvirkja- meistara. Siglufjörður: Verslunin ögn. Akureyri: Bókabúöin Huld, Hafnarstræti 97. Bókaval, Kaupvangsstræti 4. Aldraðir þurfa líka að ferðast — sýnum þeim tillitssemi. IUMFEROAR RÁÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.