Tíminn - 18.01.1981, Síða 2

Tíminn - 18.01.1981, Síða 2
„Myrk er stofa, mannlaus bær - má ég sofa hjá þér?” Jón Pálsson frá Hlið undir Eyjafjöllum var kunnur maður á sinni tið.Hann var ekki veraldar- hyggjumaður á borgaralega visu, lausbeizlaður nokkuð i háttum sinum og varð hálfgerð þjóð- sagnapersóna. Steinn Steinarr hóf að yrkja um hann langa rimu, og eru varðveitt af henni innan við fjörutíu visur, hvað meira sem kann einhvern tima aö hafa komizt af henni á blað. Margt 1 þessari rimu er hinn snjallasti kveðskapur, svo sem vænta má, og helzt við að jafna rimu Arnar Arnarsonar af Oddi sterka á Skaganum, þótt sá sé munur, að örn lauk sinni rimu og lét prenta hana. I upphafi Hliðar-Jóns rimna ávarpar skáldið imyndaöa konu, og er þar likt eftir mansöngvum hinna gömlu rimnaskálda, og er ekki gleymt aö hafa uppgerðar litillæti að ivafi: Hækkar öngu hagur minn, heims á göngu þynnist vangi, hringaspöngin hýr á kinn, hlýtt er löngum þér i fangi. Hygg ég óðar- hallt sé ker, hismi og tróð þar margur finni, hrundin góða, þó ég þér þetta bjóði af fátækt minni. Þó ég meini þetta og hitt, þér ég reyna vil að segja: Þú ert eina yndið mitt, unz ég seinast fer að deyja. Siðan vikur sögunni austur undir Eyjafjöll: Guðahöllu glik að sjá glóir mjöll á landi þvisa Eyjafjöllin ægihá yfir völlu gróna risa. Hér er sveitin góö og græn, grund og leiti hlær við sólu, ör og teit sem valgrund væn, vöknuð heit af svefni njólu. Fast við kletta freyöir sær, flár og grettur undir brúnum, sælt og mettað grasið grær á góðum, sléttum afbragös- túnum. Hér á setri, veröld við, vart mun betra þér að inna, seint á vetri, fræg og frið, fæddist hetja rimna minna. Vafinn flikum, finum sizt, fáum glikur austanvérum, flim og ýkjur finnst oss vist fæðing slik, sem getur hér um. Laxveiðileyfi óskast Góð laxveiðiá með 4 stangir eða fleiri, óskasti sumar og næstu sumur á besta veiðitimanum. í boði er há greiðsla strax. Hringið i Steingrim 91-86300, auglýsinga- deild blaðsins. KONTRA-kvartettinn heldur tónleika mánudag 19. janúar kl. 20:30. Á efnisskrá eru: W.A. Mozart: Kvartett nr. 14 i g-dúr (KV. 387), Carl Nielsen: Kvartett nr. 2 i g-moll (op 13) A. Dvorak: Kvartett nr. 11 i f-dúr (op 96) Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Lækningastofa Hef opnað lækningastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3, 5. hæð. Viðtalspantanir í síma 15477 Gunnar Valtýsson, læknir. Sérgrein: A/mennar /yfja/ækningar, innkirt/a og efnaskip tasjúk* dómar, sykursýki Lék í haga að legg og skel, langa daga, bjartar nætur, blitt og fagurt barns i þel Bragi og Saga festu rætur. Hljóður sat og hlusta vann hann á natin orösprok manna, sprettólatur spaks i rann, spar á mat með hegðun sanna. Eitt af þvl, sem við augum blasti undir Eyjafjöllum, var hafið, þar sem bátar morruöu á miöum. Nú segir af þvi: Seiðir lýði sævarblik, sjá má viða bát á floti. Þykir tiðum þungt um vik þeim, sem biða heima i skoti. Læsist skyndilega um sál löngun biind til ævintýra, engan bindur annars mál, út I vindinn flestir stýra. Jón geröist vertiðarmaður i Vestmannaeyjum, og er ekki i kot visað: Mörg hér reyndist mjög indæl meyjan hrein til staðar, meðan treinist sæt og sæl sólin einmánaðar. Vist þó bágt sé viðhorf mitt og veröid fátt mér gefi, ei skal þrátta um það né hitt: þig ég átta hefi. Jón er vertiðarmaöur I Eyjum og ferst karlmannlega: Sizt við mjamtar saltri gusu, sýnist tamt hvar hættast er, iðinn jafnt við ár og pusu, afliö skammtar hvergi sér. Þessu næst liggur leið Hliðar- Jóns á fund þeirra kvenna, sem eru „fyrir sunnan höfin blá”. Þar kemst hann I miklar mannraunir: Fljúga illkvittnust skot og skeyti, skapið hitnar ört til sanns, oft á skytning öls við teiti allur vitnast hugur manns. Situr þrjótur sals við endi, svert með blót og hreystiskrum, augnagjótur illar sendi undan ljótum brúnunum. Þá i hvelli þeygi biauður þessum smelli pústri á kinn. Loksins féli þar likt og dauður ljótur meiludóigurinn. Og áfram heldur saga Hliöar- Jóns, ýmist i fangi kvenna eða drifi sævar og er þó ekki ávallt óskabyr: Lifs um angurs viðan vang, vist ég ganginn herði, eikin spanga, i þitt fang oft mig langa gerði. Bragaföngin burtu sett, botn i söng minn sleginn, situr löngum sorgum mett sál min öngu fegin. Brautargengi brestur mig, bót ég enga þekki, ó, hve lengi þreyði ég þig, þó ég fengi ekki. Byigjan rýkur, bylur hvin, byrgist vik og ögur, hár þitt strýk ég, heillin min, hrundin ýkjafögur. Feilur ofan fjúk og snær, flest vill dofa Ijá mér, myrk er stofa, mannlaus bær, — má ég sofa hjá þér? Þessu hrafli úr rímunum lýkur svo með siöustu visunum, sem til eru : Hart mig sló oft heimur bráður, hugarins nóga átta ég pin, harmi sóar helzt sem áður hýrust móins beöjalin. Fljótt sem galdur fram hjá þustur flýgur skvaldur tvitugs manns. Furðukaldur feigðargustur fer um aldinn vanga hans. Þetta er orðið svo langt mál, að viö verðum að láta Stein Steinarr róa einskipa þennan sunnudaginn með Jón sinn frá Hlið i stafni. En eftir á að hyggja: Hverjir yrkja nú aö allsherjargoðanum á Draghálsi undan skildum, slfkar rimur þessi árin? JH. Oddný Guðmundsdóttir: ORÐALEPPAR (Langyrði) Fyrir nokkrum áratugum komst á kreik i blöðum og útvarpi rúmfrekt orð— ekkiárásarsamningur. Orðhag- ur maður minnti þá á, að ekkiárás væri sama og grið. Stakk hann upp á orðinu griðasamningur, sem síðan hefur dugað vel. Enginn grípur nú til þess að snúa erlendu orðunum nonint- erventionspakt eða ikkeangrebspagt orðrétt á islenzku. Ekki eru blaðamenn svona ráð- þægnir núna. Það er eins og skvetta vatni á gæs að leiðrétta bögumæli þeirra. Þetta er erlendur siður, að búa til nafnorð úr hröngli margra orða. Dæmi um slíkt er: væntumþykja, stefnumótunarnefnd, viðhorfsmótun- arstof n un, á kva rðanatökuvettvangur og samlögunaraðhæfingarnámsferli. Betra að vera ekki andstuttur, ef svona orð eiga að komast klakklaust til skila. Menn hafa verið kallaðir bóngóðir eða bónstirðir. Fyrir skömmu sá ég í þess í stað orðin jámanneskjur og nei- manneskjur. Ekki er auðvelt að gizka á, hvort þessi ,,þróun málsins" hefur gerzt í háskólanum, á Hallærisplaninu eða á ólíklegri stöðum. Aftur á móti eru augljós heimkynni þessarar setningar: ,,Það má eigin- lega segja, að námskeiðin búi yf ir inn- byggðri vörn gegn óvirkni" (G.Á. sál- fræðingur i Þjóðv.) Hér í sveit er ekki talað um að „ver j- ast óvirkni", hvað þá að koma sér upp „innbyggðri vörn" gegn henni. Menn tala um að vekja áhuga, hefjast handa, hvetja til framkvæmda. Sögur herma, að kvæði hafi verið flutt til að hvetja menn, og kölluð hvöt, til dæmis Húskarlahvöt. Inn- byggð vörn gegn óvirkni húskarla yrði slíkt kallað á máli lærdómsmanna nú á dögum. Tízkuorðið óvirkni er þó ekki hættu- legt. Við skiljum það, og það berst ekki út um land í allavega merkingu, eins og skörunin, sem er ýmist látin tákna snertingu eða millibil. En það er tvennt ólíkt. Ef líkingin er tekin af skarsúð, táknar það að ganga á mis- víxl. En þeim fer nú fækkandi, sem fæddir eru undir skarsúð og tengja „skörun" við hana. Mér varð það á að skilja „skörun væntinga" svo, að von- irnar gengju á misvíxl. En það kvað ekki vera réttur skilningur. Hvað er falllyndi? Það er andstæða rislyndis, segir skýringin. Og hvað er þá rislyndi? Nemendur fá að vita, að það sé „atferli, sem einkennist af kæti, fjöri, öru viðmóti, félagslyndi, trausti". Það eru þó líklega ekki orðin glaðværð og ólund, sem svona eru matreidd í skólum?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.