Tíminn - 18.01.1981, Page 6

Tíminn - 18.01.1981, Page 6
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfuli- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (Alþing), Jónas Guömundsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón iRóbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þor- !steinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86393. — Verö I lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. Notið tækifærið í liðinni viku birti Dagblaðið niðurstöður nvrrar skoðanakönnunar, i þetta skipti um afstöðu al- mennings til efnahagsráðstafana rikisstjórnar- innar. Hingað til hefur það einatt verið svo að mark hefur verið að skoðanakönnunum Dagblaðs- ins, jafnvel þótt menn hafi haft sinar efasemdir um vinnubrögð blaðsins við þær, og þvi er ekki á- stæða til annars en að taka eitthvert mark á niður- stöðunum i þetta sinn. Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar hafa að sjálfsögðu verið birtar i fjölmiðlum, og eru þær mjög eindregið á þá lund að almenningur fagnar aðgerðum rikisstjórnarinnar og lýsir skilningi og stuðningi við stefnu rikisstjórnarinnar. Sennilega er það rétt hjá leiðarahöfundi Þjóðviljans sl. föstudag að af niðurstöðunni megi ráða að tveir Sjálfstæðismenn af hverjum þremur styðji rikis- stjórndr. Gunnars Thoroddsen, en sjálfur formað- ur flokksins, Geir Hallgrimsson, og lið hans allt hafi þar með gersamlega slitnað úr öllum tengsl- um við flokksmennina. Auðvitað fagna menn slikri niðurstöðu, bæði fyrir hönd rikisstjórnarinnar sérstaklega, en ekki siður af þeirri ástæðu að i þessu felst að stjórninni er veitt sjaldgæft tækifæri til að koma stefnu sinni fram með velvilja og stuðningi fólksins. Frammi fyrir afstöðu almennings ætti stjórninni að vera ó- hætt að taka ummæli verkalýðsforingja af mátu- legri alvöru þegar þeir hóta hindrunaraðgerðum. Og flest bendir reyndar til þess að forystumenn hagsmunasamtakanna hafi orðið svo berlega var- ir við jákvæða afstöðu almennings að samtökin muni halda að sér höndum meðan ráðstafanirnar eru að koma fram. En þetta ágæta tækifæri verður rikisstjórnin að kunna að notfæra sér til að tryggja árangur stjórn- arstefnunnar til frambúðar. Þær ráðstafanir sem nú hafa komið fram eru aðeins fyrsti áfangi og munu aðeins skila takmörkuðum árangri ef ekki verður þegar gengist i þvi að undirbúa næsta áfanga með frekari aðgerðum er komi til skjal- anna þegar liður að vori. Verði þetta ekki gert nú á næstu vikum er mjög hætt við að frekari árangur verði næsta litill, eða renni hreinlega út i sandinn þegar liður fram á haustið. Og það er ekki að efa að almenningur hefur fullan skilning á þessu og fullan vilja til að taka vel frekari aðgerðum i framhaldinu af þeim sem þegar hafa komið fram. Um þetta segir Guðmundur J. Guðmundsson, alþingismaður og verkalýðsforingi, m.a. i viðtali við Morgunblaðið hinn 7. þessa mánaðar: ,,Sannleikurinn er sá að það er ástæða til að ótt- ast, þegar kemur fram á sumarið, að þessar að- gerðir verði ekki nægjanlegar... Þvi ættu næstu aðgerðir að verða aðrar en skerða kaupið. Þvi ætti rikisstjórnin að nota vekjaraklukku og sofa ekki fram til 1. júni. Það verður að halda mjög vel á hlutunum....” Næstu áfangar hljóta að koma fram fljótt eftir að Alþingi kemur saman aftur. JS Erlent yfirlit Þórarinn Þórarinsson: Fær Carter síðar betri dóma en nú? Ýmsir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar Sadst, Carter og Begin aö undirrita Camp Davidsamkomulagiö. SA, sem þetta ritar, átti þess kost að dveljast i Bandarikjun- um siöustu tvo mánuðina fyrir forsetakosningarnar 1952, þegar þeir Eisenhower og Stevenson leiddu saman hesta sina.i fyrra sinn. Það er ekki sízt eftirminni- legt, aö Truman sem þá var for- seti var i ótrúlega litlu áliti hjá Bandarikjamönnum á þeim tima. Honum og stjórn hans var eiginlega fundið allt til foráttu. Hann hafði rétt til að bjóða sig fram aftur, en hafnaði að not- færa sér hann, enda myndihann hafa kolfallið fyrir Eisenhower. Stevenson sem vann sér fljótt mikið fylgi með snjallri ræðu- mennsku sinni, reyndi að vera sem minnst bendlaður við Tru- man og stjórn hans. Fyrir at- beina Stevensons og ráðunauta hans tók Truman eins litinn þátt i kosningabaráttunni og mögu- legt var. NU, tæpum þrjátiu árum siðar, er annað álit á Truman. Hann er nú almennt talinn i röð fremstu forseta Bandarikjanna. Sú afstaða hans að láta Banda- rikin hindra að kommúnistar næðu yfirráðum i Suður-Kóreu þykir nú bera vott um snarræði og kjark. Ariö 1952 var þátttak- an i Kóreustyrjöldinni ein ástæðan fyrir óvinsældum Tru- mans. Ýmsir bandariskir fjölmiðla- menn velta þvi fyrir sér, hvort Carter eigi eftir að hljóta betri eftirmæli sem forseti en ætla mætti af ósigri hans i kosning- unum i haust. Niðurstaöa flestra þeirra er sú, að eftirmæli um Carter eigi eftir að breytast og batna. ÞÓTT margt hafi orðið Carter óhagstætt á sviöi utanrikismála eins og byltingin i' Iran og innrás Rússa i Afganistan liggja eftir hann verk á þvi sviði sem munu vinna honum aukna viðurkenn- ingusiðar, en eru enn umdeild i Bandarikjunum. Þar er fyrst að nefna samningana um Panama- skurðinn sem munu tryggja Panama yfirráö yfir skurðinum frá næstu aldamótum. Johnson, Nixon og Ford höfðu ekki treyst sér til að leysa þetta mál sem spillti orðið i vaxandi mæli sam- búð Bandarikjanna og rómönsku Ameriku. Carter hafði áræði til að höggva á hnút- inn. Enn er þetta mál svo við- kvæmt i Bandarikjunum, að tal- iðer, að það hafi átt þátt i ósigri sumra þingmanna i kosningun- um i haust að þeir greiddu at- kvæði með samningunum. Þá hefur afstaöa Carters til málefna i suðurhluta Afriku valdið deilum. Carter studdi Breta I þvi að leysa Ródesiu- málið á þann veg sem gert var. Margir Bandarikjamenn vildu halda áfram beinum eða óbein- Carter forseti hlutann i Ródesiu. Með þessari afstöðu sinni hefur Carter vafa- litið aukið álit Bandaríkjanna meðal Afrikuþjóða sunnan Sahara. Þýðingarmesta verk Carters á sviði utanrikismála er þó vafalaust samkomulagið milli stjórna Israels og Egyptalands, sem kennt er við Camp David. Það er viðurkennt að þar hafi Carter sýntmikla hæfileika sem stjórnmálamaður. Enn er of snemmt að dæma um hinn endanlega árangur en óneitan- lega hefur samkomulagið i Camp David gerbreytt stööunni við austanvert Miðjaðarhaf og dregið úr ófriðarhættu þar, a.m.k. i bili. Barátta Carters fyrir auknum mannréttindum i heiminum hefur verið umdeild þvi að oft hefur stjórn hans orðið að hafa meira og minna samneyti við rikisstjórnir sem litt hafa haldið mannréttindi I heiðri. I ýmsum tilfellum hefur þessi barátta Carters þó borið árangur. Hún hefur jafnframt áréttað vilja og óskir Bandarikjamanna i mannréttindamálum. Mann- réttindi komast ekki i fram- kvæmd nema einhverjir þori og reyni að berjast fyrir þeim. Carter hóf á loft merki sem Bandarikin láta vonandi ekki falla niður. Carter skilji eftir sig mörg eftir- minnileg verk á sviði innan- landsmála. Þó hefur heppilegra áhrifa frá honum gætt á ýmsum sviðum. Þannig telja náttúruverndar- menn að Carter hafi sýnt mál- um þeirra mikinn áhuga og komiðfram ýmsum breytingum i þá átt sem þeir hafa talið æski- lega. A sviði orkumála hefur Carter komið fram ýmsum umbótum, sem miða að þvi að gera Banda- rikin óháðari innflutningi. Sum- ar af þessum ráðstöfunum hafa valdið óánægju ýmissa hópa og aukið óvinsældir hans. Carter hefur ekki skipaö dómara i hæstarétt en hann hefur skipað fleiri menn i hátt- settar dómarastöður en venju- legter á einu kjörtimabili. Hann er talinn hafa vandaö val dómara betur en fyrirrennarar hans og yfirleitt ekki látið póli- tisk sjónarmið ráða eins og oft hefur viljað brenna við. Það sem átti mestan þátt i óvinsældum Carters, var verð- bólgan og atvinnuleysið. En þar' var við ramman reip að^draga og vald forsetans takmarkað i þeirri glimu. Svo getur lika farið i þeim efnum, að Baanda- rikjamenn hafi keypt köttinn i sekknum, þegar þeir kusu Reagan og'það eigi eftir að gera

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.