Tíminn - 18.01.1981, Qupperneq 8
8
Sunnudagur 18. janúar 1981
Elías Davíðsson kerfisfræðingur hefur um árabil
stundað rannsóknir á athöfnum erlendra stórfyrir-
tækja á Islandi. Hann hefur skrifað margt um þau
mál. I lok nóvember mánaðar 1979 birtist grein i
Morgunblaðinu eftir hann. Þar er f jallað um full-
yrðingar forráðamanna álversins í Straumsvík um
að rekstur fyrirtækisins hafi gengið illa# og bendir
Elias á að aðalforstjóri Alusuisse sé síður en svo ó-
ánægður með rekstur ÍSAL. M.a. hafi fyrirtækið
bjargað hag dótturfyrirtækja Alusuisse í Bretlandi
um tima. Einnig greinir Elías frá þvi að Alusuisse
hafi margóskað eftir stækkun álversins í Straums-
vílo sem ekki bendi til þess að hér sé um taprekstur
að ræða.
Siðan segir Elias:
„Astæður furir talnaleikjum
ISALserueinkum tvær: tfyrsta
lagi miðast skattlagning tSALs
við framtalinn hagnað. Með þvi
að minnka framtalinn hagnað
má lækka skattgreiðsluna. 1
öðru lagi — og það er e.t.v.
mikilvægasta atriðið i þessu
máli — myndi almenn virneskja
um raunverulegan hagnað ISAL
koma af stað svo miklu umróti
hér, að stjórnvöld yrðu tilneydd
til að krefjast tafarlausrar
endurskoðunar á raforkuverði
og skattlagningu”.
Þarsem nú virðist svo sem að
einmitt þetta sé að gerast, sneri
ég mér til Eliasar til að fá álit
hans á skýrslu iðnaðarráðherra
um mismun á súrálsverði i
Astraliu og á tslandi, og um
fleira varðandi stóriðju á ts-
landi.
Óháð rannsókn-
arstarfsemi
Elías Davfðsson kerfisfræðingur.
„Mikilvægast,
að íslendingar
standi saman og
og láti ekki póli-
tík sundra sér”
— Ert þú óháður aðili i þessu
máli?
— Ég tel, að fáir Islendingar,
sem kynnt hafa sér áliðnaðinn
og starfsemi erlendra fyrir-
tækja á tslandi, geti talist jafnó-
háðir og ég. Ég hef engra per-
sónulegra eða viðskiptalegra
hagsmuna að gæta i þessum
málum, er ekki i neinum stjórn-
málaflokki og fylgi engri fyrir-
skipaðri pólitiskri linu. Sú starf-
semi min að veita upplýsingar
um starfsemi erlendra stór-
fyrirtækja á tslandi er gerð
fyrst og fremst af almennum
áhuga fyrir velferð lands og
þjóðar. Þannig að orðið óháður
á liklega vel við.
— Þú segist stunda rannsókn-
ir á þessum málum. Hvernig
ferð þú að þvi?
— Ég er i sambandi við ýmsa
aðila erlendis, sem sérhæfa sig i
könnunum og rannsóknum á ál-
iðnaðinum meðal annars. Þetta
eru óháðir aöilar, sem starfa
t.d. i tengslum við háskóla. Ég
tel mig hafa mikið gagn af slik-
um samböndum. Einnig fylgist
ég með ýmsum timaritum, bæði
almennum timaritum og fag-
timaritum, og afla upplýsinga
eftir ýmsum öðrum leiðum. Ég
reyni að hafa allar upplýsingar
sem réttastar, enda er mark-
miðið ekki að klekkja á einum
eða neinum, heldur að koma á
framfæri sönnum upplýsingum.
Hins vegar dreg ég ekki dul á
það, að ég hef ákveðna afstöðu i
málinu, og sú afstaða er að ég
tel hagsmuni tslendinga sem
þjóðar standa ofar hagsmunum
einstakra fyrirtækja.
Hagnaðurinn
fluttur úr landi
— Hvað viltu segja um upp-
ljóstranir rikisstjórnarinnar?
— Þarna virðast þeir loks
hafa fundið út hvernig hluti þess
hagnaðar, sem verður i
Straumsvik, er fluttur úr landi.
Ég hef lengi velt vöngum yfir
þvi hvernig stæði á þeirri und-
arlegu staðreynd, aö Alverið er
rekið hér við mjög hagstæð skil-
yrði, raforkuverðiö er u.þ.b.
helmingur af þvi raforkuverði,
sem flestar álverksmiðjur i
heiminum þurfa að greiða, laun
lægri en gerist i Evrópu, skatt-
friðindi og fleira, en samt er ál-
verið rekið annaðhvort með
tapi, jafnvel stórtapi, eða i
kringum núll. Eina árið, sem
einhver hagnaður hefur komið
fram er 1979, en þá var hagnað-
urinn þó ekki meiri en 3% af
veltu.
— Hvernig getur það staöist
að súrálsverðið hækki svo mikið
i hafi? Er um að ræða að svindl-
að sé á tslendingum?
— Ég vil ekki taka mér slík
orð i munn. Ég held, að lesendur
ættu sjálfir að dæma um, hvað
er svindl og hvað er ekki svindl.
En ég get gefið nokkur dæmi um
svipaðar aðferðir fjölþjóða-
hringa. T.d. var kopar seldur
frá Chile á lægra verði en
heimsmarkaðsverði á árunum
1957-1971, og tapaði Chile þannig
um 400 millj. dollara. Annað
þekkt dæmi er athæfi United
Fruit Company, sem keypti
banana á of lágu verði af dóttur-
Viðtal við Elías Davíðsson,
kerfisfræðing um málefni
álversins í Straumsvík
fyrirtækjum sinum i Mið-Ame-
riku, þannig að viðkomandi lönd
töpuðu 359 milljónum dollara á
árunum 1947-1951. Ef við tökum
nýrri dæmi, þá hafa lyfjafyrir-
tæki i Bretlandi selt dótturfyrir-
tækjum sinum vörur á 4000%
hærra verði en eðlilegt er, þann-
ig að breskur almenningur tap-
aði 32 milljónum dollara. Ég get
nefnt fleiri dæmi, en þetta eru
opinberlega viðurkennd dæmi
Flutningaskip, sem kom meö súrálsfarm til Straumsvikur á siðast liönum vetri.
— Timmynd: Tryggvi.
1